Morgunblaðið - 31.12.1989, Page 38

Morgunblaðið - 31.12.1989, Page 38
38 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Lovísa Júlíus- dóttir - Minning Fædd 21. júlí 1916 Dáin 21. desember 1989 Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Að morgni 21. desember sl. hringdi María og tilkynnti mér að móðir hennar, Lovísa, hefði andast þá um nóttina. Ég hafði verið svo lánsöm að sitja hjá henni kvöldið áður. Lovísa hafði verið tiltölulega heilsuhraust, en átt við sykursýki að stríða. í septemberlok fór hún í rannsókn á Borgarspítalann og kom þá í ljós að hún var með ólæknandi krabbamein. Lovísa tók örlögum sínum af miklu æðruleysi. Fyrstu vikurnar á eftir gat hún dvalið heima, en sjúk- dómurinn heijaði óvæginn á líkama hennar, svo sjúkrahúsvist varð óumflýjanleg og fór þrek hennar stöðugt þverrandi. Dauðastríðið háði hún ekki ein, því eiginmaður hennar, börn, tengdabörn og barna- .... börn stóðu öll við hlið hennar. Hygg ég að ekki sé á neinn hallað þótt María sé nefnd, sem með starfi sínu á Borgarspítalanum vék vart frá sjúkrabeði móður sinnar, ásamt föð- ur sínum. Lovísa fæddist i Reykjavík 21. júlí 1916, dóttir hjónanna Maríu Símonardóttur og Júlíusar Lofts- sonar múrara, sem bæði voru ættuð úr Ölfusi. Lovísa stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og hóf verslun- ^ arstörf að námi loknu. Þann 8. janúar 1944 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Þór- arni Sigurgeirssyni pípulagninga- meistara, sem starfað hefur um margra ára skeið sem verkstjóri iðnaðarmanna Borgarspítalans. Hjónaband þeirra einkenndist af gagnkvæmri vináttu, ást og um- hyggju. Lovísa og Þórarinn byrjuðu bú- skap sinn á Barónsstíg, en í lok sjötta áratugarins tóku nokkj'ir vinnufélagar í Vinnufatagerð ís- lands sig saman, en Þórarinn var þar við störf, og byggðu í félagi raðhús við Skeiðarvog 13-23, en þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, en þau eru: Júlíus tæknifræð- ingur, búsettur á Akranesi, og á hann þijár dætur, Sigríði, Lovísu Björk og Þóru Margréti; María sjúkraliði, búsett í Reykjavík, gift Érni Þorsteinssyni myndlistar- manni, en þeirra börn e_ru Högni Þór, Hildur Sif og Hrund Ýr; yngst- ur er Sigurgeir tæknifræðingur, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Charlottu Ingadóttur fóstru, og eiga þau Hörpu Bóel og Þórarin Snorra. Lovísa var afar hæggerð kona og hógvær, en átti sér mörg hugðar- efni. Efst í huga hennar var að hlúa að börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Hún var einstök barnagæla og óþreytandi að gæta þeirra, er þörf krafði. Lovísa var ákaflega bókhneigð og hafði mikinn áhuga á hannyrð- um. Fyrir tveimur árum byijaði hún í listmálun hjá félagi eldri borgara. Kom þá enn betur í ljós hve listræn hún var og undraverður var árang- ur hennar og afköst á þeim stutta tíma sem henni auðnaðist til list- sköpunar. Fjöldi fagurra olíu- og vatnslitamynda prýðir nú heimili þeirra. Lovísa var í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur, og _tók virkan þátt í starfsemi þess. Á liðnu hausti, þá fárveik, fór hún af veikum mætti á fund, þann fyrsta á vetrinum, en hennar síðasta. Þrátt fyrir veikihdin fylgdist hún af áhuga með starfsemi félagsins. Garðrækt var Lovísu í blóð borin og bar garðurinn í Skeiðarvogi þess glöggt merki. Rósarækt var hennar uppáhald, og blómstruðu þær í öll- um regnbogans litum við stofu- gluggann í kjallaranum. Snemma vorið 1987 buðu Lovísa og Þórarinn undirritaðri í ökuferð um Suður- land, með viðkomu í Hveragerði. Þar leiðbeindi Lovísa mér við rósa- innkaup og við heimkomu var farið að fyrirmælum. Áður en kæmi að gróðursetningu skyldi herða plönt- una, en þá brá íbúi í Espigerði sér til Parísar, og rósin var vistuð í Skeiðarvoginum. Þaðan kom hún í „toppformi", en eitthvað brugðust réttu handtökin við gróðursetningu og aðhlynningu, þrátt fyrir góð ytri skilyrði, því rósin bar smávaxin blöð sem brátt tóku að fölna, og knúpp- arnir, þeir fáu sem komu, voru treg- ir til þess að opna sig. Rós sem gróðursett var í Skeiðarvogi 21 á sama tíma var bæði blaðfalleg og blómum skrýdd, enda næmir fingur Lovísu sem að henni hlúðu. Lovísa og Þórarinn höfðu yndi af ferðalögum, og nutu þess sér- staklega að ferðast um ísland. Lov- ísa var mjög fróð um landið, sögu þess og einkar glögg á staðhætti. Á liðnu sumri fór öll Ijölskyldan í góða ferð bæði um láglendi og há- lendi. Kynni mín af Lovísu hófust í lok júnímánaðar 1980, er dreifbýlis- stúlka auglýsti eftir íbúð í DV. Svar barst úr Skeiðarvogi og þang- að var haldið. Lovísa og Þórarinn tóku mér opnum örmum og leigðu mér yndislega kjallaraíbúð í húsinu, en Sigurgeir og Lotta voru þá á förum til Danmerkur til frekara náms. í Skeiðarvogi 21 var ég í tvö ár, en alls urðu árin í Skeiðarvogin- um sex, því við heimkomu Sigur- geirs og Lottu flutti ég í næsta hús, til Ellu og Tryggva. Lovísa og Þórarinn voru mér einstaklega góð og gekk ég jafnan undir nafninu ^fósturdóttirin" í kjallaranum. Ósjaldan var bankað og mér boðið í kaffi á efri hæðina og til skrafs og ráðagerða. Síðan hefur ríkt sönn vinátta okkar á milli og hafa Lovísa og Þórarinn verið einstaklega ræktar- leg í minn garð og þakka ég þeim báðum yndislegar stundir á liðnum árum. Liði lengra á milli endurfunda hringdi Lovísa og ávallt byijuðu símtölin á sömu leið: „Sæl, elskan, ætlar þú nú ekki að fara að láta sjá þig?“ Síðustu kveðjur frá Lovísu fékk ég á aðfangadag, er Þórarinn kom færandi hendi í Espigerðið, með olíumynd frá Skaftafelli eftir Lovísu, en að öðrum gjöfum ólöst- uðum er mér þessi kærust. Jólin, hátíð ljóss og friðar, undir- strika bæði gleði og sorg. Við syrgj- um Lovísu Júlíusdóttur, en eftir standa Ijúfar minningar sem milda söknuð og sorg. Megi góður guð styrkja eiginmann hennar, börn, tengdabörn og barnabörn og aðra ástvini, sem eiga um sárt að binda. Far þú í friði, friður pðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Halla Bachmann Ólafsdóttir Þann 21. desember berst sú fregn að LOvísa Júlíusdóttir sé látin. Þeir sem til þekktu vissu að hveiju stefndi. Engu að síður er eins og óvart bresti strengur í bijósti. Lovísa fæddist í Reykjavík 21. júlí 1916. Hún var elsta barn hjón- anna Maríu Símonardóttur og Jú- líusar G. Loftssonar múrara. Að loknu námi í Kvennaskólanum í Reykjavík starfaði hún hjá Mjólk- ursamsölunni og síðar hjá KRON. í janúar 1944 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Þórarni Sigur- geirssyni pípulagningameistara. Þau eiga 3 uppkomin börn og væn- an hóp barnabarna. Óvanalega sterk samkennd er með fjölskyld- unni. Lovísa er meðal þeirra sem sá er þessar línur skrifar var svo lán- samur að kynnast u.þ.b. er hann leit fyrst dagsins ljós hér í heimi. Hann átti jafnframt því láni að fagna að vera öll sín uppvaxtarár tíður gestur á heimili Lovísu og Þórarins og var leikfélagi barna þeirra. Sérstök regla, festa, fyrir- hyggja og fágaður smekkur ein- kenndi þetta heimili. Hver hlutur var á sínum stað, engu var áfátt, engu ofaukið. Baldinn strákur hefur ugglaust oft farið á skjön við settar reglur og stundum slettist upp á vinskapinn milli leikfélaga, en öllu slíku var tekið með fádæma þolin- mæði og skilningi. Betur færi að slíkur skilningur væri almennt við- hafður manna á milli. Þrátt fyrir festu og alvarlegt yfir- bragð var samt mýkra undir. í góð- um hópi átti Lovísa það til að bregða á leik. Hún sagði skemmtilega frá, lá nokkuð hátt rómur og hafði hvell- an hlátur. Lovísa átti ýmis áhugamál. í garðinum við hús sitt ræktaði hún skrautleg blóm. Hún las mikið og var vel heima í þjóðlegum fræðum, einkum þeim sem tengjast veður- fari. Langtíma veðurspá mátti gera eftir því hvemig veðrið var á til- teknum tyllidögum. Ekki tjóði að andmæla slíku enda hafði hún reynslu margra áratuga umfram þann sem hér heldur á penna. Þeg- ar hún hafði sigrað andstæðinginn í kappræðu um þjóðleg fræði og veðurfar, þá hafði hann ekki á til- finningunni að hann hefði tapað heldur miklu fremur vitkast. Svo sem títt er um íslenskar konur stundaði Lovísa ýmiskonar saumaskap, en seinni árin sneri hún sér að teikningu og málun og þar munu hafa komið fram duldir hæfi- leikar. Lovísa og Þórarinn ferðuðust mikið. Fáir staðir á íslandi munu hafa verið þeim ókunnugir jafnt í byggð sem í óbyggðum. Þau ferðuð- ust einnig nokkuð um nágranna- löndin. Lovísa er horfin sjónum, en hún mun lifa áfram í minningu okkar sem eftir lifum . Dagur brottfarar úr þessum heimi er í fullu samræmi við lífsmynstur og smekkvísi þessarar konu. Hann ber upp á skemmstan sólargang. Næsta dag hefst nýtt líf með hækkandi sól og nýjum blóm- um. Gunnar S. Óskarsson Þriðjudaginn 2. janúar verður til moldar borin föðursystir okkar Lov- t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ILLUGADÓTTIR frá Skárastöðum, verður jarðsett frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 2. janúar kl. 13.30. Guðmundur Jóhannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. RÝ M1HGARSALA ViÖ rýmum nú verslun okkar í Borgartúni 24 og af því tilefni bjóð- um viö upp á allsherjar sprengiveislu þar sem þú getur gert ótrúlega góö kaup á plötum, kassettum og geisladiskum. Þúsundir erlendra titla á sprenghlægilegu verði. Allar nýju, íslensku plöturnar, kassetturnar og geisladiskarnir á 25% afslætti og'eldra íslenskt efni á verði, sem hefur ekki þekkst áður. Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri. Borgartúni 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.