Morgunblaðið - 31.12.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989
B 33
Morgunblaðið/Bjami
Sigrún Sigmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, (t.v.) og Jórunn Sigur-
jónsdóttir, deildarstjóri á sjúkra- og slysavakt Borgarspítalans.
fólki, líkamlegt og andlegt. Áhyggj-
ur og stress er þá mikið í stað þess
að fólk njóti aðventunnar og slaki
á. Mæðir þá mikið á stoðkerfi líka-
mans, t.d. vegna snjómoksturs. Þá
fjölgar beinbrotum í hálku eins og
sl. miðvikudag, einkum hjá eldra
fólki.
Það er eins og allt þurfi að gerast
í einu. Stundum er hér rólegt í lang-
an tíma en síðan verða nokkur slys
sama kvöldið. Þá er eins og einhver
skammtalögmál gildi um slys því oft
koma upp mörg tilfelli af sama
áverkanum í sömu viku, t.d. handar-
beinsbroti, en síðan sést hann ekki
dögum saman. Menn hafa velt því
fyrir sér hvort það tengist gangi
himintungla eða jónahlutfalli í and-
rúmsloftinu".
Áramótaslysin annars
konar
„Áramótin eru frábrugðin öðrum
dögum. Þá eru slys af völdum flug-
elda og meðferð elds algengust,
slæm brunasár og sjónskaðar.
Ástæða er til að benda fólki á að
fara vel eftir leiðbeiningum á um-
búðum f lugelda og gæta fyllstu var-
úðar. Sérstaklega að láta böm aldr-
ei vera ein með flugelda og blys.
Brenni menn sig er aðalatriði að
kæla sárið strax. Kæling á fýrstu
sekúndum eftir bruna skiptir sköp-
um. Best er að stinga sárinu ofan í
vatn, þó ekki ískalt, og hafa það
ofaní þar til sviði er horfinn, jafnvel
eina til tvær klukkustundir.
Á allra síðustu árum hefur fjölgað
slysum vegna svonefndra friðar-
kerta, sem fólk hefur á gangstéttum
og svölum. Dæmi eru um að fólk
stigi ofan 1 þau og brennist, jafnvel
börn á sokkunum einum. Brennheitt
vaxið getur valdið djúpu brunasári.
Ástæða er að brýna fyrir fólki að
ganga vel og tryggilega frá þessum
kertum.
Brunasárum fylgir
sýkingarhætta
„Fólk verður að meta það sjálft
hvort það telur ástæðu til að koma
á slysadeildina vegna skaða sem það
hefur orðið fyrir. Mikil sýkingar-
hætta fylgir brunasárum og verður
að ganga vei frá þeim. Ef um ann-
ars og þriðja stigs bruna er að ræða
er nauðsynlegt að leita sér hjálpar.
Forðast ber að setja smyrsl á nýtt
brunasár því þau halda hitanum í
sárinu og auka sýkingarhættu,"
sögðu þær Jórunn og Sigrún.
Um helgar er lögregluþjónn á
vakt á slysadeildinni. Að sögn Jó-
runnar og Sigrúnar er hann starfs-
fólki til halds og trausts því þá kem-
ur m.a. á deildina ölvað fólk sem
er ekki alveg sjálfrátt gerða sinna
inn á deildinni.
„Okkur finnst sem stjómendur
þjóðfélagsins þyrftu að beina augum
sínum mun meira að slysarannsókn-
um og þar af leiðandi að vinna af
öllum kröftum að fyrirbyggingu
slysa. Okkur virðist því miður sem
slysum fjölgi frekar en að það dragi
úr þeim,“ sagði Jórunn að lokum.
Hræddari við ógnarreiði
Ceausescus en byssurnar
Bukarm Itortrr. Uuly TMrfnpk.
RÚMENAR njótn (*■*» nú af lifi og sál að fa lok» IwkifieH «il «ð tjí fómarlömbum öryggisíveiU Ce*us-
opimkill »koðanir»ínarcllir24 ára ógnar»«jóm Nieolaes Oauteacui. earu*. .Segðu nú heiminum að þú
„Ekkl fara, ég vil tala. Við höfura ekki fengíð að nrða við útlendinga hafir séð sannleikann um kommún-
i 24 ár og éK hef fri avo raörgu að aegja.” aagði raiðaldrm Búka- ismann,- sagði hann. .Hann elur
rest-búi við fréttaritara Krulrn. aðeins af sér skrtmsli,- b*tti hann
vtð.
I L'ndir ógnarstjóm Ceaaescus gerð fyriraögn eftir fall einvaldsins. Þegar tilkynnt var I qónvarpi að
I ára-ddu fáir Rúmenar að raeða við Blaðamenn voru furðu lostnir yfir Ceausescu hefði verið tekinn af Hfi
1 útlendingaafótl^iða^nissavinn-soillineunn^Mniafhjúpuð hcfur yppti Rúmcni ðxlum og sagði: „Það
Rúmenar fagna frelsi:
Fjálgleg skrif um Rúmeníu
Til Velvakanda.
Nú er síðasta vígi kommúnis-
mans fallið og þjóðin er búin
að gera upp reikninginn við kúgar-
ann. Austur-Evrópa er orðin fijáls
og allir fijálshuga menn fagna.
Hvað hugsa þeir nú, stjórnmála-
mennirnir hér, þessir sem fyrir
nokkrum árum komu frá Rúmeníu
og skrifuðu fjálglega um góða
stjómarfarið þar? Var það þá ekki
líka slíkt stjómarfar gott fyrir okk-
ur? Er þeim trúandi ti.l að gæta
hagsmuna almennings? Menn sem
vilja mannréttindi sér og sínum til
handa hljóta að muna þá í næstu
kosningum og aftaníosa þeirra líka.
Gömul kona.
Hjálp-
um bág-
stöddum
Tilefni þessarar greinar er
grein sem ég las í Morgun-
blaðinu 20. desember. Ég fékk
fyrir hjartað er ég las greinina.
Það var hjálparbeiðni frá fjögura
barna einstæðri móður, sem aug-
lýsti eftir hjálp svo að hún gæti
haldið jól með börnunum sínum,
líkt og aðrir heima hjá sér. Ég tek
fram að konan er atvinnulaus. Ég
dáist að þessari konu fyrir að gera
þetta, því það skal bæði kjark og
þor til að gera slíkt opinbert. En
svörin sem hún fékk frá nokkrum
óvönduðum dónum bera vott um
hugarfar slikra manna. Sem
betur fer voru þó nokkrir menn
sem buðu fram aðstoð sína í al-
vöru og er það þakkarvert. Því
miður eru það fleiri sem eins er
ástatt um en þeir vilja bara ekki
láta vita af því. Hvað segir Hjálp-
arstofnun kirkjunnar um þetta -
hún sendir peningabauka á hvert
heimili í landinu með kjörorðunum
„Brauð handa hungruðum heimi“.
Ef það á ekki við um þessi til-
felli þá skil ég ekki þessi orð. Hve
mikið af þessu söfnunarfé rennur
til bágstaddra hér á landi, sem lifa
við svipaðar aðstæður og þessi
kona? Vonandi gleymir Hjálpar-
stofnun kirkjunnar ekki þessu
fólki. Við eigum fyrst og fremst
að hugsa um bágstadda hér á landi
áður en við snúum okkur annað.
Eða hvað segja stjómendur þessa
lands eða Tryggingastofnun ríkis-
ins eða þeir sem eiga hlut að
máli? Góðir íslendingar, hvemig
myndi okkur líða ef við værum í
spomm þessatar konu. Ég vil ekki
hugsa þá hugsun til enda. Ég er
sjálfur ellilífeyrisþegi en vil af
heilum hug leggja mitt af mörkum
til þessarar nauðstöddu konu. Vildi
ég því fá að vita hvernig ég get
orðið-að liði.
Henrik Jóhannesson,
Sandgerði.
HEILRÆÐI
Um áramótin er að jafnaði
kveikt í miklu af allskonar f lug-
eldum, stjörnuljósum og blys-
um. Slíkt getur verið stór-
hættulegt ef ekki er rétt að
staðið og margir hafa slasast
alvarlega þess vegna. Kynnið
ykkur því vel allar leiðbeiningar
um meðferð og notkun þessara
skrautljósa. Farið í einu og öllu
samkvæmt þeim ráðum sem
þar eru gefin. Höldum gleðileg
áramót með slysalausum dög-
um.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
JILSANDER JOOP! *Z?4stör ZANCASTER adidas^
Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum
árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu.
STORHAPPDRÆTTI
FLUGBIORGUNARSVEITANNA
Vinningaskrá 1989:
Sómi 660 sportbátur:
42479
Toyota 4Runner:
4241 -41457
Heimilispakkar:
21300-31817-55058-84386
142251 - 151523
EchoStar gervihnattadiskar:
55-2948-8566- 14838- 18605
42675 - 46258 - 49144 - 51458
52999 - 60009 - 66576 - 69202
71371 - 108795 - 124637 - 146009
150665- 151094- 155951
Mitsubishi farsímar:
808-3060-9242- 17466
20165-31080-33698-56150
73724-79351 -90133-93616
98731 - 109281 - 116787 - 123836
129340 - 129482 - 134824 - 143112
157020- 157140
Macintosh Plus tölvur:
3433- 16142- 16858-26225
29438-32609-41620-55730
57951 -59731 - 67980 - 72283
74335 - 86364 - 98780 - 110174
110645 - 115669 - 120164 - 137742
140258- 155912
Nordmende MS-3001
hljómflutningstæki:
5388 - 8509 - 11367 - 35841 - 41354
43860-48006-57804-75018
75695 - 77044 - 77760 - 80979
81519 - 95208 - 105240 - 107333
114630 - 115650 - 129167 - 132705
139366- 141670
Nordmende 20” Galaxy 51
sjónvarpstæki:
2775- 17692-27753-29905
31254-31418-39901 -40191
41209-42130-42716-57433
71036-74876-77518- 116442
120498 - 125440 - 126452 - 130411
134507- 140401
(Birt án ábyrgöar)
Gleðilegt nýtt ár,
þökkum veittan stuðning!
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Flugbjörgunarsveitin á Hellu
Flugbjörgunarsveitin á Skógum
Flugbjörgunarsveitin á Akureyri
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð
Flugbjörgunarsveitin í Vestur-Húnavatnssýslu