Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 7. ÐESEMBER 1989
65
Bakaður
aðventukrans
Aðventa — upphaf kirkju-
árs. Kirkjuárið er ekki
mjög gamalt, altaf fram
undir miðaldir var eng-
inn munur á borgaralegu og
kirkjulegu ári. Aðventan er undir-
búningstími jólanna. Jólin þarfn-
ast undirbúnings, þótt ekki sé
bara í formi innkaupa og skreyt-
inga. Messubækur kirkjunnar
hefjast á bænum og ritningarorð-
um aðventunnar. Okkur er hollt
að huga að þeim í önnum jóla-
undirbúningsins, og ekki er úr
vegi að sækja aðventumessur með
börnum okkar. Það vekur notaleg-
ar kenndir og róar taugar bæði
barna og fullorðinna.
Sá siður að skreyta híbýli sín
með aðventukrönsum er ekki
gamail hér á landi, en nú hafa
flest heimili aðventukransa á að-
ventunni. Sá siður ér skemmtileg-
ur, greniilmur og kertaljós veita
birtu inn í svartasta skammdegið.
En aðventukransa er hægt að búa
til úr fleiru en greni. Þá er hægt
að búa til úr sætu brauðdeigi,
fylla með ávöxtum eða marsip-
ani, skreyta með marsipanblóm-
um eða bara hnetum og rúsínum,
stinga í kertum og bera með að-
ventukaffinu. Þegar þessi þáttur
birtist, verður eitthvað liðið á að-
ventuna, en hún er ekki búin, og
kökukransarnir halda gildi sínu
út aðventuna.
Aðventukrans með
marsipani og eplum
500 g hveiti
100 g sykur
tsk. salt
1 msk. fínt þurrger
tsk. steyttar kardimommur
(eða dropar)
1 msk. matarolía
1 lítil fema eplasafi
1 msk. matarolía
2 egg + 1 eggjahvíta
1 eggjarauða + örlítið vatn
100 g marsipan inn í rúlluna
2 súr epli
1 msk. flórsykur
100 g marsipan ofan á rúlluna
dl flórsykur saman við
marsipanið en 1 msk. til að
strá yfir.
rauður og gulur ávaxtalitur.
1. Setjið hveiti, sykur, salt,
þurrger og kardimommur í skál.
2. Hitið eplasafann í 35-37°C,
alls ekki meira. Hann á að vera
fingurvolgur.
3. Setjið eplasafa, eggjahvítu
og egg ásamt matarolíu út í og
hrærið vel saman.
4. Leggið stykki eða filmu yfir
skálina og látið lyfta sér á volgum
stað í 40 mínútur eða lengur.
5. Takið deigið úr skálinni,
hnoðið örlítið, en fletjið síðan út
í aflanga lengju, 50-60 sm langa.
6. Afhýðið eplin, stingið úrþeim
kjarnann, rífið gróft á rifjámi.
Setjið saman við marsipanið og
sykurinn og hrærið vel saman.
Setjið síðan á rúlluna, vefjið hana
upp og mótið í hring. Hægt er
að snúa örlítið upp á hann, sjá
mynd.
7. Hrærið eggjarauðuna út með
1 tsk. af vatni, penslið síðan
kransinn með því. Gott er að dýfa
eldhúspappír í rauðuna og pensla
þannig.
8. Leggið kransinn á bökunar-
pappír á bökunarplötu. Leggið
filmu eða stykki yfir hann og lát-
ið iyfta sér á volgum stað í 30
mínútur. Hægt er að setja volgt
vatn í eldhúsvaskinn og plötuna
með kransinum milli barmanna á
vaskinum.
9. Hitið bakaraofn í 210°C,
blástursofn í 190°C, setjið krans-
inn í miðjan ofninn og bakið í
20-25 mínútur.
10. Stjið flórsykur á sigti og
stráið yfir kransinn.
11. Setjið marsipan og flórsyk-
ur í skál og hnoðið saman.
12. Takið ögn af marsipani frá
og setjið gulan matarlit í það, en
setjið rauðan í hinn hlutann.
13. Skerið síðan blöð eins og á
jólastjörnu úr rauða marsipaninu,
en nokkrar litlar kúlur úr gula
marsipaninu. Mótið síðan blóm
eins og á jólastjörnu og leggið
ofan á kransinn á fjórum stöðum.
14. Stingið kertahlífum ofan í
kransinn á fjórum stöðum og setj-
ið aðventukerti þar í.
Leiðrétting:
í jólakökuuppskrift í
síðasta þætti féll niður liður
8 og 9 en kökuna á að baka
við 185° hita í 1 klst. eða
lengur. Stinga þarf prjóni í
kökuna til að athuga hvort
hún'er bökuð.
Er forseta Islands
bannað að hafa skoðun?
eftirHelga Geirsson
Mér blöskrar opið bréf græningj-
ans, Kjartan Jónssonar, til forseta
íslands, frú Vigdísar Finnbogadótt-
ur, seni birtist í Morgunblaðinu 13.
júlí 1989. í greininni er háttvirtur
forseti íslands gagnrýndur fyrir að
hafa lýst skoðun sinni á hvalveiði-
málum íslendinga, skoðun sem er
í samræmi við hagsmuni íslensku
þjóðarinnar — skoðun sem allur
þorri íslendinga er sammála.
Höfundur „bréfsins" gagnrýnir
forseta fyrir að bijóta hlutleysi sitt
með því að taka afstöðu í „pólitísku“
dægurþrasi. Þessi ásökun er út í
hött, röng og hjáróma, því þótt al-
þjóðasinnaðir græningjarnir vilji
láta bera á sér með því að berjast
fyrir alþjóðlegum málstað útlend-
inga á Islandi, gegn afstöðu al-
mennings i landinu og hagsmunum
íslensku þjóðarinnar, og kalla það
„pólitískt" mál, þá er hér í raun
ekki um pólitískt mál að ræða. Um
er að ræða atvinnumál og friðunar-
mál, sem allir réttsýnir Islendingar
úr öllum flokkum eru sammála um,
með forseta íslands í broddi fylking-
ar.
Háttvirtur forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, er annáluð
á Islandi og erlendis fyrir þjóðholl-
ustu og baráttu sína fyrir friðun
náttúrunnar og þá ekki síst friðun
hvalsins, og hún skilur tvö undir-
stöðuatriði, sem fara algjörlega
framhjá fólki eins og Kjartani Jóns-
syni. Fyrst er að hvalurinn er afurð
sem íslendingar hafa hefðbundið
nýtt, afurð sem skapar þjóðinni
mikilvægar tekjur og er að hluta
fæða fjölda íslendinga. Annað er,
sem er kannski mikilvægara, að
íslendingar geta ekki og mega ekki
láta útlendinga og málpípur þeira
segja sér fyrir verkum!!!
Islensk stjórnvöld með forseta
íslands í fararbroddi eru staðráðin
í að gera það sem hægt er til að
koma í veg fyrir útrýmingu hvals-
ins, þetta er ekki einungis vegna
náttúrurverndarsjónarmiða skyn-
samra manna, heldur eru fjárhags-
légir hagsmunir íslendinga beinlínis
í veðí. Þorri íslendinga skilur að
það er nauðsynlegt að nýta hvalinn,
sem aðrar auðlindir hafsins á skyn-
samlegan hátt og má vera að sá
skilningur sé aðalhvötin að því að
hvalstofninum verði hlíft. Þetta
skilja allir menn og gaspur græn-
ingja breytir engu þar um.
Kjartan sakar forseta íslands og
þá sem hafa sömu skoðun og hún
á hvalveiðimálinu um þjóðernis-
rembing og skæting út í ieiðtoga
íslendinga og landsmenn. Ég vildi
óska þess af heilum hug að hrein
og ómenguð þjóðernistilfinning sé
og verði alltaf leiðarljós forseta ís-
Helgi Geirsson
„Háttvirtur forseti ís-
lands, frú Yigdís Finn-
bogadóttir, er annáluð
á íslandi og erlendis
fyrirþjóðhollustu og
baráttu sína fyrir friðun
náttúrunnar og þá ekki
síst friðun hvalsins og
hún skilur tvö undir-
stöðuatriði, sem fara
algjörlega framhjá fólki
eins og Kjartani Jóns-
syni.“
lands, allra forystumanna íslensku
þjóðarinnar og alls íslensks almenn-
ings.
Sá sem þetta ritar væri ekki ís .
móti því að okkar góði og virti for-
seti mundi skipta sér af ýmsum
mikilvægum þjóðmálum, sem
stjórnmálamenn okkar hafa ekki
vit og dug til að leysa íslensku þjóð-
inni til sóma og heilla. Þá er ég
ekki .að ræða um beina stjórn-
málalega íhlutun, því ég er á móti
því að forseti íslnads taki þátt i
stjómmálaátökum, en það er ekkert
á móti því að forseti legði öðra
hveiju áherslu á, við alþingi og
stjórnmálamenn, að ákveðin mál
sem snerta beinlínis sjálfstæði og
sóma íslensku þjóðarinnar yrðu
hafin upp yfir almenn stjórnmál og
yrðu þá leyst á þjóðhollan hátt.
Að vera góður íslendingur, se'm
stendur vörð um þjóðerni og aðra
hagsmuni íslendinga, er skylda
allra heilbrigðra íslendinga.
Að kalla sig íslending eru forrétt-
indi sem fylgir mikilli ábyrgð.
Ein af þeim þungu hættum sem
steðja að íslensku þjóðinni er hin
sí-sækjandi alþjóðahyggja í marg-
víslegum myndum — málflutningur
Kjartans Jónssonar er einn vísirinn.
Góðir íslendingar verða að vera á
varðbergi!!!
Þó þorri íslendinga sé sammála
um að varlega eigi að fara í hval-
veiðar og hvalstofninn beri að nýta
og vemda, þá tel ég hitt miklu
meira atriði, að vernda íslenska
kynstofninn' og tryggja sjálfstæði
og hagsmuni íslensku þjóðarinnar.
Höfundur er búsettur í Kanada
og starfar sem alþjóðlegur
ráðgjafí um rafmagnskerfí.
Opið bréftil Vigdis-i
ar Finnbogadóttur
eftir Kjartan Jónsson
ifa Rkrifa þesai orð í tilefni af
J þú, frú Vigdís, skrifaðir
fialUðir um afstoOu „okkar Is-
Imdinga" I hvalveiðimálum. I þesa-
S grrin rekur þú helstu rðknemdir
hvaWeiðisinna s.». að þesai vfamda-
áÆtlun sé fyrst og fremst til_þess
leysi“ þvf þetta „hluUeysi“ forseta-
embættisins er ekkert annað en
dulbúin afstaða með hinu rflqandí
kerfi, meirihluta alþingis, rfkis-
stjóminni og þeim sem kippa í
spottana á bak við, þ.e. þeim sem
stjóma Qármagninu hér á landi.
Um alþjóðlega samvinnu
„Málflutningur hval-
veiðisinna ber sterk
einkenni þjóðemis-
rembings, órétllietistil-
finningar og eiginhags-
muna og öfl rök mótast
afþví."