Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 58
g.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989
‘m"H
TT
Dagristir í
vondum málum
eftir Björn Jónsson
Undanfarnar vikur hafa farið
fram umræður hér og hvar í sam-
félaginu um frumvarp til laga um
félagslega þjónustu á vegum sveit-
arfélaga sem félagsmálaráðherra
nýverið kynnti í ríkisstjóminni. Af
inntaki frumvarpsins, sem telja
mun 71 grein, hefur að vísu lítið
spurst, utan það að í einni grein
þess sé ráð fyrir því gert, að sú
umsjón sem ríkisvaldið hafi með
dagvistarmálum eigi að flytjast úr
ráðuneyti menntamála í ráðuneyti
félagsmála, til þess að vera þar
samferða öðrum þeim málefnum
sem sveitarstjómir bera fulla
ábyrgð á, en þurfa öngvu að síður
að eiga sér einhvem stað í stjórnar-
ráðinu.
Þessi umræða hefur á köflum
verið miklu þrungnari tilfinningum
heldur en gengur og gerist um
umræður um hagræðingu innan-
búðar í stjórnarráðinu. Lítil börn
hafa marserað með kröfuspjöld upp
að alþingishúsinu og vora þar
eflaust í sínum fyrsta uppsteyt gegn
landsfeðrunum. Af málflutningi
manna hefur mátt skilja að mál
þetta skipti sköpum fyrir framtíð
íslenskra bama og menningu þjóð-
arinnar. Sú fregn sem barst til
landsins nokkuð samtímis fram-
lagningu þessa frumvarps, að
byggja eigi endurvinnslustöð fyrir
kjamorkuúrgang á Atlantshafs-
bakkanum hérna hinum megin og
næst okkur, vakti engan viðlíka
ófögnuð eins og þessi áminnsta til-
færsla dagvistarskrifstofunnar milli
húsa. Af máli hneykslunarfólks má
skilja, að áframhaldandi vera dag-
vistarmála í vörslu menntamála-
ráðuneytis sé svo sjálfgefin og aug-
ljós að ekki þurfi að færa fyrir henni
nein sérstök rök, frekar en maður
þarf að skýra það sérstakléga út
eða gera um það greinargerðir sé
maður á móti hungursneyðum og
jarðskjálftum.
Nú vil ég strax hér taka það
fram, að mér er hátt í það sama í
hvora ráðuneytinu þessi mál eiga
sér samastað. Ég tel það litlu máli
skipta, vegna þess að ríkisvaldið
hefur ekki hingað til skipt sér mik-
ið af þessum málum og mun enn
síður gera það hér eftir. Mér þykir
hinsvegar að svona málum þurfi
að ráða með rökum, en ekki með
------------------------"N
HITASTILLT
MORATERM blöndunár-
tæki með sjálfvirkri hita-
stillingu og öryggis-
hnapp, sem takmarkar
hitastig við 38 C.
Mora sænsk gæðavara
fyrir íslenskar aðstæður.
Fást í byggingavöruverslunum.
^ meiri ánægja^
útskýringarlausum slagorðum eða
framgöngu blessaðra sakleysingja
í sjónvarpsfréttum, sem ekki hafa
um það grænan gran hveiju þau
era að hlýða né hversvegna þau eru
að mótmæla. Mér finnst að í máli
þessu eigi hagsmunir-að ráða, hags-
munir barna og samfélagsins í
heild, en ekki fordild stétta, ráðu-
neyta né ráðherra. Það sæmir ekki
að merkilegum málum sé ráðið til
lykta þannig, og þó að spumingin
um hvort þessi skrifstofan er hér
eða þar sé í sjálfu sér ekkert stór-
mál, þá er það framvarp sem horf-
ið hefur í skuggann af þessu atriði
merkilegt og það væri synd ef úr
því yrði nú ekkert. Að vísu er ég
gagnrýninn á eitt og annað sem ég
hef heyrt að sé í þessu framvarpi,
en setning laga um félagslega þjón-
ustu á vegum sveitarfélaga er afar
brýnt framfaramál sem allt of lengi
hefur dregist. Vöntun slíkra laga
hefur skapað mikið óréttlæti og
ójöfnuð í landinu, ýtt undir byggða-
röskun og tafið fyrir að stórir hóp-
ar fólks ættu aðgang að eðlilegri
og sjálfsagðri þjónustu. Sú vöntun
er miklu alvarlegra mál heldur en
staðsetning einnar skrifstofu.
Þess vegna ergir þessi hingað til
innihaldslitli áróður um dagvistar-
deildarþáttinn mig og þess vegna
vil ég skora á alla sem halda honum
fram eða taka undir hann að íhuga
eftirfarandi atriði og taka til þeirra
afstöðu. Að gefnu tilefni verð ég
því að skora á allmörg börn allt
niður í þriggja ára gömul að lesa
þessa leiðinlegu grein, en þau geta
sjálfum sér um kennt fyrir afskipti
sín af málinu.
1. Ríkisvaldið hafði einu sinni
fyrir löngu allmikil afskipti af dag-
vistum. Fjárveitingum úr ríkissjóði
var þá beitt til að efla uppbyggingu
þeirra og auðvelda rekstur. Af-
skipti þessi hafa stöðugt farið
minnkandi, efndir lagaákvæða um
aðild ríkisvaldsins að dagvistarmál-
um hafa sífellt orðið minni og verri,
uns þannig fór síðastliðið vor, að
Alþingi samþykkti, meðal annars
með atkvæði núverandi mennta-
málaráðherra, að ríkisvaldið mundi
fela sveitarfélögum alla fram-
kvæmd og ábyrgð á dagvistarmál-
um í landinu. Ríkissjóður tók einu
sinni þátt í rekstri dagvista og
greiddi 20-30% rekstrarkostnaðar,
því var hætt árið 1976. Ríkissjóður
hefur greitt 50% af a.m.k. hluta
stofnkostnaðar við dagvistir, að
vísu lengst af með bersýnilegum
semingi, en hættir því nú alveg um
næstu áramót.
Ríkisstjórn íslands lofaði aðilum
vinnumarkaðarins því 1980 að gert
yrði mikið átak í dagvistarmálum.
Árið 1982 birtist síðan tíu ára áætl-
un um uppbyggingu dagvista handa
öllum börnum landsins, unnin á
vegum menntamálaráðuneytisins,
og samkvæmt henni skyldi upp-
byggingu fullnægjandi dagvistar-
kerfis um allt land vera lokið á
næsta ári 1990. Engum mennta-
málaráðherra síðan virðist hafa svo
mikið sem dottið það í hug að
standa við þetta loforð. Flestir, ef
ekki allir, hafa hinsvegar reynt að
humma fram af sér þær fjárskuld-
bindingar ráðuneytisins gagnvart
þessum málaflokki sem þó stóðu
alveg skýram stöfum í þeim lögum
sem nú verða loks endanlega niður
felld um áramótin.
Ég rek þetta hér til þess að allir
sem vilja megi átta sig á því að
ríkisvaldið hefur sýnt þessum mála-
flokki takmarkaðan sóma og
síminnkandi þó með áranum. Það
er mikil nýjung ef menntamálaráðu-
neytið ætlar að fara að gera þessum
málaflokki hátt undir höfði. Það
væri hinsvegar svo úr takti við þá
þróun sem verið hefur þar á bæ,
einnig og ekki síst í tíð núverandi
ráðherra, að manni dettur í hug að
maður heyri ekki rétt eða þetta séu
bara orð. Vora það ekki indíánarnir
sem áttu þetta orðtak, þegar þeir
hittu lygara: „Það sem þú gerir
talar svo hátt að ég heyri ekki hvað
þú segir.“
2. Eitt af því sem andmælendur
framvarpsins hafa sagt með alvöru-
þunga er að dagvistarmál séu upp-
eldismál en ekki félagshjálp, dag-
vist sé ekki bara geymsla heldur
kennsla. Þessu er ég sammála, og
ég þekki raunar engan sem er það
ekki. Sveitarfélögin hafa með
dyggilegri leiðsögn fóstrastéttar-
innar byggt upp vandaðar dagvistir
á undanförnum áram, þar sem at-
læti við börn er til mikillar fyrir-
myndar og þarfir þeirra til mennt-
unar eru hafðar í hávegum. Þetta
hefur ekki gerst af því dagvistir séu
hluti af skólakerfinu, en þrátt fyrir
að þær era það ekki. Svo góðar era
meira að segja dagvistir, að þegar
þau börn sem þeirra hafa notið
koma í svonefndan núllbekk,
þ.e.a.s. yfirg'efa dagvistarkerfið og
ganga inn í skólakerfið, verða þau
allajafnan fyrir menningarsjokki og
finnst þau vera komin aftur á mið-
aldir. Og skyldi engan furða. Þau
yfirgefa hús þar sem hlýleiki hefur
verið látinn sitja í fyrirrúmi og
ganga inn í venjulegt skólahús, svo
hlýleg sem þau nú eru. Þau yfir-
gefa nána umsjón þar sem algengt
er að einn starfsmaður komi á hver
fimm börn og fara í venjulegan
bekk þar sem einn kennari annast
20 börn eða fleiri. Þau fara úr
a.m.k. hálfsdagsvist og í allt niður
í hálfan annan tíma á dag á þeim
hluta dagsins sem skólanum hentar
en ekki börnunum. Það dylst engum
að atlæti við ung börn, og ekki síst
menntunarlegt atlæti, er langtum
betra á öllum venjulegum dagvist-
um heldur en í öllum venjulegum
skólum. Dagvistarkerfið hefur aug-
ljóslega og að vonum haft lítil börn
meira í fyrirrúmi heldur en skóla-
kerfið. Og þó er ég alls ekki að
Björn Jónsson
„Af máli hneykslunar-
fólks má skilja, að
áframhaldandi vera
dagvistarmála í vörslu
menntamálaráðuneytis
sé svo sjálfgefin og aug-
ljós að ekki þurfi að
færa fyrir henni nein
sérstök rök ...“
segja að íslenskir skólar séu slæm-
ir. Það er bara svo ákaflega marg-
brotið og erfitt að búa vel og vand-
lega að litlum bömum, og dagvist-
irnar era svo langt á undan skólun-
um í því. Ég vildi bara óska að
skólar upp til svona tíu ára aldurs-
ins gætu orðið og unnið eins og
dagvistir gera, verið jafnhlýir, jafn
alhliða, borið jafnmikla virðingu
fyrir einstaklingnum þó hann sé
barn, verið jafnvel mannaðir, jafn-
vel búnir gögnum og tækjum, verið
jafn heimilislegir o.s.frv. En þeir
era það ekki og verða það ekki í
bráð óttast ég. Mér skilst að uppi
séu áætlanir um það í menntamála-
ráðuneytinu núna að koma á sam-
felldum skóladegi og fullum
kennsludegi fyrir sex ára börn á
næstu tíu árum. Mér finnst það líka
eðlileg röð verkefna, að ráðuneytið
leggi megináherslu á það að standa
við lög sem sett vora fyrir 15 áram,
þ.e. grannskólalögin, áður en það
snýr sér að því að mennta börn
undir 6 ára aldri. Sé ætlunin að
innlima dagvistarkerfið, og þá
væntanlega allt niður vöggustofu-
stiginu, inn í skólakerfið af því hér
sé um uppeldismál að ræða óttast
ég að við munum bíða lengi. Verði
dagvistarstigið að skóla á annað
borð, þ.e. liður í skólakerfmu, verð-
ur svo að vera alls staðar, ekki
bara í Reykjavík og á stærri stöðum
heldur líka í fámennum dreifbýlis-
hreppum. Ríkisvaldið verður þá að
tryggja tilvist þess og aðgengileika
fyrir alla og getur þá ekki látið það
velta á misvitram sveitarstjórnum
hvort þessi hlekkur er í skólakerfinu
eða ekki. Þetta þýðir aftur á móti,
að ríkið verður að kosta kerfið eins
og það verður að kosta skólana.
Og hér er nú ekki um neina smá-
muni að ræða. Dagvistarkerfi fyrir
öll börn, þó ekki væri nema fyrir
aldursflokkinn 2-6 ára, mun telja
þúsundir starfsmanna, rýmisþörf í
rúmmetrum hlypi á stjarnfræðileg-
um tölum. Einhver held ég muni
stynja áður en því öllu yrði fundinn
staður á fjárlögum. Taki tíu ár í
viðbót við hin fímmtán liðnu, að
standa við loforð grunnskólalag-
anna við sex ára böm, þá held ég
að við yrðum að telja þann tíma í
öldum sem tæki að innlima dagvist-
arkerfíð í skólakerfið.
3. Hvað finnst kennuram og
samtökum skólafólks um slíka
áherslubreytingu í skólamálum, ef
það verður meginverkefni ríkis-
valdsins í skólamálum, að taka til
við gæslu og kennslu barna á dag-
vistaraldri. (Hér segi ég vísvitandi
„gæslu og kennslu" því stundum
er eins og fólk gleymi því að fyrir
utan að „mennta" ung börn þarf
vissulega líka að gæta þeirra, gefa
þeim að borða, hugga þau, þrífa
þau o.s.frv.) Era t.a.m. kennarar
sammála því að brýnustu verkefnin,
sem blasa við í skólakerfinu, séu
að taka við dagvistarmálum af
sveitarfélögum?
4. Með lögum um breytta verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga,
sem samþykkt voru sl. vor, en taka
miinu gildi nú um næstu áramót,
hefur ábyrgð á dagvistarmálum og
framkvæmd þeirra að fullu og öllu
verið færð til sveitarfélaga. Sveitar-
félög flokka dagvistarmál hvar-
vetna til félagsmála sinna, ekki
skólamála, og hafa gert svo alla
tíð, án þess með því að draga í efa
uppeldislega þýðingu dagvista né
rétt allra barna til þeirra. Málefni
sveitarfélaganna og þ. á m. allflest-
ir þættir félagslegrar þjónustu á
þeirra vegum, eiga sér vettvang hjá
ríkisvaldinu í einu ráðuneyti, þ.e.
ráðuneyti félagsmála. Það er haft
svo til þess að auðvelda bæði ríki
og sveitarfélögum samráð, sam-
ræmingu og heildaryfirsýn. Svona
vilja Samtök íslenskra sveitarfélaga
hafa þetta, sbr. yfirlýsingu þeirra
þar um. Til þess að víkja frá þess-
ari skiljanlegu og skynsamlegu til-
högun þarf allveigamikil og knýj-
andi rök. Hver era þau rök sem
gera það svo knýjandi að dagvistar-
mál hafi sérstöðu og séu á skjön í
stjórnkerfinu?
5. Við lítum gjarnan til Norður-
landa um fyrirkomulag og höfum
ekki hvað síst gert það einmitt varð-
andi skóla- og dagvistarmál. Á
Norðurlöndunum öllum era dagvist-
ir eins og hér verkefni sveitarfé-
laga. Hvarvetna þar fjalla félags-
málaráðuneyti um þau af hálfu
ríkisins eins og hér hefur verið lagt
til. Á öngvu Norðurlandanna heyra
mál þessi til menntamála né eru
þau skoðuð sem skólamál. Þeim
Skandinövum sem ég hef haft
spumir af finnst að þessi tilhögun
okkar sé smáskrýtin og sérvisku
okkar lík.
6. Þegar heitar deilur koma upp,
einkum um það sem lítur sakleysis-
lega út og virðist smáatriði, kemur
oft upp úr dúrnum að þarna rekast
á hagsmunir og hlunnindi, meint
eða raunveraleg, einstaklinga, fag-
hópa eða stofnana. Hvaða hags-
muni og hverra er um að tefla í
þessu máli?
Höfundur er félagsmálastjórí á
Akureyri.
Sálíselt - bmófar
Homsófa er hægt að fó í
þeim stærðum sem best henta.
Einnig mikið úrval sófasetta
í leðri, leðurlux og óklæði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
G.B. húsgögn,
Bíldshöfða 8, símar 686675 og 674080.