Morgunblaðið - 05.01.1990, Page 10

Morgunblaðið - 05.01.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 „Eyrnastórir, röndóttir og Isleiiding'ar saman“ Svipmynd úr Eyrnalangir og annað fólk. Morgunbiaðið/Ranar Þ6r ________Leiklist___________ Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar Eyrnalangir og annað fólk Höfundar — Iðunn og Kristín Steinsdætur Tónlist — Ragnhildur Gísladótt- ir Leikstjórn — Andrés Sigurvins- son Leikmynd — Hallmundur Krist- insson Búningar og gervi — Rósberg Snædal Lýsing — Ingvar Björnsson Hreyfingar — Lára Stefáns- dóttir Eymalangir og annað fólk flokkast undir þá grein bók- mennta, sem nefnist bamaleikrit. Þau verk em engin nýlunda, enda er það fullyrt af sérfræðingi í barnabókmenntum, Silju Aðal- steinsdóttur, að hér á landi hafi verið „skrifuð miklu fleiri leikrit og samtalsæfingar handa börnum en hægt er að koma höndum yfir“. Þetta er athyglisvert og því ekki að undra þótt íslensk leikhús taki árlega bamaleikrit til sýn- inga. Ég er sammála þeirri stað- hæfingu Silju, að leikrit þessi séu í flestum tilvikum skrifuð tii að koma siðaboðskap til lesenda og áhorfenda. Gott og illt takast þar á og hið góða sigrar. Eftir þeirri forskrift er leikritið Eyrnalangir og annað fólk skrifað. Það fjallar um þann vanda, sem hefur nú nálgast okkur hér við nyrsta haf hin síðari ár, þegar fólk af fjar- lægum og ólíkum kynþáttum leit- ar hér hælis. Að vísu hefur Herdís Egilsdóttir áður samið bamaleik- ritið Vatnsberana, sem hefur þennan vanda að þema, þ.e.a.s. hvernig fólk kemur fram við þá sem em öðmvísi en aðrir, og sýnt var hjá Alþýðuleikhúsinu 1978. En hér em það annarlegir inn- flytjendur frá eyjunni Zebrakabra (hún er sögð vera einhvers staðar milli Afríku og Ástralíu), sem skyndilega verða að flýja undan eldgosi og leita þá m.a. til ís- lands. Þetta er ekkert venjulegt fólk í augum okkar og það veldur fjölskyldu Péturs og Sigrúnar áhyggjum, þegar Eyrnapabbi og Eyrnamamma setjast að með böm sín í íbúðinni hennar ömmu. En amma er að sjálfsögðu komin á elliheimilið í óþökk bamabam- anna. Og það vekur ungdóminn til umhugsunar, svo Steina litla syngur: „Af hveiju fór hún amma? Hún amma sem bakaði kleinur : og kallaði alltaf í mig til að snúa og smakka. Hún amma sem elskaði krakka." Já, það er ekkert nema gott að segja um boðskapinn í leikriti þeirra systra, Iðunnar og Kristín- ar. Og þær bregða út af þeirri reglu, sem lengst af hefur gilt í íslenskum barnaleikritum, að per- sónur séu staðlaðar, góðar og djarfar, illar og huglausar. Hér glíma hversdagslegar persónur við sinn innri mann og standast misjafnlega ásókn fordómanna. En allt er þetta besta fólk inn við beinið og lætur segjast. Það er annars fróðlegt að minnast þess, að átök við kynþáttafordóma birt- ast snemma í íslenskum bók- menntum og jafnvel á óvæntan hátt eins og frá er greint í Víga- Glúms sögu. Þar er greint frá Hreiðari stýrimanni frá Vors í Noregi, er átti bróður, ívar að nafni, sem alls ekki þoldi íslenska menn og æsti því samlagsmenn sína svo hatrammlega gegn íslenskum gestum, að þeim varð eigi vært á heimili hans og virtist það af engu öðru tilefni en því, að mennirnir komu frá íslandi. „Þess get eg,“ kvað ívar, „að eigi sé óhapplaust hér á bæ, ef íslensk- ur maður skal vera hér.“ Og þann- ig er því einnig háttað í umræddu leikriti með Pétur hinn dagfars- prúða húsföður og dæmigerða klúbbfélaga, . þegar eyrnalanga fjölskyldan frá Zebrakabra settist að í fjölbýlishúsinu. Pétur taldi að þá yrði þar ekki óhappalaust. Og aðkomufólkið varð að sanna ágæti sitt líkt og Eyfirðingurinn Eyjólfur hrúga gerði frækilega. Höfundar barnaleikritsins fara um margt vel með ágætt efni, þótt textinn sé á stundum heldur langdreginn fyrir yngri áhorfend- ur og misjafnlega bragðmikill og hnyttinn. Verður að gera strangar kröfur til höfunda og leikstjóra, ef verkið á að vera áhugavert jafnt fyrir börn sem fullorðna. Snjallt barnaleikrit er þannig úr garði gert, að það nær til allra, skemmt- ir, vekur til umhugsunar og hrífur. Andrés Sigurvinsson hefur mótað athyglisverða sýningu, en hefði ef til vill átt að vera ennþá ráðrík- ari við höfunda. Að sjálfsögðu kostar og mikla vinnu að þjálfa framsögn yngstu leikaranna, en þeim gekk misjafnlega að koma textanum nógu greinilega til skila. Hins vegar voru hreyfingar og svipbrigði í besta lagi. Reyndir leikarar leggja sitt af mörkum í sýningunni. Gestur Einar Jónas- son er kpminn til leiks á ný eftir nokkurt hlé og leikur húsföðurinn, Pétur. Tekst honum með ágætum að túlka eðlilega viðbrögð þessa borgaralega og hleypidómagjarna náunga án þess að ofgera. Leikur ^Steinunnar Ólafsdóttur ber þess engin merki, að hún sé nýliði. Hún hefur góð tök á hlutverki ungrar húsmóður, framsögnin skýr og skopleg viðbrögð hæfileg. Guðrún Þ. Stephensen leikur Elinóru, stútungskerlingu, sem gerir myndina af íslensku samfélags- gerðinni hlýrri og hressilegri. Og svo kemur umboðsmaður innflytj- endanna, Sigurður, snarborulegur fulltrúi í utanríkisráðuneytinu og nýtur þess kímilega tóns, sem Þráinn Karlsson gæðir hann af öryggi, sem ekki bregst fremur en fyrri daginn. Jón Stefán Kristj- ánsson leikur Eymapabba og fell- ur inn í þetta skondna hlutverk og sömuleiðis er hlutverki Eyrna- mömmu vel borgið í höndum Sunnu Borg. Börnin standa sig með prýði, en ekki verður gert upp á milli þeirra hér. Böm Pét- urs og Sigrúnar, þau Stein og Álf, leika Jóhanna Sara Krist- jánsdóttir og Guðmundur Ingi Gunnarsson. Börn Eyrnahjón- anna, Eyrna Pál og Eyrna Línu, leika Páll Tómas Finnsson og Kristín Pétursdóttir. Halla Prakk, Lilju og Skúla Skandalín, sem era þróttmiklir krakkar, leika þau Hlynur Aðalsteinn Gíslason, Sól- veig Ösp Haraldsdóttir og Ingvar Gíslason. Ingvar leikur einnig löggu og sömuleiðis Hildur Frið- riksdóttir. Og þá er komið að skúrkunum, Bínu og Bósa. Þau eru þær gamansömu persónur, sem samkvæmt viðtekinni venju tilheyra flestum barnaleikritum líkt og ræningjarnir í Kard- imommubæ eða Mikki refur og má með réttu nefna afkomendur Ketils skræks í Útilegumönnun- um. Sóley Elíasdóttir er tilþrifa- mikil Bína og Árni Valur Árnason vakti mikla kátínu sem skoffínið Bósi. Athyglisverður þáttur leik- ritsins er óvænt ferð barnanna til Zebrakabra. Þar er miklu hugar- flugi beitt í gerð búninga ýmissa furðuvera, sem Rósberg Snædal hefur hannað af glaðlegu ímynd- unarafli. Ingvar Björnsson kemur þar til skjala með snjallri beitingu tækninnar. Þessi þáttur er mikið augnayndi. Tónlist Ragnhildar Gísladóttur fellur vel að sýning- unni með öraggum takti. Og þá er eftir að geta vandaðrar leik- myndar Hallmundar Kristinsson- ar, sem sannar hér enn sem fyrr, að óþarft er að leita langt yfir skammt hvað varðar þennan mik- ilvæga þátt leiksýninga. Hall- mundur er myndlistarmaður með glöggt smiðsauga og samvinna hans og Ingvars ljósameistara prýðileg. Leikfélag Akureyrar hefur skilað athyglisverðri sýn- ingu í þetta sinn, sem getur glatt unga jafnt sem aldna. Risi á brauðfótum Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Stjömubíó: Dularfúlli Bandaríkjamaðurinn - Old Gringo Leikstjóri Lewis Puenzo. Handrit byggt á skáldsögu Carlosar Suent- es. Aðalleikendur Jane Fonda, Gregory Peck, Jimmy Smits. Bandarísk. Columbia 1989. Síðastá myndin sem ég sá á ári sem annars eikenndist öðra fremur af þægilegum afþreyingarmiðlungi uppá tværoghálfa til þijár stjörnur, er einsog “bögglað roð fyrir bijósti mínu“. Af og til glittir í virkilega stórbrotið og áhrifaríkt drama en oftast nær myndin ekki andanum. Dularfulli Bandaríkjamaðurinn ber með sér mörg einkenni kvikmynda- verks sem velkst hefur fram og til baka í kerfinu um árabil og mátt sæta áföllum og andbyr. Fonda barst bókin, senl skrifuð er af einu kunn- asta, núlifandi skáldi Mexíkóbúa, í hendur við upphaf níunda áratugs- ins. Síðan hefur hún gengið milli rit- höfunda og handritshöfunda sem hafa gert fleiri uppköst og kvik- myndagerðir hennar á tíu árum. Ein- sog allir vita getur slík þróun ekki verið til góðs. Enda er handritið höf- uðverkur gamla gríngósins. Hér seg- ir, í sem skemmstu máli, frá kennslu- konu og jómfrú í Washington D.C., sem rífur sig upp á miðjum aldri til að hrista af sér slenið og taka virkan þátt í lífinu. Skellir sér til Mexíkó, þar sem borgarstyrjöldin geysar í miklum móð. Kynnist tveimur mönn- um sem hafa afgerandi áhrif á hana; Smits, byltingarforingjanum og hers- höfðingjanum í, uppreisnarheijum Zapata og landa sínum og skáldinu Veiðileyfi í Blöndu Sala veiðileyfa í Blöndu hefst föstudaginn 05. 01. kl. 16.00. Upplýsingar í símum 91-622265 og 985-27772. Stangaveiðfélagið Ós. Stjörnur myndarinnar: Peck og gæðingarnir. Peck, sem kominn er til að heyja sína síðustu báráttu þar syðra. Bókin sem kvikmyndin er byggð á er vafalaust safaríkt og áhrifamik- ið verk hinsvegar verður það aldrei sagt um handritið. Persónusköpunim er þunn og yf irborðsleg, söguþráður- inn ófuæænægjandi, samtölin oftast með uppskrúfuðum heimspekitil- burðum. Leikstjórinn Puenzo, Arg- entínumaðurinn sem gerði eina bestu mynd síðasta áratugs, helst hér illa á efnivið og leikurum. Stolt og stæri- læti Smits með nokkra tómahljóði, Fonda er útá túni, orðin heldur rosk- in fyrir hlutverkið - enda orðin tíu árum eldri núna en þá hún tók hlut- verkið að sér. En gamli, góði Peck stendur fyrir sínu og gefur þessari brokkgengu mynd sín bestu og glæstustu augnablik. Tæknileg atriði era góð, kvikmyndatakan fögur, tón- listin reist. Rammin er vandaður en verkið volkað. ___________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarfið hefst á ný eftir jóla- fríið nk. mánudag, 8. janúar, með 3ja kvölda hraðsveitakeppni. Spilað er að venju í íþróttahúsinu v/Strandgötu og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridsfélag Kvenna Aðalsveitakeppni félagsins hefst mánudaginn 8. jan. kl. 19.30. Spilað er í Sigtúni 9, húsi Bridssambandsins. Sveitir geta skráð sig í síma 32968 (Ólína) og 33778 (Véný). Hjónaklúbburinn Barometer-keppni félagsins hefst þriðjudaginn 16. jan. kl. 19.45. Spilað er í Tæknigarði,, sunnan Háskólabíós. Spiluð verða forgefin spil og mun Kristján Hauksson sjá um tölvuútreikn- ing. Pör geta skráð sig í síma 22378 (Júlíus). Bridsfélag Suðurnesja Nýja árið hefst með eins kvölds tvímenningi nk. mánudagskvöld. Spilað er í Garðinum, nánar tiltekið í Golfskál- anum í Leiru kl. 20. Allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.