Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 27 * Þorlákur Guðmuncls- son - Minning Þorlákur Guðmundsson var fæddur 12. janúar 1899 í Gufudal í Gufudalssveit. Foreldrar haris voru séra Guðmundur Guðmundsson frá Litlu-Giljá í Húnaþingi, prestur í Gufudalssókn, og Rebekka Jóns- dóttir frá Gautlöndum í Mývatns- sveit. Hann var sjöunda barn þeirra af tíu. Rebekka var systir afa míns, Péturs Jónssonar á Gautlöndum, og ég þykist mega ráða af bréfum hennar og séra Guðmundar til hans, að góð vinsemd hafi verið með þeim mágum og miklir kærleikar með systkinunum. Þau treystu honum bersýnilega til allra góðra hluta bæði í stjórnmálum á Alþingi og barnauppeldi. Elsti sonur þeirra, Jón, var ekki gamall þegar hann var sendur til dvalar hjá móðurbróð- ur sínum um lengri og skemmri tíma. Þeim sið hélt Jón fram á full- orðinsár. Mér virðist af bréfum, að þau Rebekka og séra Guðmundur hafi fiust búferlum til ísafjarðar annaðhvort síðla árs 1905 eða og fremur snemma árs 1906. Þá vænti Rebekka síns tíunda barns og var mjög veik. í maí það ár hefur þeim ráðum verið ráðið að senda Þorlák, þá sjö ára, til Péturs móðurbróður síns á Gautlöndum og barna hans, er þá stóðu fyrir búi með honum og fyrir hann í löngum fjarverum hans. Slíkt var þá altítt neyðarbrauð barnamargra fjölskyldna. Um þetta leyti mun hafa verið óvenju fátt barna á Gautlöndum og Þorláki, sem kom úr stórum barnahópi, leiddist mjög og grét mikið fyrst í stað, bæði nætur og daga, sagði Ragna Signrðardóttir frá Amar- vatni er man til þessara tíma. Ég get sett mig i spor föðursystur minnar að þurfa að bera ábyrgð á sálarheill þessa ljúfa harmsfulla drengs. En heilbrigt hjartalag, yfir- veguð skapgerð og farsælt gáfna- far, er allt til samans voru aðals- merki Þorláks frá vöggu til grafar ásamt óvenjulegri aðlögunarhæfni, sigruðu harm drengsins. Hann átti brátt „heima“ á Gautlöndum og eiginlega finnst mér, að hann hafi átt þar heima æ síðan, hvar svo sem hann átti heima annars staðar í heiminum. Hann varð ljúflingur heimilisins frá bernsku og alla tíð í hugum þeirra er hann ólst upp hjá og með. Ég minnist margra þeirra kvenna og karla er dvöldu á Gautlöndum og áttu sinn þátt í uppeldi Þorláks eins og gerðist um heimilisfólk og börn stórheimila, hversu þau hlýnuðu í augum og rödd, er þau minntust á Þorlák eða Lilla sinn eins og hann var kallaður á þeim árum. í uppvextinum lærði Þorlákur öll venjuleg sveitastörf svo sem gerist enn um unglinga og e.t.v. eitthvað fjölbreyttari en gekk og gerðist. Hann þótti snemma laginn verk- maður og sinnti störfum sínum af þeirri skyldurækni sem honum var ríkulega í blóð borin. Ég hitti að máli Jónas Sigurgeirsson á Hellu- vaði, fornvin Þorláks og félaga, einn þeirra sárafáu sem enn eru á lífi. Þeir voru nágrannar og leiðir þeirra lágu sífellt saman við smala- mennsku og í hjásetu kvíáa. Senni- lega eru þeir einhveijir síðustu full- trúar hjásetudrengja, þeirrar merku stéttar. Jónas segir um Þorlák, að hann hafi verið ákaflega vinsæll meðal þeirra sem þekktu hann bæði innan heimilis og utan, hlé- drægur, en hinn ákjósanlegasti og besti félagi til samstarfs í öllu, sem að höndum bar. Afbragðs íþrótta- maður í hverri þeirri grein er hann lagði lag sitt við og snjajl hestamað- ur. Til þess heyrði ég oft vitnað síðar hve faguriega hann sat hest. Haustið 1917 fór Þorlákur á bændaskólann á Hvanneyri. Hann taldi sig hafa verið allvel undir það búinn, einkum í reikningi og þakkað það föður mínum. Honum voru snemma falin trúnaðarstörf þar í skólanum. M.a. sá hann um og bar ábyrgð á matarreikningum skóla- pilta og mun það hafa verið ærinn starfi. Hann lauk búfræðingsprófi vorið 1919. Fyrrnefndur Jónas Sigurgeirs- son, er settist í skólann um haust- ið, sagði mér að Halldór Vilhjálms- son skólastjóri hefði talið Þorlák einn af sínum albestu nemendum, er þá voru þar um garð gengnir. Að loknu prófi 1919 fór Þorlákur heim í Gautlönd og var þar um sumarið a.m.k. Hvort hann fór eitt- hvert burt um haustið veit ég ekki en á Gautlöndum var hann seinni hluta vetrar 1920. Þá um sumar- málin sýndi hann leikfimi á útisam- komu í blíðskaparveðri ásamt Jón- asi vini sínum við góðan orðstír. Þennan vetur og vordaga var á Gautlöndum að deyja ungur maður þjáningarfullum krabbadauða. Guðveig Þorleifs- dóttir — Minning Mín kæra vinkona, Guðveig Þor- leifsdóttir, Veiga, er dáin. Hún er farin inn í eilífðarlöndin svona rétt fyrir jólin, það hlýtur að vera dásamlegt fyrir hana sem var svo sannfærð um líf og ljós handan við gröf og dauða. Guðveig, svo hét hún fullu nafni, var dóttir hjónanna Önnu Guðmundsdóttur og Þorleifs Jóhannssonar frá Stykkishólmi. Veiga flutti til Grundarfjarðar nokkrum árum á eftir mér og urðum við fljótt kunningjakonur og vinkon- ur síðan sem hélst alla ævi. Þessar línur frá mér verða ekki upptalning um ætt né uppruna Veigu heldur þakkarorð til hennar fyrir alla tryggð og vináttu í 50 ár. Veiga átti vini báðum megin landa- mæranna, fyrri mann sinn sem hún missti, Siguijón Guðlaugsson, og Guðmann, sem nú er eftir hérna megin og var hennar stoð og stytta eftir að þau tóku saman. Það er ekki oft að maður sér slíka um- hyggju og elskusemi sem hann sýndi Veigu alla tíð og flyt ég hon- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur og svo syni hennar, Hirti Siguijónssyni, og hans elskulegu konu og sonum þeirra þremur sem voru Veigu svo mikið. Bið ég góðan Guð að hugga þau öll og gefa þeim styrk.-Ég kveð'mína tryggu vinkonu og þakka henni fyrir allt og allt. Far vel heim, heim í drottins dýrðargeim. Náð og miskunn muntu fínna, meðal dýpstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim. Far vel heim. (Stgr. Th.) Elísabet Helgadóttir Hann var að nokkru leyti uppeldis- sonur heimilisins og þjáðist allt heimilisfólkið með honum. Jónas Sigurgeirsson sagði mér, að Þorlák- ur hafi tekið að sér að hjúkra hon- um þar til yfir lauk. Segir þetta ekki lítið um hugargöfgi hans. Næstu misseri var Þorlákur ýmist á ísafirði, í Reykjavík eða á Stóra-Hofí á Rangárvöllum. í bréf- um hans kemur fram að hann er að læra ensku og búa sig á ýmsan hátt undir það að hleypa heimdrag- anum og litast um í heiminum, m.a. að safna fé til þeirra fyrirætl- ana. Vorið 1923 var hann kominn heim í Gautlönd á ný. Faðir minn sem þá var tekinn við búi var sífellt sjúkur á þessum, árum ýmist heima eða á sjúkrahúsum. Mestan hluta árs 1923 og fram undir vor 1924 var hann á sjúkrahúsi á Sauðár- króki. Þá bauð Þorlákur honum að sjá um búið. í bréfum hans til föð- ur míns les ég milli línanna um- hyggju hans fyrir búskapnum og allri forsjón búsins og að það hefur mjög notið búfræðilegrar þekkingar hans og áhuga fyrir nýjungum. Haustið 1924 fór Þorlákur alfar- inn frá Gautlöndum. Hann átti þó lögheimilisfang þar til 1937 a.m.k. en frá því ári er síðasta bréf hans til föður míns, sem ég hef undir höndum. 1925 skrifaði hann frá Edinborg og 1927 frá Liverpool og er þá lagður af stað til Ameríku eins og hann sjálfur segir en á þá fyrirætlan hafði hann áður minnst. Hann hafði engar áætlanir aðrar en þær að kynnast öðrum löndum og læra eitthvað er komið gæti honum sjálfum og heimalandi hans að gagni. í apríl 1929 skrifaði Þor- lákur frá Detroit og er augljóst að fleiri bréf hafa farið frá honum til föður míns síðan 1924 en nú eru vís. Svo er og um bréfaskipti þeirra frá síðari tímum. Hann sagðist hafa komið til Detroit með það fyrir augum að læra flug. Mér þykir trú- legt að hann sé með allra fyrstu íslendingum er horfa til þeirrar iðju, ef ekki fyrstur. Við iæknisskoðun kom í ljós að Þorlákur var sjóndap- ur á öðru auga. Það hæfði ekki flug- manni. Hann vann í Detroit hjá ein- hveiju félagi er hann hefur áður tilnefnt en gerir ekki í þessu bréfi, er hugðist gera hann að verslunar- erindreka á Norðurlöndum er fram liðu stundir, en hafði ekki bolmagn til þess eins og á stóð og heldur ekki til þess að sjá honum fyrir fastri atvinnu þangað til. Hann sagði því skilið við félagið. Á þess- um fyrstu utanlandsárum Þoriáks var kreppan mikla í uppsiglingu og farið að bera á atvinnuleysi í ýmsum löndum þ. á m. Ameríku. Það háði Þorláki ekki svo mjög. Eftir skilnað- inn við félagið dvaldi hann víða, m.a. í New York, tók hvaða atvinnu sem bauðst og hafði nóg til fæðis, klæða og skemmtana, eftir því sem hann segir og hann teygaði að sér margháttaða viðkynningu við heim- inn, menningu hans og ómenningu. Á einum viðkomustað sínum hitti hann Magnús Magnússon skip- stjóra frá Isafirði, er bauðst til að greiða honum veg til sjómennsku, er um þessar mundir var einna best launuð atvinnugrein. Þorlákur flutti þá til Boston, tók margvísleg nám- skeið í siglingafræðum og gerði sjó- mennsku að lífsstarfí sínu fyrst sem háseti, síðar stýrimaður og skip- stjóri á togurum. Hann var þá sest- ur að í Ameríku þótt lögheimili hans væri enn á Gautlöndum og hugurinn leitaði heim á stundum. I bréfi frá 1932 nefnir hann bæði góðar tekjur og glatað heimferðarfé vegna greiðasemi við vanskila- náunga. Hann heimsótti móður sína og systkini og Gautlönd árið 1934. Svo man ég ekki hvort hann kom aftur aftur en heimsstyijöldin síðari hófst, en eftir lok hennar heimsótti hann móður sína regulega á fímm ára fresti og skrifaði henni í hverri viku þar til hún lést. í hverri heim- sókn lá leiðin einnig í Gautlönd. Hvort sem hann bjó nær eða fjær vildi hann fylgjast með því sem þar gerðist. Eftir að hann flutti heim alfarinn hafði hann stöðugt sam- band við föður minn og raunar enn- fremur við bróður minn, sem nú býr á Gautlöndum. Auk þess að heimsækja þá hefur hann fram undir hið síðasta hringt til Böðvars öll haust og flest vor til að spyijast fyrir um framgang búfjár, sprettu á túni og engjum, jafnvel á til- teknum blettum þeirra. Okkur systkinunum fínnst sem við séum nú að kveðja síðasta fulltrúa þeirrar kynslóðar er virti jörð og jarðarræt- ur til helgunar og mannræktar. Þorlákur kvæntist amerískri konu Evelyn að nafni. Ég sé í ættar- skrá að þau voru gift árið 1939. Ég minnist þess að hann skrifaði pabba um giftingu sína og sagði honum fullt nafn konu sinnar. Það bréf er glatað eins og fleiri. Þorlák- ur og Evelyn skildu. Alllöngu síðar kvæntist hann íslenskri konu, Ingi- björgu Magnúsdóttur ættaðri úr Ámessýslu. Hún hafði þá búið lengi í Boston. Þau áttu saman mörg góð pg farsæl ár bæði í Ameríku og á íslandi þar til heilsa hennar bilaði fyrir tveimur til fjórum árum og hún varð sjúklingur ýmist á sjúkra- húsi eða heima. Þá annaðist Þorlák- ur hana af þeirri natni og tillitssemi er vermdi hjartarætur manns. Þau áttu góða og fagurbúna íbúð í Sól- heimum 25. Þau voru bæði elli- launaþegar. Auk þess vann Þorlák- ur hálfs dags vinnu í mörg ár eftir heimkomuna. Ingibjörg er nú á elli- heimili. Við frændfólk Þorláks emm og verðum henni ævinlega þakklát fyrir þá hamingju og gleði er hún leiddi inn í líf hans. Ég hef engin persónuleg minni um Þorlák frá því áður en hann fór frá Gautlöndum og af landi burt. En vitundin um þennan kæra frænda í Ameríku var svo skýr, að þegar hann kom í fyrstu heimsókn brást hann í engu ímynd minni. Hann brást engum og í engu. Það var ekki hans lífsstíl. Þorlákur var gáfaður maður og í rauninni há- menntaður þótt hin eiginlega skóla- ganga hans væri ekki löng. Ég hygg, að hann hafi gert sér lífið að samfelldum skóla. Heimsbók- menntaþekking hans og íhugun var með ólíkindum. Heimspeki og mannkynssaga vora honum sífelld- ur viskubrunnur og mótuðu skoðan- ir hans. Hann var, svo sem fyrr er getið hlédrægur, einstaklega háttvís og mælti ekki svo vitað sé ótímabær né vanhugsuð orð. Skoð- anir hans voru myndaðar af visku og íhygli og því seinlæti sem kemur ■% frá guði eins og Englendingar segja og þær slógu ætíð beint í hnitpunkt hvers málefnis hvort sem um var að ræða bókmenntir, búskap, trú- mál eða stjórnmál austan hafs og vestan. Oft höfum við systkinin undrast og dáðst að þessum breiðu dráttum í fari Þorláks. Þeir vora um margt líkir frændumir, faðir minn og Þorlákur, og um annað ólíkir. Við leiðarlok nutu þeir báðir þeirrar náðar, til gleði fyrir okkur aðstandendur, að kveðja heiminn með óskerta lífsvitund og vitsmuni. Þeir áttu það skilið. Þessi mín fáu fátæklegu orð á blaði eru þakkarkveðja frá Gaut- löndum til Þorláks Guðmundssonar, er galt fósturlaun sín með fögru, óspilltu og viskuríku mannlífi. Ásgerður Jónsdóttir INNLAUSNARVERÐ VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS [1.FLB1985 Hinn 10. janúar 1990 ertíundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 454,50 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 909,00 __________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.090,00_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1989 til 10. janúar 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2771 hinn 1. janúar 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 10 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1990. Reykjavík, 29. desember 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.