Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989
43
Fjármálaráðherra um virðisaukaskattinn:
Lækkar verðlag verulega
„Hin mestu ósannindi,“ segir Halldór Blöndal
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um virðisaukaskatt boðar að mati
fjármálaráðherra það mikla lækkun á verðlagi matvæla, að það ásamt
öðru leiði til verulegrar lækkunar á framfærsluvísitölu.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra mælti í efri deild
Alþingis fyrir stjórnarfrumvarpi um
breytingu á lögum um virðisauka-
skatt. Helstu breytingarnar sem
ráðherra boðaði varða annars vegar
skatthlutfallið og áhrif þess á mat-
vælaverð og hins vegar rýmri und-
anþágur, einkum á menningar- og
menntasviði. Auk þess væru í frum-
varpinu ýmsar breytingartillögur
sem fyrst og fremst ættu sér skatt-
tæknilegar forsendur.
Um þá ákvörðun að leggja til
24,5% skatthlutfall sagði Ólafur að
um væri að ræða hálfs prósents-
lækkun frá söluskattshlutfallinu
(25%) og væri hér um söguleg tíma-
mót að ræða því aldrei áður hefði
síðan söluskattskerfið var innleitt
verið lögð til lækkun á skatthlut-
fallinu.
Ólafur Ragnar vitnaði til erlendra
sérfræðinga um það hversu óheppi-
legt það væri fra'sjónarhorni al-
mennrar hagstjórnar og óska um
stöðugleika í efnahagslífinu, að
skattlagning á neysluvörur væri
eins stór þáttur í tekjuöfiun ríkisins
og hér væri raunin. „Það faglega
álit fer saman við almennar hug-
myndir jafnaðarmanna og félags-
hyggjufólks um hlutverk og eigin-
leika skattkerfisins." Boðaði Ólafur
frekari breytingar á samsetningu
skattsins hér á landi.
Um áhrif frumvarpsms á tekjur
ríkissjóðs sagði fjármálaráðherra
að í fyrsta lagi kæmu áhrifín fram
í eins milljarðs endurgreiðslum af
virðisaukaskatti af matvælum, í
öðru lagi rýmkun undanþága sem
samanlagt kostaði hálfan milljarð á
heilu ári og í þriðja lagi lækkun
skatthlutfallsins. Samanlagt gerði
frumvarpið ráð fyrir 2 milljörðum
minni tekjum ríkissjóðs en ráð hafði
verið fyrir gert í flárlagafrumvarpi,
eða 37,8 milljörðum.
Um áhrif á verðlag sagði ráð-
herra að gildistaka virðisauka-
skattsins ein sér myndi leiða til '/2-
-1%
lækkunar framfærsluvísitölu, þann-
ig að samkvæmt fyrirliggjandi
spám yrði hækkun vísitölunnar í
janúar 1-1,5% í stað 2%. Áhrifin
væru nánar tiltekin þessi: I fyrsta
lagi lækkun skatthlutfalls, í öðru
lagi áhrif þess að sumar vörur sem
í dag eru skattlagðar í söluskatts-
kerfinu yrðu undanþegnar virðis-
aukaskatti, í þriðja lagi áhrif sér-
stakrar endurgreiðslu af matvælum
og í fjórða lagi óbein áhrif af auknu
hagræði vegna upptöku virðisauka-
skattsins. Um áhrif á byggingar-
vísitölu sagði ráðherrann að hún
myndi hækka lítillega fyrst í stað,
en á hálfs árs grundvelli væri ekki
um nein hækkunaráhrif að ræða.
Ráðherra vakti á því sérstaka
athygli að eðlismunur væri á þeirri
endurgreiðslu sem hér væri lögð til
en á hefðbundinni niðurgreiðslu
landbúnaðarvara. Niðurgreiðslur
væru nú bundnar í lögin um virðis-
aukaskatt og allar breytingar háðar
vilja Alþingis.
Um undanþágu íslenskra bóka
frá virðisaukaskatti sem tæki gildi
þann 16. nóvember næstkomandi
sagði fjármálaráðherra að hún væri
stuðningur ríkisstjórnarinnar við
þennan grundvallarþátt íslenskrar
menningar og afnám þess misréttis
sem hefði ríkt á milli mismunandi
prentmiðla.
Halldór Blöndal (S/Ne) tók fyr-
ir þau ummæli ráðherra að það
væri hornsteinn jafnaðarstefnunnar
að beita beinum sköttum til launa-
jöfnunar. Taldi hann þetta stangast
nokkuð á við þær fyrirætlanir sem
Gylfí Þ. Gíslason, fyrrverandi for-
maður Alþýðuflokksins og sá maður
sem mest hefði ritað um jafnaðar-
stefnuna hefði haft, þ.e. að afnema
skatt á almennar launatekjur.
Halldór gagnrýndi harkalega þau
áform að leggja virðisaukaskatt á
lögfræðiþjónustu. Ljóst væri að fyr-
irtæki fengju endurgreiddan skatt
af þessari þjónustu, en hins vegar
gilti það ekki um einstaklinga. Þeir
aðilar sem samkvæmt frumvarpinu
þyrftu að greiða virðisaukaskatt af
þessari þjónustu væru annars vegar
þeir sem væru að leita réttar síns
og hins vegar þeir sem ættu í slíkum
greiðsluerfiðleikum að þeir lentu í
vanskilum. „Hvað áætlar ráðherra
að hann hafi miklar tekjur af fólki
sem er að missa húsnæði sitt,“
spurði Halldór.
Halldór taldi það og verulega
ámælisvert að undanþiggja ekki
bækur fyrr en fá og með 16. nóvem-
ber. „Það er siðlaust að miða við
það tímamark þegar öruggt er að
skólabörnin eru búin að fara með
alla sumarhýruna í námsbækur,"
sagði Halldór og spurði ráðherra
hvort menning væri eitthvað sem
ekki gerðist fyrr en eftir tvítugt eða
bara á jólunum. Taldi Halldór fjár-
hagslegan ábata af þessari skatt-
lagningu ekki vera mikinn miðað
við skattpíninguna almennt. „Þess-
um peningum væri hægt að ná inn
aftur með því til dæmis að hætta
að styrkja blaðsnepla ríkisstjómar-
fiokkanna," sagði Halldór.
Halldór taldi það vera mesta fals-
ið í málflutningi fjármálaráðherra
að frumvarpið myndi hafa í för með
sér lækkun matvæla. Halldór benti
á að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið
1990 væri ráð fyrir því gert að nið-
urgreiðslur stæðu í stað. Hann vitn-
aði síðan til fréttatilkynningar fjár-
málaráðuneytisins þar sem því væri
lýst yfir að niðurgreiðslurnar væm
nú bundnar í lagatextanum. „Ef
lagatextinn er skoðaður sést að
þetta er uppspuni, þar sem þar seg-
ir að endurgreiðslurnar „verði sem
næst 14%“ en ráðherra falið að
kveða á um framkvæmd endur-
greiðslnanna í reglugerð.“ Kvaðst
Halldór myndu óska þess við ríkis-
endurskoðanda að hann kæmi á
fund fjárhags- og viðskiptanefndar
efri deildar og gerði þingmönnum
grein fyrir því hvort gengi framar,
ákvæði fjárlaga eða almenn vilja-
yfírlýsing í lögum um virðisauka-
skatt.
Tvennt var það og sem þingmað-
urinn taldi verulega ámælisvert í
frumvarpinu og ótrúlegt mætti telj-
ast að þingmenn fengjust til að
samþykkja, en það væri annars
vegar réttur ríkissjóðs annars vegar
til að skuldjafna endurgreiðslur af
virðisaukaskatti við ógreidd opinber
gjöld og hins vegar ákvæði um 2%
dráttarvexti á dag vegna vanskila
á greiðslu virðisaukaskatti.
Umræður héldu áfram á kvöld-
fundi efri deildar í gær.
Morgunblaðið/Þorkell
Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norðurlands og
annar varamaður Framsóknarflokksins í Norðurlandi eystra tók
sæti í fyrsta sinn á Alþingi í gær. Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra er staddur erlendis í opinberum erindagjörðum
og Valgerður Sverrisdóttir er í barnsburðarleyfi.
40 ára aftnælis-
hátíð Skógaskóla
Hvolsvelli.
SUNNUDAGINN 19. nóvember var haldið upp á fjörutíu ára afmæli
Skógaskóla. Nemendur fi-á fyrsta ári skólans fjölmenntu daginn áður
og minntust skólaára. Heiðursgestur þeirra kom frá Svíþjóð, en það
var frú Britta Gíslason, kona Magnúsar Gíslasonar, fyrsta skólastjóra
skólans. Afinælið sóttu hátt í fjögur hundruð manns. Við hátíðardag-
skrána voru margar ræður fluttar, minnst fortíðar og horft til framtí-
ðar, og einnig þáði skólinn margar gjafir.
Fjörutíu ára afmælishátíð Skóga-
skóla hófst í raun laugardaginn 18.
nóvember þegar 39 nemendur frá
fyrsta skólaárinu 1949 mættu, en í
þeim árgangi voru 46 nemendur.
Britta Gíslason skólastjórafrú þeirra
hafði komið alla leið frá Svíþjóð en
saman höfðu þau skemmtikvöld þar
sem minningar frá fyrsta skólaárinu
voru rifjaðar upp.
Daginn eftir hófst hátíðardagskrá-
in kl. 2 í leikfimisal skólans með
hugvekju sr. Halldórs Gunnarssonar
í Holti. Því næst var skólasöngurinn
sunginn: „Komið heil, komið heil til
Skóga.“ Þá bauð skólastjóri Skóga-
skóla, Sverrir Magnússon, gesti vel-
komna og flutti ávarp þar sem hann
vék að veikri stöðu héraðsskólanna
í dag og hvatti til nánara samstarfs
við Fjölbrautaskóla Suðurlands á
Selfossi. Friðjón Guðröðarson, sýslu-
maður Rangæinga og formaður
skólanefndar, rakti starfssögu
skólans og hversu ríkulega skólinn
hefði notið góðra starfsmanna frá
• Morgunblaðið/Sigurður Guðmundsson
Benedikt Gunnarsson afhendir Sverri Magnússyni, skólastjóra, að gjöf málverk sitt af Magnúsi Gísla-
syni, fyrsta skólastjóra Skógaskóla.
upphafi. Bjöm Fr. Björnsson fyrrum
sýslumaður Rangæinga og skóla-
nefndarformaður Skógaskóla frá
byijun og um langt árabil rakti upp-
Hátíðargestir.
haf skólans og erfíða byggingarsögu
í skemmtilegu máli. Þá fluttu einnig
ræður.Jón R. Hjálmarsson, fræðslu-
stjóri Suðurlands og fyrrum skóla-
stjóri Skógaskóla í mörg ár, Júlíus
Guðjónsson, sem talaði fyrir hönd
40 ára nemenda, Sigurður Sigurðar-
son, sem talaði fyrir hönd annarra
nemenda, Þórður Tómasson, safn-
vörður í Skógum, sem þakkaði stuðn-
ing Skógaskóla og forystumanna
hans við Byggðasafnið í Skógum og
loks talaði Albert Jóhannsson kenn-
ari í Skógum, en hann hefur verið
kennari í skólanum frá upphafi.
Minntist hann margra skemmtilegra
atvika frá fyrsta skólaárinu.
Þá voru einnig flutt ávörp með
gjöfum til skólans, en þær voru:
Bókagjafír frá Jóni R. Hjálmarssyni
og Fjölbrautaskóla Suðurlands, mál-
verk frá Albert Jóhannssyni, sem
hann hafði málað. Héraðsnefnd
Rangæinga færði skólanum málverk
að gjöf eftir Gústav Bollason. Bene-
dikt Gunnarsson listmálari gaf mál-
verk eftir sig af fyrsta skólastjóra
Skógaskóla, Magnúsi Gíslasyni.
Austur- og Vestur-Eyjafjallahreppar
gáfu skólanum myndbandstæki og
Matthías Andrésson frá Beijanesi
færði skólanum listilega útskorinn
fundarhamar með rúnaletri sem bar
mynd Þrasa í útskorinni öskju, sem
hann hafði sjálfur unnið.
Því næst heiðraði Friðjón Guðröð-
arson fyrir hönd skólanefndar 9
starfsmenn skólans og afhenti þeim
áletraðan pennastand úr slípuðu
graníti, einnig afhenti hann Brittu
Gíslason málverk eftir Albert Jó-
hannsson og síðast færði hann skóla-
stjórahjónunum gjöf frá sér og konu
sinni, málverk eftir Ingunni Jens-
dóttur.
Þá fluttu nemendur skólans á þjóð-
háttabraut tískusýningu sem sýndi
klæðnað nemenda í 40 ár og síðast
fluttu sömu nemendur leikþátt sem
kennari þeirra, Ragnhildur Vigfús-
dóttir, hafði unnið upp úr svörum
eldri nemenda um félagslífið í skólan-
um í 40 ár.
Síðan var boðið til veislu þar sem
kaffihlaðborð svignaði en þar sem
margsett var til borðs gafst gestum
góður tími til að skoða ljósmyndasýn-
ingu sem ljósmyndaklúbburinn hafði
sett upp og sögusýningu sem þjóð-
háttanemar höfðu safnað til og sett
upp með aðstoð kennara síns.
- Fréttaritari
l