Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 31
MOKGUNBLAÐIÐ FÖSTUdÁgUR- 29. DESEMBER 1989 81 Baldvin Baldvins son - Minning Fæddur 29. september 1943 Dáinn 15. desember 1989 Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Baldvin Baldvinsson er allur, aðeins 46 ára að aldri. Þessi ungi og glæsilegi maður er horfinn langt um aldur fram. Baldvin var lands- þekktur knattspymumaður og átti stóran hóp samferðamanna sem nú sakna vinar í stað. Það var mikill happafengur þeg- ar Baldvin gekk í raðir okkar KR- inga. Á sínum ungdómsárum hafði hann æft og keppt með Fram og varð meðal annars íslandsmeistari með því félagi árið 1962. En faðir Baldvins, alnafni hans Baldvin Baldvinsson, var mikill og einlægur KR-ingur og um vorið 1965 fetaði sonurinn í fótspor föðurins og kom heim til föðurhúsanna. Bjartur yfir- litum, stæltur með stál, harðskeytt- ur og fylginn sér, allra manna fljót- astur og marksækinn með afbrigð- um. Baldvin fór strax á kostum og suma leiki vann hann upp á sitt einsdæmi. Mörkin hlóðust upp og hápunktur á glæsilegum ferli Bald- vins var úrslitaleikurinn gegn Akra- nesi árið 1965, þegar hann bókstaf- lega hljóp af sér allt Akranesliðið, einlék hálfan völlinn og skoraði sig- urmarkið í þessum eftirminnilega baráttuleik. Þá var völlur á mínum manni. Þá stóð honum enginn snún- ing. Baldvin þurfti ekki mikla æfing- ar. Hann var náttúrutalent, hreyst- in uppmáluð, vöðvastæltur og frár á fæti og skotharður svo af bar. En hann var lika drengur góður og mikill félagi. Baldvin var skap- mikill og viljasterkur og gat verið fastur fyrir. En skapið hljóp aldrei með hann í gönur og alla jafna var hann ljúfmenni, prúður, hláturmild- ur og glettinn. Hann var hreinn og beinn, traustur og heiðarlegur og vandur að virðingu sinni. Margar voru keppnisferðirnar, bæði með landsliðinu og KR sem við máttum þola súrt og sætt og margar eru minningarnar sem Baldvin Baldvinsson sem geymast í huga og munnmælum. Hann var trúr sínu félagi, sjálfum sér sam- kvæmur og sterkur persónuleiki. I stórum hópi litríkra einstaklinga, sem ég hef kynnst í knattspyrn- unni, var Baldvin sérstakur karakt- er og þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. KR-ingar voru og eru stoltir af þessum liðsmanni sínum og hann var stoltur af félagi sínu. Baldvin var fæddur í Flatey á Breiðafirði 29. júní 1943. Foreldrar hans voru Baldvin Baldvinsson, járnsmiður og kona hans, Þrúður Finnbogadóttir. Baldvin fluttist ungur til Reykjavíkur, þar sem hann fékk skólagöngu og tók verslunar- skólapróf um vorið 1963. Eftir skólagöngu dvaldi hann og starfaði í Danmörku en síðan stundaði hann almenn skrifstofu- og verslunar- störf í Reykjavík, lengst af sem hópferðastjóri hjá BSÍ. Nú síðast starfaði hann hjá G. Hansson sem rekur langferðabifreiðir og naut sín vel í því starfi, enda hnútum kunn- ugur. Baldvin kvæntist Moniku Helga- dóttur árið 1976 og áttu þau tvær dætur, Þórunni fædda 27. júlí 1975 og Hrönn fædda 8. nóvember 1983. Þau skildu. Áður átti Baldvin tvö börn, Hebu og Baldvin Þór. Þau dóu bæði kornung og tregaði Bald- vin mjög þessa augasteina sína. Nú síðustu árin hefur Baldvin búið með dóttur sinni Þórunni og er mér sagt að miklir kærleikar hafi verið með þeim feðgininum og eins og yngri dótturinni. í seinni tíð hefur samverustund- um okkar félaganna fækkað í önn- um hversdagsins eins og gengur. En við hittumst á vellinum, við hitt- umst á förnum vegi og á góðra vina fundum og alltaf var það sami Balli, sami gamli góði vinurinn, sem heilsaði hress í bragði, myndarlegur sem fyrr, látlaus sem fyrr, ærlegur og einlægur sem jafnan áður. Tryggðarböndin frá æskuárunum rofnuðu aldrei. Baldvin lést úr hjartaslagi 15. desember sl. Megi minning þessa góða drengs lengi lifa. Félagar hans ög vinir í KR, sem og félagið sjálft og stjórn þess, senda fjölskyldu Baldvins, móður og dætmm, sínar innilegustu samúðarkveðjur. Bald- vin mun ekki gleymast svo lengi sem knattspyrna er stunduð í KR, svo lengi sem andi hans svífur yfir vötnunum. Og vellinum. Ellert B. Schram Far þú svo vel í eilífð inn með öll þín góðverk klár, til betra en skipt um bústaðinn, og byijað nýtt dýrðarár, merkileg dyggða minningin í mannheimum eftir stár. Læt ég svo dijúpa um legstað þinn ljóðandi þakkartár. (Hjálmar Jónsson frá Bólu.) Elsku Þórunn mín og aðrir að- standendur. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bryndís Kveðjuorð frá Knatt- spyrnudeild KR Föstudaginn 15. desembersl. lést langt fyrir aldur fram KR-ingurinn og knattspyrnumaðurinn Baldvin Baldvinsson. Baldvin var aðeins 46 ára gam- all þegar hann féll svo skyndilega frá og þrátt fyrir þá staðreynd að hann hafi um nokkurt skeið keont sér þess meins er dró hann til dauða hvarflaði ekki að nokkrum sem til þekkti að svo stutt væri í að kallið kæmi. Baldvin Baldvinsson hóf knatt- spyrnuferil sinn í Fram í Reykjavík en gekk til liðs við KR-inga er hann kom heim frá starfi og námi í Dan- mörku vorið 1965. Það er skemmst frá því að segja að Baldvin kom, sá og sigraði í KR. Að öðrum ólöst- uðum átti hann stærstan þátt í því að meistaraflokkur KR stóð uppi sem sigurvegari í 1. deild haustið 1965 og hann varð markakóngur 1. deildar og skorðai mörg glæsileg mörk og m.a. úrslitamarkið í úr- slitaleik íslandsmótsins það ár. Hann var frábær knattspyrnu- maður og vann til allra æðstu titla í íslenskri_ knattspyrnu með KR. Hann var íslandsmeistari I 1. deild, bikarmeistari í meistaraflokki, Reykjavíkurmeistari og sigurvegari í meistarakejipni KSÍ. Hann lék og í landsliði Islendinga og á þeim vettvangi skoraði hann einnig mörk. Hann var glæsilegur íþróttamaður og með keppnisskapi sínu og dugn- aði hreif hann aðra liðsmenn með sér og á ferli sínum í KR reyndist hann hinn ágætasti félagi ogtraust- ur liðsmaður í hvetjum leik og stendur félagið í mikilli þakkar- skuld við hann. Þegar glæsilegum keppnisferli hans lauk hélt hann áfram tryggð við sitt gamla félag, mætti á völl- inn, hvatti yngri menn til dáða og fylgdist jafnan af áhuga með ár- angri KR í knattspyrnu. Þá reyndist Baldvin félagi sínu einnig vel á öðrum sviðum. Hann lagði sitt af mörkum þegar sala getraunamiða var helsta tekjulind knattspyrnudeildarinnar og í starfi sínu sem hópferðastjóri hjá Bif- reiðastöð íslands gerði hann KR margan greiðann þegar útvega þurfti áætlunarbíla með stuttum eða engum fyrirvara og sá um að félagið nyti ávallt bestu þjónustu í þeim viðskiptum. Hann hafði létta lund, var glett- inn og skemmtilegur félagi og hrók- ur alls fagnaðar á góðri stund og þannig minnumst við gömlu félag- arnir úr KR Baldvins og erum jafn- framt þakklátir fyrir að hafa fengið að vera honum samferða um skeið. Það er því með söknuði og harmi sem Baldvin er kvaddur en sárastur er harmur hans nánustu og eru eftirlifandi móður, dætrum og öðr- um ástvinum sendar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Baldvins Baldvinssonar. G.P. Kær skólabróðir og elskulegur vinur er nú fallinn frá. Hann varð bráðkvaddur er hann var að leika sína uppáhaldsíþrótt, fótbolta, með vinnufélagumm sínum, klæddur KR-búningnum. Ósjálfrátt reikar hugurinn aftur í tímann. Við hittumst fyrst í 1-B í „gamla Versló" haustið 1959. Þegar ég leit í kringum mig fyrsta skóladaginn varð mér strax star- sýnt á þennan glæsilega, ljóshærða pilt, sem sat í hinni röðinni fyrir aftan mig. Þar sem ég var bæði yngst og minnst í bekknum lagði ég mig dálítið fram við námið, til að vera nú ekki sú vitlausasta líka, vafalaust til að hann tæki svolítið eftir manni. Og þegar blessuð Versluriarskólaböllin byijuðu í gamla Sjálfstæðishúsinu vorum við nokkuð margar, sem skimuðum í kring um okkur í leit að „hjarta- knúsaranum" Baldvini Baldvins- syni! Maður var líka dálítið upp með sér, þegar hann bauð manni upp oftar en tvisvar, enda var hann bæði fjörugur og skemmtilegur. Þessi fjögur ár í Versló liðu und- ur hratt. Orlögin urðu þó þannig að ég giftist til suðrænna landa og hann eignaðist unnustu á íslandi. Þau áttu eina dóttur, Hebu, sem andaðist 5 ára gömul eftir hjarta- uppskurð í London. Síðar eignaðist hann son í Vestmannaeyjum, Bald- vin Þór, lifandi eftirmynd föður síns, er lést af slysförum tveggja ára gamall. Síðan giftist hann og eignaðist tvær yndislegar dætur, Þórunni, skírða eftir móðurömmu sinni sem var honum mjög kær og Hrönn. Þau hjónin slitu samvistum, en eldri dóttirin var áfram í umsjá föður síns, enda ákaflega kært á milli þeirra feðgina. Baldvin var sérstök barnagæla og elskaði börn sín heitt. Þórunn fermdist sl. vor og er mér sérstaklega minnisstætt hve mkið hann lagði á sig, til að gera fermingarveislu hennar sem veglegasta. Baldvin var einn sá fjölhæfasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Til að mynda æfði hann fótbolta, fyrst með Fram, en síðar með KR (og leiddist mér það ekkert sérstaklega þegar hann fór að spila í Vestur- bænum), og lék með laridsliðinu. Teiknari var hann með afbrigðum góður og teiknaði t.d. í Viljann, blað Verslunarskólans. Ef hann sló glöku við lærdóminn tók hann oft á tíðum hæstu prófín, stundum bara til að stríða kennurunum! Hestamaður var hann mikill og góður tamningamaður. Átti hann hesthús í Víðidal með föður sínum og bróður. Músíkalskur var hann, spilaði á gítar, tók lagið í góðra vina hópi, og fór létt með það eins og annað. Föður sinn og alnafna, Baldvin Baldvinsson, missti hann í maí 1987. Móður sinni, Þrúði Finn- bogadóttur frá Flatey á Breiðafirði, var hann einstaklega góður og kærleiksríkur sonur. Samband þeirra var. einkar sérstakt. Hún trúði alltaf á hann og studdi hann i blíðu og stríðu. Það tómarúm sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Móður hans, dætrum og öðr- um ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi eldhugann Baldvin Baldvinsson. Helga Guðmundsdóttir Það kom yfir okkur sem reiðar- slag er við fréttum lát Baldvins 14. desember. Það er ávallt erfitt að trúa því að svo ungir menn séu kvaddir burt. Reyndar erum við varla farin að trúa því enn að við heyrum ekki hans glaðværu rödd framar. Baldvin var fæddur í Flatey á Breiðafirði 28. júní 1943, en ólst upp í Reykjavík. Eftir verslunarpróf vann hann ýmis verslunarstörf, þar til hann réðst til BSÍ, þar sem hann starfaði sem hópferðastjóri ( 15 ár. Um tíma starfaði hann hjá fýrir- tækinu Rútur og bílar hf., þar sem hann var framkvæmdastjóri. Síðastliðið ár vann Baldvin hjá G. Hanssyni hf. þar sem hann sá um fjármál og daglegan rekstur. Einnig sá Baldvin um erlend viðskipti fyrir G. Hansson hf. og Bílasölu Álla Rúts. Einn stærsti viðskiptavinur þeirra er fyrirtæki í Þýskalandi sem heitir Alga. Viðbrögð forstöðu- manna Alga er þeir fréttu andlát Baldvins lýsa best því trausti og áliti sem Baldvin vann sér alls stað- ar sem hann kom. í skeyti sem þeir sendu sögðust þeir ekki trúa því að þeir fengju ekki að sjá þenn- an hressa mann aftur, en Baldvin var einmitt staddur þar viku fyrir andlát sitt. í þessu skeyti kom einn- ig fram að þeir höfðu sjaldan kynnst traustari og jákvæðari manni. Það lýsir einnig Baldvini mjög vel að þegar ferðaskrifstofurnar hringdu til hans og báðu hann um að leysa erfið verkefni sagði Baldvin ,já“ og leysti þau. Okkur finnst skap- gerð og vinnugleði Baldvins best lýst með þessum dæmum. Baldvin hafði nýlega keypt tvo hesta handa sér og Þórunni dóttur sinni og framtíðin virtist björt. Baldvin var fráskilinn og bjó Þórunn, eldri dótt- ir hans, hjá honum. Var samband þeirra einstaklega náið og gott. Þau hugðust eyða jólafríinu saman á Spáni, en enginn sér inn í framtíð- ina. Við vottum ættingjum Baldvins innilegustu samúð okkar, þó sér- staklega dætrunum Þórunni og Hrönn, Þrúði móður hans og systk- inum. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Starfsmenn og eigendur G. Hansson hf. í dag er til grafar borinn frændi okkar Baldvin Baldvinsson. Hann var staddur á íþróttaæfingu ásamt félögum sínum er kallið kom 14. desember sl. Hann var fæddur 29. júní 1943 og var sonur hjónana Þrúðar Finnbogadóttur ættaðri frá Flatey á Breiðafirði og Baldvins Baldvinssonar frá Eiði á Seltjarnar- nesi. Var Venni, eins og við kölluð- um hann alltaf, elsta barn þeirra. Hin eru Finnbogi Þór og Jóhanna Hrefna. Það má segja að okkur frændsystkinum hans hafi brugðið í brún er við fengum þá harma- fregn, að hann hafi verið burtkall- aður svo snögglega, á besta aldri, frá öllu sem hverjum manni er kærast, ástvinum, heimili og störf- um. Vissulega er dauðinn staðreynd sem enginn kemst framhjá, og reyndar hið eina sem vitað er um, þegar ferðin er hafin. Sársaukinn sem kreppist um vit- und þeirra sem eftir lifa, er því oft tilfinning, sem á ekkert skylt við rökrétta hugsun, þessi tilfinning, er sennilega sjaldnast sprottin af ósætti við að dauðinn hafi lagt líkn með þraut, heldur hins algjör van- máttar, sem við finnum til frammi fyrir gátunni miklu. Ekki ætlum við að rekja æviferil Venna frænda með þessu greinarkomi, heldur þakka allar góðu minningarnar sem við öll eigum. Góðu minningamar frá Kleppsveginum, frá Langholtsvegi 202, og úr Sogamýrinni. Þá var ævin björt og blíð, bærði litt á meini. Þá var lundin létt og þýð. Sem lækur rynni af steini. Við viljum senda dætrum hans, Hrönn og Þómnni, einnig systkin- um hans og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Dúu móður hans sendum við alveg sér- stakar kveðjur. Við trúum því að það hafi verið lítil stúlka og lítill drengur sem hafi tekið vel á móti pabba sínum þann 14. desember. Ég get svo fátt sem býr í bijósti sagt. Það bindur tungu sterkur hugartregi. En aðeins kærleiks blómin blessuð lagt, á bleikan hvarm þinn, vinur elskulegi. (Höf. Guðmundur Guðmundsson. Frá Mörtu börnum. Baldvin var framkvæmdastjóri BSÍ-hópferðabíla í tæp 15 ár og við fyrram samstarfsfélagar á BSI eig- um í hugum okkar góðar og mjög skemmtilegar minningar frá þeim tímum sem seint gleymast. Baldvin var úrræðagóður og fljótur að taka ákvarðanir og leysa mál sem upp komu, oft með litlum sem engum fyrirvara. Þegar eitt- hvað fór úrskeiðis þá var því strax kippt í lag og gert gott úr. Það var gott og uppörvandi að vinna með honum. Baldvin hafði dálæti á knatt- spymu, skák og hestamennsku. Mjög ánægjulegt var að taka þátt í áhugamálum hans með honum eða hlusta á þegar hann var að segja frá knattspymuleikum sem hann hafði leikið, bæði hér heima og er- lendis, en í mörg ár lék hann með landsliðinu. Baldvin var á góðri stund í góðra vina hópi hrókur alls fagnaðar: Flutti ræður, frumort kvæði, spilaði á gítar og söng. Við fyrrum samstarfsfélagar Baldvins vottum dætram hans, ætt- ingju'm og vinum okkar dýpstu sam- úð. Samstarfsfélagar á BSÍ. Hér ætla ég að segja nokkur orð um hann pabba minn sem var ekki aðeins bara faðir minn heldur minn besti vinur. Ég vildi óska að öll sambönd foreldra við bömin sín væru eins náin eins og okkar sam- band var, því það var alveg ein- stakt. Við gátum setið tímunum saman og rætt allt milli himins og jarðar, því að pabbi var mjög góður hlustandi og það var næstum ekk- ert sem hann gat ekki skilið og leið- beint mér. Eitt af okkar áhugamál- um voru hestamir okkar og fóram við mikið saman á hestbak. Við fórum nokkur skipti saman til út- landa og við ætluðum að fara þessi jól líka saman. Hrönn systir mín lifir núna erfiða tíma, því að pabbi var henni eins kær og mér. Að lokum vil ég þakka Guði fyr- ir að hafa átt svona góðan pabba og vin. Þórunn t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓHANNSSON skipstjóri, Smáratúni 4, Keflavík, verður jarðsunginn fró Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. desem- ber kl. 14.00. Ólöf Pétursdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir, Walter Baltrym, Auður Guðjónsdóttir, Bjarni Haildórsson, Björk Guðjónsdóttir, Ottó Jörgensen, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sveinbjörn Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.