Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 23

Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 B 23 lands og sjávar en lengst af við járnsmíði. Hann kvæntist aldrei né eignaðist börn en _var með eindæm- um bamgóður. Átti hann heimili með foreldrum sínum þangað til faðir hans lést árið 1952. Eftir þa&. hélt hann heimili með móður sinni og var henni stoð og stytta þangað til hún lést þann 1. júlí 1978. Eftir það bjó hann einsamall. Frænda höfðum við systkinin þekkt frá því við fyrst munum eftir okkur og bar aldrei neinn skugga á þá vináttu. Hann var einstaklega vandaður maður á allan hátt og alltaf boðinn og fús að rétta okkur systkinabömunum sínum hjálpar- hönd m.a. að skutla okkur hitt og þetta eða sækja. Einnig er eitthvert okkar var að skipta um húsnasði var Óskar alltaf boðinn og búinn. Hann var ákaflega bamgóður og nutum við góðs af og síðar böm okkar. Alltaf var Óskar léttur og kátur og reytti oft af sér ósvikna brandara. Hann hafði ákveðnar skoðanir á lífinu — en forðaðist samt allt þras og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Við munum frænda okkar sem yndislegan mann og einstakt ljúf- menni og við vitum að hann fær góða heimkomu. Sveinbjörg, Jón og Helga. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN A. PÁLSSON, Stigahlíð 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Hildur E. Pálsson, Stefanfa Stefánsdóttir, Björn Valgeirsson, Páll Stefánsson, Anna Guðnadóttir, Stefán H. Stefánsson, Jórunn Magnúsdóttir, Kittý Stefánsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Valur Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, KAJ L.J.PIND húsgagnabólstrara, verður gerð frá nýju kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 3. jan- úar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Jörgen Pind, Aldis Guðmundsdóttir, Jana Pind, Ari Skúlason og barnabörn. Til viðskiptamanna sparisjóðanna: Um breytingu á kjörum Trompbóka. Samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands 24. nóvember s.l. er innlánsstofnunum óheimilt að bjóða viðskiptavinum sínum óbundna innlánsreikninga með skiptikjörum taliðfrá 1. janúar 1990. Því munu sparisjóðirnir breyta kjörum Trompbóka 1. janúar 1990 þannig að lægsta óhreyfð innstæða í sex mánuði, miðað við 30. júní og 31. desember, verði verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu auk vaxta samkvæmt ákvö^ðun sparisjóðsins. Aðrar innstæður á Trompbók bera hins vegar óverðtryggða vexti. Þar eð samanburður óverðtryggðra og verðtryggðra kjara er samkvæmt ofansögðu ekki lengur heimilaður á óbundnum innstæðum munu sérfrœðingar sparisjóðanna fylgjast náið með verðbólguþróun frá mánuði til mánaðar í því skyni að aðlaga óverðtryggð kjör verðtryggðum kjörum og tryggja þannig Trompbókareigendum sem besta ávöxtun sparifjár síns, héreftirsem hingað til. Sparisjóðirnir þakka viðskiptavinum sínum samskiptin á árinu 1989 um leið og þeir óska þeim og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. SPARISJÓÐIRNIR -fyrir þig og þína GLEÐILEGT NÝTT FERÐAÁR - ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LÍÐANDI ÁRI SOLARFERÐIR Benidorm, Kýpur, Tyrkland, Túnis, Hawaii, Kanarí og Flórída BORGARPAKKAR - FLUG OG GISTING - FLUG OG BÍLL til allra stórborga Evrópu. Ódýrar helgarferðir í janúar og febrúar. SKÍÐAFERÐIR Sviss, Ítalía, Frakkland, Bandaríkin og Austurríki: Zell am See, Mayr- hofen og Kitzbuhel. HEIMSHORNAFLAKK OG SÉRFERÐIR Suður-Ameríka, Ástralía, Afríka, Thailand, Balí, Japan, Austurlönd nær og fjær o.fl. SIGLINGAR Karíbahaf, Gríska-eyjahafið, Mexíkóflói o.fl. VÖRUSÝNINGAR OG VIÐSKIPTAFERÐIR um allan heim. EINSTAKLINGS- OG HÓPFERÐIR innanlands og utan. THAILANDSFERÐ 14. febrúar - nokkur sæti laus Hringdu eða líttu við hjá okkur og fáðu nánari upplýsingar. Við veitum þér góða og örugga þjónustu. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVlK • SlMI 91-621490 •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.