Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 24

Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Hvað segj a stj örnur Hrúturinn 21. mars til 19. apríl Hrúturinn hefur sterka löngun til að ná árangri en stundum hefur hann ekki allt á hreinu hvert stefnt skuli. Hann er greindur og snjall og oft fjölhæfur. Ef hann getur gert upp hug sinn hvert ferðinni er heitið gengur hann að verkefninu með oddi og egg og sýnir hugkvæmni og dirfsku öðrum meiri. Þrátt fyrir kappsemi og löngun til að vera bestur er hrúturinn ekki sú hörkuvera sem hann vill vera láta. Hann er tilfinninganæmur og hefur þörf fyrir blíðu en veigrar sér við að sýna þessar hliðar. Einnig vefst fýrir honum að klæða tilfinningar sínar í orð vegna þeirrar ímyndar sem aðrir hafa gert sér af honum að hann sé einstaklega tápmikill og einarður. Hagsýni og skipulag er ekki sterkasta hlið hrútsins, en hann skeytir lítt um það og finnst með nokkuð réttu að svopa mikil hæfileikavera verði að fá að hafa einhverja vankanta. Árið sem er að líða reyndist mörgum hrútum hinn besti tími og margar vonir uppfylltust. Peningamálin voru á reiki sem oft fyrr en gæti ræst úr þeim ef hrúturinn sýndi þeim atriðum íhygli. Stjörnumar spá hrútnum góðu ári og að hann treysti sambönd sem stofnað var til á árinu. Margir kvæntir hrútar sem hafa ekki ver- ið nógu ánægðir ná meira jafnvægi. Svo virðist sem árið geti orðið viðburðaríkt og ýmsir kostir í boði. Meiriháttar verkefni bíður úrlausnar og hrúturinn nær góðum árangri þegar hann snýr sér að því. Heppilegasti tími til að taka ákvörðun í mikilvægu máli er í janúar. Verði því slegið á frest, er mælt með að bíða fram i júlí. Nokkrir íslenskir rithöfundar í hrútsmerki: Stefán Hörður Grímsson, Gyrðir Elíasson, Einar Bragi, Indriði G. Þorsteinsson, Ásta Sigurðardóttir, Sigurður A. Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir. Krabbinn 21. júní til 20. júlí Krabbinn er sagður bera nafn með rentu, hann nálgast málin óbeint, forðast að ganga rakleitt að verki, telur mýkt og sveigjan- leika vera árangursríkari leiðir. Sumir kalla hann slunginn, aðrir segja hann tvöfaldan í roðinu. En hann hefur innbyggðan skilning á öðm fólki og forsendum þess og hann skrúfar frá sjötta skilning- arvitinu fyrst, hlustar kannski seinna á rök. Krabbinn er jafnan sagður eitt viðkvæmasta merki stjömuhringsins og gengur misjafn- lega vel að búa utan um sig skel til að láta ekki særa sig sýknt og heilagt. Hann er hræddur um að aðrir misnoti sig og vill þá brenna við að hann beiti óvönduðum meðulum til að komast hjá því. Krabbinn er oftast ærlegur og hreinskiptinn og margir krabb- ar hafa skapandi hæfileika og auðugt ímyndunarafl. Krabbinn er rómantískur og gleymir aldrei fyrstu ástinni. Hann hænist að þeim sem sýna honum skilning og vill allt fyrir vini og fjölskyldu gera. Þó á þessi viðkvæma vera til mikið og stundum erfitt skap sem er ekki allra að tjónka við. Á næsta ári standa margir krabbar við vegamót bæði hvað snertir starf, starfsframa eða í einkalífi. Ungt fólk í krabbamerk- inu sem er að búa sig undir lífsstarfið getur vænst umróts og breytinga og trúlegt að mörg spennandi viðfangsefni verði í boði. Krabbinn skyldi ekki hika við áð færa sér þessi tækifæri í nyt og mörg og fýsileg ferðalög kynnu að vera á dagskrá. í einkalífi skiptast á skin og skúrir en það er svo sem ekki al- veg nýtt né heldur ný sannindi. Krabbinn hikar við að rifta sam- bandi vegna þess hann er óöruggur og þykir óþægilegt að vita ekki hvað gæti komið í staðinn. Þó bendir margt til að ýmsir krabbar sýni meiri dirfsku en stundum áður hvað þetta varðar. Peningamálin vefjast ekki jafn mikið fyrir krabbanum á nýja árinu einkum vegna þess að hann hefur lagt drög að og gert betri áætlanir en oft áður. Þegar á allt er litið getur árið orðið mörgum kröbbum viðburðaríkt og gjöfult. Nokkrir íslenskir rithöfundar í krabbamerki: Vilborg Dagbjarts- dóttir, Jón Helgason, Elías Mar, Jón Óskar, Þórunn Elfa Magnús- dóttir, Kristján frá Djúpalæk, Jakobína Sigurðardóttir IMautið 20. apríl til 20. maí Fastheldni og trygglyndi er aðal nautsins. Það er jarðbundið í aðra röndina en fijótt ímyndunarafl sumra í þessu merki getur valdið nokkurri togstreitu innra með nautinu; hitt væri langtum þægilegra og hentaði hans lund betur. Nautið er atorkusamt og vill sjá afrakstur gerða sinna og úthald þess er oft með ólíkindum. Hversu margar hindranir sem virðast blasa við endar það venju- lega með því að nautið kemst þangað sem það ætlar sér. Naut eru oft fagurkerar og margir skapandi listamenn eru í merkinu. Þeir eru vandlátir og kröfuharðir á sjálfa sig. Þeir eru sagðir ástríðufullir og holdlegar þenkjandi en fólk í sumum hinna merkjanna. Þeir eru margir iífsnautnamenn og hættir til að gæta ekki hófs í þeim hlutum. Nautin eru oft sögð aðhaldssöm í peninga- málum og allt að því nísk. Stjörnurnar spá nautum ferðalögum og ævintýrum sem er óvenjulegt þar sem fólk í þessu merki er oft mjög fastheldið og leggur ekki mikið undir né tef lir í tvísýnu. Nú gæti orðið breyting á þessu hjá ýmsum. Tekið er fram að ástalífið muni verða einkar ánægjulegt en þó með töluverðum sveiflum sem nautið fellir sig ekki alls kostar við. Einhver spumingarmerki eru sett við árangur í námi og starfið er ekki fullkomlega traust. Svo virðist sem naut- ið sé sæmilega á sig komið og geti tekist á við örðugleika þar að lútandi. Fjölskyldumálin hafa nokkra óvissuþætti og þar sem naut- ið er mikil fjölskylduvera kynni mótlæti á þeim stöðvuni að hafa áhrif á það. En nautið er ekki merki þijóskunnar og þvermóðskunn- ar fýrir ekki neitt og mun það ekki láta slá sig út af laginu. Nokkrir íslenskir rithöfundar í nautsmerki: Sigfús Daðason, Haildór Laxness, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, Snorri Hjartar- son, Gunnar Gunnarsson, Grímur Thomsen, Þorgeir Þorgeirsson. Ljónið 23. júlí til 22. ágúst Ljónið hefur alltaf verið orðlagt fyrir mikla skapsmuni, ríka þörf fyrir að stjórna og finnst það raunar sjálfkjörið til þess. Það vantar ekki sjálfsálitið hjá ljóninu en það er afskaplega misjafnt hversu djúpt reigingurinn ristir. Ljónum er það metnaðarmál að sem allra fæstir og helst engir átti sig á því innra öryggisleysi sem hijáir þau mörg og á því verður að dómi ljónsins best unninn bugur með því að hafa sig sem allra mest í frammi. Nú eru auðvit- að flestir sammála um að mörg ljón hafa ágæta forystuhæfileika og hjá mörgum nýtast þeir prýðilega. Á hinn bóginn hefur hégóma- girnd alltaf verið akkillesarhæll ljónsins og dómgreindin fer stund- um ansi mikið út og suður vegna vissu eða löngunar þeirra til að vera svona allt að því fullkomin. Ljón eru trölltrygg vinum sínum en þeim gengur ekki alltaf nægilega vel að lynda við undirmenn, og verða að gæta sín á að hafa hemil á bráðri lund og of miklum afskiptum. Einkenni ljóna er að þau þola mjög illa gagnrýni nema hún sé ákaf lega gætilega fram sett. Það er líka einkenni þeirra að neita að þau þoli ekki gagnrýni. Ljónið er hugdjarft og hugmyndasamt og það framkvæmir oft það sem því dettur í hug og er það meira en sagt verður um mörg önnur merki þar sem menn láta sér einatt nægja að dreyma. Fáist ljón til að undirbúa verkefni af kostgæfni standa fáir því á sporði þegar til athafnanna kemur. Það er sjaldnast lognmolla í kringum ljónin en svo virðist sem árið næsta og nýja muni verða kyrrlátara framan af en sum hin fyrri. Það gæti verið bara gott fyrir ljónin að hægja aðeins á ferð- inni. Ljónin verða meira á stjái þegar kemur fram á árið og ný tækifæri hvort sem er í námi eða starfi gætu verið í boði. Sé brot- ið upp á nýju verður ijónið að sýna þolinmæði og gætni og reyna eftir megni að ná skynsamlegum tökum á þessum nýju verkefnum. Ástamál ljóns eru með líflegra móti síðari hluta ársins. Ýmsir óvæntir kostir bjóðast hvað varðar peninga og ferðalög. Einhveij- ar óskir varðandi vini eða venslamenn hafa bögglast fyrir ljóninu og ágreiningur við fjarskylda ættingja eða tengdafólk hefur verið til leiðinda en úr ýmsu þessu mætti greiða og ljónið gæti átt hlut að því. Þrátt fyrir þessa heitu skapsmuni og stjómsemi skal einn- ig haft i huga að með því að stijúka ljóninu rétt malar það eins og köttur og er hið þægiiegasta og greiðviknasta allra. íslenskir rithöfundar í ljónsmerki: Thor Vilhjálmsson, Óiafur við Faxafen, Þorgeir Sveinbjamarson, Þórarinn Eldjárn, Dagur Sigurð- arson, Unnur B. Bjarklind, Vigdís Grínisdóttir. Tvíburinn 21. maí til 20. júní. Tvíburafólk hefur löngum þótt eirðarlaust og því hættir til að gefa verkefni frá sér án þess að ljúka þeim ef þau em ekki spenn- andi lengur. Tvíburinn er annað skiptu merkjanna og því em inn- an þess meiri andstæður en í flestum hinna (að fiskunum undan- skildum). Tvíburinn er að sönnu tilfinningamerki en hefur meiri áhuga á sínum tilfinningum en meðbræðra sinna. Þó er fjarri því að hann sé skilningslaus og kaldur, hann býr yfir mikilli alúð en sýnir hana ekki hveijum sem er. Lendi tvíburi í kreppu fer raun- sæi hans oft fyrir lítið en tvíburum er þó lagið að koma sér úr klípu þegar hann gefur sér tóm að huga að málinu. Tvíburakarl- menn hafa orð á sér fyrir að líta kvenfólk hým auga þó kvæntir séu. Langoftast er þetta ósköp saklaust og þeir forðast að láta slík smáævintýri hafa áhrif á fast samband eða hjónaband. Jarð- bundnari tvíburar em margir klókir og útsjónarsamir í kaupsýslu og viðskiptum og innan merkisins hafa jafnan verið margir stjórn- málamenn. Tvíburakonan er oft karlinum metnaðargjamari og vill hugsa um eigin starfsframa. Flestum tvíbumm er sameiginlegt að leiðast hvunndagsstörf og þurfa að fást við verkefni sem gerir töluverðar andlegar kröfur til þeirra. Stjömurnar spá tvíbumm góðu gengi á árinu en bent er á að þeir verði að sýna agaðri og skipuiagðari vinnubrögð. Tímabært sé að ýta frá sér smáatriðum sem oft em til tmflunar og temja sér markvissari vinnubrögð. Tvíbumm er ráðlagt að slá á frest langferð sem kynni að vera í boði og sömuleiðis að laga sig að breyttum peningalegum aðstæðum. Tvíburar þurfa að meta upp á nýtt ýmislegt sem þeir hafa verið að bjástra við og mun ekki skila árangri að svo komnu máli. Talið er að margt geti gengið tvíbumm í haginn á árinu, kannski síst þeim sem fást við stjórnmál en það verður yfirleitt á hinu huglæga sviði. Fjárhagslegir ávinningar virðast ekki blasa við. Ýmsir einstaklingar í merkinu hafa óumdeil- anlega mikið fjármálavit og uppskera í samræmi við það. Róm- antíkin er rysjótt nokkuð. Sambönd sem talin hafa verið traust reynast kannski ekki halda og aðrir sem hafa verið að kljást við togstreitu í sjálfum sér vegna erfiðleika á þessu sviði munu geta leitt þá til lykta. Nokkrir íslenskir rithöfundar í tvíburamerki: Jóhann Siguijóns- son, Gunnar Dal, Guðrún frá Lundi, Nína B. Ámadóttir, Jónas Árnason, Guðmundur Kamban, Kristján Jónsson Fjallaskáld. Jómfrúin 23. ágúst til 22. september Jómfrúin sætir oft aðfinnslum fyrir að vera gagnrýnin, smámuna- söm og nöldurgjöm og hreint ekki alltaf með réttu. Hún er kröfu- hörð á sjálfa sig og reglusöm á smáhluti en leggur ekki alltaf sama skilning í það og ýmsir samferðamenn. Jómfrúin er að mörgu leyti jarðbundin og raunsæ og hún er tortryggin á fólk. Hafi hún á annað borð tekið ástfóstri við ein- hvern eða einhveija hugmynd getur hún verið þijósk og einörð og vill fylgja sínum málum eftir af atorku og sýnir þá oft fijóa og skapandi hugsun. Jómfrúin er gædd ríkri kímnigáfu og sér spaugilegar hliðar í alls konar smálegu þegar aðrir koma ekki auga á neitt sérlega fyndið. Þó jómfrúin sé jafnan sögð jarðbundin á hún til mikinn tilfinningahita og rómantíkina má grafa upp með lagni en sjálf er hún nokkuð feimin við þá eiginleika og almennt er hún ekki allra. Fólk í þessu merki er ýfirleitt prýðilega gefið og margt af- burðafólk er í merkinu. Mönnum finnst gott að vinna með jómfrú vegna skipulagshæfileika hennar og réttsýni. I fjármálum getur jómfrúin oft komið reiðu á þar sem rugl er og hún er nösk að koma auga á nýjar leiðir í þeirri starfsgrein sem hún velur sér og nær þar oft góðum árangri. Svo virðist sem nýtt ár bjóði upp á alls konar breytingar á einka- högum jómfrúr svo fremi hún treysti sér til að færa sér í nyt nokkur gullin tækifæri sem henni bjóðast. Hún gerir sér grein fyrir að ekkert fæst án fyrirhafnar og þar sem jómfrúin er iðjusöm og áfjáð ef áhugi hennar er vakinn væri ráð að hún beiti sig því átaki sem er aðkallandi svo hún losni úr vanaviðjunum sem henni finnst notalegt að vera í. Það er viðbúið að jómfrúr fæddar í fyrri hluta stjörnumerkisins upplifi frískleg og hressandi ástarævintýri sem geta haft miklar afleiðingar fyrir framtíðina. Jómfrúr sem fást við listsköpun eiga í vændum að uppskera árangúr erfiðis síns og ýmsir nýstárlegir og forvitnilegir kostir bjóðast eins og áður er minnst á. Efasemdir og leiði vegna erfiðleika hafa sett svip á nokkra síðustu mánuði hjá mörgum jómfrúm. Af sínu þekkta raunsæi tekst jómfrúnni að leiða þetta til lykta á fyrstu mánuðum þessa nýja árs. Þar með er þungu fargi af létt og ráð að snúa sér af hinum mesta krafti að þvi sem beðið hefur og býðst. Nokkrir íslenskir rithöfundar í jómfrúrmerki: Ólafur Haukur Símonarson, Geiriaugur Magnússon, Einar Már Guðmundsson, Birgir Sigurðsson, Agnar Þórðarson, Sigurður Nordal, Jökull Jak- obsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.