Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 61
69 i mikinn reyndar að þegar honum gafst smá tóm á miðjum vetri til að líta til baka þá hafi hann hrópað upp yfír sig: „Nei, vá, ég er ekki búinn að gera neitt!" En einmitt það að hafa komist svo langt lauk upp augum hans fyrir því hvað hann hefði getað gert betur og öðruvísi, og hvað það var sem þetta eða hitt vildi segja honum: „Málið er að halda áfram, hlusta á það sem maður hefur þegar lært og láta lífíð leiða sig áfram. Og þá kemur að því að maður lendir í eins konar farvegi, fer inn í einhvem ákveðinn straum. Og þá á ég ekki við það að maður lendi í einhvetjum uppskriftastraumi, heldur finnur maður að manni líður vel með bekknum. Því get ég sagt: ég finn mig í þessu, ég er kominn inn í einhvem straum af þvi sem skólinn vill, þar sem „waldorf-pedagogik" fær að verka. Ég get ekki sagt hvað það er, ég get ekki sagt að á næsta ári komi ég til með að vita nákvæmlega hvað ég ætla að gera og planið sé alveg upplagt, það er ekki það. Það eina sem ég get sagt eftir þetta ár er að nú vil ég eitt- hvað með kennslunni." Vilt eitthvað hvað? „Þá er einfaldast að segja: að gera skóla sem er ekki aðskilinn frá lífinu, þannig að lífið sé eitt og skólinn eitthvað annað. Að skapa skóla sem leyfír viljalífi barnsins að vaxa, skóla sem íþyngir ekki baminu með alltof mikilli þekkingu. Gera bömunum kleift að leika hvert við annað og skynja þann félagslega straum sem leggur granninn að hæfíleika bamanna til að starfa hvert með öðra. Ég vil mýkja bömin upp, leysa upp allt þetta sem þegar er orðið hart í þeim, strax við sjö ára aldur. Fá þau inn í allan líkamann, fram í fingurgómana, tábroddana, láta þau streyma í líkamann, að þau fínni að þau virkilega lifi, í því að leika, streyma hvert með öðra, þroska skynfærin fyrir fínleika, fyr- ir tilfínningu. Maður byijar bara á því að fá þau í allan líkamann, roðna í kinnunum, lifa. Sumir eru eins og að þeir hafí aðeins holdgast í munn- inum, höfðinu, allt fæði frá þeim kemur í gegnum munninn. Þeir samkjafta ekki. Það er þetta sem þarf að brúa, fá allan líkamann með, fá einstaklinginn til að holdg- ast í öllum likamanum. Og þá fínna þau samhljóminn. í rauninni er maður aðeins að kenna baminu að anda, anda rétt, anda sig frá geysilegri hreyfíngu yfir í kyrrð, að fínna muninn á því hvað er hratt og hvað er hægt, hvað er hart og hvað er mjúkt, fínna IM mun á löngum tón og stuttum. Maður verður að hafa kennsluna það breiða að hún sé opin fyrir geysilegt líf í bekknum til þess að geta gert einnig hluti í mikilli kyrrð, hljóðlausu streymi, þar sem þau hreyfa sig eftir tónum, eða hljóm- falli orða, þar sem þau lifa sig inn i hreyfíngu orðanna og fá þá þann tíma sem þarf til að byggja upp skynfærin sem hlusta á blæbrigði lífsins. Kennarinn má ekki aðeins fara einhvem meðalveg, einhvers staðar á milli hins kraftmikla leiks og kyrrðarinnar og álíta að þá sé hann búinn að fá hljóð í bekkinn. Slíkur vinnufriður, þannig. þögn kemur til af því að maður krefst þess að það sé hljóð og að hver nemandi sitji fyrir aftan sitt borð. Það er ein tegund af þögn. Önnur þögn er sú sem kemur til af því að maður hef- ur áður gert geysimikla hreyfingu. Farið í eina átt til hins ýtrasta og svo í hina einnig til hins ýtrasta og þá hefur maður alla nemenduma með, því sumir nemendur vilja hafa mikla hreyfíngu, það á svo mikið að ske og allt er svo æðislegt, en aðrir vilja hafa kyrrð og ekki þessi lætr. Hvemig nær kennarinn þess- ari breidd? Hann verður að gera þennan andardrátt í kennslunni, að geta náð öllum þannig að það sé hægt að færa þau í eitthvert jafti- vægi þama á milli. Takist manni þetta fyrstu þijú árin, að fá þau til að greina þessi blæbrigði, að hætta að babla svona mikið með munnin- um og bara gera hlutina, þá hefur maður framtíðina fyrir sér. Þá hafa bömin grandvöllinn fyrir blæbrigð- arikt tilfinningalíf, tilfínningu fyrir ljóðlist, músík, skáldskap. Markmiðið hlýtur að vera það að bömin öðlist friska dómgreind og þess vegna vill maður ekki þreyta þessa dómgreind með því að láta bömin sýknt og heilagt segja hvað þeim fínnst, láta þau ekki allt- af svara spumingum sem þau hafa í raun og vera ekki aldur til að svara. Þannig þreytir maður dóm- greindina, áður en hún er fullvaxin. Takist kennaranum að leggja kraftmikið grannlag í viljalífið, sem getur tekið á móti tilfinningum, til að seinna meir geta komið með kórónuna, þekkingu byggða á frískri dómgreind, þá hefur hann komist eitthvert með sinn bekk. Og þá stöndum við uppi með fólk sem vill og er óhrætt við að ganga beint í baki og ráðast á þau verkefni sem bíða þeirra, verkefni sem krefjast sterkrar dómgreindar." Texti: Guðni Rúnar Agnarsson Ljósmyndir: Vala Haraldsdóttir Máli vísað frá Hæstarétti: Ekki lagaskilyrði til útgáfu áfrýjunarleyfis HÆSTIRÉTTUR vísaði fyrir skömmu máli frá dómi, þar sem hann taldi, að dómsmálaráðherra hafí brostið lagaheimild þegar hann veitti áfrýjunarleyfi að liðn- um fresti. Beiðni áfrýjanda um áfrýjunarleyfí hafi verið með öllu órökstudd, en samkvæmt lögum má aðeins veita áfrýjunarleyfí að Iiðnum fresti ef til þess liggja sérstakar ástæður. í máli þessu var um að ræða ' nauðungaruppboð á fasteign í Mos- fellsbæ. Þegar þriðja og síðasta uppboð átti að fara fram, þann 2. október 1987, lagði lögmaður hús- eigandans fram skrifleg mótmæli gegn uppboðinu. Kveðinn var upp sá úrskurður, að uppboðið ætti að ná fram að ganga. Lögmaðurinn lýsti því þá yfír, að úrskurði þessum yrði áfrýjað til Hæstaréttar og upp- boðshaldari taldi, að málið hlyti að hvíla, þar til dómur Hæstaréttar lægi fyrir. Þann 11. febrúar 1988 var upp- boðshaldara bent á að liðnir væru rúmir fjórir mánuðir frá úrskurðin- um, án þess að til áfrýjunar hans hefði komið og væri áfrýjunarfrest- ur liðinn. Var þess krafist að upp- boðið færi fram. Uppboðshaldari tilkynnti síðan að uppboðið færi fram 24. mars 1988. Hæstbjóðandi á uppboðinu stóð ekki við þoð sitt og var þá ákveðið að vanefndaupp- boð færi fram á eigninni þann 13. júní 1988. Þann 6. júní, áður en til van- efndauppboðs kom, ritaði lögmaður húseigandans dómsmálaráðuneyt- inu bréf, þar sem hann óskaði leyf- is til að áfrýja uppboðinu frá því í mars. Næsta dag var leyfið veitt, þótt hinn Iögboðni frestur væri lið- inn. Fyrir Hæstarétti var bent á, að samkvæmt lögum megi veita áfrýjunarleyfi, þó frestur sé liðinn, ef sérstaklega stendur á. Hæstirétt- ur taldi, að þar sem beiðnin um leyfið hafi verið algjörlega órök- studd hafi dómsmálaráðherra ekki getað lagt mat á, hvort sérstaklega stæði á, og því brostið lagaskilyrði til útgáfu leyfisins. Ekki hafi fyrir Hæstarétti verið færðar fram hald- bærar skýringar þess, að áfiýjun dróst og samkvæmt þessu bæri að vísa málinu frá Hæstarétti. Máls- kostnaður var látinn niður falla. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjarni K. Bjarna- son, Haraldur Henrysson og Þór Vilhjálmsson. egíö-FifflíúiJAGtíá^'! mmmmm Hjá ððrum heitir það tilboð. Hjá okkur er það sjálfsagður hlutur. Hærri staðgreiðsluafsláttur, afborgunarkjör og jólaafsláttur á öll viðskipti umfram fimmtíu þúsund krónur. Stofu- og herbergjateppið. „Quartet“ gólfteppið hefur 5 ára slitþols-, litheldnis- og blettaábyrgð. í hverjum fermetra eru 630 gr„af garni. Fæst í góðu litaúrvali. VERÐ AÐEINS KR. 1.598,- fermetrinn. __________Gólfdúkurinn._______________ „Ornament Life“ er eini gólfdúkurinn með „Scotchgard" óhreinindavörninni sem auðveldar öll þrif. Fæst í 3ja metra breidd. Óþarfi að líma. VERÐ AÐEINS KR. 1.262,- fermetrinn. ___________Stöku teppin.______________ Gífurlegt úrval af stökum teppum í mörgum gerðum og stærðum. Sem dæmi má nefna „Onyx“ úr 100% ull í stærðinni 60x120 sm. VERÐ AÐEINS KR. 3.345,- stk. _____________Parketið.________________ Eigum nú mikið úrval af parketi. Sem dæmi má nefna „Merbau“ parketið frá Þýskalandi. VERÐ AÐEINS KR. 3.796,- fermetrinn. Stigahúsateppi. „Clarion" er þrautreynt teppi á stigahús í mörgum skemmtilegum litum með 5 ára slitþolsábyrgð. Auðvelt í þrifum, jafnvel með klór. VERÐ AÐEINS KR. 1.397,- fermetrinn. Þetta eru nokkur dæmi um fjölbreytnina í gólfefnum sem stendur þér til boða á einstaklega hagstæðu verði. HÆRRI _______ Til að sem flestir geti notfært sér þessi hagstæðu kaup í gólfefnum fyrir jól, munum við bjóða hærri staðgreiðsluafslátt en almennt þekkist í slíkum viðskiptum. AFBOROUNARKJÖR 1 Kjósir þú frekar afborgunarkjör, getur þú notfært þér afborgunarsamninga Visa, Eurocard og Samkorta. JÓLAGJÖFIN OKKAR, ___________AFSLÁTTUR._______________ Jólagjöf okkar til þín er viðbótarafsláttur af öllum viðskiptum fyrir hærri upphæð en 50.000,- krónur. Þessi afsláttur er óháður greiðslukjörum. Teppaland • Dúkalsna Grensásvegi 13, sími 83577, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.