Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Sovétmenn auka saltsíldarkaup fyr- ir um 350 millj. kr. Rætt um að viðbótin verði söltuð í haust SÍLDARÚTVEGSNEFND hefiir borizt staðfesting frá Sovrybflot, sovézkum kaupendum sínum á saltsíld, um kaup á 50.000 tunnum af saltsíld til viðbótar þeim 150.000, sem áður hafði verið samið um. Verðmæti þessarar viðbótar er um 350 milljónir, en fyrri samningur- inn var að verðmæti rúmur milijarður króna. Vegna þess að síldin er venju fremur mögur nú, er kannaður sá möguleiki að viðbótin verði ekki afgreidd fyrr en í upphafi vertíðar næsta haust. Svar þar að lútandi hefur ekki borizt að austan. Verði þessar tunnur afgreidd- ar nú, verður síldarsöltun á vertíðinni sú sama og árið 1987, um 290.000 tunnur, og hefúr hún aldrei verið meiri síðan söltun hófst að nýju. Ákvæði í samningi Síldarútvegs- nefndar og Sovrybflot kveður á um að fituinnihald síldarinnar megi ekki vera minna en 12%. Á þessari vertíð hefur síldin hins vegar verið magrari en undanfamar vertíðir og óttast menn, að hún standist ekki umrædd ákvæði nú eftir áramótin. Þá skiptir það máli, að nær allir bátar hafa veitt upp kvóta sína og yrði þá að endurútgefa síldveiði- leyfi hjá ráðuneytinu, en á því eru talin nokkur tormerki. Leyfilegur afli á vertíðinni var um 100.000 tonn. 50.000 tunnur af hausskor- inni og slógdreginni síld samsvara 7.000 til 8.000 tonnum upp úr sjó eftir nýtingu. Á vertíðinni 1987 var saltað í 189.000 tunnur, en söltun teygðist þá fram á nýárið. Stað- festing Sovétmanna um viðbótar- kaup barst hingað til lands á að- fangadag og voru veiðar til að standa við þann samning heimilaðar í janúar, enda var sfldin þá feitari en nú. Miðað við aðstæður er það enn- fremur talið hagkvæmt að geta byijað vertíð næsta haust með 50.000 tunna samning auk þeirra sámninga, sem venjulega liggja fyr- ir við Svía og Finna. Síðustu þijú ár hefur sú breyting orðið á samn- ingum við saltsíldarsöluna til Sov- étríkjanna, að kaupendur hafa ekki lengur fengið undanþágu til gjald- eyrisúthlutunar vegna viðskipt- anna. Völd ráðuneytanna hafa minnkað og færst til þingsins með þeim afleiðingum að kaupendur verða að bíða eftir afgreiðslu fjár- laga og því hafa samningar um síldarkaupin dregizt fram eftir nóv: embermánuði. A hinn bóginn gæti þetta haft þau áhrif að Sovétmenn yrðu tregari til samninga um magn umfram 150.000 tunnur, þar sem fyrir lægi samningur um 50.000 tunnur, þó frá fyrri vertíð væri. Norðmenn lagðirað velli Morgunbíaðið/Einar Falur íslendingar sigruðu Norðmenn í gær, 25:22, í Laugardalshöllinni í vináttulandsleik í handknatt- leik. Liðin mætast að nýju í kvöld kl. 19 í íþróttahúsinu á Seltjamarnesi. Á myndinni gnæfir Héð- inn Gilsson yfir norsku vömina og skömmu síðar lá knötturinn í norska markinu. Sjá íþróttir bls. 42-43. Stöð 2 leitar aðstoðar ríkisstjórnarinnar: Fara fram á ríkisábyrgð fyrir 400 milljóna kr. erlendu láni Fyrirtækinu verði breytt í almenningshlutafélag STÖÐ 2 hefur leitað aðstoðar um markaði, þó þannig, að eng- ríkisstjórnarinnar vegna inn einn hlutur færi yfir eina rekstrarerfíðleika fyrirtækis- milljón króna. Samkvæmt upp- ins. Á ríkisstjórnarfúndi í gær var lögð fram beiðni frá Stöð 2 um ríkisábyrgð fyrir allt að 400 milljóna króna erlendu láni. Jaftiframt var frá því skýrt, að forráðamenn fyrirtækisins hygðust breyta því í almenn- ingshlutafélag með því að selja meirihluta hlutafjár á almenn- lýsingum Morgunblaðsins er að því stefnt að taka ákvörðun í málinu á fúndi ríkisstjórnarinn- ar í dag. Fjórum ráðherrum var falið að leggja fram tillögu um afgreiðslu málsins á fúndinum í dag, Steingrími Hermannssyni, Jóni Sigurðssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni og Júlíusi Sólnes. Á fundi ríkisstjómarinnar í gær var lagt fram yfirlit yfir skulda- stöðu fyrirtækisins og rekstraráætl- un. Þar mun hafa komið fram, að þörf væri á skjótum aðgerðum að kröfu Verzlunarbankans, sem hefur verið aðalviðskiptabanki Stöðvar 2. Verzlunarbankinn hefur að undan- förnu gengið hart fram í því að tryggja stöðu sína gagnvart Stöð 2. Ein ástæða þess er sú, að mat á aðildarbönkum íslandsbanka hf. Sala á hlutabréfamörkuðum nær þrefalt meiri en í fyrra verður byggt á stöðu þeirra um áramót. Væru skuldir Stöðvar 2 við Verzlunarbankann taldar ótryggar í því mati mundi það rýra eignar- hlut Verzlunarbankans í hinum nýja banka. Hópur kaupsýslumanna hef- ur um skeið ihugað aðild að Stöð 2 en þeir hafa gert kröfu til þess, að. Verzlunarbankinn afskrifi hluta skulda Stöðvar 2. Bankinn hefur ekki viljað fallast á þá kröfu. Forráðamenn Stöðvar 2 hafa síðustu daga átt í viðræðum við ráðherra, fyrst og fremst Steingrím Hermannsson, Jón Sigurðsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Beiðni sú, sem lögð var fram á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær, kemur í kjölfar þeirra viðræðna. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins munu ráðherrar síðdegis í gær hafa rætt þann möguleika, að minni ríkis- ábyrgð myndi duga í bili eða um 150 milljónir. MIKIL sala hefúr verið á hlutabréfúm hjá verðbréfafyrirtækjum undanfarna daga en um áramót rennur út frestur einstaklinga fyrir tekjuárið 1989 til að nýta sér skattfrádrátt með kaupum á hlutabréf- um. Alþingi samþykkti skömmu fyrir þinglok að hækka hámarksfjár- hæð sem heimilt verður að draga frá skattskyldum tekjum í 115 þúsund fyrir einstakling og 230 þúsund fyrir hjón. Samkvæmt upplýs- ingum þeirra verðbréfafyrirtækja sem Morgunblaðið hafði samband við stefnir í að heildarvelta hlutabréfamarkaða á þessu ári verði um 600 milþ'ónir sem er nálægt því að vera þreföldun frá því í fyrra. „Það hefur verið mjög mikið að gera þessa daga. Núna milli jóla og nýárs hefur verið mjög stöðugur straumur fólks hingað að kaupa hlutabréf. Það hafa komið hátt á annað hundrað manns hingað í dag til að kaupa hlutabréf sem er meira en kemur í einum venjulegum mán- uði,“ sagði Svanbjöm Thoroddsen hjá hlutabréfamarkaðnum HMARKI í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann kvað mestu söl- una vera í hlutabréfum í Hluta- bréfasjóðnum, Iðnaðarbankanum og Olíufélaginu. Einnig væm til sölu hlutabréf í Granda,- Hampiðj- unni og Flugleiðum. Langflestir keyptu fyrir þá hámarksfjárhæð sem mætti draga frá skattskyldum tekjum. Sala á hlutabréfum hjá HMARKI hefur numið kringum 55 milljónum í desembermánuði en fyrstu 11 mánuði ársins seldust hlutabréf fyrir 167,8 milljónir. Þannig nemur salan rúmum 220 milljónum á árinu en til viðbótar kemur salan í dag sem reiknað er með að verði mjög mikil. Guðmundur Þórhallsson hjá Fjár- festingarfélaginu tók í sama streng og sagði að mikið hefði verið að gera í sölu hlutabréfa. Fólk virtist hugsa mikið um skattaleg sjónar- mið í sambandi við hlutabréfin. Hjá Fjárfestingarfélaginu hefur salan verið mest í hlutabréfum Eimskips, Hlutabréfasjóðsins, Olíufélagins, Versiunarbanka og Iðnaðarbanka. Einnig hefur verið nokkur sala í hlutabréfum Flugleiða. Sala á hlutabréfum hefur numið 43 miHj- ónum það sem af er desembermán- uði hjá Fjárfestingarfélaginu en salan fyrstu 11 mánuðina nam 132,9 milljónum. Heildarsalan á árinu var því orðin tæpar 176 millj- ónir í gær hjá félaginú. Elvar Guðjónsson hjá Kaupþingi sagði að stöðugur straumur fólks hefði verið þangað undanfarna daga vegna hlutabréfakaupa. Gengi bréfanna hefði hækkað nokkuð vegna mikillar eftirspumar í desem- ber. Hann kvaðst hins vegar telja líklegt að margir ætluðu sér að selja hlutabréfin aftur, strax eftir áramót og þá myndi gengi brófanna leakka, Mest hefur verið selt af hlutabréfum í Olíufélaginu, Hluta- bréfasjóðnum, Alþýðubankanum, Flugleiðum og Þróunarfélaginu. Heildarsalan í hlutabréfum hjá Kaupþingi hefur að sögn Elvars numið yfir 100 milljónum það sem af er árinu. Magnús Hreggviðsson forstjóri Frj'áls framtaks sagði hlutafjárút- boð Fróða ganga vel og bjóst hann við að heildarsala hlutabréfa næmi nú kringum 20 milljónum króna. Aðspurður um hvers vegna hluta- bréf í Fróða væru ekki á almennum markaði sagði Magnús að Frjálst framtak vildi stýra því hveijir gerð- ust hluthafar í félaginu. Hann sagði það engum vafa undirorpið að kynning á hlutabréfum í Fróða ætti stóran þátt S mikilli sölu hlutabréfa almennt. Það hefði komið honum á óvart hversu margir hefðu ekki gert sér grein fyrir þeim möguleik- um til skattafsláttar sem fælust S hlutabréfakaupum. Reiðhöllin; Kröfur nema 94 milljónum KRÖFURI þrotabú Reiðhallarinn- ar i Víðidal nema rúmum 94 millj. kr.. Forgangsltröfiir eru um 500 þúsund krónur, kröfúr utan skuld- araðar um 71 millj. og almennar kröfúr rúmar 22 millj. kr. Stjórn Reiðhallarinnar óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í september. Stofnlánadeild landbúnaðarins var slegin fasteign félagsins á uppboði í byijun október. Kröfulýsingarfresti lauk þann 18. desember. Alls bárust 48 kröfur í búið og samþykkti bú- stjóri allar utan fjórar. Tvær kröfur Búnaðarbankans vegna veðskulda eru utan skuldaraðar og nema þær samtals rúmri 71 milijón króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.