Morgunblaðið - 29.12.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 29.12.1989, Síða 23
MORqUNffLAÐIÐ FÖSTUDAGUIt 29. DESgMBgR 1989 23. upp að verðið í Þýskalandi sé 12,10 krónur og i Englandi 12,60 krónur. Fyrir þessa hækkun er verðið hjá okkur 14,90 krónur. Maður er auðvit- að alveg forviða. Þeir ættu að vera á hæsta verði núna, af því að þeir eru ekki með neinar birgðir, heldur selja eins og markaðurinn sveiflast hveiju sinni. Samt munar þessu, fyr- ir verðbreytingu hjá okkur, svoleiðis að það er alveg óskiljanlegt hvað við þurfum í þennan dreifingarkostnað hérna hjá okkur.“ Kristján segir margt fleira undar- legt við olíuverð hér á landi. Hann segist hafa skrifað Verðlagsstofnun og óskað skýringa á því hvemig hægt sé að selja út úr þessum birgð- um, sem_ er verðjafnað, til dæmis vestur á ísafirði í grænlensk skip, á mun lægra verði en íslenskir útgerð- armenn kaupi á. „Þá kemur upp sam- keppni þeirra á milli og þeir eru til- búnir að stórlækka verðið til græn- lensku skipanna, sem við fáum ekki, en við borgum samt verðjöfnunina á flutning olíunnar vestur á ísafjörð. Við fáum hins vegar ekkert svar við bréfinu." Verðlagsstofiaun hætti að ákveða verðið Kristján segir útgerðina ekkert geta gert til að koma í veg fyrir verð- hækkun olíu á meðan innflutningur er háður leyfum hins opinbera og Verðlagsstofnun ákveði verðið. „Ég hef sagt að ég teldi miklu betra að Verðlagsstofnun hætti að ákveða verð á olíu. Það væri þá olíufélag- anna hvers um sig að ákveða það o g taka afleiðingum af einhverri sam- keppni, vegna þess að þetta virðist vera eins og lögverndað lágmarks- verð fyrir þá, þó að það eigi að vera hámarksverð," sagði Kristján Ragn- arsson. Kemur verst við millilandaflugið Hjá Flugleiðum fengust þær upp- lýsingar að verðhækkunin yki ótví- rætt rekstrarkostnað félagsins, eink- um í millilandaflugi, en einnig í inn- anlandsflugi. Félagið sleppur við stærstu verðsveifluna í erlendum flughöfnum, þar sem samningar um eldsneytiskaup eru gerðir með 15 daga fyrirvara, að sögn Guðmundar Vilhjálmssonar. Hann sagði að í gær hefðu þegar sést þess merki að verð- ið væri að lækka aftur, enda hefði verið spáð hlýnandi veðri í Banda- ríkjunum og því drægi úr eftirspurn- inni. Kuldinn hefur einkum aukið' eftirspurnina eftir gasolíu til húsahit- unar, en þotueldsneytið, sem er stein- olía, er í kuldum gjarnan notað til að blanda í hitunarolíu og auka þann- ig frostþol hennar. Af þeim sökum hafði kuldatíðin vestra bein áhrif á verð þotueldsneytisins. „Við höfum ekki séð svona verð síðan í ársbyijun 1986,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvort hækka þyrfti fargjöld vegna verð- hækkananna, en félagið hefur þegar sótt um 10% hækkun á fargjöldum innanlands, meðal annars vegna hækkunar á eldsneytisverði. Verð- lagsráð hefur ekki tekið afstöðu til beiðninnar og er óvíst hvenær hún verður afgreidd. Langskipið verður smíðað inni í veitingahúsinu og auk hins norska langskips verða sex önnur fornskip frá jafnmörgum þjóðlöndum byggð inni í jafnmörgum veitingahúsum. Lárus Ingi hefur unnið allar línu- og bandateikningar að langskipinu og fer hann með þær og verk- færakistu sína til Singapúr 4. jan- úar næstkomandi og hefst handa við smíðina. „Ég fæ aðstoðarmenn til verksins, en þáu verður unnið utandyra og veggir síðan reistir yfir skipið. Það verður gaman að vinna við smíðarnar þarna austur frá, þar er um 40 stiga hiti um þessar mundir. Þetta verður sann- kallað ævintýri," sagði Lárus Ingi. Lárus Ingi verður að ljúka smíðinni á þremur mánuðum því í byijun mars hefst alþjóðleg ráð- stefna matreiðslumanna í veitinga- húsunum.-,,Ég sný ekki aftur fyrr en farið verður að hlýna á ný hér á norðurslóðum. Þegar smíðinni lýkur ætla ég að ferðast eitthvað um Austurlönd,“ sagði Lárus Ingi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÓLA BJÖRN KÁRASON Eiturly fj avandinn — bann eða lögleiðing? EITURLYF hafa orðið mörgum bráðhættuleg sem hafa „aðeins“ fallið fyrir freistninni nokkrum sinnum í háskóla. Stjórnmálamenn hafa séð glæsta drauma um frama breytast í martröð þegar upp - hefúr komist að þeir reyktu hass fyrir 10 eða 20 árum. Tilvonandi dómarar hafa orðið af embætti af sömu ástæðum. Almenningsálitið í Bandaríkjunum krefst flekkleysis þegar kem- ur að eiturlyfjum, ólíkt því sem var í lok sjöunda áratugarins og á þeim síðasta. Sá áratugur sem er senn að baki hefur verið tími íhaldssemi. Boðskapurinn hefur verið: „Segðu nei við eiturlyfjum". Blómabörnin, sem áður ákölluðu fijálslyndi í ástum og eitri, eru orðin foreldrar sem brýna fyrir börnunum að nota ekki vímuefhi og stunda ekki „frjálst" kynlíf, eins og áður þótti sjálfsagt. En margt bendir til að afstaðan til eiturlyfja kunni að breytast á næstu árum. Ekki fer framhjá neinum sem kemur til Bandaríkjanna til lengri eða skemmri dvalar hve eit- urlyfjavandamálið er umfangsmik- ið og oft virðist eins og algjört stjórnleysi ríki á götum margra stórborga. Daglega birtast fréttir í dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi um rán, morð og skotbardaga á götum úti sem tengjast eitri. Fórn- arlömb glæpanna eru oftar en ekki saklausir vegfarendur sem lenda í skothríð stríðandi glæpaflokka. Það er ekki óhætt að ganga um götur vissra hverfa í stórborgum eins og Washington, New York og Boston, án þess að eiga það á hættu að verða fyrir byssukúlu. Allir sem hafa á því ráð eru fyrir löngu fluttir í burtu og aðeins iág- tekjufólk og fátæklingar eru eftir og verða því fyrst og fremst fyrir barðinu á glæpalýðnum. Talið er að eiturlyf kosti Bandaríkjamenn 60 til 100 milljarða dollara á ári vegna löggæslu, morða og eyði- leggingar einstaklinga sem verða eitrinu að bráð. Verðmætið þúsundfaldast Engin viðskipti í heiminum hafa vaxið eins hratt og ólögleg sala á eiturlyfjum. Og engin viðskipti eru eins ábatasöm. Talið er að ólögleg eiturlyfjasala í heiminum nemi alls .500 milljörðum dollara á ári, eða meira en allir seðlar og mynt í umferð í Bandaríkjunum, sem eru stærsti markaðurinn fyrir eiturlyf. Samkvæmt opinberum tölum má ætla að viðskipti með ólögleg eitur- lyf nemi alls um 100 milljörðum dollara á ári, sem er meira en Bandaríkjamenn veija til kaupa á olíu og bensíni. Það er því eftir miklu að slægjast. Eitur sem kost- ar glæpahringana í Suður- Ameríku eina milljón dollara er hægt að selja fyrir fimm milljarða dollara á borgargötum hér í Bandaríkjunum. Vefðmætið þús- undfaldast! Eiturlyfjaviðskiptin hafa gert margan auðugan. Þeir sem stunda og skipuleggja viðskiptin eru sagð- ir snjallir kaupsýslumenn, sem eru fljótir að átta sig á nýjum tækifær- um og svífast einskis. Krakk er gott dæmi. en það er blar.da unnin úr kókaínjurtinni. Skammturinn kostar aðeins fimm til 15 dollara (um 300 til 950 krónur) á móti 100 dollurum (um 6.300 krónur) fyrir eitt gramm af kókaíni. Krakk er því orðið eins konar „Big Mae- hamborgari" unglinga og fátækl- inga. Eiturlyfjakóngar eru ekki venju- legir glæpamenn. Þeir hafa komið sér vel fyrir í Suður-Ameríku með mútum, hótunum og útþenslu í löglegum viðskiptum, sem þeir kaupa fyrir ágóðann af eitursöl- unni. Ef stjórnarherrarnir eru þeim ekki að skapi eru þeir myrtir og dómarar sem reynda að halda uppi lögum og reglu eiga stöðugt yfir höfði sér að verða myrtir af útsend- urum eitursalanna, eins og berlega hefur komið í ljós í Kolumbíu, eft- ir að ríkisstjómin sagði eiturlyfja- hringum stríð á hendur. Á að leyfa eiturlyf? Fyrir réttum þremur mánuðum sagði George Bush, Bandaríkjafor- seti, eiturlyfjasölum stríð á hend- ur. Frá þeim tíma hefur lítið miðað og margir telja að stríðið sé tapað fyrirfram. Þeir benda á að 1974 hafi Richard Nixon reynt að koma höggi á eiturlyfjakónga, án árang- urs. Og Ronald Réagan hafi einnig gert árangurslausar tilraunir tíu árum síðar. Glæpir séu algengari og verri en nokkru sinni og í raun ríki svipað ástand á götum margra borgahluta og í Beirút í Líbanon. Vonin um skjótfenginn gróða, hraðskreiða bíla og stelpur, glepji marga unga menn út á glæpa- brautina, sem oft virðist eina leiðin út úr einangrun fátæktarinnar. Unglingar gefi skóla upp á bátinn og þar með alla von um heiðarlega atvinnu, þeir hugsi þannig aðeins um peninga sem þeir geta aflað í dag en ekki á morgun. Með því að banna sölu eiturlyfja búi ríkis- valdið til freistingu sem margir geti ekki staðist. Andspænis glæpum og gífurleg- um ólöglegum gróða hafa margir virtir og málsmetandi Bandaríkja- menn hafið máls á því að rétt sé að afnema lög um bann við sölu og neyslu eiturlyfja, a.m.k. þeirra sem talin eru hættuminnst og litlu verri en áfengi og tóbak. I hópi þessara manna eru m.a. George Shultz, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Milton Fried- man, nóbelsverðlaunahafi í hag- fræði, William Buckley, einn fræg- asti talsmaður íhaldsmanna í Bandaríkjunum, og Robert Sweet, fyrsti alríkisdómarinn sem lýsir því yfir að rétt sé að afnema áður- nefnd lög. í apríl á síðasta ári hvatti hið virta breska tímarit The Economist til þessa sama. Að mati blaðsins er baráttan við ólöglega eiturlyfjasölu vonlaus. Hagnaðurinn tekinn frá glæpasamtökum Röksemdirnar fyrir afnámi lag- anna eru einfaldar: Hagnaðurinn er tekinn frá glæpalýðnum og op- inberu eftirliti með sölunni komið á líkt og með sölu á áfengi og tóbaki. Neytendur fá hreint eitur í stað eiturs sem þeir vita ekki hvað er og þeir miklu fjármunir sem varið er í hernaðinn gegnum eiturlyfjasölum yrðu notaðir til að hjálpa sjúklingum að vinna bug á fíkninni. Bandaríkin reyndu að banna áfengi á árunum 1920 og 1933, Stríðið við eiturlyíjabarónana tekur á sig ýmsar myndir. Ihlutun Bandaríkjahers í Panama er skýrt dæmi um það. Mest eru átök- in hins vegar í Kólombíu en þaðan er þessi mynd. Á bak við hermanninn loga stöðvar til framleiðslu á kókaini. en flutningabílar hlaðnir viskí og bjór héldu áfram að koma yfir landamærin en undir stjóm glæpa- samtaka, sem sáu líkt og eiturkón- gamir nú mikinn hagnað í að seðja ólöglega eftirspurn. Bannárin lögðu þannig gmnninn að valda- mestu glæpasamtökum heims. Talsmenn afnáms bannlaga á eiturlyf benda á reynsluna á þriðja áratugnum og að án ólöglegs hagnaðar geti glæpasamtök ekki starfað eða verði ekki svipur hjá sjón. Með því að gera eiturlyf lög- leg hverfi hagnaðurinn, sem hefur leitt marga á glæpastigu, glæpum fækki og lög og regla komist aftur á borgarhverfi sem era í helgreip- um eiturlyfjasala. Þá er einnig bent á að bannlög- in komi í veg fyrir að þeir sem annars leituðu hjálpar, beri sig eftir henni. Eiturfíkill á yfirleitt ekki nema um tvær leiðir að velja til að fjármagna fíknina, því hann er líklegast atvinnulaus — hefur misst vinnuna vegna eiturneyslu: Hann annað hvort stelur eða byij- ar sjálfur að selja fyrir þann sem sér honum fyrir eitrinu. Og þar með er hann fastur í vítahring eit- urlyfja og bannlaga. Hann þorir ekki að leita hjálpar af hræðslu við að lenda í vörðum laganna og heldur því áfram sölu og neyslu. Meiri peningar - minni árangur David Brinkley, sem er með vikulega frétta- og umræðuþætti á ARC-sjónvarpsstöðinni, sagði í inngangi að þættinum fyrir ekösunu að það vseri trú fjöl- margra stjórnmálamanna í Was- hington að hægt sé að leysa flest vandamál með því að ausa pening- um i þau: „En eyðsla peninga til að koma í veg fyrir útbreiðslu eit- urlyfja hefur algjörlega misheppn- ast,“ sagði Brinkley og þessi orð lýsa í hnotskurn vandanum sem stjórnvöld í Bandaríkjunum eiga við að glíma. Neytendum eiturlyfja hefur að vísu fækkað á undanförn- um áram, þ.e.a.s. þeim sem nota eitur einu sinni í mánuði eða sjaldnar, en þar með er ekki öll sagan sögð. Bandaríkjastjórn varði einum milljarði dollara árið 1980 til að koma í veg fyrir smygl og sölu eiturlyfja og átta áram síðar hafði þessi upphæð fjórfaldast. Á næsta ári verður líklega varið yfir níu milljörðum dollara í baráttuna við eiturlyfin. En allt kemur fyrir ekki. Framboð hefur aukist, verðið lækkað og æ hættulegri eiturlyf hafa litið dagsins ljós. Dómsalir era troðfullir af eitursölum, fang- elsi yfirfuU og handtökur vegna eiturlyfja hafa þrefaldast á níu árum. William Bennett, sem stjórnar baráttu Bandaríkjastjórnar gegn eiturlyfjum, segir að ákall á lög- leiðingu sem lausn á vandanum sé„stór-lygi“. Hann og samherjar hans benda á að eiturlyf séu mun meira vanabindandi en áfengi og tóbak og að neysla muni stórauk- ast, ekki síst meðal unglinga. Það væri því verið að fórna mörgum og ekki aðeins neytendum heldur einnig sakleysingjum með fleiri slysum á vinnustöðum og á götum vegna þess að ökumaður er undir áhrifum lyfja. Þá halda þeir því fram að lítið sparist af opinberu fé, þar sem nauðsynlegt verði að hafa strangt eftirlit með eitursöl- unni. Lögleg sala á eiturlyfjum er ekki aðeins siðferðilega röng, að mati andstæðinga hennar, heldur einfeldningsleg, óframkvæmanleg og merki um uppgjöf á sama tíma og árangur sé að nást í baráttunni við eiturlyfin. Og skoðanakannanir benda til að mikill meirihluti Bandaríkjamanna styðji ströng lög um sölu og neyslu eiturlyfja. En í Washington. bar sem valdamesta ríkisstjórn heims situr, eru framin yfir tíji morð á viku, og að minnsta kosti helmingur þeirra er tengdur eiturlyfjum. Stjórnmálamenn og blaðamenn geta heyrt skothríðina þegar glæpaflokkar eigast við. Stríðið gegn eiturlyfjum fyllir enn fjölmiðla og eiturlyfin fylla göturn- ar. Verði ekki sýnilegur árangur í eiturstríðinu er líklegt að fleiri málsmetandi einstaklingar kveðji sér hljóðs á opinberam vettvangi og taki undir kröfuna um að leyfa eiturlyf. Höfimdur er fréttaritari Morgunblaðsins í Boston í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.