Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 59
esei .HasMagæi s íTJOAaiintMR am/jH'/'jaflOK ~MOKGUNBLABIS -FIMMTTOAtíUir 77 TTESEMBER '1-989- Abending frá Eðalvörum: Gáið að gæða- stimplinum eftir Sigurð Þórðarson Vegna síendurtekinnar umfjöll- unar í fjölmiðlum um svikna eftirlík- ingu af rauðu ginsengi, síðast með yfirlýsingu Heilsuhússins í Morgun- blaðinu 15. nóvember, þar sem stað- reyndum málsins var hagrætt, sjá Eðalvörur sig knúnar til að taka fram eftirfarandi staðreyndir: Fyrirtækið Eðalvörur hefur um nokkurt skeið haft einkaumboð á íslandi fyrir náttúruafurðina „rautt eðal-ginseng“, sem er með ríkis- ábyrgð lýðveldisins Suður-Kóreu fyrir gæðum og innihaldi virkra efna. Náttúruafurð þessi hefur átt sífellt vaxandi vinsældum að fagna og hefur á skömmum tíma náð svip- aðri útbreiðslu og í nágrannaríkjum okkar. Meðal þeirra verslana sem sótt- ust eftir ósviknu rauðu ginsengi frá Eðalvörum var Heilsuhúsið, sem að vísu gerði ágreining um verð (þó það sé lægra á íslandi en annars- staðar í Evrópu). Á tímabilinu 25. ágúst til 19. september 1989 gerði Heilsuhúsið alls 8 pantanir á ósviknu rauðu ginsengi frá Eðalvör- um. Þessi viðskipti hefur Heilsuhús- ið ekki talið nægjanlega ábatasöm, svo það hóf innflutning á sviknu ginsengi frá Svíþjóð. Starfsmenn Þing Hins íslenska kennarafélags: Laun miðist við mennt- un og rétt- indi óháð skólastigi „Kjarastefiia Hins íslenska kennarafélags er að laun miðist við menntun og réttindi óháð skólastigi og að kennarar fái sömu laun og aðrir launamenn sem hafa sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir meðal annars í frétt frá stjórn HÍK vegna þings félagsins, sem haldið var dagana 23.-25. nóvember. Þingið mótmælti hinni stórfelldu kjaraskerðingu sem dunið hafi yfir landsmenn undanfarin misseri og ítrekaði mótmæli félagsins get mat- arskattinum og krafðist verðtrygg- ingar launa. Þá ályktaði þingið um lífeyrismál, þar sem athygli var vakin á því að fjöldi kennara sem taka eftirlaun úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins fái lægri fjár- hæð en nemur viðmiði tekjutrygg- ingar. Lagði þingið þunga áherslu á þetta mál og krafðist þess að fjár- málaráðherra og ríkisstjórn stæðu við fyrirheit um lífeyrisréttindi til handa kennurum. VEISLUELDHUSIÐ ÁLFHEIMUM 74 • Veislumatur oo öll áhöld. • Veísluráðgjðf. • Salarleiga. • Málsveröir í fyrirtæki. • Tertur, kransakökur. • Snittur og pinnamatur. 686220-685660 Heilsuhússins létu í veðri vaka við viðskiptamenn sína að hér væri um sömu vöru að ræða og þeir hefðu áður selt, þ.e. rautt ginseng. Þetta var alrangt. Hylkin innihéldu aðeins 4,3% ginsenosid auk þess sem vikt- in var röng. Þetta mátti hverjum þeim, sem þekkir rautt ginseng, vera ljóst. Heilsuhúsið lét ekki af þessum gráa leik fyrr en yfirvöld gripu í taumana. Þann 15. nóvember sendi Heilsu- húsið frá sér yfirlýsingu þar sem vöruvöndun og vöruþekking Heilsu- hússins er tíunduð. I yfirlýsingunni er ein ginsengtegund, Ginsana G 115, lofuð óspart en sagt að „því miður“ hafi rautt ginseng „slæðst innfýrir borð í Heilsuhúsinu). í yfir- lýsingunni segir ennfremur: „þar sem ginseng er mjög dýrt, geta óprúttnir aðilar orðið sér úti um skjótfenginn gróða með því að selja svikna vöru“. Hér er með ósmekk- legum hætti reynt að setja allt rautt ginseng undir sama hatt og hina sviknu eftirlíkingu, sem yfirvöld gerðu upptæka hjá Heilsuhúsinu. Rautt ginseng Kórea er vagga ginsengræktunar í heiminum. Þekking á ginsengi er jafnvel talin eldri en sagnaritun þar í landi eða allt að 5.000 ára göm- ul. Kóreskt ginseng hefur ávallt verið talið besta ginsengið. Fyrr á öldum var rautt kóreskt ginseng einungis ætlað keisurum og æðstu embættismönnum þeirra. Rautt ginseng var álitin slík gersemi að blátt bann var lagt við útflutningi á því að viðlagðri dauðarefsingu. Engu að 'síður munaði minnstu að plöntunni væri útrýmt vegna rán- yrkju. Ginsengi’ótin er gífurlega steinefnarík og þrífst eingöngu þar sem jarðvegur er steinefnaauðugur. í Suður-Kóreu eru tugir ef ekki hundruð framleiðendur á svoköll- uðu hvítu ginsengi. En ginseng er svo samofið menningu, sögu og efnahag Kóreubúa að sett hafa ver- ið sérstök lög um ræktun rauðs ginsengs. Bestu ræktunarsvæðin, þ.e. miðhálendið, 800—100 m hæð, rétt sunnan landamæra Norður- Kóreu hafa verð frátekin (þjóðnýtt) ræktun rauðs ginsengs. Lögin segja í smáatriðum til um bil á milli plantnana, vökvun og aðra með- höndlun, svo of langt mál væri að rekja. Til að söluaðilar og neytend- ur geti þekkt og treyst þessari af- urð er rautt gæðainnsiglismerki kóresku Ríkiseinkasölunnar á öllum pakkingum. í gæðakönnunum neyt- endasamtaka og opinbérra aðila hefur rautt ginseng frá Ríkiseinka- sölúnni ávallt lent í efsta sæti. Sjálf- ir eru Kóreubúar ekki í nokkrum vafa um að rautt ginseng er þeirra eðalframieiðsla. I V-Þýskalandi hafa heilbrigðis- yfirvöld skráð eftirfarandi athuga- semdir við rautt ginseng: Rautt ginseng verkar gegn streitu, ör- mögnunarástandi, slappleika, ein- beitingarskorti og ýmsum öldrunar- einkennum. Höfiwdur er eigandi „Eðalvara “. ÍJrvals amerískt sinnep með frönsku ívafi Eitt það allra besta Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 'ARMA W PLAST ARMULA 16 OG 29, S. 38640 Seljum allra síðustu btlana of Suzuki Swift árgerð 1989y d einstöku verði og kjörum. Lán til allt að 30 mánaða og þú byrjar að greiða á næsta ári. VERÐ SÉRTILBOÐ SUZUKISWIFTGA-1000, 3dyra, 5gíro 624.000,- 563.000,- SUZUKISWIFTGL-1000, 3dyra, 5gíra 666.000,- 605.000,- SUZUKISWIFT GL-1000, 3 dyra, sjálfskiptur 729.000,- 669.000,- SUZUKISWIFTGL-1000, 5 dyra, 5gíra 699.000,- 639.000,- Suzuki Swift traustur og sparneytinn bíll. $ SUZUKI SVEINN EGILSSON • HÚSI FRAMTlÐAR FAXAFENI 10 ■ SlMI 689622 OG 685100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.