Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 ---------i--í------------(-í-\-----.---i- Minning: Magnús Magnússon blikksmíðameistari Fæddur 26. nóvember 1923 Dáinn 23. desember 1989 Magnús var fæddur 26. nóvem- ber 1923 á Nönnugötu í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jakobína Ein- arsdóttir frá Borgum á Skógar- strönd, fædd 16. ágúst 1891, dáin 12. maí 1929, og Magnús Guð- mundsson frá Hörgsholti í Hruna- mannahreppi, fæddur 21. janúar 1894, hann fórst í flugslysi 31. janúar 1951. Hann var fiskimats- maður, veitingamaður o.fl. Magnús var hjá foreldrum sínum þar til hann var á 4. ári, en var þá komið í fóstur að Brúsastöðum í Þingvallasveit, vegna alvarlegra veikinda móður sinnar. Fósturforeldrar Magnúsar voru Sigríður Högnadóttir frá Laxárdal í Gnúpverjahreppi og maður henn- ar, Jón Guðmundsson frá Hörgs- holti í Hrunamannahreppi, föður- bróðir Magnúsar. Hann var bóndi á Brúsastöðum og gestgjafi í Val- höll á Þingvöllum. Magnús ólst upp á Brúsastöðum við öll algeng sveitastörf. Hann var í farkennslu í Þingvallasveit og síðan eitt og hálft ár í Flensborg og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann fluttist frá Brúsastöðum veturinn 1940-41 til föður síns og konu hans, Bjarnheiðar Brynjólfs- dóttur veitingakonu, í Hafnarstræti 18, Reykjavík, þar sem Bjarnheiður rak veitingastofu. í Reykjavík vann Magnús við margs konar störf, aðallega bygg- ingarvinnu, og síðar við byggingu Reykjavíkurflugvallar, hestaum- sjón, skurðgröft og vegavinnu. 1943- 44 vann hann við hafnar- vinnu, mest hjá Ríkisskip, í pakk- húsi, á vinnuvélum og við akstur. 1944- 45 við akstur á vörubíl og síðar leigubílaakstur. 1. júlí 1945 hóf Magnús nám í blikksmíði hjá Nýju Blikksmiðjunni hf. í Reykjavík. Hann lauk prófí frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1947, og sveinsprófi í blikksrníði 2. nóv- ember 1949. Meistarabréf í blikk- smíði fékk hann 1. mars 1954. Hann vann óslitið hjá Nýju Blikk- smiðjunni hf. þar til sumarið 1955, að allri algengri blikksmíðavinnu, og síðari árin einnig lítilsháttar að teikni- og tæknistörfum. Síðan vann Magnús nokkra mánuði hjá varnarliðinu, bæði á Keflavíkur- flugvelli og við Grindavík. Arið 1955 hóf Magnús störf hjá Blikksmiðjunni Vogi sf. í Kópavogi, og vann jöfnum höndum við blikk- smíði, teikni- og tæknistörf, en frá 1958 eingöngu við tæknistörf, út- reikninga á tilboðum og innkaup á tækjum. Árið 1960 var Blikksmiðjunni Vogi breytt í hlutafélag og gerðist Magnús þá hluthafi, ásamt 6 öðrum blikksmiðum. Magnús vann síðan hjá Blikksmiðjunni Vogi, lengst af sem forstöðumaður tæknideildar, þar til rekstri hennar var hætt. Magnús kvæntist 15. apríl 1954 Margréti Karlsdóttur, f. 25. október 1926 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sunnifa Níelsdóttir frá Bol- ungarvík og Karl L. Jakobsson járn- smiður frá Knarrarnesi, Vatns- leysuströnd. Börn þeirra eru: Karl, f. 14. des- ember 1953, blikksmiður, Reykjavík. Sigríður Jakobína, f. 21. desember 1954, búsett á Djúpa- vogi. Magnús Guðmann, f. 2. maí 1956, tæknifræðingur, ísafirði. Elísabet, f. 13. ágúst 1957, skrif- stofumaður. Haukur, f. 22. mars 1962, vélstjóri. Jón, f. 29. ágúst 1963, tölvunarfræðingur. Bjarn- heiður, f. 27. september 1965, nemi. Magnús vann að margs konar félagsmálum. Hann var einn af stofnendum Félags Blikksmiðju- nema í Reykjavík. í stjórn Félags blikksmiða var hann í 15 ár og þar af 7 ár sem formaður. Hann var fulltrúi Félags blikksmiða á 5 þing- um ASÍ og fulltrúi þess á stofn- fundi Málm- og skipasmíðasam- bandsins. Fyrir störf í þágu Félags blikksmiða var honum veitt viður- kenning á 30 ára afmæli félagsins og á 40 ára afmæli þess var hann sæmdur gullmerki félagsins. Magn- ús var félagi í Oddfellow-reglunni, og var þar virkur félagi, meðan heilsa hans leyfði. Kynni okkar Magnúsar hófust 1956, en þá lágu leiðir okkar saman vegna starfa okkar. Magnús starf- aði þá aðallega við tæknistörf, við skipulagningu, tilboðsgerð og hönn- un. Magnús var mjög vel gefinn og var hann sífellt að auka þekkingu sína á loftræstitækni. Þessi áhugi hans var mjög þýðingarmikill fyrir Blikksmiðjuna Vog og átti stóran þátt í að vegur smiðjunnar óx jafnt og þétt. Vandvirkni og samviskusemi ein- kenndi öll hans störf og margir leit- uðu til hans, við undirbúning og framkvæmd verka, enda var hann alltaf fús til að gefa leiðbeiningar og ráð. Magnús var mikill fjöl- skyldumaður. Hjónaband hans var mjög farsælt og hamingjusamt, enda kom það oft í ljós er við rædd- um saman, að mjög gott og hlýtt samband var við fjölskylduna alla, börn hans og barnabörn. Með Magnúsi er horfinn góður vinur og samstarfsmaður. Fyrir u.þ.b. þrem- ur árum kom í ljós sá sjúkdómur, sem síðan reyndist óviðráðanlegur. Magnús gekkst undir tvær stórar aðgerðir, en þær báru, því miður, ekki þann árangur, sem vonast var eftir. Hann lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í þann mund er jólahá- tíðin var að ganga í garð, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Eiginkonu hans, Margréti, böm- um hans og barnabörnum, sendi ég minar innilegustu samúðarkveðjur. Rafn Jensson Að morgni hins 23. desember sl. lést mágur minn, Magnús Magnús- son blikksmiður, í St. Jósefsspítal- anum í Hafnarfirði. Magnús var fæddur í Reykjavík 26. nóvember 1923 'og varð'hann því 66 ára. Foreldrar hans voru Jakobína Einarsdóttir og Magnús Guðmundsson sem starfaði við út- gerð og síldarmat. Þau áttu bæði ættir sínar að rekja utan af landi, en bjuggu í Reykjavík. Jakobína var frá Borgum á Skógarströnd en Magnús var frá Hörgsholti í Hruna- mannahreppi. Magnús og Jakobína eignuðust tvo syni, Magnús og Hauk. Haukur var fæddur 25. jan- úar 1925. Móðir þeirra dó þegar drengirnir voru enn á unga aldri og var þeim þá báðum komið í fóst- ur til föðurbræðra sinna. Þannig atvikaðist það að Magnús ólst upp hjá Jóni Guðmundssyni, bónda á Brúsastöðum og gestgjafa í Val- höll, og konu hans, Sigríði Guðna- dóttur. Jón og Sigríður voru barn- laus, en ólu upp fimm börn. Magn- ús kom þama inní góðan uppeldis- systkinahóp sem hefur ávallt haldið tryggu og góðu sambandi. Arið 1940 kvæntist faðir Magn- úsar Bjarnheiði Brynjólfsdóttur, en hún rak um árabil matsölu í Hafnar- stræti 18 og síðar í Stangarholti 34. Þau Magnús og Bjarnheiður eignuðust eina dóttur, Eddu, sem er eiginkona mín. Eftir að Magnús komst á fullorðinsár og fluttist til Reykjavíkur var heimili föður hans og stjúpu hans annað heimili, enda hafði samband þeirra feðganna ætíð verið náið. Það var því mikið áfall þegar faðir Magnúsar og föð- urbróðir fómst í flugslysi með Glit- faxa í janúar 1951. Eftir fráfall föður síns flutti Magnús til stjúp- móður sinnar og systur og studdi þær eftir mætti á þessum erfiðu tímum. Þó að bræðurnir, Haukur og Magnús, ættu þess ekki kost að alast upp saman urðu samskipti þeirra nánari með árunum. Haukur dvaldi í Danmörku og lauk þar námi í tæknifræði. Aftur var það fjölskyldunni og þá ekki hvað síst bróðumum mikið áfali er þessi ungi og efnilegi maður lést, aðeins 32ja ára gamall. Magnús lærði blikk- smíði í Nýju blikksmiðjunni og voru störf hans alla tíð síðan í tengslum við þá grein. Árið 1954 kvæntist Magnús Margréti Karlsdóttur. Foreldrar hennar vom Sunnifa Nielsdóttir og Karl Jakobsson járnsmiður og bjuggu þau lengi á Bárugötu 36. Á þessum ámm var ekki auðvelt fyrir ungt fólk að hefja búskap, húsnæði var ekki á hveiju strái og efni lítil. Ungu hjónin byijuðu því búskap sinn á heimili tengdamóður minnar. Síðar tókst þeim með eljusemi og dugnaði að byggja sér fallegt hús í Skólagerði 44 í Kópavoti, þrátt fyrir þröngan fjárhag. Börnin urðu átta og em öll nema tvö búsett á höfuðborgarsvæðinu, en þau em: Karl blikksmiður, fæddur 14. des- ember 1953. Kona hahs var Kristín Gunnarsdóttir, en þau skildu. Þau eiga tvo syni. Sigríður Jakobína húsmóðir, fædd 21. desember 1954. Hún er búsett á Djúpavogi og á fjögur börn. Maður hennar var Eysteinn Guðjónsson skólastjóri, sem nú er látinn. Magnús Guðmann tæknifræðingur, fæddur 2. maí 1956. Hann á þijú börn. Sambýlis- kona hans er Gróa Haraldsdóttir og em þau búsett á ísafirði. Elísa- bet húsmóðir, fædd 13. ágúst 1957. Hún er gift Tómasi ísleifssyni stýri- manni og eiga þau tvær dætur. Sigrún bankastarfsmaður, fædd 26. janúar 1961. Hún á einn son. Hauk- ur vélstjóri, fæddur 22. mars 1962. Jón tölvunarfræðingur, fæddur 29. ágúst 1963. Yngst er Bjarnheiður sem er við nám í Bretlandi, fædd 27. september 1965. Fljótlega eftir að Magnús hóf störf við biikksmíði gerðist hann meðeigandi í blikksmiðjunni Vogi, en hún var um árabil ein stærsta blikksmiðja landsins. Hugur hans beindist mjög að vexti og viðgangi fyrirtækisins og vann hann af alúð þau störf sem honum vom falin á vegum þess. Það var honum því mikið áfall er fyrirtækið varð gjald- þrota fyrir nokkmm ámm. Á sama tíma fóru hin alvarlegu veikindi sem Sigríður Halldórs- dóttir - Minning Nú er hún elsku amma okkar sem okkur þótti svo vænt um látin. Við viljum skrifa nokkur þakk- lætisorð til hennar að leiðarlokum. Við áttum heima hjá ömmu okk- ar, Sigríði Halldórsdóttur, meira og minna okkar æskuár og er margs að minnast, dýrðlegra stunda sem em okkur ógleymanlegar og gott veganesti á lífsleiðinni. Kenndi hún okkur trú, kærleik og gjafmildi, eins og hún var sjálf. Hún trúði á allt hið góða og lifði eftir því og kenndi okkur. Hún var listamaður í höndunum og allar útpijónuðu peysurnar sem við skörtuðum alltaf í vom margar. Við eigum ekki nógu mörg orð til að lýsa henni eða þakka fyrir allt, en geymum þau í hjörtum okk- ar um ókomin ár. Við kveðjum elsku ömmu með þökk fyrir allt. Guð geymi hana og varðveiti. Nína og Sigga í dag, 29. desember, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnað- arins í Reykjavík tengdamóðir mín, Sigríður Halldórsdóttir, sem lést í Hafnarbúðum 18. desember sl. Hún var fædd 16. júní 1897 á Lambastöðum í Laxárdal í Dala- sýslu, dóttir hjónanna Halldórs Bjamasonar og Kristínar Eyjólfs- dóttur. Hún flutti frá þeim sem barn að Hömmm í sömu sveit en þar var tvíbýli og bjuggu á öðmm helmingnum systkini og var Sigríði komið í fóstur hjá þeim. Ólst hún þar upp, þar til hún flutti til Reykjavíkur. Hún mun hafa farið í vist til frú Hansen, sem hún alltaf kallaði svo, á Frakkastígnum og var þar um árabil. Seinna fór hún í vist til Óskars Eriendssonar í apótekinu og Laufeyjar, konu hans, og var þar þangað til hún kynntist manni sínum, Guðjóni Guðmundssyni múrara. Giftu þau sig 1. október 1932. Þau hófu búskap á Baldurs- götu 16 en síðar á Njálsgötu 74, þar sem þau bjuggu alla tíð eftir það, og Sigríður eftir að Guðjón andaðist 1963. Þeim varð tveggja barna auðið. Þau era: Guðmundur, f. 1934, kvæntur Fanneyju Sigurð- ardóttur og eiga þau þijú böm, og Erna, f. 1936, gift Sverri Guðjóns- syni og eiga þau tvær dætur. Barnabörnin em fimm en barna- barnabörnin sjö. Eftir að Sigríður giftist vann hún við skúringar, t.d. í prentsmiðjunni Hólum, sem þá var til húsa í Þingholtsstræti 27 og í Bókaverslun Snæbjarnar ogskúraði hún þar meðan heilsa og kraftar t Elskuleg móðir mín, JÓNFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð aðfaranótt 27. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Árný Ingvaldsdóttir. að lokum bám hann ofurliði að gera vart við sig. Magnús var alla tíð mikill fjölskyldumaður og hagur fjölskyldunnar sat einatt í fyrir- rúmi. Ósérhlífni hans virtist oft tak- markalaus. Sársjúkur fór hann austur á Djúpavog til að standa við hlið dóttur sinnar, þegar Eysteinn maður hennar fórst í sjóslysi. Þau hjónin vom mjög samhent. Þau höfðu gaman af ferðalögum og blönduðu gjarnan geði við aðra. Oft hef ég heyrt á það minnst þegar fjölskyldan í Skólagerðinu fór í ferðalög hér fyrr á ámm meðan börnin vom ung. Það var ekki látið á sig fá þótt raða þyrfti þétt í Rússa-jeppann, hver og einn átti sinn bás. Þá var gjarnan haldið inn í óbyggðir, austur á Þingvöll eða.í heimsókn til fjölskyldunnar fyrir austan flall. Samband á milli heimila okkar hefur alltaf verið mikið og gott og lét Magnús sér einkar annt um syst- ur sína. Hin síðari ár ferðuðumst við hjónin oft með Magga og Möggu, eins og þau em alltaf köll- uð innan fjölskyldunnar, og em þessar ferðir okkur ógleymanlegar. Magnús var mikill náttúmunnandi og hafði hann næmt auga fyrir sérkennum náttúmnnar. Einn fagr- an haustdag var farið austur á Þingvöll og gengum við eftir Snókagjá niður að Öxará. Þessi ferð er mér einkar minnisstæð. Magnús naut sín vel í þessari gönguferð um sveitina sem honum þótti svo vænt um. Það var eins og hver sylla og hver planta hefðu sérstöku hlutverki að gegna. Hann hafði unun af öllum gróðri og rækt- uðu þau hjónin svo vel garðinn sinn i Skólagerðinu að Kópavogskaup- staður veitti þeim viðurkenningu fyrir hann. Oft kom Magnús með plöntur sem hann hafði alið upp heima hjá sér og gróðursetti þær sjálfur af mikilli alúð í sumarbústað okkar hjónanna, vestur í Dölum. Þegar Magnús var ungur hafði hann mikinn áhuga á skíðaíþróttum og byggði hann ásamt félögum sínum skíðaskála í Jósepsdal. Margrét var einnig áhugasöm skíðakona og urðu fyrstu kynni þeirra einmitt í sambandi við þetta sameiginlega áhugamál þeirra. Magnús hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og félagsmálum. Hann tók þátt í félagsstarfi blikksmiða og var um tíma formaður í félagi þeirra. Síðar gerðist hann félagi í ‘ Oddfellow-reglunni og var greini- legt að hann naut þess að taka þátt í þeirra starfi. Magnús barðist við erfiðan sjúkdóm af þeirri hug- hreysti og því æðruleysi sem jafnan einkenndi hann. Að kvarta var ekki hans vani. Kveðjustundin er komin. Það er aðdáunarvert hve Margrét og börn þeirra stóðu þétt saman og aðstoðuðu hann af kostgæfni uns yfir lauk. Megi Guð styðja þau og styrkja. Minningin um góðan dreng lifir. Rögnvaldur Jónsson entust. Hún sá um stórt heimili þar sem dóttir hennar var mikið heima hjá henni með dætur okkar, Nínu og Siggu, sem ólust meira og minna upp hjá henni. Aldrei gat ég þakkað henni nóg fyrir það sem hún gerði fyrir mig, Ernu og börnin, með svo- leiðis ósérhlífni sem aldrei er hægt að þakka fyrir. Eða hvað ætli það séu margar peysurnar sem hún pijónaði á telpurnar og barnabörnin þegar tími var til frá brauðstritinu, og margir kaffibollarnir sem hún gaf gestum og gangandi af sinni alkunnu gestrisni, en hennar heim- ili var opið hús. Fyrir 11 ámm flutti Sigríður í Lönguhlíð 3 í íbúðir fyrir aldraða og undi sér vel, en ég veit að hugur- inn var oft bundinn við Njálsgötuna þar sem æviáranum var að mestu eytt, en við vomm nú oft áhyggju- full yfir því að vita af henni einni í seinni tíð. En eftir að heilsan og sjónin fóru endanlega að bila fékk hún inni í Hafnarbúðum þar sem hún fékk þá umönnun sem hún þurfti. Að lokum vil ég endurtaka þakklæti mitt fyrir allt sem hún gaf okkur, en ég gat aldrei endurgold- ið. Guð varðveiti hana og geymi alla tíð. Tengdasonur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.