Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 19 Noregur: Rannsakar út- breiðslu hreftiu Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbladsins. NORSKI vísindamaðurinn Arnoldus Schytte Blix hefur undanfarið staðið fyrir athyglisverðum rannsóknum á útbreiðslu hrefiiu. Hann hefur fundið hrefnu allt suður til hafsvæðisins á milli Vestur-Afiríku og Grænhöfðaeyja. Rannsóknirnar hafa tekið til haf- svæðis sem nær 1400 sjómílum lengra suður en fyrri hrefnurann- sóknir. Schytte Blix, sem er próf- essor við Tromsö-háskóla, hefur enn fremur fundið langreyði 100 sjómíl- um sunnar en staðfest hefur verið í fyrri rannsóknum. Þá fann hann vöðu með u.þ.b. 60 grindhvölum ásamt kálfum rétt fyrir norðan miðbaug. Hvalirnir vora bæði taldir beinni talningu með berum augum og einnig með hlustunarduflum. Dufl- unum var komið fyrir með jöfnu millibili til að nema hljóð frá hvölun- um neðansjávar. Skoskir bændur stugga við gæsunum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. SKOTLAND er mikið grið- land fugla af norðurslóðum á vetrum. Bændur á Katanesi og Suðureyjum reyna að fæla gæsir frá löndum sínum, en þær eru fjölmennar á þessum tíma árs. Fjölmargar fiigla- tegundir af norðurslóðum hafa vetursetu í nyrsta hluta Skotlands, Katanesi, og á Suðureyjum. Á Katanesi era grágæsir fyr- irferðarmestar, en þar má líka finna álftir frá íslandi, stara og gráþresti. Með ströndum og í árósum era sendlingar, tildr- ur, sanderlur, skutulendur, há- vellur og rauðhöfðar. Blesgæs frá Grænlandi dvelst víða á Suðureyjum á vetram. Það eru ekki allir jafn hrifn- ir af þessum gestum. Bændur gera allt til að reka gæsir af löndum sínum, en ströng nátt- úraverndarlög koma víða í veg fyrir að þeir fái mikið að gert. Örfáir bændur á Suðureyjum hafa fengið árleg leyfi til að skjóta blesgæsir til að koma í veg fyrir skaða, sem nemur milljónum íslenzkra króna að sögn bændanna. En þessi leyfi hafa verið umdeild, því að bles- gæsin frá Grænlandi er fágæt. Nú hefur landbúnaðardeild Skotlandsmálaráðuneytisins ákveðið að veita nokkram bændum á eyjunni Islay fjár- styrk til að ráða menn í vinnu til að vera fuglahræður í til- raunaskyni. Veiðileyfi á ekki að gefa út nema nauður reki og helzt engin. Á Katanesi eru reglur rýmri. Þar hafa bændur skotið grá- gæsir, ef þeir hafa séð ástæðu til þess, en óheimilt er að skjóta þar fágætar tegundir. En nú hafa æ fleiri bændur tekið að selja veiðileyfi í löndum sínum til skotveiðimanna, sem aðal- lega sækjast eftir grágæsinni. Bændur leggjast eindregið gegn öllum hömlum á sölu veiðileyfa og segjast vera bezt hæfir til þess að vernda þá náttúru, sem þeir umgangist á hveijum degi. Norðmenn standa um þessar mundir fyrir umfangsmiklum rann- sóknum á hvölum og öðram sjávar- spendýram og lýkur þeim á næsta ári. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum bendir allt til að norski hrefnustofninn séu nú aftur kominn upp í að minnsta kosti 50.000 dýr, en talsmenn Norges Fiskarlag telja nær sanni að dýrin séu yfir 100.000. Hærri talan hefur hins vegar enn ekki verið staðfest í þess- um rannsóknum. Reuter Leka, sonur Zog, fyrrum Albaníukonungs, gerir fréttamönnuin grein fyrir áformum sínum um að heQa skipulega herferð gegn harðlínu- kommúnistum í landinu. Konungnrinn ókrýndi hyggst grafa undan stjórn Albaníu Jóhannesarborg. Reuter. LEKA, hinn ókrýndi konungur Albaníu, hyggst hefja skipulega her- ferð til að grafa undan harðlínukommúnistum þeim sem fara með völdin þar i landi. Verður útvarpssendingum einkum beitt í þessu skyni en Leka kveðst ekki búast við því að herferðin skili árangri fyrr en eftir tvö til þijú ár. Leka lét þessi ummæli falla í viðtali við Reuters-fréttastofuna í Jóhannesarborg í gær en hann býr í Suður-Afríku. Konungurinn ókrýndi er fimmtugur en föður hans ,Zog konungi, var steypt af stóli í Albaníu er herir Þjóðveija og ítala réðust inn í landið árið 1939. Leka var þá nýfæddur, aðeins tveggja daga gamall og hefur því búið í útlegð allt sitt líf, í Evrópu, Mið- Austurlöndum og Afríku. í viðtalinu líkti Leka ástandinu í Albaníu við ástandið í Rúmeníu áður en Nicolae Ceausescu og valdaklíku hans var steypt af stóli. Hins vegar væri biturleiki alþýðu manna í Albaníu og óttinn við yfir- völd enn meiri í föðurlandi hans. Leka hefur ítrekað kvatt þjóð sína til að rísa upp gegn stalínistun- um sem stjóma landinu. í viðtalinu kvaðst hann líta á sjálfan sig sem konung Albaníu en sagðist jafn- framt reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til að unnt reyndist að innleiða lýðræði í landinu en þar búa um þijár milljónir manna. Leka sagði að tæpast væri unnt að líkja Albaníu við neitt annað land í Austur-Evrópu þar sem Sov- étmenn hefðu þar engin ítök og áhrif. Því gæti Míkhaíl S. Gorb- atsjov, leiðtogi sovéskra .kommún- ista, ekki beitt stjórnvöld þar þrýst- ingi. Raunar hafa stjórnvöld í Al- baníu fordæmt umbótastefnu Gorb- atsjovs. Leka sagði fylgismenn sína í Albaníu mynda stærstu skipulögðu hreyfingu stjórnarandstæðinga í landinu en að auki væru fjölmargir Albanir hlynntir umbótastefnu og hugmyndafræði núverandi valdhafa í Sovétríkjunum. Pakistan: Mannskæðasta lestar- slys í sögu landsins Karachi. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 210 manns fórust í fyrrakvöld í mesta lestar- slysi í sögu Pakistans er far- þegalest lenti í árekstri við flutn- ingalest. Pakistanskir embættismenn sögðu að fleiri lík væra ef til vill enn í flaki lestarinnar. Um 300 manns slösuðust, þar af að minnsta kosti 25 alvarlega, og háir blóð- skortur mjög hjúkrunarstarfinu. Slysið varð skammt frá bænum Sukkur, um 380 km norður af Karachi. Flestir farþegarnir vora sofandi þegar slysið varð. Lögregl- an sagði að ekki væri útilokað að um skemmdarverk hefði verið að ræða en talsmenn samgönguráðu- neytisins sögðu að bilun í merkja- kerfi gæti hafa valdið slysinu. ■ GAUTABORG -Sænsku kvöldblöðin Göteborgs Tidning- en og Kvallsposten vora sam- einuð á þriðjudag og heitir hið nýja blað GT/Kvállsposten I Dag. Aðstandendur nýja blaðs- ins segja að það ætti að geta keppt við tvö helstu kvöldblöð Svíþjóðar, Expressen og Afton- bladet.. ■ PEKING - Ný samtök mennta- og listamanna í Mong- ólíu, Lýðræðisfylkingin, krefj- ast umbóta og fjölflokkalýð- ræðis í landinu, að sögn danska blaðsins Jyllands-Posten. Um 1.000 manns hafa tekið þátt í mótmælum gegn kommúnista- stjórninni í höfuðborginni, Ulan Bator, undanfarnar vikur. Út- varp og sjónvarp hafa skýrt frá aðgerðunum. Stjórnvöld hafa lofað umbótum en leggja áherslu á forystuhlutverk kommúnista. Mongólía er á milli Sovétríkjanna og Kína en hefur áratugum saman verið undir handaijaðri hins fyrr- nefnda. ■ VÍNARBORG - Ramiz Alia, leiðtogi Albaníu, sagði í nýársávarpi til þjóðarinnar, að lýðræðisbylgjan, sem bundið hefði enda á einræði kommún- ista í flestum austantjaldsríkj- um að undanförnu, myndi ekki ná til Albaníu og því engin áhrif hafa þar. Hann sagði að stefna albanska kommúnista- flokksins hefði verið þjóðinni til heilla og ástæðulaust að breyta þar út af. ■ HAVANA - Fídel Castro, forseti Kúbu, sagði í áramótaá- varpi sínu að ekkert myndi fá Kúbumenn til þess að sveigja af braut sósíalismans. ■ NICE - Brotist var inn í íbúð þar sem franski listmálar- inn Henri Matisse bjó í Nice og stolið þaðan átta málverk- um, sem talin era að verðmæti 75 milljónir franskra franka, jafnvirði 795 milljóna ísl. kr. Dóttir Matisse hefur haft eftir- lit með íbúðinni og uppgötvaði hún þjófnaðinn á gamlársdag. Hafði hún þá ekki farið í íbúð- ina í röskan mánuð. Hefur þjóf- urinn klifrað upp húsvegg og brotið rúðu til að komast inn. Enginn hefur búið í íbúðinni í 20 ár. Matisse ánafnaði erfingj- um sínum íbúðina en þeir hafa ekki getað komið sér saman um hvemig arf inum skuli skipt. STORÚTSALA Vörumarkaður allft árið ( Nýjar vörur Opið frá kl. 12-18.30 Laugardaga frá kl. 10-16 VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR, HRINGBRAUT 121 Samkort

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.