Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
Minninff:
Þórhallur Bjarna-
son Hvammstanga
Fæddur 24. október 1899
Dáinn 23. desember 1989
í dag fer fram útför Þórhalls
Bjarnasonar, tengdaföður míns.
Hann lést þann 23. desember á elli-
og hjúkrunarheimilinu á Hvamms-
tanga en þar dvaldi hann að mestu
síðustu árin. Áður bjó Þórhallur að
Brekku, sem nú heitir Lækjargata
1, ásamt konu sinni, Þóru Sigvalda-
dóttur. Foreldrar hans voru Astríður
Magnúsdóttir og Bjarni Guðmunds-
son og fæddist Þórhallur að Mold-
haugum í Eyjafirði þann 24. október
1899 og var því liðlega níræður er
hann lést. Eins og að Iíkum lætur
var þrek hans mjög tekið að dvína.
Þó hafði hann allt undir það síðasta
fótavist og var jafnan hress og glað-
ur í bragði. Aldrei heyrði ég hann
bera sig illa undan glímunni við Elli
kerlingu er sótti þó hart að honum
í seinni tíð. Alltaf lét hann vel af
líðan sinni enda aldrei verið kvartsár
um dagana. Hann gekk þráðbeinn í
baki allt til loka, ætíð léttur í lund
og með gamanyrði á vörum. Þór-
hallur var og raunar heilsugóður
mestan hluta ævinnar og rúmlegu-
dagamir að leiðarlokum vora ekki
margir.
Á Þorláksmessu bárast ættingjum
Þórhalls, vinum og velunnurum, jóla-
og nýárskveðjur frá honum á öldum
ljósvakans. Fáeinum klukkustundum
síðar var hringt til okkar að norðan
og við látin vita að hann væri þá
þegar allur. Þetta kom okkur dálítið
á óvart. Að vísu vissum við að hann
hafði þá tvo til þtjá síðustu daga
legið all þungt haldinn en virtist að
morgni laugardags heldur hressari
og því von til að hann kæmist yfir
þetta. Sú varð þó ekki raunin. Hinsta
kallið var komið og því getur enginn
undan vikist, því öll eram við dauð-
leg mannanna börn. Mér finnst nú
eftir þennan atburð að ég skynji
kveðju hans á þessu heilags Þorláks
með formála eitthvað á þessa leið:
Ég-gerist þreyttur og svefn sækir á
mig fastar en fyrr, því skal til sæng-
ur ganga og sofna svefninum langa.
Þann veg hljómar í mínum eyrum
hinsta kveðja Þórhalls, svanasöngur
hans hér í heimi.
Ég hlýt að láta hugann reika
þijátíu og níu ár aftur í tímann. Þá
átti ég jól á heimili þeirra hjóna,
Þóra og Þórhalls á Hvammstanga.
Sá hátíðleiki og hlýja. er umlukti
allt og alla á þessari hátíð ljóssins
mun mér aldrei úr minni líða. Áuðvit-
að vissi ég að ég var heitbundinn
góðri konu, Elludís dóttur þeirra, en
kynni mín af tilvonandi tengdafor-
eldram höfðu þá ekki verið mikil eða
öðrum innan fjölskyldunnar. En
þarna varð mér ljóst að ég var tengd-
ur og venslaður einu því ágætasta
fólki og fjölskyldu er ég hafði fyrir
hitt. Síðar áttu kynnin eftir að verða
meiri og nánari. Og aldrei hefur sú
ímynd dvínað heldur fékk ég það
betur staðfest eftir því sem árin liðu
að þetta hugboð mitt á jólunum
1950 var rétt.
Þórhallur kvæntist þann 11. sept-
ember 1920 Þóra Sigvaldadóttur.
Þau vora jafnaldra. Hún fæddist
aðeins fyrr á árinu eða 3. maí. Þóra
lést fyrir átta árum annan dag jan-
úarmánaðar 1981.
Þegar þau gengu í hjónaband
Þóra og Þórhallur, var enginn leikur
að komast yfír jarðnæði og það lá
VINKLAR Á TRÉ
O.WBfiBlMSSON&CO
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
ekki á lausu eignalitlu fólki. Þetta
fengu þau að, reyna ungu hjónin og
máttu því una þeim kosti fyrstu árin
að hrekjast nokkuð á milli bæja norð-
ur á Vatnsnesi í ótryggri aðstöðu
húsmennskufólks. Lengsta og sam-
felldasta ábúð þessara ára áttu þau
á Stöpum á Vatnsnesi eða fimmtán
ár alls. Þar er rómuð fegurð og
finnst mörgum að þar beri hún hæst
á Vatnsnesinu öllu og er þá talsvert
mikið sagt. í mínum huga orkar
þetta ekki tvímælis en ég verð þó
að taka fram að þar kann að gæta
áhrifa frá konu minni. Að vísu segir
hún það aldrei beram orðum. En
viðbrögð hennar öll þegar við höfum
ekið Vatnsneshringinn era með þeim
hætti að ekki leynir sér hvar hún á
sterkastar rætur.
Fyrir kom það að við báram gæfu
til að fá Þórhall með í för og þá var
jafnan ekið hægt og stans gerður á
í námunda við Stapa. Ég held að
fjölskyldan öll beri mjög sterkar
kenndir til Vatnsnessins og þangað
stefnir hún för oft sumar hvert og
jafnvel oftar á stundum.
Ég hygg og að þeim hjónum báð-
um, Þóru og Þórhalli, hafi fundist
að þar ættu þau blóma ævi sinnar.
Árið 1945 festu þau kaup á
Hamri, litlu býli rétt fyrir norðan
Hvammstanga. Þar höfðu þau lítils-
háttar búskap en Þórhallur gekk í
hverja þá daglaunavinnu er til féll
í þorpinu og gerði svo æ síðan.
Vorið 1950 festu þau svo kaup á
húsinu að Lækjargötu 1 er áður hét
Brekka, og þar bjuggu þau síðan
allt til þess að Þóra féll frá. Eftir
fráfall hennar bjó Þórhallur þar einn
um skeið og naut þá styrks dætra
sinna, þeirra er best náðu til hans
sökum fjarlægðar. Á elli- og hjúk-
ranarheimilinu var hann svo meira
og minna viðloða tvö til þrjú síðustu
árin.
Heimili Þóru og Þórhalls kynntist
ég fyrst sem'áður segir 1950. Þar
var gestkvæmt og segja mátti að
þar stæði opið hús hvetjum þeim er
koma vildi. Bæði var kunningja- og
vinahópurinn stór og frændgarður-
inn mikill. Öllum var tekið opnum
örmum og þess vora dæmi að skotið
væri skjólshúsi yfir þá er í fá hús
áttu að venda fyrir einhverra hluta
sakir, oft um lengri eða skemmri
tíma. Þá þtjá vetur er við hjónin
áttum búsetu á Hvammstanga kom-
um við oft til þeirra. Næstum alltaf
voru gestir og frekar spurning hve
margir hvetju sinni. Og ætíð vora
borð hlaðin veislukosti og húsráð-
endum sérstaklega lagið að halda
uppi glaðværð og góðum heimili-
sanda. Stundum leit ég inn hjá þeim
á þessum áram að kvöldlagi. Oft bar
þá svo við væri ekkert í útvarpi er
freistaði, að þá sæti Þórhallur að
lestri og læsi upphátt fyrir konu sína
en hún var þá við hannyrðir ýmis
konar, enda féll henni sjaldan eða
aldrei verk úr hendi.
Þama bar mér fyrir augu bænda-
menningin eins og hún hafði verið
allar götur meðal kynslóðanna. Þar
ófust saman þættir bókmennta,
verk- og listsköpunar í margs konar
myndum.
Aldrei áttu þau Þóra og Þórhallur
miklar lendur né lausa aura og í
bytjun búskapar munu þau hafa
verið snauð af þessa heims gæðum.
Seinni árin voru þau, að ég held,
sæmilega bjargálna. Og af góðvild
og hjartagæsku vora þatl auðugri
en almennt gjörist. En kannski var
sú auðlegð þeirra þó mest að eiga
hvort annað í blíðu og stríðu á með-
an samvistanna naut. Það var vissu-
lega Þórhalli mikið áfall að sjá á bak
Leiðrétting*
Nafn greinarhöfundar minningar-
greinar um Hólmfríði Ingimundar-
dóttur, sem birtist í blaðinu í gær
misritaðist. Nafn höfundar er Birg-
ir Steinþórsson, en ekki Birgir
Steinn Þórsson. Þetta leiðréttist hér
með.
konu sinni en þá sýndi hann að hann
var sá sterki stofn er hvorki bognar
né brotnar þótt á móti blási. Og
vissulega var Þórhallur gæfumaður.
Hann hlaut í vöggugjöf góðar gáf-
ur, létta lund og starfsgleði í ríkum
mæli. Lífsförunauturinn var hans
heilladís í rösklega sextíu ára hjóna-
bandi. Þau áttu barnaláni að fagna
og þeim varð fjögurra dætra auðið
en þær eru Ingibjörg, var gift Þor-
móði Eggertssyni, bónda á Sauða-
dalsá. Hann er látinn fyrir nokkram
áram; Sigríður Sigurbjörg, hennar
maður er Ari Guðmundsson frá
Yaldalæk. Þau hjón og einnig Ingi-
björg era búsett á Hvammstanga;
Elín Þórdís, gift þeim er þessar línur
ritar, nú búsett í Reykjavík; Ástríður
Bjarnveig, gift Jóni Ágústssyni frá
Gröf og búa þau á Hvammstanga.
Allar bera þær systur merki góðr-
ar heimanfylgju og eiga þá fjársjóði
í ríkum mæli er þær fengu í arf frá
foreldrunum og hvorki mölur né ryð
fá grandað.
Barnabörnin eru átján talsins og
barnabarnabörnin nokkuð á þriðja
tuginn. Því má segja að þau hafi
kynsæl orðið, Þóra og Þórhallur. .
Nú er hinsta kveðjustundin upp
rannin og vissulega gætir nú bæði
saknaðar og trega og þó mest hjá
þeim er stóðu honum næst og þekktu
hann best. Þá er ekki síst ástæða
að tilgreina barnabörnin, er öll voru
svo hænd að honum og ömmu sinni
að með afbrigðum var.
En þó söknuðurinn sé sár ber og
á hitt að líta að níræðum manni
verður örðug glíman við Elli kerlingu
er æ sækir fangbrögðin fastar og
án vægðar uns yfir lýkur.
Nú við leiðarlokin þökkum við vin-
ir hans allir og vandamenn honum
heilshugar samfylgdina. Minningin
um hann er geymd en ekki gleymd
því eins og segir í Hávamálum:
Deyr fé, deyja frændr
deyr sjalfr it sama
en orðstírr
deyr aldregi
hveim sér góðan getr.
Nánustu ættingjum og vinum
votta ég innilega samúð. Guð blessi
minningu Þórhalls Bjamasonar.
Jónas R. Jónsson
frá Melum.
Þeir eru nú orðnir fáir á lífi
bændurnir sem háðu lífsbaráttuna
á Vatnsnesinu fyrrihluta þessarar
aldar. Og enn hefur fækkað í þeim
hópi því 23. des. sl. andaðist á
sjúkrahúsinu á Hvammstanga Þór-
hallur Bjarnason, fyrram bóndi í
Stöpum.
Þórhallur var fæddur að Mold-
haugum í Eyjafjarðarsýslu 24. okt.
1899, sonur hjónanna Ástríðar
Sigfúsdóttur og Bjarna Guðmunds-
sonar. Börn þeirra voru sex, tveir
drengir og fjórar stúlkur. Þau
Ástríður og Bjarni bjuggu á ýmsum
stöðum í Eyjafirði, sjálfsagt við
fremur þröngan kost eins og títt
var hjá alþýðufólki á þeim tíma.
Þórhallur yar ekki lengi með for-
eldrum sínum því ungur að áram
var hann sendur vestur að Flatnefs-
stöðum á Vatnsnesi til Þorláks föð-
urbróður síns, sem þar bjó. Hann
dvaldi síðan að mestu á Flatnefs-
stöðum hjá föðurbróður sínum þar
til hann var orðinn fulltíða maður.
Þar á Vatnsnesinu kynntist hann
konu sinni, Þóru Sigvaldadóttur.
Þau bjuggu fyrst í Tungu á Vatns-
nesi nokkur ár en fluttu síðan að
Stöpum í sömu sveit og við þann
bæ hefur Þórhallur löngum verið
kenndur. í Stöpum bjuggu líka Elín
Þorláksdóttir og Sigfús Árnason.
Og þar dvaldi Þorlákur fóstri Þór-
halls og faðir Elínar húsfreyju
síðustu árin sem hann lifði. Hann
náði háum aldri og var næstum
blindur siðustu æviárin. Þorlákur
var hagur vel í höndum og stund-
aði smíðar þótt sjónin væri að mestu
farin. Því var við brugðið hve gam-
an væri að koma að Stöpum á þess-
um árum. Hjónin gestrisin með af-
brigðum og fólkið allt skemmtilegt
og glaðvært.
Þórhallur og Þóra eignuðust fjór-
ar dætur sem allar era á lífi. Þær
eru taldar í aldursröð: Ingibjörg,
hún giftist Þormóði Eggertssyni,
bónda á Sauðadalsá. Þormóður er
nú látinn; Sigríður, hennar maður
er Ari Guðmundsson. Þau búa á
Hvammstanga; Elín Þórdís, hún er
gift Jónasi R. Jónssyni, bónda á
Melum. Þau búa nú í Reykjavík;
Ásta, hún er gift Jóni Ágústssyni.
Heimili þeirra er á Hvammstanga.
Allar hafa þær systur erft í ríkum
mæli hjartahlýju og glaðværð for-
eldra sinna.
Þórhallur og Þóra brugðu búi í
Stöpum árið 1945 og fluttu til
Hvammstanga.
Eftir að þau settust þar að stund-
aði Þórhallur ýmis störf sem til féllu
þar í þorpinu en Þóra tók þar mik-
inn þátt í félagsstarfsemi. Hún átti
mjög gott með að starfa með fólki.
Og með sínum létta og smitandi
hlátri fékk hún marga til að gleyma
daglegu amstri um stund og leggja
sig fram við félagsstörfin.
Hjónaband þeirra Þóra og Þór-
halls var einstaklega gott og far-
sælt. Og ég held að þau hafi unað
sér vel í litla húsinu sunnan við
ána. En árin liðu hvert af öðra og
einn daginn var Þórhallur orðinn
einn í húsinu. Þóra var horftn þang-
að sem við öll föram að lokum. Það
var ekki mikla breytingu að sjá á
honum Þórhalli. Qg þegar hann var
spurður hvernig honum liði sagðist
hann ekki hafa yfir neinu að kvarta,
allir væru sér svo framúrskarandi
góðir.
Ég sem þessar línur rita kynntist
Þórhalli Bjarnasyni ekki mikið með-
an hann bjó úti á Vatnsnesinu. Mér
er þó minnisstætt frá mínum
æskuárum hve hann var snyrtilegur
og viðfeltdinn maður og gaman að
eiga við hann viðræður. En eftir
að þau hjónin voru sest að á
Hvammstanga og ég giftur Hall-
dóru, systurdóttur Þórhalls, urðu
samfundir fleiri. Við eigum margar
ógleymanlegar minningar um góðar
stundir á heimili þeirra. Þá var
tíminn fljótur að líða við glaðværar
samræður. Þórhallur var góður
sögumaður og minnugur á gamla
tímann. Eitt sinn þegar hann var
orðinn ekkjumaður var hann að
segja mér frá atburðum sem gerst
höfðu þegar hann bjó úti á Vatns-
nesinu. Mér fannst ótrúlega bjart
yfir frásögninni og spurði: „Var
eiginlega alltaf sólskin meðan þú
dvaldir þama á nesinu?“ Þórhallur
svaraði af sinni alkunnu hógværð:
„Nei, ekki var það nú alltaf, en
mér er eiginlegra að muna björtu
hliðarnar á því sem gerðist." Þetta
svar finnst mér lýsa Þórhalli vel,
hann vár fyrst og fremst maður
hins bjarta og jákvæða. Við hjónin
hittum Þórhall í júlímánuði sl. sum-
ar. Það urðu okkar síðustu sam-
fundir. Þá var hann orðinn vistmað-
ur á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Hann var þá furðu hress og hafði
gamanyrði á vöram. Samt duldist
okkur ekki að stutt gæti orðið til
vistaskiptanna. Enn liðu þó nokkrir
mánuðir þar til hann var allur. Þá
er lokið æfi þessa glaðværa og
æðrulausa manns, sem marga
gladdi á lífsleiðinni, en engum vildi
verða til meins. Við hjónin þökkunt
honum tryggð og vináttu á liðnum
árum og biðjum honum fararheilla
til nýrra heimkynna. Dætrum hans
og öðrum vandamönnum sendum
við samúðarkveðjur.
Ólafur Þórhallsson
Óðum hverfur það fólk yfir móð-
una miklu er bar hita og þunga
dagsins á þeim tíma sem ég var
að vaxa úr grasi. Það fer ekki hjá
því að minningamar koma fram í
hugann þegar löngu spunnir streng-
ir vináttu og samstarfs bresta og
minnst er á hverfulleika þessa lífs.
Þórhallur Bjamason, Hvamms-
tanga, fyrrum bóndi að Stöpum á
Vatnsnesi, andaðist 23. des. sl. á
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, ní-
ræður að aldri. Þann dag barst
okkur á öldum ljósvakans jóla-
kveðja frá honum skammri stundu
áður en hann lést. Þórhallur var
fæddur 24. október 1899 að Mold-
haugum, Glæsibæjarhreppi, Eyja-
firði, sonur hjónanna Ástríðar Sig-
fúsdóttur og Bjarna Guðmundsson-
ar og voru systkinin sex. Barn að
aldri fluttist Þórhallur til föðurbróð-
ur síns, Þorláks Guðmundssonar,
og konu hans, Ingibjargar Bjöms-
dóttur, er þá bjuggu á Flatnefsstöð-
um og ólst hann upp hjá þeim.
Þórhallur kvongaðist 11. september
1920 Þóru Sigvaldadóttur en hún.
var dóttir hjónanna Sigríðar Jósefs-
dóttur og Sigvalda Sveinssonar.
Fyrstu árin vora ungu hjónin í hús-
mennsku í Hindisvík og á Flatnefs-
stöðum, bjuggu 6 ár í Tungu en
árið 1930 fluttu þau að Stöpum og
bjuggu þar á móti Sigfúsi Árnasyni
og Elínu Þorláksdóttur, uppeldis-
systur Þórhalls. Þau keyptu býlið
Hamar við Hvammstanga árið 1945
og voru með búskap að hluta en
jafnframt stundaði Þórhallur vinnu
á Hvammstanga. Síðar keyptu þau
húsið Brekku af aldraðri ekkju og
önnuðust hana á meðan hún þurfti
á að halda. Á Hvammstanga vann
Þórhallur lengst af hjá Kaupfélagi
Vestur-Húnvetninga. Góð vinátta
var á milli Þóru og móður minnar
og síðan heimilanna og féll þar aldr-
ei skuggi á. Það var alltaf hlýlegt
og notalegt að koma til Þóru og
Þórhalls. Heimilið var gott, vel var
tekið á mótið gestum og bæði hjón-
in létt í lund og jákvæð í hugsun
og tali.
Þórhallur var snyrtimenni í orði
og verki og gekk vel um bæði innan
húss og utan. Auður var ekki í
garði enda þurfti hann eins og aðr-
ir á þeim tíma að takast á við lækk-
andi verð sauðfjárafurða eftir fyrra
stríð en þá var fyrst og fremst um
útflutning að ræða. Gengishækkun
á þriðja áratugnum bætti ekki úr
og svo varð að mæta erfiðleikum
kreppuáranna upp úr 1930. Lífsbar-
áttan var því hörð og þurfti atorku,
dug og útsjónarsemi til þess að
standast það að geta framfleytt
stórri Ijölskyldu. Að mestu leyti
varð að treysta á handaflið og nýta
þurfti hverja stund langan og
strangan vinnudag. Það var líka
gert til hins ýtrasta af þeim hjónum
báðum. Þórhallur var minnugur á
fólk og gat ættfært margan mann-
inn. Hann var gamansamur og
kunni m.a. frá ýmsu að segja í þeim
dúr.
Þegar Þóra og Þórhallur fluttu
til Hvammstanga vora þau komin
í þjóðbraut. Það var því oft gest-
kvæmt hjá þeim enda gestrisni,
greiðvikni og hjálpsemi í hávegum
höfð. Vel var um allt hugsað og
margri stundinni eytt í að rækta
og hlúa að blómum innan húss og
utan.
Barnaláni áttu þau hjón að
fagna. Þau eignuðust íjórar dætur
sem allar komust vel til manns,
giftust og eiga stóran barnahóp.
Og börnin vora kærkomin ömmu
og afa enda bæði barngóð.
Þóra lést 2. janúar 1981. Fyrstu
árin á eftir var Þórhallur áfram í
húsi sínu og naut þá aðstoðar dætra
sinna. En síðustu árin dvaldi hann
á ellideild sjúkrahússins á Hvamms-
tanga og deildi síðast herbergi með
fóstra mínum og fór vel á með þeim.
Með Þórhalli er góður, grandvar
og heilsteyptur maður genginn.
Einn þeirra ntanna sem skilaði í
hógværð farsælu lífsstarfi, lagði
meira upp úr því að vinna vel en
að gera kröfur. Hann var skyldum
sínum trúr og mátti ekki vamm sitt
vita.
Við kveðjum Þórhall með þökk í
huga og biðjum honum Guðs bless-
unar á nýjum vegum. Aðstandend-
um flytjum við samúðarkveðjur,
Páll V. Daníelsson
Fleirí minningargreinar
um Þórhall Bjarnason
munu birtast á næstunni