Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1990
Flutningar Eimskips
jukust um 6% 1989
Heildarflutningar Eimskips á
síðasta ári voru 966 þúsund
tonn, sem er 6% aukning frá
árinu á undan. Um 3% minnkun
varð í innflutningi stykkjavöru,
Sleipnir boð-
ar þriggja
daga verkfall
SLEIPNIR, félag langferðabíl-
sljóra, hefur boðað verkfall frá
og með mánudeginum 15. jan-
úar í þijá daga eða til miðnætt-
is miðvikudaginn 17. janúar.
Félagið hefur verið með lausa
samninga frá síðustu mánaðamót-
um. Deilan er hjá ríkissáttasemj-
ara og hafa verið tveir fundir með
deiluaðilum til þessa. Óvíst er að
boðað verði til næsta fundar fyrr
en eftir helgi.
VEÐUR
en nokkur aukning í útflutn-
ingi, stórflutningi, strandflutn-
ingi og flutningi erlendis.
í frétt frá Eimskipafélaginu seg-
ir, að um vöruafgreiðslu félagsins
í Sundahöfn hafi verið fluttar 102
þúsund gámaeiningar, sem sé 3%
aukning frá árinu á undan. Það er
í fyrsta sinn sem gámafjöldinn fer
yfir 100 þúsurid einingar.
Rekstrartekjur félagsins á árinu
1989 námu um 6 milljörðum króna,
sem er 24% aukning frá árinu á
undan. Hækkun byggingarvísitölu
milli áranna 1988 og 1989 var 22%
og hafa því tekjur aukist að raun-
gildi um tæplega 2%.
Eimskip var í árslok með 15
skip í föstum rekstri. Níu skip eru
í eigu félagsins og dótturfyrirtækja
þess, fimm eru á þurrleigu með
íslenskum áhöfnum og eitt er á
tímaleigu með erlendri áhöfn. Þijú
af skipum félagsins voru rekin er-
lendis á árinu, en eitt þeirra var
selt í desembermánuði.
Morgunblaðið/Auðunn/Theodór
Myndin er tekin rétt eftir að hlaupið varð í Flóku og jakahrönglið kaffærði brúna. Jón Ólafsson, verk-
stjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, kannar ástandið. Hann stendur fyrir enda brúarinnar og vinstra
megin við hann má grilla i brúarleiðara.
Borgarnes:
Klakastífla brast í Flóku
Borgarnesi.
Það fór betur en á horfðist
þegar klakastífla brast, sem
hafði myndast við brúna yfír
VEÐURHORFUR I DAG, 5. JANUAR.
YFIRLIT í GÆR: Skammt suður af Hvarfi á Grænlandi er víðáttumik-
il 965 mb. lægð sem grynnist og þokast austnorðaustur. Heldur
kólnar í veðri og sums staðar verður vægt næturfrost.
SPÁ: Sunnangola eða kaldi, skúrir eða slydduél um sunnan- og
vestanvert landið en léttir til norðanlands. Heldur kólnandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt eða vestangola. Frem-
ur hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi en svaiara á Suðvestur- og
Vesturlandi. Skúrir eða slydduél á Vesturlandi.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt og kólnandi veður. Él á
Suður- og Vesturlandi en þurrt og víða léttskýjað á Norður- og
Austurlandi.
Flóku milli Varmalækjar og
Steðja i Borgarfirði nýverið.
Starfsmenn Vegagerðarinnar í
Borgarnesi voru ásamt traktors-
gröfumanni úr sveitinni að hreinsa
af brúargólfinu klakahröngl sem
borist haiði þangað. Þar sem þeir
voru þarna við störf sín ruddi áin
sig skyndilega með braki og brest-
um. Hlaupið æddi fram, skall á
brúnni og færði hana í kaf.
Jón Ólafsson, verkstjóri, sagði
þetta hafa gerst svo snöggt að
ekki hefði náðst að vara gröfu-
manninn við sem var að hreinsa
brúargólfið. Klakahlaupið hefði
fært brúna og traktorsgröfuna í
kaf. Gröfumanninn hefði ekki sak-
að og hefði hann verið dreginn í
land með kaðli.
Sagði Jón að klakahrönglið hefði
hæst verið um þrjá metra upp af
brúargólfinu. Væri talið að þetta
væri mesta klakahlaup sem komið
hefði upp síðan brúin var byggð
um 1933.
Ekki er talið að skemmdir hefðu
orðið á brúnni sjálfri en leiðarar
hefðu eyðilagst.
- TKÞ.
Þrem verslunum í
Kringlunni 4 lokað
ÞRJÁR verslanir í Kringlunni 4 hætta starfsemi á næstunni. Verslan-
irnar sem um ræðir eru Sparta, Herradeild P&Ó og Endur og hend-
ur. Að sögn Guðjóns Hilmarssonar, kaupmanns í Spörtu, var gert
samkomulag við eigendur nýs hlutafélags sem keypt hefur Kringl-
una 4 og Kringluna 6, um að eigendur þeirra verslana í Kringlunni
4, sem reka verslanir annars staðar í borginni, hættu rekstri þeirra
á meðan framkvæmdir í húsunum stæðu yfír.
* ^ ði mk*
W í ð w
w
V ▼'
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 fgær að ísl. tíma
hltl veftur
Akureyri 3 skýjað
Reykjavík 3 skýjað
Björgvin 2 rigning
Helsinki 42 snjókoma
Kaupmannahöfn +1 skýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk vantar
Ósló 4-2 þokumóða
Stokkhólmur -:-1 skýjað
Pórshöfn 7 skýjað
Algarve 14 léttskýjað
Amsterdam þokumóða
Barcelona 14 hálfskýjað
Berlín *1 skýjað
Chicago 7 rlgning
Feneyjar 4 þokumóða
Frankfurt 0 alskýjað
Glasgow 3 þokumóða
Hamborg 42 mistur
Las Palmas 19 skýjað
Lundúnir 7 mlstur
Los Angeles 7 heiðskírt
Lúxemborg 42 þokumóða
Madríd 8 léttskýjað
Malaga 12 léttskýjað
Mallorca vantar
Montreal vantar
New York vantar
Orlando vantar
París vantar
Róm 9 skýjað
Vín *1 mistur
Washlngton 1 skúr
Winnipeg 426 heiðskírt
„Við teljum okkur ek;ki geta ver-
ið þama inni á meðan verið er að
vinna við húsnæðið, en þær fram-
kvæmdir hefjast í þessum mánuði.
Það stendur til að ljúka fram-
kvæmdunum á þessu ári, og þá
verða þessar verslanir opnaðar á
nýjan leik,“ sagði Guðjón. Hann
sagði að sex af níu verslunum í
Kringlunni 4 yrðu opnar áfram, en
gengið yrði inn í þær beint frá göt-
unni, þar sem aðalinngangi hússins
yrði lokað á meðan á framkvæmd-
um stæði.
LaxaJind kaupir lax
Lindarlax og gerir
tilboð í mannvirki
Iðnaðarbankanum og Den Norske Kreditbank var skömmu fyrir
áramót seldur allur fiskur í fiskeldisstöð Lindarlax við Vatnsleysu-
strönd fyrir um 368 milljónir króna. Samdægurs keypti Laxalind, hluta-
félagið sem annast nú rekstur stöðvarinnar, fiskinn af bönkunum við
sama verði. Samþykki þrotabúsins fyrir yfirtöku veðhafa á laxinum
er bundið því skilyrði að samningar takist um kaup á mannvirkjurn
Lindarlax. Laxalind heíur nú einnig gert tilboð í mannvirki og tæki
upp á 318 miHjónir.
Ástæða þess að laxinn í keijum
Lindarlax og mannvirki eru seld sitt
í hvoru lagi er sú að ekki er um
sömu veðhafa að ræða. Þrotabúið
samþykkti tilboð bankanna í laxinn,
með því skilyrði að jafnframt tæk-
just samningar um mannvirki þrota-
búsins. Ekki hefur verið tekin af-
staða til tilboðs Laxalindar, en að
sögn Ásgeirs Thoroddsen, stjórnar-
formanns Laxalindar felst í tilboðinu
að þrotabúið hefur tvo mánuði til
þess að auglýsa stöðina til sölu og
leita betri tilboða. Fram að þeim tíma
yrði ekki um bindandi samning að
ræða fyrir þrotabúið.
Að sögn Ragnars Önundarsonar,
bankastjóra íslandsbanka og áður
Iðnaðarbanka, þótti það eðlilegt með
tilliti til gjaldþrots Lindarlax að
bankarnir sem veð ættu í fiskinum
fengju hann leystan til sín. Það hafi
þó nánast verið til málamynda, eigin-
legur kaupandi hafi verið Laxalind.
Ragnar sagði að yfirvofandi aðild
Iðnaðarbankans að Islandsbanka
hefði engin áhrif haft á kaup bank-
ans á fiskinum.
Við gjaldþrot Lindarlax í síðasta
mánuði var talið að um 560 tonn
af fiski væru í stöðinni en þyngd
hans er talin aukast um allt að 20%
á mánuði. Den Norske Kreditbank
á stærstan hlut í Laxalind sem stofn-
að var þegar gjaldþrot Lindarlax
þótti fyrirséð til að tryggja áfram-
haldandi ræktun fisksins í stöðinni.