Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989 Hveijir verða rík- isstarfsmenn? Um breytingarnar á verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga og áhrif þeirra á starfsmannahald eftir Guðmund Björnsson Hér eftir verður gerð grein fyrir helstu nýmælum sem lög um breyt- ingu á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga (nr. 87/1989) fela í sér, að því er tekur til starfsmanna- mála. Það er nokkuð ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þess- ara laga og ekki hefði komið að sök að þau hefðu verið gleggri. Hvað sem um það má segja — þá verður ekki hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir — lögin taka gildi 1. janúar nk. því verður vart breytt úr þessu. Með greindum lögum var m.a. stefnt að því að starfsfólk, sem nú er ráðið af sveitarfélögunum eða stofnunum er starfa í samrekstri ríkis og sveitarfélaga, muni flytjast til ríkisins. Á þetta við um starfs- fólk heilsugæslustofnana, fram- haldsskóla og fræðsluskrifstofa, sem ekki er þegar á launaskrá hjá ríkinu. Samkvæmt fjórða kafla lag- anna verða sjúkrasamlög í núver- andi mynd lögð niður og sjúkra- tryggingar færast til Trygginga- stofnunar ríkisins sem hluti af al- mannatryggingakerfinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að starfsmenn landshafna verði starfsmenn sveitarfélaga og að um hafnir þessar gildi framvegis hafn- arlög, nr. 69/1984. Við iagabreytingarnar kemur upp fjöldi flókinna álitamála og ýmis framkvæmdamál sem huga þarf að og skipuleggja til þess að breytinga þessar megi ganga sem best fyrir sig. Vert er í upphafi að athuga hvemig til hefur tekist að ná fram þeim markmiðum sem menn settu sér með frumvarpinu og hver urðu afdrif þeirra mark- miða í hinum endanlega lagatexta. Þar sem ósamræmi milli mark- miða og niðurstöðu á einkum við um heilsugæslustöðvar verður fyrst vikið að þeim. Heilsugæsla Með 5. grein laganna um breyt- ingu á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga er gert ráð fyrir að kostn- aður við rekstur heilsugæslustöðva verði alfarið verkefni ríkisins frá og með 1. janúar 1990. - Með hliðsjón af því að ákveðið var að ríkið stæði undir kostnaði við rekstur heilsugæslustöðva að öllu leyti þótti nauðsyn bera tii að breyta samsetningu stjórna heilsu- gæslustöðva frá því sem verið hafði. Breytingin var í því fólgin að eftir gildistöku verkaskiptalaganna skipar ráðherra stjómir heilsu- gæslustöðva. Var á þennan hátt, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu, „reynt að treysta böndin á milli þeirra sem stjórna rekstrinum og ríkisins sem annast allar greiðslur". I lagafmmvarpinu var einnig gert ráð fyrir, eins og segir í grein- argerð, „að á sama hátt og þegar um er að ræða stjórnir heilsugæslu- stöðva skipi ráðherra einn stjórnar- mann í stjórnir sjúkrahúsa sem jafnframt verði formaður og búsett- ur á starfssvæði sjúkrahússins. Með þessu ákvæði er einnig á sama hátt og varðandi heilsugæsluna reynt að treysta böndin milli stjórna sjúkrahúsa og ríkisins sem annast allar greiðslur". Þessi breyting á lögum um heil- brigðisþjónustu nr. 59/1983 náði hins vegar ekki fram að ganga. Sú staðreynd að ekki náðist fram breyting á stjórnum sjúkrahúsa sveitarfélaganna hefur í för með sér að starfsmenn þeirra heilsu- gæslustöðva sem eru í starfstengsl- um við þau sjúkrahús verða ekki ríkisstarfsmenn frá og með 1. jan- úar nk. Verður sú staðhæfing skýrð nokkuð nánar hér á eftir. Hverjir verða ríkisstarfsmenn? í 1. tölulið 21. greinar laga nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu sem ekki var breytt með verka- skiptalögunum segir m.a.: „Þegar heilsugæslustöð er í starfstengslum við sjúkrahús fer sjúkrahússtjórn, sbr. 30. gr., með stjóm ailrar stofnunarinnar. I Reykjavík skal heilbrigðismálaráð fara með stjórn stöðva." Sjúkrahússtjórn skal þannig fara með stjóm allrar stofnunarinnar, þegar heilsugæslustöð er í starfs- tengslum við sjúkrahús. Þegar svo háttar til er að sjálfsögðu ekki skip- uð nein sérstök stjórn fyrir heilsu- gæslustöðina. Ekki verður því nein breyting á stjórnum þeirra heilsugæslustöðva sem eru í starfstengslum við sjúkra- hús. Það eina sem breytist er að ríkið greiðir nú allan rekstrarkostnað í stað þess að greiða áður aðeins laun lækna, hjúkrunarfræðinga, ljós- mæðra og sjúkraþjálfara. En hvers vegna skiptir það svo miklu máli hver skipar stjómir þess- ara stofnana? Er það ekki eitt nægi- legt að ríkið greiði allan launakostn- að læknaritara, sjúkraliða og skrif- stofufólks til þess að þessar stéttir á heilsugæslustöðum teljist til ríkis- Byggð á Hvaleyrarholti: Breyting á Aðalskipu- lagi send ráðherra SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins hefúr afgreitt og sent félagsmálaráð- herra til staðfestingar breytingu á Aðalskipulagi HafnarQarðar á Hvaleyrarholti. Afgreiðslan byggir á samkomulagi milli Hafnar- íjarðarbæjar og Mengunarvarna ríkisins vegna mengunar á svæð- inu eins og fram kemur í bókun skipulagsstjórnar. í bókun skipulagsstjómar til fé- Iagsmálaráðherra segir: „Skipu- lagsstjóm afgreiðir þá breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1980 til 2000 m.a. að svæðið sem ætlað er til íbúðabyggðar eftir árið 2000 verði ætlað til íbúðabyggðar á yfir- standandi skipulagstímabili. Enda verði gerðar ráðstafanir ef niður- stöður rannsókna benda til loft- mengunar umfram gefnar forsend- ur og tiltekin mörk til að fá meng- unarvaldandi aðila til að minnka þau áhrif niður fýrir mengunar- mörk samanber samkomuag Hafnarfjarðar og Mengunarvarna ríkisins." Guðmundur Björnsson „Eins og framangreint ber með sér eru línur verulega teknar að skýrast varðandi fram- kvæmd verkaskipting- arlaganna að því er tek- ur til starfsmannamála. Ljóst má hins vegar vera að ekki hefði spillt fyrir að löggjafínn hefði tekið á ýmsum þeim álitamálum sem hér hefur verið bent á og nú hefúr náðst sam- staða um.“ starfsmanna? Svarið við þeirri spurningu er neikvætt. Þótt ríkið greiði 100% af rekstr- arkostnaði heilsugæslustöðva sem eru í starfstengslum við sjúkrahús fara sveitarfélögin með stjórn þeirra. Eitt helsta skilyrði þess að unnt sé að te\ja að starfsmaður verði ríkisstarfsmaður er að handhafi ríkisvalds hafi skipun- ar- og agavald gagnvart hlutað- eigandi starfsmanni og hafi jafn- framt vald til að ráða og skipa starfsmann í stöðu og veita hon- um lausn ef svo ber undir. Laun- þegi hlýtur að vera starfsmaður þess sem ræður hann til vinnu. Ef það eitt nægir að ríkissjóður greiði laun starfsmanna að fullu til þess að unnt sé að telja þá ríkis- starfsmenn, hvers vegna eru þá ekki starfsmenn Landakots eða Borgarspítala ríkisstarfsmenn? í Reykjavík breytist ekkert að því er stjómir heilsugæslustöðva varðar, þar sem 2. töluliður 21. greinar laganna um heilbrigðis- þjónustu stendur óbreyttur, en þar segir m.a.: „í Reykjavík skal heilbrigðis- málaráð fara með stjórn stöðva." 2. töluliður 7. greinar þeirra laga kveður á um hvernig heilbrigðis- málaráð í Reykjavík er skipað, en þar segir orðrétt: „í Reykjavík kýs borgarstjóm 7 fulltrúa óbundinni kosningu, en stjórnir heilbrigðisstofnana ríkisins og einkaaðila tilnefna fulltrúa frá hverri stofnun." Spyrja mætti því hvort nokkuð hafi staðið til með verkaskiptalög- unum að gera starfsmenn heilsu- gæslustöðva, sem reknar eru í starfstengslum við sjúkrahús eða starfsmenn heilsugæslustöðva í Reykjavík að ríkisstarfsmönnum? Ef sá hefur verið tilgangurinn hafa hér greinilega orðið mistök við laga- setningu. Meðan stjórn stofnana er í hönd- upi sveitarfélaga eða annarra aðila en handhafa ríkisvalds, og ráðning fer fram á þeirra vegum, þá geta umræddir starfsmenn ekki orðið ríkisstarfsmenn. Breyting á kostnaðarhlutdeild í rekstrarkostnaði stöðvanna er ekki nægjanleg ein sér. Niðurstaðan af framansögðu er því sú að til ríkisins flytjast aðeins starfsmenn þeirra heilsugæslu- stöðva sem eru án starfstengsla við sjúkrahús sveitarfélaganna. í Reykjavík verður allt óbreytt að því undanskildu að aðstoðarmenn skólatannlækna verða ríkisstarfs- menn um áramótin. Framhaldsskólar — fræðsluskrifstofiir Eins og fram kom í upphafi verða starfsmenn framhaldsskóla jafn- framt gerðir að ríkisstarfsmönnum um næstu áramót, þ.e. þeir sem uppfylla skilyrði til þess. Ríkissjóður greiðir samkvæmt nýju framhaldsskólalögunum rekstrarkostnað framhaldsskóla. Auk kostnaðar við kennslu greiðir ríkissjóður launakostnað við stjórn- un (deildarstjóra), námsráðgjöf, störf í skólasafni á skrifstofu, fé- lagsstörf, eftirlit og umsjón með heimavistum og eignum skóla, og við önnur þau störf er nauðsynleg teljast vera. í verkaskiptalögunum (33. gr.) kemur einnig fram að starfsmenn fræðsluskrifstofa verði gerðir að ríkisstarfsmönnum um áramót. í megindráttum má segja að rekstur grunnskóla verði verkefni sveitarfélaga, en ríkissjóður mun þó greiða laun fyrir kennslu og stjórnun og störf í skólastarfi. Sjúkrasamlög Samkvæmt IV. kafla verka- skiptalaga verða sjúkrasamlög í núverandi mynd lögð niður. Tryggingastofnun ríkisins tekur þá að sér rekstur sjúkratrygginga á sama hátt og hún hefur séð um rekstur lífeyristrygginga og slysa- trygginga. Þetta kallar á breytta skipan og sameiningu umboða líf- eyristrygginga, slysatrygginga og sjúkratrygginga, þótt hver grein trygginganna verði eftir sem áður sjálfstæð deild og hafi sérstakan fjárhag. í framhaldi af þessari Iagabreyt- ingu hafa farið fram viðræður milli dómsmálaráðuneytis og Trygginga- stofnunar ríkisins um að embætti sýslumanna og bæjarfógeta taki að sér umboðsstörf fyrir trygginga- stofnunina að því er tekur til sjúkra- trygginga, í þeim tilfellum sem þessl þjónusta er nú rekin utan embættanna. Niðurstaða þeirra við- ræðna er sú, að sýslumönnum og bæjarfógetum verða falin umrædd umboðsstörf utan Reykjavíkur- svæðisins frá og með 1. janúar nk. Hert á undan hefur verið reifað hvaða starfsmenn stofnana það eru sem færast yfir til ríkisins um ára- mót. Reglur um tilfærslur starfsmanna Ljóst má vera að þau álitaefni sem tengjast þessari verkaskiptingu eru flókin og varða margþætta og mikilvæga hagsmuni. í því skyni að auðvelda fram- kvæmd laganna hefur ráðherra, að höfðu samráði við BSRB, ákveðið að beita sér fyrir því að eftirfar- andi reglur gildi um þá starfsmenn sem verkaskiptalögin taka til og flytjast nú til ríkisins: 1. Félagaaðild: Þrátt fyrir þær breytingar sem lög nr. 87/1989 fela í sér mun ráðu- neytið fyrir sitt leyti vimía að því að starfsmenn eigi þess kost að vera áfram í sama stéttarfélagi, enda verði tillaga um breytingu á lögum nr. 94/1986 í þá veru lögð fyrir Alþingi það sem nú situr. Starfsmenn sem koma til starfa eftir 1. janúar 1990 skulu eiga val um hvort þeir óska að tilheyra því félagi ríkisstarfsmanna sem ætti samkvæmt núgildandi lögum nr. 94/1986 að hafa samningsumboð á þessu tiltekna sviði. 2. Samningsréttur: Samningsréttur verði áfram hjá viðkomandi starfsmannafélagi. Áf ríkisins hálfu er þó lögð á það áhersla í samræmi við samþykkt á fundi bæjarstarfsmanna 19. októ- ber 1989 að víðtækt samflot starfs- mannafélaga náist við samnings- gerð. 3. Launakjör: Starfsmenn þeirra stofnana sem lagðar verða niður (sjúkrasamlög), en ráðnir verða til ríkisins, gangi í meginatriðum inn í þá kjarasamn- inga sem fyrir eru á hinum nýja vinnustað. Hjá stofnunum sem starfa óbreyttar áfram, en færast að fullu til ríkisins, skulu launakjör sem verið hafa bundin í kjarasamning- um við hlutaðeigandi stéttarfélag (kjarasamningsbundin kjör) haldast óbreytt hjá viðkomandi einstakl- ingi, þar til um annað semst við það stéttarfélag sem fer með samn- ingsumboð fyrir hann. 4. Önnur kjör: a. Starfsaldur: Allur sá starfsaldur sem viður- kenndur hefur verið af sveitarfélög- um, eða af stofnunum í samrekstri ríkis og sveitarfélaga, hjá því starfs- fólki sem gerist ríkisstarfsmenn á grundvelli laga nr. 87/1989, flyst óbreyttur með einstaklingum yfir til ríkisins. b. Þjónustualdur: Sama gildir um þjónustualdur og þau réttindi sem honum tengjast. c. Orlof: Fjármálaráðuneytið ábyrgist að áunninn orlofsréttur frá 1. maí til 31. desember 1989 verði fluttur til ríkisins nema hlutaðeigandi óski annars. d. Lífeyrissjóðsmál: Ljóst er að lausn þeirra álitamála sem við blasa og upp kunna að koma varðandi lífeyrissjóðamál eru það flókin og margþætt að aðilar eru ásáttir um að taka sér lengri tíma til lausnar þeirra. Ráðuneytið vekur athygli á'-því að samkvæmt 3. gr. laga um lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins verða þeir opinberir starfsmenn sveitarfé- laga sem flytjast yfir til ríkisins þann 1. janúar nk. aðilar að lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið mun fyrir sitt leyti tryggja eftir fremsta megni að rétt- ur einstaklinga við þessa tilfærslu verði ekki fyrir borð borinn, ogjafn- framt að það muni fyrir sitt leyti stuðla að því að ljúka frágangi þess- ara mála fyrir 20. desemeber nk. e. Fyrirframgreiðsla launa: Ráðuneytið lýsir því yfir að þeir starfsmenn sveitarfélaga eða þeir starfsmenn stofnana í samrekstri ríkis og sveitarfélaga sem höfðu áunnið sér rétt til fyrirframgreiðslu launa og flytjast yfir til ríkisins frá og með 1. janúar nk. mtmi halda þeim rétti. f. Ráðuneytið mun tryggja að þeir aðilar sem kynnu að tapa af launagreiðslum, á tímabilinu frá 1. janúar 1990 til 1. júlí sama árs er stafa af leyfi til barnsburðar vegna tilfærslu í starfi til ríkis skulu engu að síður njóta þeirra greiðslna, sem þeir hefðu átt rétt á eins og að þeir hefðu sex mánaða starf að baki hjá ríki. Regla þessi byggist á því að starfsmaður hafi fyrir til- færslu til ríkis starfað í að minnsta kosti 6 mánuði hjá viðkomandi sveitarfélagi eða stofnun í sam- rekstri ríkis og sveitarfélaga. Sé um skemmri starfstíma að ræða hjá fyrri vinnuveitanda ber að leggja saman starfstíma hjá honum og hjá ríki, þar til að 6 mánaða samanlögðum starfstíma er náð. Þess skal Ioks getið að ráðning starfsmanna að ríkisstofnunum takmarkast að sjálfsögðu við þær starfsheimildir sem viðkomandi stofnun hefur skv. fjárlögu. Eins og framangreint ber með sér eru línur verulega teknar að skýrast varðandi framkvæmd verkaskiptingarlaganna að því er tekur til starfsmannamála. Ljóst má hins vegar vera að ekki hefði spillt fyrir að löggjafinn hefði tekið á ýmsum þeim álitamálum sem hér hefur verið bent á og nú hefur náðst samstaða um. Iföfundur er skrifstofustjóri fiármálnráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.