Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 21
I _______________________________________________________MGRGUNRL^BIB FIHMyUPAGVftj?- BftSjEffiE^.l.^ M Mennskur guð- dómur o g fleira Bókmenntir Sigurjón Björnsson Birgir Sigurðsson: Frá himni og jörð. Forlagið 1989, 124 bls. í bók þessari er að finna ellefu sögur. Mislangar allmjög. Sumar þeiira gerast á himnum uppi og aðr- ar á jörðu niðri. Himnasögurnar eru nokkuð óvenjulegar, enda þótt persónurnar séu vel kunnar, nema þá engla- mamma, eiginkona Guðs. Hennar hef ég ekki heyrt getið fyrr. Einna helst minnir heimilislífið í Algeimshöllinni á það sem maður hefur lesið um guðina og gyðjurnar á Ólympstindi: mannlegir eiginleikar í fyrirrúmi, breiskleiki og sundurlyndi á köflum, svo og þessi beinu afskipti af fólki á jörðu niðri. í þessari útgáfu eru það Elsa og Birgir sem eru í sérs- takri umsjón almættisins. Sögumar frá jörðunni eru sem vænta má annars konar. Þar er að finna draugasögur í eins konar af- strakt-stíl, þjóðsaga er þar og ein 'er um drembinn hana. Þá er eins konar ævisaga manns, sögð á þrem- ur blaðsíðum, og sitt hvað er fleira. Þá virðast ein eða tvær sögur gerast bæði á himni og jörðu eða tengja þessi tvö tilverustig saman. Engum blöðum er um það að fletta að Birgir Sigurðsson er mjög fær og þjálfaður rithöfundur. Honum er lag- ið að rita ■ kímniblandinn stíl, sem heldur athygli lesandans vakandi. Þá finnst mér það til mikils sóma hve hann hefur gott vald á máli og gerir sér far um að vanda málfar sitt. Gaman væri ef hægt væri að segja það um alla þá sem við rit- störf fást. Líklegast má telja þessar sögur til svonefndra „allegórískra" sagna, ef ég skil það orð rétt. Sagan segir í raun eitthvað annað en stendur á pappímum. Hún flytur einhver skila- boð eða boðskap. En þegar hér kem- ur fer mér að vefjast tunga um tönn. Ég hef nefnilega alltaf verið skíthræddur við þess háttar skáld- skap, hvort sem hann er í ljóðum eða lausu máli. Hvað skyldi hann vera að segja? Ætli ég sé ekki alltof heimskur til að skilja það? Ber mér að reyna að kanna leyndardóminn og þýða hann á venjulegt mannamál fyrir aðra treggáfaða lesendur? Og Birgir Sigurðsson ef ég skyldi nú skilja þetta allt band- vitlaust, leiða lesandann afvega, gera höfundi rangt til og vekja aðhlátur bæði hans og annarra viturra manna? Ég krafla mig úr þessum ógöngum með því að láta mér nægja að segja að mér þóttu þessar sögur skemmti- legar og nýstárlegar, bera góðum höfundi vitni og luma á ýmsu undir yfirborðinu, sem líklega er þess virði að bókin sé gaumgæfð vel og jafnvel lesin aftur. Þannig ætti ég að sleppa frá háskanum. Solla Bolla og Támina Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Texti: Elfa Gísladóttir. Myndir: Giinnar Karlsson. Prentun: Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar. Utgefandi: Iðunn. Það er virkilega gaman að sitja með barn á hnjánum og skoða með því þessa hugljúfu bók. Sú fuilyrð- ing er ekki borin af einni stoð, held- ur mörgum. Sú er fyrst, að bókin er íslensk, við þurfum sannarlega ekki lengur að biðja erlenda um hjálp við gerð slíkra bóka. Önnur er, að efnið er um þætti, sem flest böm þekkja úr sínu lífi, einmana- leikann og óánægjuna með sjálf sig. Höfundur texta gerir þessu bráðsnjöll skil, leysir vanda lítillar hnátu með því að bjóða henni til ævintýris, þar sem hennar eigin stóratá breytist í vinkonu, stríðna að vísu, en trygga og góða. Við það þoma tár, og lífið verður betra. Mál höfundar er tært og auðskilið hveiju barni. Þriðja stoðin eru bráðsnjallar myndir Gunnars, svo fullar af lífí, að þær hreinlega dansa af kátínu á síðum bókarinnar, mana stautlæsa til þess að glíma við text- Elfa Gísladóttir ann og skilja betur. Listilega vel gert, og gaman að sjá, að Solla er ekki eins ein og hún heldur, jafnvel lítil fluga fyigir henni til ævintýra dagsins. Nú fjórða stoðin er þáttur útgáfunnar, sem í engu hefír sparað við að færa ævintýrið í skrautklæði. Hér hafa saman unnið þau sem kunna og geta. Hafíð þökk fyrir góða bók handa ungum bömum. Hún á eftir að gleðja marga. EITT GLORU- LAUST ANDARTAK Bókmenntir JennaJensdóttir Gillian Gross: Átök við aftur- göngur. Þýðing: Guðlaug Richt- er. Káputeikning: Áslaug Jóns- dóttir. Mál og menning 1989. Sagan gerist í grunnskóla. Það er verið að æfa leikrit frá Viktoríu- tímabilinu. Grimmd og illska er aðalinnihald þess. Ungi leikstjórinn, Karolína kennari leggur allan sinn metnað í að hinar verstu mannlegar kenndir sem leikendur eiga að tjá, komist sem best til skila í leik þeirra. Markmiðið er að ná meiri spennu og hryllingi en áður hefur gerst í leiksýningum skólans. Leikendur eru að persónugerð misjafnlega í stakk búnir til þess að takast á við hryllinginn. Mögn- uð, harðfengin ákefð leikstjórans splundrar jafnvægi tilfinninganna og leiðir þær í gönur. Hver leikari fær sinn skammt af ódæði eða angist að vinna úr. Rak- ari sem sker fólk á háls og brytjar það síðan niður í kjallara sínum, er leikinn af Colin Marshall. Hann er metnaðarfullur nemandi og af félögum sínum talinn til alls vís. Hann gengst upp í hlutverki sínu og vex við hvert hvatningarorð frá leikstjóranum, sem látlaust hrópar og egnir. Colin Jackus sem er lítill fyrir sér og í skólanum hand- bendi vinar síns og nafna leikur væntanlegt fórnardýr rakarans. Anna feita Ridley er líka í gervi fómardýrs. Hún er látin skrifa dag- bók í sögunni og ruglingsleg dag- bókarbrot hennar gefa stundum til kynna - en svara engu. Meðan leikæfíngar standa yfir og raunar þar fyrir utan gerast óútskýranlegir atburðir, sem verða æ geigvænlegri því nær sem dregur frumsýningu. Hinn trúgjami, meinlausi Colin Jackus reynir að leita skýringa á þeim dularfullu atburðum sem ger- ast kringum leikendur. Og að lokum er það hann (sem í mörgu er vanda- mál skólans) sem grípur augnablik- ið og afstýrir illvirki. Ofurmagn ringlaðra tilfinninga og hatur sem framkallast við innlif- un í hiutverkin vegur þungt í efnis- þræði sögunnar. Fremur er reynt að magna hryll- ing upp með orðum en gefa skýrar myndir af einstaklingunum og hvað raunverulega gerist innra með þeim við þennan þrýsting frá hendi leik- stjórans að efla hið.illa til fullkomn- unar á leiksviðinu. Skilin milli þess raunvemlega og ímyndunar em stundum þoku- og ruglkennd frá hendi höfundar. Ef það er gert til þess að viðhalda spennu hjá lesanda held ég að sá máttur glatist í forminu. Endir sögunnar finnst mér snöggur, þar sem lesandi getur ekki ráðið í hvemig tilfinningaleg- um viðbrögðum leikendanna reiðir af í samskiptum við aðra, þegar þeir ganga á ný til venjulegra dag- legra athafna. Aftan á bókarkápu stendur að Gillian Cross sé einn virtasti ungl- ingabókahöfundur Englendinga. Þjóðlífsþættir frá Breiðafirði BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefúr gefíð út bókina Sprek úr Qöru - þjóðlífsþættir eftir Jón Kr. Guð- mundsson á Skáldsstöðum í Reykhólasveit. í kynningu útgefanda segir, að þetta sé fyrsta bók höfundar sem um langt skeið hefur stundað fræði- störf varðandi ættfræði og þjóðleg- an fróðleik, jafnframt landbúnaðar- störfum. Í þessari bók em ellefu frásöguþættir um margslungin ör- lög genginna kynslóða einkum úr byggðum Breiðafjarðar innanverð- um. Þættimir heita: Sögur Guðmund- ar frá Selbekk, „Djúpan lít ég dal- inn“, þáttur af Þórði í Börmum og ættmönnum hans, Eldar bmnnu í Rauðseyjum, Síðasta selráðskonan á Barmahlíð, Litið til baka, Álög eða óhöpp, Fjöllyndi, Þau komu úr dalanna byggð, Kalt á fótum, 14. desember 1935. Bókin er 96 blaðsíður. Veitingahúsið Óðinsvé býður nú upp á ðanskt jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin, allt fram til jóla. Gestum gefst kostur á að bragða ótal hefðbundna, gómsæta danska rétti sem tilheyra aðventunni og jólahaldinu. Óðinsvé með danskt jólahlaðborð Frá og með 5. desember og allt fram til jóla, býður veitingahúsið Óðinsvé, Óðinstorgi, upp á sitt sí- gilda danska jólahlað- borð, eða „julefrokost“ eins og frændur vorir Danir kalla það. Þetta er tíunda árið í röð sem kokkarnir við Óðinstorg bjóða matar- gestum sínum slíkt lostæti. Danskur „julefrokost“, hefur löngum verið vin- sæll hjá stórum hópi manna og hefur ríkt ein- stök stemning í matsaln- um í Óðinsvéum. Á jólahlaðborðinu er m.a. boðið upp á danska rifjasteik í ýmsum bún- ingi, danskar kjötbollur, kæfur og pylsur, síldar- rétti, danska jólaköku og jólagraut, svo og fleira góðgæti, allt með tilheyr- andi meðlæti. Heimsend jólastemning. Mjög hefur færst í vöxt að fyrirtæki og stofnanir fái kræsingarnar heim- sendar og haldi þannig litlu jólin á vinnustað. Betra er að hafa góðan fyrirvara með pantanir. Auglýsing NAR ERU KOMNAR l habitat / i Ijós og lampar, búsóhöld og gjafavörur, húsgögn í miklu úrvali. Verið velkomin - í jólaskapi inn ö Laugaveg 13, S 625870.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.