Morgunblaðið - 05.01.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
EFTERMÆLI
SÝSLUNEFNDAR
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Kristmundur Bjarnason:
Sýslunefiidarsaga Skagfirðinga.
Síðara bindi.
Utgefandi: Sýslunefhd Skaga-
fjarðarsýslu. Akureyri. 1989.
438 bls.
Fyrir tveimur árum kom út fyrri
hluti Sýslunefndarsögu Skagfirð:
inga eftir Kristmund Bjarnason. í
því bindi var gerð grein fyrir af-
skiptum sýslunefndar af málefnum
Skagafjarðarsýslu frá því að nefnd-
in hélt fyrsta fund sinn árið 1874
og fram yfir 1930 eftir því sem
efni stóðu til. Frásögninni var skipt
í sex hluta eftir málefnum: Sam-
göngur, Menntir, Heilbrigðismál,
Utvegur, Búshagir. Sú frásögn var
breið og yfirgripsmikil og var í raun
þróunarsaga þessara málaflokka.
I síðara bindi, sem nú kemur út,
er sögunni fram haldið uns sýslu-
nefnd heldur lokafund sinn og hætt-
ir störfum 14. desember 1988. Þá
hafði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
starfað í 114 ár.
í stórum dráttum er efnisskipan
hliðstæð og var í fyrra bindi. Bókar-
hlutar eru nú að vísu níu talsins.
Við bætist smákafli er nefnist
Fundarsköp og verkahringur sýslu-
nefndar. Þá koma þrír hlutar eins
og áður: Búshagir, Heilbrigðiskerf-
ið og Samgöngur. Nýr hluti nefnist
Gamanrúnir og hátíðahöld. Þá er
sérstakur hluti um rafvæðingu.
Menntamálin skiptast á tvo hluta.
Annar nefnist Þættir úr sögu
Varmahlíðar og hinn Húsmæðra-
skóli, söfn og tónmennt. Níunda
hluta bókar nefnir höfundur Dreif-
ar. Þar ræðir stuttlega um Drang-
eyjarmál, Húsakost og bygginga-
framkvæmdir og minnst er nokk-
urra manna. Þá er hinum eiginlega
texta lokið. Eftir er tal sýslunefnd-
armanna og oddvita (sýslumanna)
sýslunefndar. Það er mikið tal, 163
menn, og eru myndir af flestum
þeirra. Að lokum eru Heimilda-
skrár, Ljósmyndaskrár og Nafna-
skrár fyrir allt verkið. Þetta eru
miklar skrár, rífar 100 blaðsíður.
Myndir í þessu bindi nálgast hundr-
aðið fyrir utan myndir af sýslu-
nefndarmönnum.
í formála síðara bindis segist
höfundur vilja „leiðrétta þann mis-
skilning, sem ég hef orðið var við,
að hér sé um ritun héraðssögu að
ræða. Því fer fjarri, enda þótt
skeggið sé skylt hökunni.“ Rétt er
þetta vitaskuld. í þetta ritverk vant-
ar margt sem héraðssaga myndi
hafa á milli spjalda, auk þess sem
öðru vísi myndi þar verða tekið á
efni. Hitt er og jafn augljóst að
allt sem í þessu verki er að finna
á heima í héraðssögu og það því
fremur sem Kristmundur einskorð-
ar sig ekki við bein afskipti sýslu-
nefndar af málefnum héraðsins,
enda yrði textinn að öðrum kosti
lítt skiljanlegur.
Það er alkunna að Kristmundi
Bjarnasyni er lagið að bera á borð
þurrt og tormelt efni svo að það
verði lystugt. I þessa bók er borið
saman mikið safn upplýsinga af
ýmsu tagi, fundarsamþykktir, tölu-
leg yfirlit o.s.frv., en yfirleitt flétt-
ast þetta inn í þægilega og glaðlega
frásögn. Það væri heldur ekki í
réttum „sýslunefndaranda“ að gera
málefni leiðinleg. Eg hygg að fund-
ir sýslunefndar hafi sjaldnast verið
leiðinlegir. Oft var að vísu þrefað
og margar sundurleitar skoðanir á
lofti. Menn virðast hafa átt afar
erfitt bæði innan funda og utan að
koma sér saman um eina skoðun.
Hvemig var réttast að standa að
skógræktarmálum? Hvar átti aðal
menntasetur héraðsins að vera?
Hvar húsmæðraskóli? Hvar var
réttast að virkja til rafmagns? Menn
stóðu í endalausu stappi og þrefi
og framkvæmdir drógust á langinn.
En oftar en hitt enduðu umræður
með hnyttinni stöku eða jafnvel
Arfl MNSMÓUrM
Takmarkaður fjöldi nemenda í
hverjum tíma
A HYBREX SÍMKERFUM
OG SAMSKIPTABÚNAM
HYBREX AX
er eitt fullkomnasta símkerfi sem völ er á á íslandi í dag
HYBREXAX
er meö sveigjanlegan fjölda innanhússnúmera
NYJUNGA
ÍSLANDI
• íslenskur texti á skjá-
tækjum.
Allur texti sem birtist á
skjám tækjanna er á
íslensku.
• Vandaöur íslenskur
leiöavísir fylgir öllum
símtækjum.
LATTU SJA ÞIG
Sértu að hugsa um símkerfi
þá er rétti tíminn núna.
Komdu og rabbaðu við
okkur.
JANUARTILBOÐ
í tilefni sýningarinnar erum
við með sérstakt tilboð á
Hybrex símkerfum.
Hybrex 408 ásamt 5 skjá-
tækjum:
Verð kr........ 87.392,-
VSK ........... 21.411,-
Stgr.kr
108.803.-
Heimilistæki hf
Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00
í SOMHÚtí}UiH
* Ofangreint verö er miöaö viö gengi USD. 03.01 .’90
Kristmundur Bjarnason
brag, sem síðan var samviskusam-
lega skráð í Leirgerði. Margt af
þessum gamanmálum er hér til-
fært. Að vísu var þetta ekki einhlítt,
því að sum mál gengu greiðlega
fyrir sig, t.a.m. stofnun Byggða-
safnsins í Glaumbæ.
I þessari bók gerir höfundur til-
raun til að rekja sögu hins svo-
nefnda Varmahlíðarfélags. Er sú
saga lengsti hluti bókarinnar, rúm-
ur þriðjungur texta. Hugsjón
Varmahlíðarfélagsins var vissulega
góð, en sagan er engu að síður
dapurleg og þar er nokkra leiða
skugga að sjá. Er þó víst sitthvað
ósagt. Fróðlegur þótti mér kaflinn
um skógrækt í Skagafirði. Hann
mætti vera Skagfirðingum hvatn-
ing til að-fara nú loksins að taka
á honum stóra sínum í þessum
málum.
Allir Skagfirðingar, sem vilja
heill og hag héraðs sfns, ættu að
lesa þetta mikla verk vandlega. Það
er gott innlegg til sj^lfsskoðunar
og sjálfsgagnrýni. Það getur minnt
menn á hvernig ekki eigi að standa
að málum og hvað þurfi til þess
að málefni í almannaþágu nái fram
að ganga.
Barnadansakeimsla
Gömludansakennsla
Innritun frá kl. 14.00-20.00 Samkvæmisdansakennsla
Kennsla hefst 8. janúar Standard
Suður-amerískir
Rokk/tjútt
Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi.
Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra
hópa. ^
HAFNARFJÖRÐUR
Kennum í nýju húsnæði
á Reykjavíkurvegi 72.
Sími 65-22-85
REYKJAVÍK
Kennum í Ármúla 17a.
Sími38830
Félagar í FÍD og DÍ
Raðgreiðslur