Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR ,29. DESEMBER 19§9 20 BYLTINGIN I RUMENIU Höfuðstöðvar rúmensku öryggislögreglunnar, Secu- ritate, við Lýðveldistorgið í Búkarest standa nú opn- ar almenningi öllum en liðsmanna sveitanna er enn leitað í göngum sem grafin höfðu verið undir höfuð- borginni til að auðvelda einkahersveitum einræðis- herrans illræmda, Nicolae Ceausescu, að fremja grimmdarverk sín og ráðamönnum að komast undan væri veldi þeirra ógnað. Myndin var tekin á miðviku- dag er böm náðu sér í minjagripi í höfuðstöðvunum en í valdatíð Ceausescu-hjónanna voru munaðarlaus börn tekin af ríkisstofnunum, heilaþvegin í taum- lausri dýrkun á leiðtoganum og þjálfuð til að fram- kvæma ódæðisverk af fullkomnu miskunnarleysi í nafni sósíalismans og Securitate. Mikill straumur hjálpargagna er til Rúmeníu Vínarborg. Reuter. HJÁLPARGÖGN hafa streymt til Rúmeníu víðs vegar að úr Evrópu og frá Bandaríkjunum og Japan allt frá því annan í jólum þegar ljóst var að bardögum var að mestu lokið í landinu. Mannljónið virð- ist ekki hafa verið jafii mikið og í fyrstu var óttast og að sögn Al- þjóða Rauða Krossins er nú meiri þörf fyrir fé til að auðvelda flutn- inga og skipulagningu hjálparstarfa en neyðarhjálpargögn. Alþjóðlegar hjálparstofnanir juku mjög birgðaflutninga til Rúmeníu á annan í jólum. Send voru matvæli, blóð, lyf og ýmis hjúkrunargögn og notaðar til þess lestir, bílar og flug- vélar. Austurrískir læknar sögðust hafa komið að læknum í Timisoara á þriðjudag þar sem þeir voru að skera upp án þess að nota deyfilyf; þau voru uppurin. Athygli vekur hversu mikið hefur safnast af hjálpargögnum og mat- vælum í Austur-Evrópuríkjum. Að sögn Rauða krossins í Austur- Þýskalandi hafa undanfarið safnast 3,5 tonn á dag af hjálpargögnum í Austur-Berlín einni og langar bið- raðir eru þar sem fólki gefst kostur á að gefa blóð. Franskir starfsmenn hjálpar- stofnana segja að ekki séu jafn Reuter Á myndinni sést sovéskur flutn- ingabíll leggja af stað með hjálp- argögn frá Kísínev í Sovét- Moldavíu áleiðis til Rúmeníu og íbúarnir láta í ljós fógnuð sinn. Viðbrögð við atburðunum í Rúmeníu: Kínverskir ráðamenn áma nýrri stjóm heilla London. Peking. Reuter. VIÐBRÖGÐ úti í heimi við atburðunum í Rúmeniu eru að vonum misjöfh. Leiðtogar Kína hafa sent nýju ríkisstjórninnni í Rúmeníu árnaðaróskir en hafa jafhframt látið í ljós vanþóknun yfir þróun mála í Austur-Evrópu. Fréttastofan Nýja Kína segir að Yang Shangkun forseti Kína og Li Peng forsætisráðherra hafi sent nýjum stjórnöldum í Rúmeníu heillaóskir. Li Peng hefur jafnframt hvatt kínversku herlögregluna til að auka viðbúnað vegna „fjandmanna" sem vildu fremja skemmdarverk gagnvart sósíalismanum. Forsætis- ráðherrann þakkaði jafnframt 300 háttsettum lögreglumönnum fyrir hlut þeirra í að kveða niður mót- mæli á Torgi hins himneska friðar í júní sl. Fréttaskýrendur segja að kínverskir ráðamenn séu mjög ugg- andi vegna atburðanna í Rúmeníu og óttist að almenningur sjái að hægt sé að bijóta hervald ráða- manna á bak aftur. Þing Kúbu hefur brugðist þannig við þróununni í Rúmeníu að lýst var yfir að fyrr sykki eyjan í sæ en gunnfáni byltingar og sósíalisma yrði dreginn niður. Eins og aðrir hafa íbúar ísraels verið gagnteknir af atburðunum í Rúmeníu. Menn hafa setið við út- varpstæki sín og sjónvörp til að fá sem nýjastar fréttir. Einnig tengist Rúmenía ísrael sérstaklega vegna þess að rúmenskir gyðingar eru ann- ar stærsti innflytjendahópur lands- ins næst á eftir gyðingum frá Ma- rokkó. Fögnuður í ísrael yfir falli Nicolae Ceausescus er þó ekki óblandinn. Abba Gefen, fyrrum sendiherra ísraels í Rúmeníu, minn- ist þess að Ceausescu kvað niður gyðingahatur í landinu. „Auðvitað gleymum við ekki hvemig hann stjómaði — munið ætíð hveijir óvin- ir ykkar era en gleymið ekki heldur vinum ykkar,“ sagði Gefen. „Ceau- sescu afmáði öll merki gyðingahat- urs í landinu. Ekkert ríki var jafn hrifið af sjálfstæðri utanríkisstefnu hans og ísrael." • Að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph hafa 5.000 stuðn- ingsmenn Alþýðufylkingarinnar í Sovétlýðveldinu Moldavíu boðist til að beijast fyrir hin nýju stjórnvöld í Rúmeníu. Stór hluti Moldavíu til- heyrði Rúmeníu fram til ársins 1940. Þijár milljónir íbúa Moldavíu tala rúmenska mállýsku en Rúmenska er rómanskt mál. Kröfur hafa verið uppi um að tungumálinu yrði gert hærra undir höfði en nú er. margir látnir og óttast var í fyrstu. Segjast þeir t.d. telja að í höfuð- borginni Búkarest hafi 500 fallið og 2.000 særst. Haft er eftir öðram hjálparstarfs- mönnum að liðsmenn öryggissveita Ceausescu reyni að hindra björgun- arstörf og jafnvel séu þess dæmi að þeir þykist vera starfsmenn Rauða krossins. Ungverska útvarp- ið hefur það eftir embættismanni í ungverska varnarmálaráðuneytinu að margar flutningalestir með hjálpargögn komist ekki nema nokkra km inn í Rúmeníu. Var fólk varað við að fara lengra upp á eig- in spýtur vegna hættu á hryðjuverk- um öryggissveitanna. Endara hvetur páfa til að framselja Noriega Panamaborg, Washington. Reuter, Daily Telegraph. GUILLERMO Endara, hinn nýi forseti Panama, hefúr farið þess á leit við páfa að sendiráð Páfagarðs í Panamaborg framselji Manuel Noriega, fyrrum einræðisherra, til að Bandaríkjamenn geti dregið hann fyrir rétt. Noriega, sem er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfja-. smygl, leitaði hælis i sendiráðinu eftir hemaðaríhlutun Bandaríkja- manna í landinu. Samningaviðræð- ur standa nú yfir vegna málsins og erkibiskupinn í Panama, Marcos McGrath, kvaðst vongóður um að fulltrúar Páfagarðs, Bandaríkjanna og Panama fyndu réttláta lausn á málinu. Vangaveltur eru um að ein- ræðisherTann fyrrverandi verði sendur til þriðja ríkisins, til að mynda Perú, Indlands eða Kúbu, og réttað verði í máli hans í Banda- ríkjunum að honum fjarstöddum. Erkibiskupinn kvaðst hafa áhyggj- ur af því að slík lausn gæti orðið til þess að Noriega gerði óskunda í Panama. Erkibiskupinn skýrði ennfremur frá því að sendiherra páfa í Panama hefði veitt Bandaríkjamönnum heimild til að ráðast inn í sendiráð- ið ef til þess kæmi að Noriega eða fylgismenn hans tækju starfsmenn þess í gíslingu. Hann lagði þó áherslu á að engin ástæða væri til grípa til slíkra aðgerða nú. Af þeim tuttugu mönnum, sem flúið hefðu í sendiráðið, hefði aðeins einn verið vopnaður og hann hefði látið vopn sín af hendi. Talið er hugsanlegt að sendiráð Páfagarðs afhendi panamískum stjómvöldum Noriega. Guillermo Endara, forseti Panama, skrifaði Jóhannesi Páli páfa II bréf, þar sem hann segir að slíkt geti orðið til þess að bjarga lífi margra Pan- amabúa. „Ástandið er nú þannig að ef Noriega færi úr sendiráðinu myndu bandarískir hermenn ná honum, tryggja öryggi hans og að öllum líkindum draga hann fyrir rétt í Bandaríkjunum fyrir viðbjóðs- lega glæpi. Við álítum að þessi lausn myndi bjarga lífi fjölmargra saklausra Panamabúa. Noriega hef- ur fengið marga þeirra til að trúa því að með svartagaldri sínum og hrottaskap geti hann ætíð borið sig- ur úr býtum í viðureigninni við óvini sína. Það að hann hefur getað leit- að hælis í sendiráðinu styrkir þessa trú og hefur hvatt hryðjuverkamenn úr röðum fylgismanna hans til að halda áfram glæpastarfsemi sinni,“ Reuter Bandarískur hermaður í vopnabúri sem fylgismenn Manuels Nori- ega, fyrrum einræðisherra Panama, yfirgáfú. segir m.a. í bréfinu. Islensku skiptinemarnir fimm, sem dvelja í Panama á vegum AFS- samtakanna, voru fluttir með bandarískri herþyrlu frá San Blas- eyjum, þar sem þeir höfðu verið á ferðalagi. Þeir gistu í Panamaborg í nótt og fara til fjölskyldna sinna i Panama í dag. Þeir koma síðan til íslands þegar farþegaflug frá Panama kemst í eðlilegt horf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.