Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Seta í bankaráðum Töluverð rimma hefur skap- ast vegna þess að Sverrir Hermannsson landsbankastjóri hefur gagnrýnt val Kvennalist- ans á fulltrúa í bankaráði Landsbankans. Hinn nýi banka- ráðsmaður, Kristín Sigurðar- dóttir, er fyrsta konan sem kjör- in er til setu í stjóm ríkisbanka en áður hefur Hildur Petersen verið kjörin í stjóm Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Deil- an vegna fulltrúa Kvennalist- ans, sem var kjörinn á Alþingi eins og aðrir bankaráðsmenn ríkisins, snýst ekki um jafnrétt- ismál, heldur hitt hvort eðlilegt sé að innheimtustjóri verðbréfa- fyrirtækisins Kaupþings sitji í ráðinu, en Kristín Sigurðardótt- ir gegnir því starfi. Starfsemi banka og fjár- magnsfyrirtækja hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Stefnan hefur verið tekin í þá átt að minnka hlut ríkisins á þessum markaði og verður stærsta skrefið í því efni ein- mitt stigið nú um áramótin, þegar hinn nýi stórbanki, ís- landsbanki hf., tekur til starfa. Þar hafa ijórir bankar, þrír einkabankar og einn ríkisbanki, sameinast og sækja nú fram af miklum þrótti. Breytingamar felast einkum í vaxandi og harðnandi samkeppni milli fjár- málastofnana, sem keppa nú til dæmis með því að bjóða mis- munandi vexti, en ákvarðanir um þá em teknir í bankaráðum. Að sjálfsögðu er það ekki að ástæðulausu, sem landsbanka- stjórinn veltir því fyrir sér, hvort eðlilegt sé, að starfsmað- ur Kaupþings taki þátt í „ör- lagaákvörðunum um rekstur samkeppnisaðila", eins og Sverrir orðaði það. Deilan sem nú hefur risið vekur hins vegar spurningar um fleira en þetta. Ér það svo um alla þá er sitja í bankaráðum ríkisbanka, að þeir standi þann- ig gagnvart bönkum eða við- skiptum þeirra við einstök fyrir- tæki, að ekki sé ástæða til að Véita íyrir sér hvort um hags- munaárekstur sé að ræða? Hvar á að draga mörkin í því ágrein- ingsefni, sem hér hefur risið? Tengjast engir starfsmenn ríkisbanka fyrirtækjum, stjórn- um sjóða eða jafnvel annarra bankastofnana með þeim hætti, að óeðlilegt yrði talið, ef farið yrði í saumana á málunum? Þegar álitamál af því tagi sem hér er til umræðu koma upp á yfirborðið hefur þess gætt og jafnvel í vaxandi mæli hin síðari ár, að menn vilja velta einum steini og gá að því, sem er undir honum, en láta miklu fleiri liggja á sínum gamla stað. Af þessu leiðir síðan misrétti og tvískinnungur, sem dregur úr trú almennings á að hlutlægt sé tekið á viðkvæmum málum og allir séu látnir sitja við sama borð. Forsvarsmenn Kvennalistans segja, að þeir ætli að ræða ádeilu landsbankastjórans á þeim vettvangi, þar sem banka- ráðsmenn ríkisins eru valdir, Alþingi. Á meðan ekki eru í gildi almennar og skýrar reglur um það hveijir megi og megi ekki sitja í bankaráðum hafa alþingismenn fijálsar hendur um val sitt. Kallar deilan nú á að slíkar reglur séu settar? Hver ætti þá að gera það? Bankaeftirlitið eða stjómmála- mennimir? Eiga að gilda aðrar reglur um ríkisbanka en einka- banka? Morgunblaðið telur nauðsyn- legt að litið sé á mál sem þetta í heild, v þegar ágreiningur sprettur vegna einstaklings. Það geti einfaldlega leitt til óréttlætis að höggva nærri ný- liða en láta hina sitja áfram óáreitta, sem hafa setið lengi, þótt þeir hafi verið kjörnir við allt aðrar aðstæður. Sala hluta- bréfa Skömmu áður en Alþingi lauk störfum fyrir áramót rýmkaði það heimildir til skattafrádráttar vegna kaupa á hlutabréfum. Ber öllum saman um að líflegri sala sé á slíkum bréfum nú fyrir þessi áramót en áður. Æ fleiri fyrirtæki skrá bréf sín á almennum markaði og bjóða þannig einstaklingum tækifæri tiLað fjáríestá iniiii- íiðalaust í atvinnulífinu. Þessi þróun er fagnaðarefni. Öflugur hlutabréfamarkaður er vel til þess fallinn að skapa atvinnufyrirtækjum lífvænleg skilyrði. Hann eykur í senn áhuga almennings á nýjum fjár- festingum og hvetur stjómend- ur fyrirtækja til að stunda störf sín með þeim hætti, að eignar- hluti í þeim þyki eftirsóknar- verður. Hæsta olíuverð í Rott- erdam frá árinu 1985 Verðlagsráð afgreiðir í dag beiðni olíufélaganna um hækkun OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hefur hækkað mikið síðustu daga og hafði á miðvikudag náð hærra en nokkru sinni síðan í árslok 1985. Þá var verð á gasolíu á Rotterdammarkaði 231 dollari tonnið og hafði hækkað frá deginum áður um 15 dollara. Gasolíuverð hefur hækkað um 90 doll- ara síðan í júni síðastliðnum, eða um 64%, á Rotterdammarkaði. Olíufé- lögin hafa sent verðlagsráði beiðni um hækkun olíuverðs vegna þessa og verður hún tekin fyrir á fundi ráðsins í dag. Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍU segir útgerðina hafa fengið á sig 65% verð- hækkun á árinu og frekari hækkun sé skelfileg. Hann gagnrýnir verð- Iagningu olíunnar hér á landi harðlega. Talsmenn Flugleiða segja verð- hækkunina auka rekstrarkostnað félagsins töluvert, þótt það sleppi líklega við hæsta kúfinn. Verðlagsráð kemur saman í dag til að taka afstöðu til beiðni olíufélag- anna um verðhækkun á gasolíu. Þar að auki þarf að ákvarða nýtt olíu- verð, þar sem virðisaukaskattur kem- ur í verðið um áramót. Gasolía og svartolía hækka sem nemur virðis- aukaskattinum, en bensínverð breyt- ist lítið vegna hans, þar sem sölu- skattur er þegar í bensínverðinu, en ekki í verði hinna tegundanna. Gasolíuverð hækkar Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun svartolíuverð ekki hækka umfram virðisaukaskattinn, bensínverð mun lækka lítillega og líklegt er að gasolíuverð hækki eitt- hvað meira en sem nemur virðisauka- skattinum, vegna hærra verðs birgða í landinu nú, heldur en við síðustu verðákvörðun. Gasolían mun því hækka úr 14,90 krónum til skipa í um 18,50 vegna virðisaukaskattsins og að líkindum eitthvað meira vegna verðhækkunar erlendis. Meðalverð birgða mun vera komið yfir 200 doll- ara tonnið, en við síðustu verðákvörð- un var það 186 dollarar. Miklir kuldar undanfarið eru taldir vera orsök hinnar miklu verðhækkun- ar á heimsmarkaði síðustu daga. Fyrri hluta desembermánaðar var kalt í Evrópu og síðustu vikur olli kuldi í Bandaríkjunum allt suður til Flórída og Kaliforníu mikilli eftir- spurn eftir olíu. Að auki hafa OPEC- ríkin náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu sinni sem nemur 7,5%. Þetta hefur verkað þannig á markað- inn, að sögn viðmælenda blaðsins, að mikill taugatitringur hefur gripið um sig og spákaupmennska blómstr- að. Nú er hins vegar spáð hlýnandi veðri í Bandaríkjunum og sáust þess merki þegar í gær að verðið færi lækkandi á ný. Meðal annars lækk- aði verð á þotueldsneyti í New York úr 115 sentum gallonið í 111 sent fyrir miðjan dag vestra. Þar sem olíuverð hér á landi fylg- ir ekki dagverði á heimsmarkaði, heldur er það ákvarðað um mánaða- mót ef þörf er talin fyrir, þá munu íslendingar að öllum líkindum sleppa við mestu verðhækkunina, að því gefnu þó, að olíuverð á heimsmark- aði fari lækkandi á ný. Verð á svartolíu og þotueldsneyti hefur fylgt sveiflum gasolíuverðsins, en bensín lýtur öðrum lögmálum, þar sem eftirspum eftir því mótast frem- ur af því hve mikið er ekið heldur en af veðri. Bensínverð er venjulega í hámarki vor og fyrri hluta sumars. Samdráttur í olíuframleiðslu hefur þó áhrif á bensínverðið og það fylgir stundum miklum verðsveiflum ann- arra olíutegunda, eins og sést á með- fylgjandi mynd af verðinu síðustu daga. Alveg forviða „Við emm búnir að fá á okkur 65% hækkun á olíuverði á árinu og viðbót við það er alveg skelfileg,“ segir Kristján Ragnarsson. Hann kvaðst hafa athugað í gær hvert olíuverð væri í erlendum höfnum. „Þá fæ ég Smíðar langskip austur í Singapúr ÍSLENSKUM skipasmið frá Njarðvíkum hefur verið falið það verkefiii að smíða langskip að hætti norrænna víkinga fyrir veit- ingahúsaeiganda í Singapúr. Lár- us Ingi Lárusson, en svo heitir skipasmiðurinn, heldur til Sing- apúr 4. janúar næstkomandi með teikningar og uppdrætti að lang- skipinu í farteskinu en hann hefúr undanfarnar vikur kynnt sér gerð slíkra skipa. Fyrirmyndin að lang- skipinu er Osenberg-skipið svo- Lárus Ingi Lárusson á verkstæði sínu í Stafangri. Hægra megin við hann er pappateikning af drekanum sem prýða mun staína langskips- ins. nefhda, sem grafið var úr jörðu í Noregi 1904 og talið er vera frá 800-1030 e.Kr. Lárus Ingi hefur verið búsettur í Stafangri frá 1984 og hefur starf- að við bátaviðgerðir. „Norskir aðilar unnu samkeppni um gerð veitinga- húsa fyrir arabískan auðkýfing að nafni Kazmiz. Þeir höfðu frétt af þijóskum íslendingi í Stafangri sem væri að gera við báta,“ sagði Lárus Ingj. „í sumar spurðu þeir mig hvort ég vildi vinna þetta verkefni og ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisv- ar,“ sagði Lárus Ingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.