Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 36
36 MOKGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989 Marxisma er hvergi Mtt Sofia, Túnis. Reuter. YFIRVÖLD í Búlgaríu hafa ákveðið að fella niður skyldukennslu í marxískri hugmyndafræði við einn virtasta háskóla í landinu. Þá berast þær fréttir frá Túnis, að kommúnistaflokkurinn þar ætli að leggja sjálfan sig niður og rísa upp aftur undir nýju nafiii. Búlgarska fréttastofan BTA sagði í gær, að kennslu í marxískri hugmyndafræði hefði verið hætt í Kliment Ohrídskí-háskólanum í Sofia að kröfu námsmanna. Sagði í tilkynningu frá háskólaráðinu, að með þessu hefði verið stigið fyrsta skrefið í þá átt að gera æðri menntun í landinu fijálsa og óháða. í síðustu viku var skyldu- kennsla í marxisma afnumin með öllu í Tékkóslóvakíu enda hafa kennarar jafnt sem nemendur í þessum löndum lengi litið á hana sem tilgangslausa tímasóun. Kommúnistar í Túnis hafa sam- þykkt að fóma flokknum á altari nýrra tíma og stofna annan með öðru nafni. „Atburðirnir í Austur- Evrópu hafa skekið til grunna gamlar kennisetningar ... hér er um ræða byltingu gegn hinum sovéska sósíalisma fyrir daga per- estrojkunnar," sagði Mohammed SAS kaup- ir Boeing 767-300 Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins. SAS-flugfélagið skandinavíska hefiir undirrítað samninga um kaup á þremur farþegaþotum af gerðinni Boeing 767-300 og er kaupverð þeirra 1,5 milljarð- ar sænskra króna eða jafiivirði 15 milljarða ísl. króna. Þotumar verða afhentar á áran- um 1991-93 og notaðar á flugleið- um milli Skandinavíu og Japans. Þar á milli verður flogið án við- komu á leiðinni yfir Síberíu. Með þessum sapmingi hefur SAS sam- ið um kaup á alls 16 þotum af gerðinni Boeing 767 og hefur fé- lagið fengið fimm þeirra afhentar. Á næsta ári hefja tvær þotn- anna beint áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Rio de Jan- eiro í Brasilíu. Þotur af þessari tegund era 10-15% ódýrari í rekstri en þotur af gerðinni DC-10. ofjS- rjíí tics Ódýrog hentug búsáhöld fyrir daglegar þarfir heim- ilisins. Létt og þægileg i allri meðferö. Einstaklega auðvelt að þrífa. BURSTAGERÐIN" SMIÐSBÚÐ 10, GARÐABÆ SÍMI 41630 & 41930 Harmel, aðalritari flokksins, og skoraði jafnframt á sósíalista og marxista i arabaríkjunum að horfa í eigin barm gagnrýnum augum og án þeirrar sjálfsréttlætingar, sem hefði skaðað málstaðinn til þessa. Reuter Talsmenn Borgaravettvangs á fundi með Ladislav Adamec (annar f. v.), forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, í gær. Borgaravettvangur í Tékkóslóvakíu: Samkomulag um ný] an ráðherralista Adamecs Andófsmenn leggja fram tillögu að nýrri stjórnarskrá Prag. Reuter. FORYSTUMENN Borgaravett- vangs, helstu samtaka andófs- manna í Tékkóslóvakíu, skýrðu frá því í gær að Ladislav Adamec forsætisráðherra myndi kynna nýja ríkisstjórn á morgun, fiistu- dag. Leikritaskáldið Vaclav Ha- vel, aðaltalsmaður samtakanna, sagði á blaðamannafundi að Ad- amec myndi sýna talsmönnum Borgaravettvangs ráðherralist- ann áður en hann yrði gerður opinber. Andófsmenn höfðu lýst harðri andstöðu við stjóm sem skipuð var á sunnudag, en í henni eru kommúnistar í miklum meiri- hluta. Hótað var allsherjarverk- falli á mánudag. Talsmenn Borgaravettvangs kynntu hugmynd að nýrri stjórnar- Sakharov hvet- ur til verkfalls Moskvu. DPA. SOVÉSKI nóbelsverðlaunahaf- inn Andrej Sakharov og Qórir aðrir sovéskir þingmenn hafa hvatt til að eftit verði til „áminn- ingar-verkfalls“ um öll Sov- étríkin á mánudaginn kemur, 11. desember. Allsheijarverkfallinu, sem standa á í tvær klukkustundir, er, að sögn eiginkonu Sakharovs, Jel- * enu Bonner, ætlað að ýta á að þingið ræði þegar á næsta starfs- tímabili sínu um brottnám þess ákvæðis úr stjómarskránni, þar sem haldið er fram forystuhlut- verki kommúnistaflokksins í þjóð- félaginu. Þingið kemur saman hinn 12. desember. skrá í gær og er þar lagt til að lýðveldið verði ekki lengur kennt við sósíalisma auk þess sem öll mannréttindi verði tryggð. „Allt sem ekki sé bannað verði leyft,“ segir í tillögunni. Kveðið er á um ríkiseign á náttúruauðlindum og ríkisrekstur á járnbrautum og flugsamgöngum, póst- og símamál- um. Nýtt, lýðræðislega kjörið þing geti ákvarðað frekari ríkisrekstur ef það telji nauðsyn á því. Nýr flokksleiðtogi kommúnista, Ka'rel Urbanek, átti fyrsta viðræðu- fund sinn með leiðtogum andófs- manna í gær og sagði þeim að hann ætti í erfiðleikum með að fá lægra setta embættismenn til að sætta sig við að kommúnistar afléttu valda- einokun sinni. „í þijár stundir reyndi ég að út- skýra fyrir þeim að kommúnista- flokkurinn hygðist ekki beita vald- boði framvegis. Sumir þeirra vildu ekki skilja þetta," sagði Urbanek á rúmlega klukkustundar löngum fundi sem hann hélt með Havel og fleiri andófsleiðtogum á kaffihúsi í Prag. Tímarit útlægra tékkneskra sósíalista, Listy, birti fyrir skömmu kafla úr innanbúðarskýrslu komm- únistaflokksins þar sem sagði að Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi flokksins, hefði stofnað neðanjarð- ar-kommúnistaflokk sem hefði á stefnuskrá sinni valdarán. Mark- miðið væri einnig að elta uppi alla núverandi frammámenn kommún- ista og útrýma þeim. Urbanek hét því að vopnaðar vinnustaðaliðsveitir flokksins, sem hafa á sér mjög slæmt orð, yrðu hluti hins almenna herafla og notað- ar framvegis til aðstoðar þegar náttúrahamfarir dynja yfir. Sveit- imar hafa þegar verið afvopnaðar og drápstól þeirra era í vörslu hers- ins. Flokksleiðtoginn samþykkti ennfremur að pólitískar breytingar í landinu myndu gera leynilögregl- una óþarfa. Havel sagði Urbanek hafa fallist á að eiga sjónvarpsum- ræður við Borgaravettvang í dag, fimmtudag. Jiri Dienstbier, forystumaður í Borgaravettvangi, gaf í skyn að ný stjórn Adamecs yrði að sækja meiri- hluta ráðherra utan raða kommún- ista. „Við höfum reynt að koma í veg fýrir stjórnarkreppu og ráðfært okkur við alla stjórnmálaflokka .... í nýju stjórninni verða að vera fulltrúar afla utan kommúnista- flokksins svo að hún endurspegli meirihlutavilja þjóðarinnar." Manfred Gerlach arftaki Egons Krenz: Orðaði umbætur löngu fyrir afsögn Honeckers Austur-Berlln. Reuter. NÝR forseti Austur-Þýskalands, Manfred Gerlach, varð einna fyrstur í hópi háttsettra leiðtoga landsins til að kveða upp úr um nauðsyn breytinga í umbótaátt. Hann er leiðtogi Fijálslynda lýð- ræðisflokksins (LDPD), eins þeirra smáflokka sem kommúnistar leyfðu að starfa upþ á náð þeirra og miskunn. Nokkrum mánuð- um áður en forveri Gerlachs í forsetaembættinu, Egon Krenz, velti Erich Honecker úr sessi 18. október, hóf Gerlach að gagn- rýna af varíæmi stefiiu harðlínumannanna í forystunni. Með þessu ávann hann sér virðingu andófsmanna og umbótasinna og var talinn koma til greina i forsetaembættið áður en Krenz var kos- inn 24. október. Gerlach ákvað þá að bjóða sig ekki fram gegn Krenz og sagði í viðtali við vestur-þýska tímaritið Der Spiegel að Krenz væri „til- tölulega ungur og ætti mjög auð- velt með að læra.“ Hann sagði jafnframt að þetta merkti ekki að Krenz gæti reitt sig á skilyrðis- lausan stuðning í einu og öllu og aðstæður allar væra breytingum undirorpnar. Hann reyndist sann- spár en talið er að um einhver hrossakaup hafi verið að ræða því að Gerlach bauð sig fram til emb- ættis þingforseta og var talinn eiga sigur vísan. í leynilegri kosn- ingu þingmanna bar leiðtogi Bændaflokksins, Giinther Male- uda, hins vegar sigurorð af Gerlach. Nýi forsetinn er 59 ára gam- all, kvæntur og á eitt bam. Hann fæddist í Leipzig, lauk laganámi í bréfaskóla á sjötta áratugnum og sat í miðstjórn æskulýðssam- taka á vegum kommúnista frá 1949 - 1959 þótt hann væri þegar orðinn félagi í LDPD árið 1945. Á þessum áram var hann náinn samstarfsmaður Honeckers og gengst við því að hann beri nokkra ábyrgð á stjórnarháttum undan- farinna áratuga. Hann er sagður hafa haldið einhveiju sambandi við fyrram félaga í LDPD sem nú era orðnir háttsettir í flokki Fijálsra demókrata í Vestur- Þýskalandi. Gerlach hlaut sæti á austur-þýska þinginu 1949, árið sem ríkið var stofnað. Frá 1982 hefur Gerlach tekist Reuter Manfred Gerlach. að auka félagafjöldann í flokki sínum um fjórðung og í byijun október gaf hann sterklega í skyn að kommúnistaflokkurinn ætti að afsala sér stjórnarskrárbundnu forystuhlutverki sínu. Hann segir flokk sinn m.a. styðja fullt tján- ingarfrelsi og vilja leyfa nokkurt fijálst framtak innan ramma nú- verandi ríkiseignarfyrirkomulags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.