Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 A HOFÐI eftir Benjamín H.J. Eiríksson Nú er hafísinn kominn að landinu rétt einu sinni. Framundan eru harðindi. En slík óáran er að mínu áliti tiltölulega léttbær miðað við þá plágu sem fáránleg skrif um efnahagsmál eru, sem hellt er yfir vamarlitla þjóðina með vissu millibili í gegnum Morgunblaðið, og rugla valdsmenn jafnt og al- menning. Ég á við skrif Gunnars Tómassonar, en í þeim stendur flest á höfði. Væri hann látinn einn um þetta mgl væri vel. En hann á sér „skoðanabræður". Stef- án Valgeirsson og sálufélaga hans, sem teyga hinn görótta drykk og bergmála síðan vitleysumar út meðal þjóðarinnar. Nýjasta afurð Gunnars heitir Fiskveiðar og fjármál, Morgun- blaðið 21.12. Hún gefur tilefni til þess að fara enn einu sinni yfir upphafið á stafrófi efnahagsmál- anna, eins og þetta stafróf er hjá þeim þjóðum sem búa við sæmileg- an markaðsbúskap og vaxandi hag. Ég ætla að sleppa sem mest- um samanburði við „verkamann- aríkin“, þar sem „verkalýðurinn" hefir tekið völdin af „gróðaöflun- um“ og stjórnað atvinnulífinu síðan, sér í hag náttúrlega. Verkamaðurinn þarf tæki til þess að vinna með, frá skóflu upp í álver. Án hjálpargagna verður engin verðmætasköpun. Hjálpar- gögnin eiga því fyrstu kröfuna, þau verður því að greiða fyrst af öllu, helzt í bráð, en örugglega í lengd. Því miður tekst þetta ekki alltaf, ekki þegar fyrirtækið er rekið með tapi. Verkamaðurinn hefir fengið meira í sinn hlut en afganginn, á máli sjómanna: meira en aflahlutinn. Sökum hinna föstu samninga við launþegana fá þeir ekki sitt, sem ættu að koma fyrst- ir. Hvers vegna fyrstir? Vegna þess að fyrr eða síðar kemur að því að endumýja þarf tækin, svo að ég tali nú ekki um rekstrarvörur eins og hráefni og eldsneyti. Sé ekki hægt að endurnýja, þá leggst verð- mætasköpunin niður, hún stöðv- ast. Þá blasir hungursneyð við eins og nú fyrir austan tjald. Þar með er þetta tómt mál. Hjálpargögn og tæki verkamannsins verður að greiða. Síðan getur verkamaður- inn fengið sitt. Ég ætla aðeins að víkja frá yfir- lýsingunni hér að framan. Nú má lesa í blöðum, að sumt af vélum og tækjum i notkun í Austur- Þýzkalandi, séu frá tímum keisar- anna. Skýringuna má lesa hér að ofan. Skuldir og vextir eru hinir miklu bölvaldar, segir Gunnar. Hjá hon- um standa því hlutirnir á höfði. Það er fyrst og fremst of hátt kaupgjald sem veldur taprekstrin- um, tapreksturinn eignarýrnun — á stofnanamáli: rýmun eiginfjár- stöðu — og skuldasöfnuninni. Síðan koma vextimir inn í mynd- ina. í grein Gunnars er ákaflega athyglisverð tafla með tölum sem sýna hlutfall launa af vergum þáttatekjum. Þetta má sennilega orða þannig, án allt of mikillar einföldunar eða ónákvæmni, að hún sýni hlutdeild vinnulauna í landsframleiðslu eða öllu heldur þjóðartekjum. Hvort heldur er, þá hrekur hún allan málaflutning Gunnars og það frá upphafi. Töl- umar em þessar: 1985 1986 1987 1988 Hlutfall launa íþáttatekjum % 64,0 63,8 71,1 72,7 Þessar tölur sýna ekki beinlínis hlutfall vinnulauna í framleiðslu- verðmæti fyrirtækjanna, en gefa samt greinilega vísbendingu. Mér sýnist sem landsframleiðslan í ár Benjamín H.J. Eiríksson „Ég á við skrif Gunnars Tómassonar, en í þeim stendur flest á höfði. Væri hann látinn einn um þetta rugl væri vel. En hann á sér „skoð- anabræður“. Stefán Valgeirsson og sálufé- laga hans, sem teyga hinn görótta drykk og bergmála síðan vitleys- urnar út meðal þjóðar- innar.“ sé um 300 miljarðar króna. Hækk- un hlutdeildar launþeganna frá 1986 til 1989 ætti því að vera af stærðargráðunni 27 miljarðar króna. Tuttugu og sjö miljarðar króna. Þetta taka launþegarnir til sín á þessu ári umfram það sem þeir hefðu tekið til sín hefði hlut- fallið verið óbreytt frá 1986. Munar launagreiðendur at- vinnulífsins nokkuð um bróður- partinn af þessum aukapinkli? Getur það verið að fyrirtækin eigi nú eitthvað erfiðara með aðrar greiðslur, svo sem eins og vexti _ og verðbætur, til dæmis af lánum vegna véla, bygginga, skipa, nú eða bara vegna rekstrarvara? Get- ur það verið að í augum þeirra og allra lýðskrúmara landsins séu vextir allt í einu orðnir að hávöxt- um, þótt raunvextir séu sízt hærri hér en í nágrannalöndunum? Það er augljóst að Gunnar skilur ekki tölur sem hann sjálfur er að birta. í fyrri skrifum mínum hefi ég ekki legið á þeirri skoðun minni, að ein höfuðástæðan fyrir erfið- leikunum, einkum verðbólgunni, sé hin óraunhæfa, lítt grundaða, já, heimskulega stefna launþega- samtakanna í kjaramálum, sem tekur ekkert tillit til langtímasjón- armiða, fædd af kommúnismanum og alin af kommúnistum áratugum saman. Þeir höfðu sæluríki verka- mannsins í bakhöndinni og varðaði því ekki um þjóðarhag. Þeim tókst að gera verkalýðshreyfinguna að ófreskju. Kaupgjaldið er allt of hátt miðað við gengið. Þess vegna tapa fyrirtækin eignum sínum og safna skuldum. Tapreksturinn er orsök erfiðleika þeirra, ekki skuld- imar. Skuldimar era afleiðing tap- rekstrarins. Ég ætla ekki að hafa þennan pistil miklu lengri, en lýk honum með áskoran, með von um að þokuframleiðslan hjá Gunnari minnki. Ég var einu sinni starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Gunnar Tómasson hefir sömuleiðis verið starfsmaður Sjóðsins. Vill hann nú ekki segja þjóðinni, til dæmis hér í Morgunblaðinu, frá viðskipt- um sínum við framkvæmdastjórn Sjóðsins? Gæti slík upplýsing ekki hjálpað þjóðinni til þess að ná átt- um í þessum deilum hagfræðing- anna? Ástæðan fyrir þessari spum- ingu minni er sú, að mér finnst komið meira en nóg af lítið upp- byggilegum og raglandi skrifum Gunnars, skrifum sem fólki geng- ur illa að átta sig á, svo sem von- legt er. Mér hefir verið sagt að Gunnar hafi verið látinn fara frá Sjóðnum, sagt upp störfum. Hvers vegna? Er sú hagfræði, sem ekki var nógu góð fyrir Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, nógu góð fyrir for- sætisráðherrann og íslenzku þjóð- ina? Viti forsætisráðherrann betur en kemur fram af orðum hans og gerðum, þá er hann að blekkja þjóðina. Höfúndur er fyrrverandi bankastjóri Framkvæmdabankans og efhahagsráðunautur ríkisstjórna. Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnaradðttir Leiktæki við grunnskólann í Grundarfirði. Skóli og íþróttahús í bak- sýn. Leiktæki sett á skóla- völlinn á Grundarfirði Grundarfirði. Foreldra- og kennarafélagið við Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði smíðaði og setti upp leiktæki á skólavellinum fyr- ir nokkru. Öll vinnan var sjálfboðaliðsvinna en sveitarfélagið greiddi efniskostn- að. Nánast engin aðstaðá var fyrir hendi á skólalóðinni og ánægja bamanna þvi mikil með þetta fram- tak foreldra og kennara. Segja má að aðstaða barnanna á Grundarfirði hafi mikið batnað á þessu ári því í haust var tekið í notkun íþrótta- hús við skólann. - Ragnheiður Rauði Kross íslands: Leitum til almennings um aðstoð við Rúmeníu - segir framkvæmdastj óri RKÍ „ÞAÐ er þ'óst að neyðin í Rúmeníu er mikil og stór. Við komum til með að leggja okkar að mörkum til að veita Rúmenum aðstoð," sagði Hannes Hauksson, framkvæmdastjóri Rauða Kross íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Fljótlega eftir áramót forum við að vinna á fullum krafti í sambandi við aðstoð. Það verður sent út fjármagn úr hjálparsjóði Rauða Kross íslands. Við munum leita til almennings í landinu og rætt verður við ríkisstjórn íslands um aðstoð.“ Hannes sagði að nú þegar væru fimmtíu og fjórir sendifulltrúar á vegum alþjóða Rauða Krossins komnir til Rúmeníu, fyrir utan fjölda lækna og hjúkrunarfólks. „Búið er að senda þangað mikið af gögnum og vöram. Það er nú verið að útbúa lista yfir það sem vantar. Sá listi mun liggja fyrir eftir áramót. Stjórn alþjóða Rauða Krossins hefur sent aðildarfélögum sínum skeyti og óskað eftir aðstoð sem samsvarar átján milljónum svissneska franka, sem er um 720 milljónir íslenskra króna. 97% af þessari upphæð kemur frá þjóðum í Vestur-Évrópu, Bandaríkjunum og Japan. Búið er að aflýsa neyðarstigi í Rúmeníu og er nú uppbyggingar- stigið hafið,“ sagði Hannes. Sjónvarpið og íslenska óperan eftir Svein Einarsson í tilefni af viðtali við Árna Tóm- as Ragnarsson hér í blaðinu, þar sem verið var að auglýsa mynd- band Styrktarfélags ísl. óperunnar af sýningu Þjóðleikhússins (og ís- lensku óperannar) á Ævintýri Off- enbachs, þætti mér vænt um að eftirfarandi kæmi fram: í viðtalinu lætur Árni Tómas Ragnarsson að því liggja, að sér þyki eðlilegt, að Sjónvarpið flytji hvaðeina sem íslenska óperan tek- ur sér fyrir hendur. Fyrir slíku era í rauninni ekki forsendur, fremur en því að taka upp hvaðeina í leik- húsunum, enda myndu hvergi í heiminum gerðar slíkar kröfur til sjónvarpsstöðva, jafnvel þó þær hafi ekki jafnlítið fé milli handa til dagskrárgerðar og okkar sjón- varp. Grandvallarstefna Sjón- varpsins í innlendri dagskrárgerð við núverandi aðstæður hlýtur að vera að stuðla að innlendri fram- sköpun og flutningi á íslensku efni. Þessi stefna var mörkuð fyrir löngu hér í Sjónvarpinu, og for- sendur hennar hafa á engan hátt breyst; í raun má segja að í fjöl- miðlakapphlaupi nútímans, þar sem framboð misgóðrar erlendrar markaðsvöru flæðir yfir og á eftir að gera það í enn ríkara mæli næstu árin, sé meiri ástæða en nokkra sinni fyrr að halda fast í þessa stefnu og efla hana ef nokk- uð er. Kvartanir ÁTR koma því í raun- inni úr rangri átt í ár, því að á yfistandandi vetri verða einmitt fluttar í Sjónvarpinu tvær íslen- skar óperar, önnur eftir Karólínu Eiríksdóttur, hin eftir Atla Heimi Sveinsson og hefur slíkt aldrei gerst áður í sögu Sjónvarpsins (svo maður nefni nú ekki íslensku óperuna). Því fer auðvitað fjarri, að Sjón- varpið hafi bolmagn til að taka upp allar íslenskar sýningar úr leikhúsunum. Þar verður að eiga sér stað mat; oftast verður að neita sér um slíka samvinnu af fjárhagsástæðum; stundum er líka um að ræða forvitnilegar sýningar eins og t.d. Laxnesssýningar Borgarleikhússins núna, sem virð- ast henta illa fyrir sjónvarp, óbreyttar. Eitt íslenskt leikrit, sem vakti hvað mesta_ athygli í fyrra, Afsakið hlé, eftir Áma Ibsen, verð- ur eigi að síður tekið upp sérstak- lega fyrir Sjónvarpið og flutt í vetur. Ef um er að ræða erlend leikrit eða óperur fluttar á frammálinu, þarf auðvitað enn fremur en áður að eiga sér stað mat og val, ekki síst í ijósi þess að Sjónvarpinu standa til boða úrvalsupptökur á Sveinn Einarsson „Grundvallarstefiia Sjónvarpsins í innlendri dagskrárgerð við nú- verandi aðstæður hlýt- ur að vera að stuðla að innlendri frumsköpun og flutningi á íslensku efiii.“ ýmsum þessara verka fyrir brot af þeim kostnaði sem sýningar með íslenskum flytjendum hafa í för með sér, svo gaman sem þó er að standa í slíku. Því miður verður að segjast eins og er, að sýningar á borð við Brúð- kaup Fígarós og Don Giovanni í Gamla bíói standast illa listrænan samanburð. Ákveðin atriði í Ævin- týram Hoffmans voru þó leyst á skemmtilega listrænan hátt. Til dæmis var gaman að vera vitni að jafnglæsilegri framraun eins og þeirra söngkvennanna Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Signýjar Sæ- mundsdóttur. Enda bauðst Sjón- varpið til að taka upp valda kafla úr þeirri sýningu, en því var hafn- að. Nú hefur Styrktarfélag Is- lensku óperannar tekið sig til af myndaskap að útbúa myndband til heimildagildis af Ævintýrum Hoffmans, og ættu því allir að geta vel við unað. Sjónvarpið mun hins vegar beina kröftum sínum að nýjum verkefnum; eitt viða- mesta verkefnið, sem unnið verður að í sumar er t.d. kvikmyndun Litbrigða jarðarinnar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Höfundur er dagskr&rstjóri innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.