Morgunblaðið - 05.01.1990, Page 14

Morgunblaðið - 05.01.1990, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1990 Sjávarútvegurinn er vanræktur! eftir Krislján Pálsson Inngangur Sjávarútvegurinn er sú atvinnu- grein sem hefur lyft efnahag okkar Islendinga eða herraþjóðar fyrr á tímum upp í það, sem best gerist þegar vel hefur aflast, en að sama skapi gert margan manninn gjald- þrota þegar þorskurinn hefur horf ið. Það voru einmitt þessar miklu sveiflur sem komu hvað harkalegast niður á landanum þegar skipin voru smá, en þá orti Einar Benediktsson í íslandsljóðum sínum: „Vissurðu hvað Frakkinn fékk til hlutar. Fleytan er of smá sá grái er utar.“ Þróunarferillinn Með smíði stærri skipa, báta og togara hefur okkur tekist að halda uppi einhveijum bestu lífskjörum sem þekkjast í heiminum, þrátt fyrir sveiflur í veiði einstakra fiskistofna. Þjóðin gerði sér grein fyrir því að uppspretta alls auðs á íslandi er af afrakstri fiskistofnanna. Þessi mikil- væga staðreynd er kannski það sem stór hluti þessarar þjóðar hefur gleymt í dag, sem er kannski ekki óeðlilegt þegar litið er á allan þann uppgang sem orðið hefur á suðvest- urhorninu og hver glæsihöllin risið upp af annarri. Eftir situr svo sjávar- útvegurinn, bjargræðið sjálft á gjör- gæslu rúið öllu eigið fé og máttlaust til allra átaka og framfarasóknar. Hvert áfall í dag í sjávarútveginum eins og hrun loðnustofnsins verður margfalt áfall vegna þess að þjóðar- búið er vart fært að taka þeim. Ástæður Almenningur og þingmenn spytja sig: hvers vegna þessi óskaplegu fjárhagsvandamál þegar hvert met- aflaárið hefur rekið annað sl. 18 ár? Ég tel margar samverkandi ástæður vera fyrir þeim vanda sem við erum í, en helstu ástæðurnar tel ég vera gengisfalsanir stjórnvaida, vaxtaok- ur, vanrækslu stjórnvalda við þennan helsta atvinnuveg þjóðarinnar, þekk- ingarleysi á mikilvægi landsbyggðar- innar í rekstri sjávarútvegsins og stöðnuð sölukerfi á íslenskum sjávar- afurðum. Gengisstefiian Ég vil nú rökstyðja þetta nánar. Það er kunnara en frá þurfi að segja hvemig gengi gjaldmiðla hefur verið stýrt af stjómvöldum ýmist með fast- gengisstefnu eða stórgengisfelling- um, þar sem gengi krónunnar hefur fallið um allt að 90% eitt árið eða það hefur vart hreyfst annað árið og svo allt þar á milli. Þannig hefur þetta gengið allan þennan áratug, afleiðingarnar eru hallir eins og Seðlabanki og Byggðastofnun sem byggðar em fyrir gengismun, geng- ismun hverra? Gengismun þeirra sem framleiddu þennan gjaldeyri, þ.e. sjávarútvegsins svo ekki sé talað um þann arð sem f luttur hefur verið frá sjávarútvegnum til innf lutningsfyrir- tækja með gengisstefnu sem ekki hefur verið í neinu samræmi við verð- lag í landinu né ástand. Afleiðingarn- ar eru endalausar skrifstofu- og verslunarbyggingar í Reykjavík. Vextir Vaxtaokrið hefur bætt gráu ofan á svart og er síðasta útspil peninga- stofnana að hækka vexti um 28% þ.e. úr 7,25 í 9,25% ef einhver þarf að skuldbreyta. Þetta er svo maka- laust þegar litið er á hveijir það era sem þurfa skuldbreytinga við, þ.e. einmitt þeir sem skulda mest og getá síst borið hærri vexti. Af leiðing- amar era sífellt að koma í ljós eins og t.d. með uppsögnum í skipasmíða- iðnaðinum, sem ekki stendur undir vöxtum né getur boðið þau hagstæðu smíðalán sem aðrar þjóðir bjóða. Vanræksla Ég kalla það vanrækslu þegar sjávarútvegurinn er látinn afskipta- laus vegna þess að sérfræðingaveldið vildi finna eitthvað nýtt, eins og fisk- eldi, refarækt, fjármögnunarfyrir- tæki og f 1., sem er blásið upp sem hið nýja og spennandi sem komi til með að taka við af sjávarútveginum. Því miður hafa flest allar tilraunir til nýsköpunar í gjaldeyrisöflun reynst árangurslitlar. Sjávarútvegur- Kristján Pálsson „Ég tel margar sam- verkandi ástæður vera fyrir þeim vanda sem við erum í, en helstu ástæðurnar tel ég vera gengisfalsanir sljórn- valda, vaxtaokur, van- rækslu stjórnvalda við þennan helsta atvinnu- veg þjóðarinnar, þekk- ingarleysi á mikilvægi landsbyggðarinnar í rekstri sjávarútvegsins og stöðnuð sölukerfí á íslenskum sjávarafurð- um.“ inn stendur enn undir gjaldeyrisöf lun þjóðarinnar. Afleiðingar ofdekurs þjóðarinnar við sérfræðingana era mestu gjaldþrot sem dunið hafa yfir þjóðina í fiskeldi og refarækt og rándýram tilraunum á mörgum svið- um. Vanþekking á landsbyggðinni Á síðustu áram hefur máttur landsbyggðarinnar farið mjög dvínandi og raddir okkar ekki teknar mjög alvarlega. Það hefur verið kall- að landsbyggðarvæl þegar kvartað er um mikinn fólksf lótta af lands- byggðinni vegna mikils kostnaðar við almenna framfærslu umfram það sem býðst á sv-hominu. Afleiðingin er sú, að þjóðin hefur fjarlægst sjáv- arútveginn æ meir. Það er ófínt að vera í fiski. Fólkið hópast samt á svæði, sem í raun hafa lifibrauð sitt af því að þjónusta sjávarútveginn og til annarra þjónustufyrirtækja, sem byggja afkomu sína á því að mega eyða gjaldeyri. Auðvitað er einhver sjávarútvegur á þessu svæði, en sem hlutfall af mannfjölda á suðvestur- svæðinu fer hann síminnkandi. Með peningaprentun, verðlausum pappír- um og plastkortum hefur enn tekist að halda uppi lífskjöram á þessu landi og enn þrengist hringurinn. Staðnað sölukerfi íslendingar hafa í marga áratugi verið taldir eiga mjög öflug og góð sölukerfi á sölu sjávarafla eins og SH, SÍS og SÍF. Árangur þessara fyrirtækja hefur byggst að nokkra leyti á einokunaraðstöðu þeirra á sölu afurða á stærstu markaðina. Því miður verður að segjast, að það verð sem fengist hefur fyrir afurðim- ar síðustu árin hefur engan veginn dugað og er það ein ástæðan fyrir slæmri stöðu sjávarútvegsins. Afleið- ingin er stóraukin sala á óunnum fiski úr landi, enda greitt ævintýra- lega hátt verð erlendis. Hvað gera erlendu kaupmennirnir svo við þenn- an fokdýra fisk? Þeir flaka hann og selja í verslunum. í skjóli gámaút- flutnings hefur dafnað margskonar svindl varðandi tegundir og magn í gámumj þar sem útflytendur hafa nefnt fisktegundir þeim nöfnum, sem hafa passað best við kvótann þeirra. Ég veit líka um það að umboðsmenn eriendis hafa kvóta til ráðstöfunar, sem þeir bjóða þeim, sem vilja fiska og selja þeim óunnið úr landi. Allt er þetta til að draga úr störf- um hér heima og flytja til útlend- inga. Það vita allir að fjármagnið finnur sér alltaf einhveijar leiðir ef menn sjá sér gróðavon. Ef við finnum ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR sívGÖMLU DANSARNIR :- ^ * Sundlaugovegur - IÚNl & OKKAR SERGREIN Við höfum kennt dans frá 1951 og stuðlað að útbreiðslu hans með kennslu í barnadöns- um, þjóðdönsum og gömlu dönsunum. Þú hlýtur að finna eitthvað við þitt hæfi. Gömlu dansarnir hefjast mánudaginn 8. janúar. Þeir verða þrískiptir. Kl. 19.30-20.30 Byrjendahópur þar sem grunnspor eru kennd ítarlega. 12. skipti á 4.500,-kr. Kl. 20.30-21.30 Framhald kr. 4.500,- Kl. 21.30-23.00 Opnir tímar fyrir lengra komna. Þú mætir þegar þér hentar og kvöldið kostar 400,- kr. (ath. 90 mín.) Við byrjum á Rælum, Óla skans, Svensk maskerade. Harmóníkuleikari hjá öllum hópum. 8. janúar Rælar, Óli skans, Svensk maskerade 15. janúar Polkar, Stjörnupolki 22. janúar Skottís, Mars, Skoski dansinn 29. janúar Vals, Tennessepolki 5. febrúar Vínarkrus, Hambo 12. febrúar Marsurka, Tyrolavals og hopsa ÞJOÐDANSAR á fimmtudögum kl. 20.30 fyrir alla. BARNADANSAR 12 tíma námskeið hefjast 8. janúar 1990 Mánudaga 3-4 ára kl. 16.00-16.30 kr. 2.300,- 4-5 ára kl. 16.40-17.10 kr. 2.300,- 6-8 ára kl. 17.15-18.00 kr. 3.500,- 9-11 ára kl. 18.05-19.05 kr. 4.500,- Systkinaafsláttur er 25% STARFSMANNAFÉLÖG OG SAUMAKLÚBBAR ATHUGIÐ! Við bjóðum upp á sértíma fyrir starfsmannahópa og félög eftir samkomulagi. ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR, SUNDLAUGAVEGI 34, SÍMAR 681616, 687464, 675777. ekki leiðir til að stjórna þessu þá drakknar hér allt í spillingu og skrif- finnsku. Leiðir til úrbóta Ég hef dregið hér upp marga dökka punkta varðandi stöðu sjávar- útvegsins og er því miður ekkert ofsagt. Það er þó alls ekki svo að við eigum ekki leiðir til að leysa okkar vanda, þó við verðum að viður- kenna að kostirnir verða færri, því dýpra sem við sökkvum í skuldabasl- ið. Ég tel að stjómvöld verði á marg- an hátt að breyta þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í sjávarútvegsmál- um og stjórn peningamála og jafn- framt að breyta þeirri ímynd sem fiskvinnsla og landsbyggðin hafa. Til að það takist vil ég leggja eftirfar- andi til: Upplýsingabæklingar. Að gefnir verði út upplýs- ingabæklingar um mikilvægi sjáv- arútvegs fyrir íslendinga og að sjáv- arfang sé forsenda þeirra lífskjara sem við búum við. Jöfhun lífskjara. Að kynntur sé hinn mikilvægi þáttur landsbyggðarinnar í þeirri verðmætasköpun sem fæst úr sjáv- arútvegnum og að gripið verði strax til raunhæfra ráðstafana til að stöðva fólksflóttann af landsbyggð- inni með jöfnun lífskjara. Það verð- ur m.a. að jafna húshitunarkostnað í landinu og það er einnig nauðsyn- legt að tryggja endursölu íbúða á landsbyggðinni. Margt mætti gera með einföldum stjómvaldsaðgerð- um ef vilji og þor er fyrir hendi. Aflétta einokun. Ég tel nauðsynlegt að gefa al- gjört frelsi með sölu sjávarafurða. Einokun stórra sölufyrirtækja er tímaskekkja og hefur eignarhald þeirra í íslenskum fiskvinnslufyrir- tækjum deyft alla sjálfsbjargarvið- leitni stjórnenda húsanna til að af la sér sölumanna og markaða sjálfir. Framleiðandinn er að mínu mati úr tengslum við markaðinn sjálfan. Það era mest forstjórar sölufyrir- tækjanna sem erfitt er að ná í og oft langt frá framleiðslunni. Það kemur best fram í því að stóru sölu- samtökin hafa ekki verið fær um að bregðast skjótt við markaðs- breytingum. Það sjáum við á þeirri þróun að sífellt stærri hluti aflans fer óunninn úr landi. Ég tel einnig nauðsynlegt að stjórnvöld styrki fyrirtæki með afgerandi hætti, sem þróa sig í frekari fullvinnslu sjávar- fangs en nú er gert. Erlend eignaraðild. Pjárhagsvandi sjávarútvegsins er svo mikill í dag, að það er eins og að gefa deyjandi manni ópíum að fara út í eina skuldbreytinguna enn, aðrar leiðir verður því að skoða til að styrkja fjárhagsstöðuna. Það hafa orðið ákveðnar breytingar á eignarhaldi í sumum sjávarútvegs- fyrirtækjum og erlendir aðilar eign- ast í þeim hluti og er eitt slíkt dæmi héðan, eins og kunnugt er. Það má velta því fyrir sér hvort við séum að selja landið og lífsafkom- una ef við hleypum útlendingum inn í þennan grunnatvinnuveg þjóðar- innar. Ég er ekki viss um að hætt- an sé svo mikil ef við höfum fulla stjórn á hlutunum. Okkur vantar eigið fé inn í fyrirtækin og það fæst ekki á Islandi, hér fást einung- is dýr lán. Erlent fjármagn er einn- ig að koma inn bakdyramegin stjórnlaust með kaupum útlendinga á kvóta sem þeir selja síðan þeim sem vilja senda fiskinn út óunninn. Mörg dæmi eru til um áhuga er- lendra aðila á því að eignast hlut- deild í okkar holla fiski. Eg tel fulla ástæðu til að skoða í alvöra að hleypa erlendum aðilum inn í sjávar- útvegsfyrritæki okkar en á móti komi: 1. Að enginn fiskur verði fluttur óunninn úr landi. 2. Að íslendingar hafi ávallt meiri- hluta í stjórn sjávarútvegsfyrir- tækja óháð eignarhlut. Við eigum allt undir sölu á erlend- um mörkuðum, ég tel því nauðsyn- legt að svara kalli þeirra sem við okkur vilja skipta á þann hátt að það geti styrkt íslenskan sjávarútveg og byggð í okkar landi. Við verðum að standa okkur í samkeppninni og ein- angrast ekki í þjóðerniskennd. Á meðan við tryggjum eignarhald okk- ar á fiskimiðunum og hvikum þar hvergi þá er ekkert að óttast. Höfundur er hæjnrstjóri í Ólafsvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.