Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989
B 19
Jón Bjarnason
Ragnhildur Jónasdóttir
Sigurður Bjarnason
THEODÓR KR. ÞÓRÐ-
ARSON, BORGARNESI:
Berlínarmúr-
inn hrynur
Fyrir mér rísa lýðræðishrær-
ingarnar í Austur-Evrópu hæst
atburða ársins 1989. Táknrænast
fyrir þessa þróun mála er hrun
Berlínarmúrsins, þessa 45 kíló-
metra langa fleygs í hjarta borg-
arinnar. Berlínármúrinn var sýni-
legt hluti járntjaldsins á milli
austurs og vesturs og mjög tákn-
rænn fyrir þá stefnu stjómvalda
í Austur-Evrópu að halda bæri
þegnunum innan landamæranna
með öllum tiltækuin ráðum, hvað
sem það kostaði. Kannski höfðu
fréttirnar um Berlínarmúrinn og
ferðafrelsið sterkari áhrif á mig
vegna þess að ég kom til Berlínar
1986 og fór þá einn dag yfir í
grámann og drungann í Austur-
Berlín og síðan í gegnum Austur-
Þýskaland með lest til Kaup-
mannahafnar. Þá upplifði ég
ítrekað þetta þrautskipulagða eft-
irlitskerfí þeirra á landamærun-
um.
Annars er það undarlegt hvernig
perestrojka Gorbatsjovs virðist virka
betur til lýðræðisumbóta í flestum
ríkjum Austur-Evrópu, öðrum en
Bára Sævaldsdóttir
Gunnar Hallsson
Sovétríkjunum, hvað svo sem síðar
verður. Það sem einkennir þessar
hræringar er hvað þær gerast ótrú-
lega hratt miðað við þá stöðnun sem
ríkt hefur í þessum löndum í ára-
tugi. Þegar þetta er skrifað er séð
fyrir endann á byltingu fólksins í
Rúmeníu og einræðisherrann og
harðstjórnin til 24 ára hefur verið
líflátinn. Ljóst er að þúsundir
óbreyttra borgara hefur látið lífið í
þessari baráttu þegnanna fyrir lýð-
ræði og frelsi. Þá eru ofarlega í
huga grimmilegar aðfarir stjórn-
valda í Kína þann 4. júní gegn um-
bóta- og lýðræðissinnum á Torgi
hins himneska friðar, sem sumir
hafa síðan nefnt „Torg hins blóðuga
friðarr". Umdeild innrás Bandaríkja-
manna í Panama var ein af stórfrétt-
unum í lok ársins.
Vonandi verður kjarkmikil
ákvörðun nóbelsverðlaunanefndar
um að veita Dalaí Lama friðarverð-
launin í ár, til góðs fyrir Tíbetbúa.
Gleðilegur var gullfundurinn á
Grænlandi og óskandi að hann verði
til þess að ekki þurfi að vinna olíu
á þessum norðlægu slóðum, vegna
mengunarhættu og sameiginlegra
fiskimiða okkar.
Koma Jóhannesar Páls páfa II í
júní var eftirminnileg, annars ein-
kenndust innlendar fréttir helst af
gjaldþrotum stórra og smárra fyrir-
tækja og samruna annarra, ásamt
vaxandi atvinnuleysi. Enginn rekst-
ur virðist ganga lengur, ekki einu
sinni fiskeldið sem þótti þó vera
gulltryggð atvinnugrein til skamms
tíma.
Óneitanlega er það kaldranaleg
staðreynd að á sama tíma og lýðræð-
inu vex ásmeginn austan hins fall-
andi járntjalds hefur fólksflótti frá
íslandi ekki verið meiri síðan um
1970. Getur verið að kominn sé tími
tl að auka lýðræðið á íslandi, er það
ekki nógu virkt?
Borgfirðingar hafa ekki farið var-
hluta af þeim samdrætti sem ein-
kennt hefur atvinnulífið hérlendis
að undanförnu með tilheyrandi
gjaldþrotum. Ekki er þó allt á hausn-
um og ýmislegt gengur mjög vel.
Má þar nefna framleiðslu Mjólkur-
samlags Borgfirðinga, MSB, á ICY
vodka fyrir Sporta hf. og mjólkur-
þykknið sem MSB hefur nýlega haf-
ið framleiðslu á og hefur slegið í
gegn á landsvísu. Þá eru bundnar
miklar vonir við endurreisn Eðalf isks
hf. og er vel að laxinn sé hafinn til
vegs og virðingar í Borgarfirði. Fyr-
ir flugáhugamenn í Borgarnesi voru
það gleðitíðindi að á árinu var veitt
fé til Kárastaðaflugvallar og hann
settur á flugmálaáætlun. Nokkur ný
fyrirtæki hafa verið stofnuð í Borg-
arnesi á árinu og má þar nefna
Rafverkafyrirtækið Lúx hf., Fram-
köllunarþjónustuna og Snyrtistofu
Jennýjar Lind. Segja má því að bjart-
sýni ríki hjá ungu fólki í Borgarnesi
í dag, þrátt fyrir allt.
INGVELDUR ÁRNA-
DÓTTIR, HRAUN-
BRÚN, KELDUHVERFI:
Framfarir í
líflfæraflutn-
ingum
Þegar ég fer að velta því fyrir
mér hvað efst sé í huga mér þeg-
ar árið er að líða í aldanna skaut
fínnst mér raunar að þetta sé með
viðburðasnauðari árum, sér i lagi
á innlendum vettvangi.
Þó vil ég nefna þær stórkostlegu
framfarir sem orðið hafa í sambandi
við líffæraflutninga og að íslending-
ar skuli nú eiga þess kost að fá
ígrædd líffæri, til dæmis hjarta og
lifur, á erlendum sjúkrahúsum. Ég
hef fylgst með frásögnum af ungu
fólki sem hefur farið í slíkar aðgerð-
ir og lifir í dag góðu lífi eftir oft á
tíðum margra ára sjúkleika og finnst
mér þetta vera algjört kraftaverk.
Af erlendum vettvangi er ekki
hægt annað en að nefna stjórnar-
farsbreytingar í Austur-Þýskalandi
og víðar. Eg hef reynt að fylgjast
með þessum breytingum og oft á
tíðum hef ég ekki trúað því að þetta
væri í raun og veru að gerast, svo
hratt gerast hlutirnir. í mínum huga
er þó svolítill beygur. Ég er svolítið
hrædd um að ef of mikið verður
þrýst á stjórnvöld í þessum löndum,
og þá sér í lagi um sameiningu þýsku
ríkjanna, muni þau kippa að sér
hendinni og ástandið þá færast í
fyrra horf á ný. En vonandi fá hlut-
irnir að þróast .á eðlilegan hátt með
lýðræðislegra stjómarfari.
Úr heimabyggð er nú ekki sérlega
margs að minnast, en mig langar
þó að nefna eitt atriði. Þegar þetta
er skrifað biasir við lokun á laxeldis-
fyrirtækinu Árlaxi, en þar hafa einar
fimm fjölskyldur í sveitinni sitt lifi-
brauð.
En vonandi færir nýtt ár okkur
nýjar lausnir svo að fólk þurfi ekki
að flytjast héðan ef það vill búa hér
áfram.
Með óskum um gleðilegt nýtt ár.
HRAFNKELL A. JÓNS-
SON, ESKIFIRÐI:
Atburður sem
breytir heims-
mynd okkar
ÞEGAR beðið er um minnisstæða
viðburði líðandi árs þá er mér
eitt atvik öðru minnisstæðara. Ef
tU vill vegna þess hvernig ég
skynjaðiþaðfyrst.
*
Eg var í svefnrofunum morgun
fyrir nokkru, útvarpið var í gangi
og það var verið að lesa fréttayfirlit
kl. 7.30, fréttamaðurinn sagði frá
því að umferð um Berlínarmúrinn
hefði verið opnuð öllum almenningi
í Austur-Berlín kvöldið áður og fólk
hefði þúsundum og tugþúsundum
saman streymt á milli borgarhlut-
anna. Þarna sem ég í svefnrofunum
var að átta mig á því hvort þetta
væri draumur eða veruleiki þá skynj-
aði ég að ég var að upplifa atburð
í mannkynssögunni sem ætti eftir
að breyta allri okkar heimsmynd.
Þessi atburður ásamt hinum
stórstígu breytingum sem orðið hafa
í Austur-Evrópu á síðustu vikum og
mánuðum eru tvímælalaust þeir at-
burðir sem mér verða minnisstæð-
astir frá árinu 1989.
Sem áhugamanni um stjómmál
þá verða mér ýmis atvik úr inn-
lendri stjórnmálabaráttu minnis-
stæð, ég horfi með vaxandi ugg á
hvernig forystumenn þeirrar ríkis-
stjórnar sem við völd er í dag beita
sífellt ómerkilegri og rætnari bar-
áttuaðferðum í stjórnmálaumræðu
dagsins. Slík þróun veldur kvíða um
pólitískt siðgæði og vaxandi lítils-
virðingu gagnvart mannlegu þáttun-
um í pólitískum samskiptum.
Mér verður landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins á síðasta hausti
minnisstæður,- m.a. vegna drengi-
legra viðbragða Friðriks Sóphusson-
ar alþingismanns við kröfu lands-
fundarfulltrúa, m.a. mín, um að
hann viki úr sæti varaformanns
flokksins, hann óx af mótlætinu og
tók því með þeim hætti sem sæmir
foringjum, Friðrik Sóphusson er
ótvírætt einn af helstu forystumönn-
um flokksins og að mínum dómi
langt frá því að hafa sagt sitt síðasta
orð. Hann er einn af þeim sem til
greina koma sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins á næsta áratug.
Af þeim verkefnum sem hafa ver-
ið inni á borði bæjarstjómar Eski-
fjarðar þá er mér minnisstæð opnun
dvalar- og hjúkrunarheimilisins
Hulduhlíð, en þessi fyrsti áfangi í
uppbyggingu öldrunarmála á Eski-
firði var tekinn í notkun 18. ágúst
sl. Á sama hátt hefur uppbyggingu
í neysluvatnsmálum á Eskifirði þok-
að áfram en þar var lokið við bygg-
ingu miðlunartanks á sl. hausti.
Ef ég lít á þann vettvang sem ég
vinn á hjá verkamannafélaginuu
Árvakri þá eru flest tíðindi þaðan
dapurleg, • kaupmáttarhrap, og
versnandi lífskjör hafa leitt til þess
að umtalsverðar fjárhagslegir erfið-
leikar og yfirvofandi gjaldþrot hjá
launafólki em í vaxandi mæli við-
fangsefni starfsfólks verkalýðsfé-
laga.
JÓN BJARNASON,
TÁLKNAFIRÐI:
Snjóþyngsli og
samgönguerf-
iðleikar
ÞEGAR litið er yfir árið, sem nú
er að kveðja, koma fyrst í hugann
hin gífúrlegu snjóþyngsli og þar
af leiðandi samgönguerfiðleikar
síðastliðins vetrar, en í þau 22 ár,
sem undirritaður hefúr búið hér,
hafa snjóalög og ófærð aldrei ver-
ið slík sem þá, enda svæðið talið
fremur snjólétt. Það má velta því
fyrir sér, hvort brottflutningur
fólks af svæðinu á ekki að hluta
til rætur að rekja til svona tíðar-
fars, þar sem þó er nóg að starfa
og húsnæði fyrir hendi, reyndar
má segja, að maður komi í manns
stað, þar sem alltaf flyst töluvert
af nýju fólki til staðarins.
Það má segja að Tálknafjörður
byggist á öflugum fyrirtækjum og
dugmiklu fólki, sem hefur gert sveit-
arfélaginu mögulegt að standa í
framkvæmdum og veita nokkuð
góða þjónustu. í framhaldi af þessu
er ekki annað hasgt en að vera bjart-
sýnn á framtíðina, þrátt fyrir óáran
og stjórnleysi í landsmálunum.
Þó undrast maður, miðað við
vinnuframlag íslendinga, að lífskjör-
in skuli ekki vera hér sambærileg
við nágrannaþjóðirnar, og stöðugt
hallar undan fæti. Hin opinbera „for-
sjá“ vex stöðugt á öllum sviðum og
leggst sem dauð hönd á einstalings-
framtakið. Það fer kaldur hrollur
um mann við fréttir erlendis frá, þar
sem fólk leggur lífið að veði fyrir
frelsið, að á sama tíma eru stjórn-
völd hér að vinna í anda fyrrum
valdhafa þessara þjóða, með hafta-
stefnu sinni og ríkisforsjá. Þrátt fyr-
ir allt eru ráðamenn sjálfsagt alltaf
að vinna eftir bestu samvisku, og
mikið leggja þeir á sig í ferðalögum
út um allan heim, sem hljóta öll að
vera alveg bráðnauðsynleg, enda
kostnaðarsöm mjög fyrir þjóðina, en
„sparnaðurinn" felst í því að skera
niður í framkvæmdum og lækka
framfærslueyri heimilanna með auk-
inni skattheimtu. Eini hugsanlegi
skatturinn, sem eftir er að nýta, virð-
ist vera. gluggaskattur, sbr. Vilhjálm
III Englandskonung 1696.
Að lokum óska ég landsmönnum
góðs og heillaríks árs.
BÁRA SÆVALDS-
DÓTTIR, GRÍMSEY:
Sundlaugin
vígð við mik-
inn fögnuð
VETURINN var erfíður og sryó-
þungur framanaf og gæftaleysið
háði sjómönnum. En þegar vorið
nálgaðist rættist úr þessu. Mannlíf
var gott og félagsstarf nokkuð,
aðallega á vegum Kiwanisklúbbs-
ins Gríms og kvenfélagsins Baugs.
Eggjataka í vor var með svipuðum
hætti og undanfarin ár, tekin voru
nokkur þúsund egg, svona rétt til
að gefa vinum og kunningjum.
Hin langþráða sundlaug okkar var
vígð af séra Pálma Matthíassyni
þann 2. júlí við mikinn fögnuð
eyjabúa og eru Grímseyingar stoltir
af því mannvirki, enda laugin öll hin
glæsilegasta. í byijun ágúst komu
hingað verktakar frá Sauðárkróki
og hófu framkvæmdir við flugbraut-
ina. Var hún lengd um 400 metra
til norðurs.
Okkur fjölgar hér hægt og
bítandi, allavega karlpeningnum, því
á árinu fæddust þrír drengir og hafa
þá á síðustu sex árum fæðst 14
drengir en engin stúlka. Er það von
okkar sem hér búum að stjómvöld
búi þannig um hnútana að þegar
þessir drengir verða orðnir að mönn-
um geti þeir lifað og séð fyrir fjöl-
skyldum sínum eins og Grímseyingar
hafa gert hingað til, það er að segja
dregið fisk úr sjó, en það virðist
ekki vera stefnan nú.
Samþykkt hefur verið að ráðast
í hafnarframkvæmdir hér í vor og
eru það einhver mestu gleðitíðindi
sem við höfum fengið um árabil því
bátum hefur fjölgað og þeir stækkað
og vantar mikið á að þeir séu örygg-
ir hér eins og höfnin er núna. Nýj-
ustu bátar okkar komu í haust,
Bjargey II sem er 9 tonna og Haf-
liði 6 tonna. Önnur gleðitíðindi eru
þau að von er á feiju sem á að þjóna
Hríseyingum og Grímseyingum. Er
það von manna að hún verði komin
í notkun snemma á næsta ári.
RAGNHILDUR JÓNAS-
DÓTTIR, BÍLDUDAL:
Haldið áfram
uppbyggingu
og fegrun
MÉR HEFUR liðið vel hér á
Bíldudal undanfarin ár. Þrátt fyir
siyóþungan vetur var árið gott,
þegar á heildina er litið, og eink-
um góðir nýliðnir vetrarmánuðir.
Ég hef lært að meta sólina og
hugsa meira um veðurfar og at-
vinnuástand en áður, því eftir 3
ár úti á landi er maður í nánari
tengslum við hlutina, en þegar
búið var á höfúðborgarsvæðinu.
Afiabrögð hafa verið mjög góð,
bæði hjá rækjubátum og dragnóta-
bátum og nú á rækjuvertíð er heim-
ilt að veiða 500 tonn hér í Arnar-
firði. Aflakvóti Söiva Bjarnasonar,
togarans okkar, dugði til jóla, svo
atvinna hefur verið jöfn á árinu fyr-
ir meginhluta íbúanna, sem allflestir
starfa að fiskvinnslu. Hér á Bíldudal
hefur verið haldið áfram uppbygg-
ingu og fegrun staðarins og m.a.
eigum við nú eitt besta íþróttasvæði
á Vestfjörðum, grasvöll, með hlaupa-
brautum og ágætustu aðstöðu til
íþróttaiðkana og einnig var hafin
nú í haust bygging íþróttahúss við
grunnskólann. Hafnargarðurinn hér
hefur verið byggður upp og end-
urnýjaður og ný smábátabryggja
hefur verið tekin í notkun.
Og almennt finnst mér Bíldudalur
orðinn fallegri og snyrtilegri, við
höfum fengið útitorg við félags-
heimilið, góða veitingaaðstöðu og
þjónustu við ferðamenn og kirkjan
er að endurbyggja gamla barnaskól-
ann, í samvinnu við verkalýðsfélag-
ið, o g eykst þá enn aðstaða til félags-
SJÁ NÆSTU SÍÐU