Morgunblaðið - 05.01.1990, Page 31

Morgunblaðið - 05.01.1990, Page 31
/ MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1990 31 Gunnar Ásgeirsson verksijóri — Minning Fæddur 7. ágúst 1904 Dáinn 1. janúar 1990 Hann afi okkar, Gunnar Ásgeirs- son, verkstjóri, hefur fengið hvíldina og er farinn til hennar ömmu. Hann var fæddur í Vor- húsum á Vatnsleysuströnd, sonur hjónanna Ásgeirs Stefánssonar og Þóru Jónsdóttur er þar bjuggu. Á þeim tíma var stopul atvinna á Suðurnesjum en ástandið eitthvað skárra á Austfjörðum. Þangað fluttu foreldrar hans í atvinnuleit og ílengdust þar, en hann varð eft- ir í Hausthúsum hjá afa sínum og ömmu, Jóni Kjartanssyni og Ingi- björgu Sigurðardóttur, og ólst upp hjá þeim. Afi kom til Hafnarfjarðar um tvítugt og fór að vinna við fisk- vinnslu og varð það hans ævistarf. Afi kvæntist ömmu okkar, Mar- gréti Bjömsdóttur, 14. apríl 1927. Hún var frá Norðurkoti á Vatns- leysuströnd. Hún fæddist 1. október 1901. Þau fóru að búa í húsi for- eldra hennar á Krosseyrarvegi 11 og var þar heimili þeirra alla tíð síðan. Amma lést 6. febrúar 1980. Frá þeim tíma bjó afi einn í gamla húsinu sínu þar til 16. september í haust að hann fór á St. Jósepsspít- ala hér í bæ og átti ekki aftur- kvæmt þaðan. Þau eignuðust tvær dætur, sem báðar em búsettar hér í Hafnarfirði, Hallbjörgu, gifta Guðna V. Björnssyni, vömbílstjóra og eiga þau fimm syni og eina dótt- ur; Erlu, gifta Guðmundi Jafetssyni vélstjóra og eiga þau þijár dætur. Barnabarnabömin em orðin átján. Afi Gunnar var fyrsti verkstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar en starfaði þar aðeins í rúmt ár. Síðan vann hann hjá ýmsum fyrirtækjum hér í bæ og víðar. Þegar síldarævin- týrið stóð sem hæst norðanlands var hann verkstjóri við síldarsöltun í Hrísey, á Siglufirði og víðar. Stundum fylgdi amma honum og vann við síldarsöltun. Annars vom hin ýmsu störf vjð fiskvinnslu hér í bæ starfsvettvangur hennar. Síðustu átján starfsárin unnu þau hjá íshúsi Hafnarfjarðar. Afi hætti að vinna er amma veiktist til að geta annast hana heima og gerði það af stakri alúð. Afi og amma höfðu yndi af ferða- ur. lögum. Þau ferðuðust nánast um allt land, ýmist með vinnufélögum og vinum eða á eigin bíl. Þau vom einnig mjög félagslynd og höfðu yndi af dansi, spilum og söng. Á yngri árum spilaði afi á harmoníku á böllum á Ströndinni* og víðar. Hann átti harmoníku alla tíð og stytti sér stundir í ellinni við að spila fyrir barnabörnín og barna- barnabörnin. Einnig spilaði hann í orlofsferðum aldraðra Hafnfirð- inga, í Bifröst, á Þingvöllum og víðar. Afi Gunnar átti tvær systur, Margréti og Ingibjörgu. Margrét var gift Siguijóni Sigurðssyni bónda í Traðarkoti á Vatnsieysu- strönd, en hann er látinn. Áttu þau fimm börn. Margrét dvelst nú á heimili aldraðra, Garðvangi, í Garði. Ingibjörg var gift Jóni Björnssyni fyrrum frystihússtjóra á Kirkjubæj- arklaustri og áttu þau fjóra syni. Hún lést 1983. Afi var áhugasamur um heimili okkar og störf. Hann kom oft í heimsókn. Nú í seinni tíð sat hann við gluggann sinn á Krosseyrarvegi og fylgdist með umferðinni um höfnina og næsta nágrenni. Afi var einstaklega ljúfur við börnin okkar sem kölluðu hann oft- ast gamla afa. Sást það best nú um jólin sem endranær að hann sá svo um að við fengjum öll jólapakka frá honum, en hann var þá helsjúk- Megi algóður Guð geyma hann. Blessuð sé minning hans. Barnabörn Nú er hann elsku gamli afi dá- inn. Gamla afa eins og við langafa- börnin kölluðum hann alltaf, sá ég síðast á aðfangadag jóla. Þá sagði LAlUI S B LAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... í .. þær duga sem besta bók. ^ Múlalundur I ég við mömmu: Þetta er áreiðanlega síðasta skiptið sem ég sé hann gamla afa því hann er svo lasinn og sú varð raunin. Gamla afa kynntisl ég best þegar við fluttum í Vesturbæinn. Þá keyrði afi og kom oft til okkar og fékk sér kaffisopa og mola. Þá sat ég oft hjá honum og afi flautaði fyrir mig og ég fékk líka mola. Ég fékk nefnilega aldrei mola nema þegar gamli afi kom. Svo þegar afi hætti að keyra var hann meira einn. En hann gat nátt- úrlega ekki verið einn svona lengi nema af því að hún Guðríður í næsta húsi leit eftir honum. Við þökkum henni fyrir það. Þegar komið var á Krosseyrar- veginn var alltaf farið að skápnum með namminu og auðvitað fengum við alltaf nammi. Verst þykir mér að afi skyldi ekki sjá hann litla bróður minn nema á mynd. Við systkinin Erla, Dagný og Andri biðjum Guð að geyma elsku gamla afa og varðveita hann. Við þökkum honum allt. Erla litla Hringdu! Upplýsingasíminn er (91) ► ► + innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, ELÍSABETAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til Jóns Atla Árnasonar læknis og starfsfólks Hafnarbúða. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Þórðarson, Viktor Þórðarson. í þessu númeri getur þu fengið upplýsingar og svör við spurningum þínum um íslandsbanka. Upplýsingasíminn er opinn virka daga kl. 9.00-16.00. Ef þú ert með spurningu, hringdu! ISLAN DSBANKI ■ í takt viö nýja tíma! Innritun fyrir alla kennslustaði er í símum (91) 31360 og656522 ' alla þessa viku frá kl. 13-19. Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar. 0/USS íSmi Lœrdir kennarar — Betri árangur F.Í.D. Jl ML m Dansskóli Auðar Haralds „LAMBADA“ fyrir byrjendur - ný músík - ný spor Nýi dansinn „LAMBADANCA“ - 10 tíma námskeið fyrir 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Barnadansar: Yngst 3-5 ára. Samkvæmisdansar: Suður-amerískir latíndansar og standard dansar. Einnig gömlu dansarnir. Einstaklings- og parahópar. ATH! Tökum einnig að okkur kennslu úti á landi þar sem þess er óskað. 10 tíma námskeið eða eftir samkomulagi. Rock’n roll: Eldhressir 10 tíma nám- skeið: Barna- (yngst 10 ára), unglinga- og hjónahópar. Kennslustaðir: Reykjavík: Skeifan 17 (Ford-húsið) Gerðuberg, Breiðholti KR-heimilið v/Frostaskjól Garðabær: Garðalundur Keflavík: Hafnargata 31 Vogar: Glaðheimar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.