Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989
Strand Þórunnar Sveinsdóttur í Skerjafirði:
Baujuljós loguðu
ekki við Löngusker
— sagði Sigurjón Óskarsson skipsljóri
ÞÓRUNN Sveinsdóttir VE 401 strandaði á áttunda tímanum í gær-
kvöldi á Lönguskerjum í Skerjafirði. Áhöíh skipsins, sjö manns, var
aldrei í hættu og sat skipið kjölrétt á strandstað þegar Morgun-
blaðið fór í prentun. Skipið var á sigiingu til Reykjavíkur frá Stálvík
í Garðabæ þegar það strandaði. Siguijón Óskarsson, skipstjóri Þó-
runnar Sveinsdóttur, sagði að ljós hefðu ekki logað á baujum við
Löngusker og því hefðu skipveijar villst af ieið.
Bátar Slysavamafélags íslands, skömmu upp úr klukkan 20 en þá
Henry Háldánarson og Jón S. Berg-
sveinsson, héldu að strandstað
Mannfjöldinn 1989;
Brottfluttir
1.100 fleiri
en aðfluttir
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
Hagstofu íslands um mannfjölda
á landinu á þessu ári virðist sem
tala brottfluttra frá'landinu hafi
orðið um 1.100 hærri en að-
fluttra. Samtals fluttu um 2.700
manns til landsins á árinu en um
3.800 fiuttust frá því.
Árin 1987 og 1988 fluttust til
landsins um 2.800 fleiri en frá
landinu, og hefur aðf lutningur fóiks
aldrei fyrr orðið svo mikill. Meiri
hluti aðflutnings umfram brott-
flutning á árinu 1988 var vegna
erlendra ríkisborgara sem fluttust
til landsins, en íslenskir ríkisborgar-
ar fluttust þá einnig í ríkara mæli
til landsins en frá því. Tala erlendra
ríkisborgara á landinu hefur ekki
breyst að ráði á þessu ári, en fleiri
íslendingar hafa flutt af landi brott
en heim. Meðal brottfluttra á árinu
teljast um 250 manns sem voru
skráðir brottfluttir á árinu, en voru
í raun fluttir til útlánda talsvert
fyrr. Sjá nánar bls.25
Ottó N. Þor-
láksson RE
með metsölu
TOGARINN Ottó N. Þorláksson
RE fékk metverð í íslenskum
krónum, 139,86 króna meðalverð
fyrir 134,3 tonn, sem seld voru í
Bremerhaven á miðvikudag.
Úr skipinu voru meðal annars
seld 110 tonn af karfa fyrir 143,46
krónameðalverð og 20 tonn af ufsa
fyrir 122,37 króna meðalverð.
Gamla metið átti togarinn Ögri
RE en hann fékk króna
meðalverð í Bremerhaven í október
síðastliðnum.
hafði fallið út í eina klukkustund.
Upp úr klukkan 23 kom björgunar-
skipið Goðinn á strandstað.
Háfjara var klukkan eitt í nótt
en vonast var til' að skipið losnaði
á háflóði klukkan sjö í morgun.
Siguijón vildi í samtali við Morgun-
blaðið lítið tjá sig um óhappið.
Hann sagði að það kæmi í ljós með
morgninum hvort skipið losnaði.
Ekkert amaði að áhöfninni og yrði
hún væntanlega um borð um nótt-
ina.
Þórunn Sveinsdóttir, sem er
þekkt aflaskip, er 154 lesta stál-
skip byggt árið 1971. Gerðar höfðu
verið breytingar á skipinu í Stálvík
í Garðabæ skömmu áður en það
strandaði.
Morgunblaðið/J6n Bjamaso
Á myndinni sést togarinn Tálknfirðingur draga Hofsjökul af strandstað í innsiglingunni við Tálkna-
fjarðarhöfti, en varðskipið Týr var einnig til taks ef á þyrfti að halda.
Rifa kom á steftii Hofsjökuls
RIFA kom Jjós á stefiii Ms.
Hofsjökuls þegar kafarar könn-
uðu skemmdir á skipinu á
Isafirði í gærmorgun, en skipið
strandaði í innsiglingunni við
Tálknafjarðarhöfn í fyrradag.
Að sögn Helga Magnússonar
skipsljóra eru skemmdirnar
óverulegar og hafa þær engin
áhrif á sjóhæftii skipsins, en
gert verður við þær þegar skip-
ið kemur til Reykjavíkur.
Helgi sagði að hringferð Hofs-
jökuls um landið yrði væntanlega
lokið um miðja næstu viku. Hann
sagði aðjsjópróf vegna óhappsins
í Tálknafjarðarhöfn yrðu haldin í
Reykjavík, en ekki hefði verið
ákveðið hvenær af því yrði.
Frumvarp þingmanna í fjárveitinganeftid:
Ætlað að stemma stigri við
aukaíj árveitingum ráðherra
LAGT hefúr verið fram á Alþingi frumvarp til laga um fjárgreiðslur
úr ríkissjóði. Er fi-umvarpinu ætlað að stemma stigu við aukaíjárveit-
ingum fjármálaráðherra og tryggja framkvæmd sem sé í samræmi
við ákvæði stjórnarskrárinnar um fjárveitingavald Alþingis. Frum-
varpið er lagt fram í neðri deild Alþingis af fjárveitinganefiidarmönn-
um úr þeirri deild.
Samkvæmt frumvarpinu má ekki
inna greiðslur af hendi úr ríkissjóði
nema til hennar sé aflað heimildar
fyrir fram með fjárlögum eða
fjáraukalögum. Á sama hátt yrðu
hvers konar samningar sem fela í
sér fjárhagslegar skuldbindingar
fyrir ríkissjóð, stofnanir ríkisins og
fyrirtæki, umfram heimildir fjár-
laga, óheimilir nema með heimild í
fjáraukalögum.
Verði frumvarpið að lögum skal
undirrita kjarasamninga sem ríkið
gerir og gera ráð fyrir frekari
launaútgjöldum ríkisms en fjárlög
kveða á um, með fyrirvara um sam-
þykki Alþingis. Óheimilt verður
einnig að auka vinnu ríkisstarfs-
manna umfram það sem ákveðið er
í fjárlögum nema að fenginni heim-
ild í fjáriögum. Sama á við um
nýráðningar, fastar eða tímabundn-
ar.
Samkvæmt frumvarpinu eru
kaup, sala, skipti eða langtímaleiga
á nánar tilgreindum ríkiseignum
óheimil nema með heimild í almenn-
um lögum eða fjárlögum hveiju
sinni.
Um ákvæði laga og reglugerða
og fyrirmæli stjórnvalds, er hafa í
för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð,
segir að sé ekki gert ráð fyrir
greiðslunum í fjárlögum hvers árs,
öðlist þær ekki gildi fyrr en Alþingi
hefur samþykkt.
Ákvæði er um yfirdrátt í Seðla-
bankanum í 9. gr. frumvarpsins.
Salan á Samvinnubankanum:
Niðurstaða líkleg* í dag
ALLAR líkur eru taldar á því að niðurstaða fáist á því í dag hvort
af kaupum Landsbankans á Samvinnubankanum verði. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er um þrjá mögnleika að ræða verði
af samningum: Að gengið verði frá samkomulagi fyrir 1. janúar
en ágreiningsefni sett í gerðardóm; að samið verði um talsvert
lægra kaupverð en gert var ráð fyrir í upphaflega samkomulag-
inu og engir fyrirvarar verði í þeim samningi; eða að Lands-
bankinn kaupi einungis 52% hlut Sambandsins í Samvinnubankan-
um og haldi möguleikanum opnum á að kaupa allan bankann síðar.
Viðmælendur Morgunblaðsins
voru misjanflega bjartsýnir í gær
á að samkomulag gæti tekist fyr-
ir 1. janúar næstkomandi. Flestir
voru þó á því að nauðsynlegt
væri að ganga frá samningi aðila,
á meðan að bankaráð Lands-
bankans, sem samþykkti kaup-
samninginn í september, situr
enn, en nýtt bankaráð tekur við
þann 1. janúar næstkomandi.
Morgunblaðið hefur upplýsing-
ar um að enn beri talsvert í milli
hjá Sambandinu og Landsbankan-
um um hvert kaupverðið skuli
vera. Upphaflega var samið um
að Samvinnubankinn í heild skyldi
seldur á 1.593 milljónir króna.
Samkvæmt mati Landsbankans
vill bankinn nú að kaupverðið
verði á miili 1.300 og 1.400 millj-
ónir króna. Eins og Morgunblaðið
greindi frá fyrr í þessum mánuði
lá fyrir, samkvæmt tvenns konar
mati Landsbankans, að kaupverð
Samvinnubankans bæri að lækka
um 200-380 milljónir króna. Var
það mat byggt á því að töpuð
útlán Samvinnubankans og iífeyr-
issjóðsskuldbindingar voru metn-
ar mun hærri en í upphaflegu
mati. Því virðist nú sem Lands-
bankinn geri kröfu um að farin
verði millileið, þannig að kaup-
verðið lækki um 2-300 milljónir.
Morgunblaðið hefur jafnframt
upplýsingar um að sambands-
menn telji að hér sé um of mikla
lækkun kaupverðs að ræða og þar
standi hnífurinn í kúnni. Viðmæl-
endur Morgunblaðsins voru í gær
sammála um að ef upp úr slitnaði
í dag væri ólíklegt að af frekari
samningaviðræðum um kaup
Landsbankans á Samvinnubank-
anum yrði.
Segir þar að fjármálaráðherra geti
stofnað tii tímabundins yfirdráttar
vegna árstíðabundinna sveiflna í
fjármálum ríkisins og samið ef með
þarf um greiðslu yfirdráttarskuldar
og um lánskjör. Hámarksfjárhæð
yfirdráttarheimildar skal ákveðin í
fjárlögum hvert ár.
Þröngar undanþáguheimildir eru
í frumvarpinu. Segir þar að falli
tímabundin greiðsla á ríkissjóð, sem
rekja megi til óviðráðanlegra atvika
sem ókleift hafi verið að sjá fyrir
eða gera ráð fyrir við afgreiðslu
fjárlaga, sé fjármálaráðherra heim-
ilt að greiða fé úr ríkissjóði að
fengnu samþykki fjárveitinga-
nefndar, enda þoli greiðslan ekki
bið. Heimild þessi er bundin þeim
skilyrðum annars vegar að leitað
sé álits ríkislögmanns um lagaskil-
yrði greiðslunnar og hins vegar að
beiðnin komi frá viðkomandi ráð-
herra.
í greinargerð með frumvarpinu
segir að því sé ætlað að stemma
stigu við þeirri framkvæmd sem
orðið hafi undanfarin ár; þar sem
aukafjárveitingar fjármálaráðherra
með eða án samstarfs við ríkis-
stjórn eða fjárveitinganefnd bijóti
augljóslega eina af grundvallarregl-
um íslenskrar stjómskipunar. Segir
þar enn fremur að leitað hafi verið
upplýsinga frá Norðurlöndum um
framkvæmd og meðferð fjárlaga
og fjáraukalaga, en þjóðþing þess-
ara ríkja fara með fjárveitingavald-
ið. Af upplýsingum þessum verði
ráðið að greiðslur umfram heimildir
fjárlaga þekkjast nánast ekki á
Norðurlöndum.
Siglufjörður:
Arnarnes með
llOtonn eftir
4 Vz sólarhring
Siglufirði.
ARNARNES SI 70 kom af veið-
um í gær með 110 tonn af góðum
fiski og hafði skipið þá verið
fjóran og hálfan sólarhring á
veiðum. Afiann fékk Amarnesið
í kantinum úti af Straumnesi.
Amarnesið hélt utan til Eng-
lands í gærkvöldi en þar verður
aflinn seldur 4. janúar.
Skipstjóri á Amarnesi er Þor-
móður Birgisson frá Siglufirði og
kvaðst hann ekki hafa orðið var
við ís á leiðinni inn til Siglufjarð-
ar. Hins vegar hefði hann rekist á
íshröngl á Skagagmnni.
Aðeins þijú eða fjögur skip eru
á miðunum við Straumnes. Flestir
bátar skmppu inn yfir jólin.
Stapavíkin fer út í dag en önnur
skip ekki fyrr en eftir áramót.
Matthías
Fjórum bílum stolið
LOGREGLAN í Reykjavík leitar fjögurra bifreiða, sem var stolið
dagana 21., 27. og 28. desember. Þeir, sem veitt gætu upplýsingar
um hvar bifreiðimar em niður komnar, eru beðnir um að hafa sam-
band við lögregiuna.
Þann 21. desember var rauð-
brúnni Suzuki fólksbifreið, A-7009,
árgerð 1981, stolið frá Vesturbergi
72. Bifreiðin er með litað gler í
vinstri afturhurð og hægri framhlið
hennar er dekkri en aðrir hlutar.
Þann 27. desember var Willy’s
jeppa, G-25579, stolið frá Funa-
höfða 1. Jeppinn, sem er 1965 ár-
gerð, er brúnn með svartri blæju
og gult merki á vélarhlíf.
í gær, 28. desember, var hvítri
Mitsubishi Lancer skutbifreið,
R-39260, árgerð 1986, stolið frá
Hagamel 52. Sama dag var stolið
gráum Daihatsu Charade, árgerð
1988, frá Brattholti 4 í Mosfellsbæ.