Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
15
Sala á íslenskum ísfíski á bresku og v-þýsku mörkuðunum:
Um 96 þúsund tonn seld fyrir
8 milljarða króna árið 1989
Sala í Vestur-Þýskalandi 27% meiri en árið 1988
Á fiskmörkuðunum í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi voru seld
samtals 96.282 tonn af íslenskum ísfíski úr fískiskipum og gámum
árið 1989 fyrir 8,334 milljarða króna. Þar voru hins vegar seld sam-
tals 94.509 tonn árið 1988 fyrir 6,25 milljarða króna. Sala á íslensk-
um ísfíski í Vestur-Þjýskalandi var 7.620 tonnum, eða 27%, meir:
árið 1989 en 1988. Islensk fískiskip seldu 24.606 tonn í Vestur-
Þýskalandi árið 1989, eða 4.245 tonnum (21%) meira en 1988. Þai
voru seld 10.025 tonn af íslenskum físki úr gámum árið 1989, eða
3.375 tonnum (45%) meira en 1988.
Samkvæmt upplýsingum frá 35.531 tonn á vestur-þýsku fisk-
af karfa árið 1989 fyrir 80,10 króna
(2,64 marka) meðalverð og 6.450
tonn af ufsa fyrir 69,67 króna (2,21
marka) meðalverð.
■ MAGNÚS Ingvarsson opnar
sölusýningu á landslagsmálverkum
í húsnæði Rekstrarvara að Réttar-
hálsi 2, föstudaginn 5. janúar kl.
17. Tilefni sýningarinnar er að
Rekstrarvörur opnar formlega
glæsilegt húsnæði þann dag ná-
kvæmlega ári eftir að fyrirtækið
brann í stórbruna að Réttarhálsi
2. Þetta er þriðja einkasýning
Magnúsar á landslagsmálverkum
og jafnframt sú fyrsta í Reykjavík.
Sýningin verður opin til 26. janúar
á afgreiðslutíma Rekstrarvara sem
er mánudaga til föstudaga kl. 8-17.
Magnús Ingvarsson með
verka sinna.
eitt
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna seldu íslensk fiskiskip
16.147 tonn af ísfiski í Bretlandi
árið 1989, eða 19.770 tonnum
(18%) minna en 1988. Þar voru
seld 44.604 tonn af íslenskum fiski
úr gámum árið 1989, eða 2.224
tonnum (5%) minna en 1988.
Samtals voru seld 60.751 tonn
af íslenskum ísfiski í Bretlandi árið
1989 fyrir 5,663 milljarða króna,
eða 93,21 króna (1 Sterlingspunds)
meðalverð. Þar voru seld 66.598
tonn árið 1988 fyrir 70,08 króna
(0,92 punda) meðalverð. Selt var
mörkuðunum árið 1989 fyrir 2,671
milljarð króna, eða 75,18 króna
(2,46 marka) meðalverð. Þar voru
seld 27.911 tonn árið 1988 fyrir
56,71 kr. (2,33 marka) meðalverð.
Seld voru meðal annars 30.391
tonn af þorski á fiskmörkuðunum
í Bretlandi árið 1989 fyrir 92,34
króna (1 Sterlingspunds) meðal-
verð, 16.703 tonn af ýsu fyrir
101,21 krónu (1,08 punda) meðal-
verð og 5.375 tonn af kola fyrir
87,01 krónu (0,94 punda) meðal-
verð. Á vestur-þýsku mörkuðunum
voru meðal annars seld 23.239 tonn
*
Aramótarabb
frá Borgarfirði
Borgarfírði.
ÞÁ ERU nú jólin liðin, sömuleiðis gamla árið og nýtt ár gengið í
garð. Hér austanlands var jólatíminn mildur, enginn snjór og nán-
ast sem vor í lofti.
Hjá okkur Borgfirðingum, var
ýmislegt að gerast. Jólaleyfið í
grunnskólanum hófst með hinum
árvissu „litlu jólum“ þar sem nem-
endur önnuðust alla dagskrárliði,
leikþætti, söng, lestur jólaguð-
spjallsins og upplestur frumsamins
ljóðs. Var því svo haganlega fyrir-
komið að ég held að nánast hver
einasti nemandi hafi lagt eitthvað
að mörkum. Næst var svo haldin
hin hefðbundna barnasamkoma
með jólaveinum, dansað í kringum
jólatré og söng. Ekki má gleyma
því að hér var myndin „Kristnihald
undir jökli“ sýnd við almenna
ánægju, tvær eða þrjár sýningar.
Þá voru tvær sýningar á kvikmynd-
inni „Magnús" eftir Þráin Bertels-
son.
Messað var í Bakkagerðiskirkju
á jóladag. Síðast en ekki síst ber
að nefna gamlárskvöldið. Börn og
unglingar hö’fðu safnað miklu elds-
neyti og hlaðið háan köst neðst í
þorpinu í nánd við Álfaborgina. Öll
skilyrði voru hin bestu svo að bálið
varð heljarstórt og samtímis var
kveikt á björtum blysum víðsvegar
um þorpið og á húsaþökum svo að
rauður, ævintýralegur bjarmi sveip-
aði byggðina og brá annarlegum
ljóma yfir umhverfið. Auk þess
sáust fjölmargar sólir á lofti og
ólýsanleg litadýrð. Sérstaka athygli
vöktu hinar frumlegu gluggaskre-
ytingar úr skólanum gerðar af nem-
endum skólans undir leiðsögn
myndmenntakennarans Karls Vern-
harðssonar. Á miðnætti hófst svo
áramótadansleikur í Fjarðarborg og
stóð til morguns.
Nú þegar hægist um aftur og
mestur hávaðinn hljóðnaður, grípa
menn sér bók í hönd, því margir
eignuðust góða bók um jólin og sem
betur fer er bókin ennþá almenn-
asta jólagjöfin og verður vonandi
hér eftir sem hingað til.
— Sverrir
Barnaflokkar: Frá6í
Unglingaflokkar: Framh
16 ára og eldri: Framh
16 vikna önn lýkur með nemendasýningu. Ner
n von a Patric
LneimsfSirni
83"73c
Suðurveri - Hr£
POR
ATT
1
CMC kerli er serslaklegá hannad Hringið eltir
lyrir loltplotur frá Armstrong frekari upplýsingum
CMC kerli fyrir niðurhengd lolt, er ur
galvanlseruðum málmi og eldþoliö.
CMC karfi er auðvelt i uppaetningu
og mjög sterkt.
CMC kerli er feat með stillanlegum
upphengjum sem þola allt að
50 kg þunga
CMC kerfi faaat í mörgum gcrðum basði
aýnilegt og fallð og verðið er
ótrúlega lágt.
ALLIR ALDURSHÓPAR VELKOMNIR
Kara
Ifi
Jón Pétur
INNRITUN I SIMA
36645 4., 5. og 6. JANÚAR
alla daga kl. 10.00 - 20.00
JÓNS PÉTURS OG Kö'RU
Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar
Starfsmannahópar og félagssamtök
Kennum alla almenna dansa,
s.s. barnadansa, gömludansana og samkvæmisdansa
(standard dansar og suður-amerískir dansar).
Laugardagskennsla fyrir börn
KENNSLUSTAÐIR
Bolholti 6, Reykjavík og Garðalundur, Garðabæ
cg/ahgsa
S • K • Ó • L • 1
KK Cmk.umboO i I.Und.
88 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
_______Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640
Gleöilegt dansár 1990
Bolholt 6, 105 Reykjavík, sími: 36645