Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 50
-50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989
KVENNADEILD
REYKJAVfKURDEILDAR R.K.Í.
JÓLAFUNDURINN
verður í Átthagasal Hótels Sögu föstudaginn 8. desember
og hefst kl. 19.00.
Tilkynnið þátttöku í síma 28222.
ítölsk leðursófasett.
Ekta nautshúð á frábæru kynningarverði
kr. 133.000,- eða frá kr. 119.000,- stgr.
ítölsk boröstofusett
Leðurklæddir stólar
Kr. 166.600,- eða kr. 140.940,- stgr.
HÚSGÖGN
Helluhrauni 10, Hafnarfirði, sími 65-1234.
¥
¥
NY BOK EFTIR
DANIELLE STEEL
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
Qöfiraheimar segir frá Zoyu,
17 ára frænku keisarans, sem
þarf að flýja land. Hún sest að í París
þar sem hún kynnist bandarískum
liðsforingja. Þau giftast og eiga nokk-
ur auðug og hamingjurík ár í Ameríku
en þá setja óvæntir erfiðleikar strik í
reikninginn ... Þetta er saga um
baráttu og ást, skrifuð á þann hátt sem
Danielle Steel einni er lagið.
SETBERG
y v v ¥ v y
.... -....................
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
„'kSMiÍHÍJlÍmtiiÍtk
Hugleiðing
um atvinnumál
eftir Gísla Gíslason
Að undanförnu hefur mikið verið
rætt um atvinnumál eða öllu heldur
atvinnuleysi. Um leið hefur verið
fjallað um byggðamál að minnsta
kosti þegar fjallað hefur verið um
atvinnumál utan höfuðborgarsvæð-
isins. í þeirri umfjöllun hefur kom-
ið vel í ljós hversu byggðastefna
er hér á landi óljós og í raun tilvilj-
anakennd. í greinarkorni um at-
vinnumál, skoðuð frá sjónarhóli
sveitarstjórnarmanns, verður þó
hvorki sá málaflokkur til hlítar
skýrður né heldur lögð fram sú
byggðastefna sem talin verður al-
gild í öllum málaflokkum. Augljós
eru hins vegar þau sannindi, sem
ráðamenn ríkis og sveitarfélaga
hafa rekið sig illilega á að undanf-
örnu, að atvinna og byggðastefna
eru hugtök sem trauðla verða skoð-
uð nema í samhengi hvort við ann-
að. Þessi augljósu sannindi hafa
reyndar sveitarstjórnarmenn ætíð
haft fyrir augum og hafa í gegnum
tíðina mátt glíma við vofu atvinnu-
leysis og fólksflótta með misjöfnum
árangri. Mælikvarðann um árangur
hafa sveitastjórnarmenn jafnan
haft óbrigðulan en sveiflur í efna-
hag þéttbýlisstaða hefur mátt lesa
af skráðum atvinnuleysisdögum,
auglýstum uppboðum og __ gjald-
þrotum, skýrslum Hagstofu íslands
um fólksfjölda og ekki síst hefur
innheimtuhlutfall sveitarsjóðs-
gjalda verið ólyginn mælikvarði á
hvert sé ástand mála. Hefur þá
ekki verið nefnd almenn umræða
íbúanna um hvernig þeir telji hag
sínum borgið, en á loftvog stjórn-
enda sveitarfélaga þýðir lítil um-
ræða um atvinnumál að hlutirnir
gangi þolanlega, en fari versnandi
í réttu hlutfalli við aukna umræðu,
allt þar til að mara og doði leggst
á íbúana, sem aftur verður fjjölmiðl-
um dágott fóður. Þegar botninum
er náð og alit er á hverfanda hveli,
þá leysist byggðastefnan úr læðingi
með tilheyrandi hetjuskap þeirra,
sem sumir að minnsta kosti, eiga
sinn þátt í því hvemig komið er.
Gripið er tii róttækra neyðarráð-
stafana, sem leysa eiga vandann,
en duga jafnvél ekki til.
Sá vandi, sem atvinnulífinu hef-
ur verið bruggaður, m.a. með
stefnu ráðamanna ríkisins, hefur
ekki aðeins lagt að velli fyrirtæki
heldur komið byggðarlögum í úlfa-
kreppu. Þrátt fyrir andstreymi hafa
sveitarstjórnir lagt sitt af mörkum
til þess að afstýra almennu at-
vinnuleysi og bjargarskorti með því
að leggja fram hlutafé í fyrirtæki,
lána opinber gjöld og veita fyrir-
tækjum ábyrgðir til þess að þau
fái nauðsynlega fyrirgreiðslu
banka. Allt er þetta gert til þess
að forða fyrirtækjunum frá rekstr-
arstöðvun eða gjaldþroti, til þess
að sveitarsjóðir tapi ekki stórum
hluta tekna sinna og ekki síst til
þess að stuðla að velferð íbúanna
með því að sjá þeim fyrir vinnu.
Einkennandi er að sveitarsjóðirnir
em nánast neyddir til þátttöku í
atvinnulífinu þegar illa gengur og
sá eini arður, sem vænta má, er
að fólk haldi atvinnu sinni. Slagur-
inn um stöðugildin virðist hins veg-
ar ætla að verða harður víða um
land á næstu misserum og er ekki
laust við að ýmsir renni öfundar-
augum til þess hversu auðvelt virð-
ist að opna fyrir stöðugildin í sum-
um stofnunum, jafnvel til þess að
upplýsa atvinnulaust fólk um að
það geti greitt gjöldin sín bros-
andi. Á sama tíma gengur erfiðlega
að efla störf atvinnufulltrúa í lands-
hlutum þar sem brýn þörf er á að
sinna atvinnumálum af krafti.
Fyrir nokkrum mánuðum var
haldinn samráðsfundur fulltrúa
ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna
um atvinnumál. Sá fundur reyndist
þó frekar vera málfundur fyrir
framan myndavélar og hljóðnema
fjölmiðla en samráðsfundur um
aðgerðir. Fleiri slíkar samkomur
eru óþarfar, en þörfin á markviss-
um aðgerðum til eflingar fjöl-
breyttu atvinnulífi er enn brýnni
en áður. Hluti af þeim aðgerðum
er að skapa atvinnurekstri — ekki
síst framleiðsluatvinnuvegum til
lands og sjávar — viðunandi skil-
yrði til að starfa við. Einnig þarf
að geta haft áhrif á atvinnuþróun
þannig að sveitarfélögum verði
veittur sá styrkur sem þarf til að
takast á við erfiða tíma. Það er
ekki síður nauðsynlegt að vinna að
því að tryggja eðlilega stöðu at-
vinnulífsins en sinna öðrum mikil-
vægum þáttum ríkisbúskaparins.
Til þess að minna á þessa nauðsyn
er brýnt að forsvarsmenn sveitarfé-
laga sameinist um þá eindregnu
kröfu að unnt sé á viðunandi hátt,
hvar sem er á byggilegum stöðum
landsins, að halda gangandi þeim
atvinnurekstri, sem nauðsynlegur
er til að viðhalda jafnvægi í byggð
landsins.
Því miður einkennist umræða
sveitarstjórnarmanna og margra
annarra sem fjalla um atvinnumál
á landsbyggðinni af vonleysi og
Gísli Gíslason
„Það hlýtur að vera
áskorun okkar til lands-
feðranna að þeir snúi
sér af alvöru að því sem
heitir raunhæf atvinnu-
stefiia, en gefi dægur-
málum minni gaum.“
vonbrigðum. Reyndar er það engin
furða því æðstu ráðamönnum hefur
víða um land verið leidd fyrir sjón-
ir þau vandamál sem við blasa án
þess að það hafi leitt til alvarlegra
tilrauna af þeirra hálfu til að leita
lausna á vandanum. Því miður er
það svo að sá atvinnuvandi, sem
flest þéttbýlissveitarfélög utan höf-
uðborgarsvæðisins standa frammi
fyrir, er þeirrar stærðar að fjárvana
sveitarsjóðir vega þar lítið. Reyndar
er aðstaðan misjöfn, en þeir sem
best standa þola engin áföll og en
hinir horfa fram á langan og erfið-
an vetur. Stór hluti atvinnumá-
laumræðunnar hefur snúist um
útgerð og fiskvinnslu, en þar blasir
við rekstrarvandi vegna opinberrar
stefnu í verðtryggingar- og vaxta-
málum og vegna takmörkunar á
afla með kvótakerfi. Jafnframt er
sagt að fiskiskipafloti landsmanna
sé allt of stór og hann þurfi að
minnka að minnsta kosti um tíu
af hundraði. Ekki skal það lastað
að þeir, sem kosnir hafa verið til
að stjórna þjóðinni, vilji koma skyn-
samlegum málum í framkvæmd,
en hjá því verður þó ekki komist
að spytja hvernig atvinnugreinar í
sjávarútvegi eigi að geta greitt í
íjármagnskostnað eina krónu af
hveijum þremur til fjórum sem afl-
að er. Einnig verður að spyija þá
Tilvalinn lampi fyrir hótel og
veitingahús, eða bara alls-
staóar þar sem fólk vill hafa
rómantískt andrúmsloft.
Lampinn hvorki sótar, ósar né
dropar og endist hvert olíuhylki
í 70 klst. Mikiö úrval. ^—
REKSTRARVÖRUR
Draghálsi 14-16.110 R»ik • Slmar: 31966 - 686564
Félagarnir Hannes Jón Jónsson og Konráð Jónas Óskars-
son héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra
og fatlaðra, í Kolaportinu. Þeir söfnuðu 5.500 kr.
Nýtt námskeið
INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem
allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og
stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu Iífi
Nýtt námskeið hefst mcð kynningarfyrirlestri í kvöld,
fimmtudag, á Laugavegi 18a (4. hæð) kl. 20.30. Að-
gangur er ókeypis. Uppl. í síma 16662.
Islenska íhugunarfélagið.
J