Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
Börn
sem safnað hafa til
hjálparstarfs R.K.Í.!
Rauöi Kross (slands býöur ykkur öllum
aö kynnast afrískum jólum á morgun
kl. 14-16 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18.
DAGSKRÁ
1. Hvenær eru jól í Afríku?
2. Hvernig eru jólin undirbúin?
3. Er jólasveinninn til í Afríku?
4. Eru gjafir á jólunum í Afríku?
5. Hvernig er jólaborðhaldið?
6. Hvað kosta jólin í Afríku?
Svör viö þessum spurningum og fleirum
koma fram á skemmtuninni.
Verið velkomin! Rauði Kross íslands
Auglýsing frá ríkisskattstjóro:
VÍSITALA
JÖFNUNAR-
HLUTABRÉFA
Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr.
9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur
ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar
verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa
á árinu 1990 og er þá miðað við að vísitala
1.janúar1979 sé100.
1. janúar 1980 vísitala 156
l.janúarl981 vísitala 247
1.janúarl982 vísitala 351
l.janúarl983 vísitala 557
l.janúarl984vísitala 953
1. janúar 1985 vísitala 1.109
l.janúar 1986 vísitala 1.527
l.janúarl987vísitala 1.761
1. janúar 1988 vísitala 2.192
l.janúar 1989 vísitala 2.629
l.janúar 1990vísitala 3.277
Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við
vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir
stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann
tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem ?
útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. \
Reykjavík 2. janúar 1990
RSK !
RÍKISSKATTSTJÓRI
Undir oki alspryngis
Til Velvakanda.
Jón Þ. Haraldsson skrifar í Vel-
vakanda 30. des. 1989 og kann ég
honum þakkir fyrir að halda uppi
umræðum um „alspryngið", enda
var sá tilgangurinn með skrifum
mínum að koma slíku af stað. Fyr-
ir utan smávegis orðaskilmingar
milli okkar Jóns, sem vonandi urðu
hvorugum til meins eram við í raun-
inni samheijar, því að hvorugum
er gefið um „alspryngið“. Svo hefur
mér verið farið í meir en þrjátíu
ár, að mér hefur fundist það vera
hið mesta kvalræði að búa undir
væng þessarar upprunasögu, sem
er rétt eins og hún væri tekin upp
úr fyrstu Mósebók. En nú sér fram
á betri tíma og „vetrarbrautavegg-
ur“ sá sem Geller og Hucha hafa
nýlega fundið ásamt nýrri kvasar-
vetrarbraut Maartens Schmidts,
ganga þvert á líkön þeirra, sem
héldu að þeir gætu sett alheiminum
takmörk.
Síst vildi ég verða til þess að
draga úr viðleitni manna til sjálf-
Látiðúti-
ljósin loga
Blaðburðarfólk fer þess á leit við
áskrifendur að þeir láti útljósin loga
á morgnana núna í skammdeginu.
Sérstakiega er þetta brýnt þar sem
götulýsingar nýtur iítið eða ekki við
tröppur og útidyr.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
stæðrar og gagnrýninnar hugsunar
og tek ég þar undir með Jóni Þ.
Haraldssyni.
Þó að við metum og virðum starf
vísindamannanna meir en f lest ann-
að er sá galli á gjöf Njarðar, þar
eins og annars staðar í mannlegu
félagi, að mörgum hættir til. að
ganga um of saman í hópum. „Dell-
ur“ koma stundum upp í vísinda-
heiminum, innan um allt sem vel
er gert. Ein þeirra var alspryngis-
kenningin; önnur var kenningin um
að hvergi væru jarðstjörnur nema
með þessari sól sem okkur skín.
Slíkt var ekki annað en hégilja og
það er af misskilningi ef menn halda
eins og oft heyrist sagt, „að rangar
kenningar leiði til réttrar niður-
stöðu“.
„Hverju ég aldrei trúði“ skrifaði
Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum
eitt sinn á níræðisaldri sínum og
taldi upp nokkrar kenningar af því
tagi sem hann hafði mætt á lífsleið
sinni. Ein þeirra var alspryngis-
kenningin sem nú hefur loks hlotið
verðugt nafn á íslensku - í andláti
sínu.
Þorsteinn Guðjónsson
Börnin í umferðinni eru bömin okkar. Þar sem þau eru á eða við
akbrautir, er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vernda
börnin fyrir hættum í umferðinni. Það gerum við best með því að
sýna gott fordæmi.
Víkverji skrifar
Víkveiji á góðar endurminningar
frá sumarvinnu á Eyrinni fyrir
25 árum. Hann var svo heppinn að
komast að sem fastamaður í gengi
6 og hafði því fasta vinnu allt sum-
arið. Sumir voru ekki eins heppnir
og höfðu stopulli vinnu.
Á þessum árum var tæknin
skammt á veg komin við hafnarvinn-
una, a.m.k. ef mið er tekið af því sem
þekkist í dag. Kassavara var á tré-
brettum en sekkjum var staflað í
lestir skipanna og þeir síðan hífðir í
land í stroffum. Það gat tekið nokkra
daga að ferma og afferma skipin.
Kjamakarlar unnu við höfnina, sem
gaman var að vinna með.
XXX
Víkveiji rifjar þetta upp hér af
því tilefni að á dögunum bauðst
honum að fara í skoðunarferð um
athafnasvæði Eimskipafélags Islands
í Sundahöfn. Tækniframfarir við
uppskipun eru með ólikindum mikl-
ar. Gámar hafa leyst bretti og stroff-
ur af hólmi. Stórvirkir kranar hífa
gámana frá borði á skömmum tíma.
Stórir lyftarar aka með þá inn í vöru-
skemmur, þar sem þeir eru affermd-
ir. Merkileg sjón var að sjá frysti-
gáma í röðum eins og hjólhýsahverfi
í Flórída! Víkveija varð hugsað til
gamalla daga, þegar fiskurinn var
hífður um borð í netum og honum
staflað í léstar frystiskipa. Þessi nýja
flutningaaðferð hlýtur að bæta veru-
lega meðferð á dýrmætri vöru. Skoð-
unarferð Víkveija um Sundahöfn
sannfærði hann um að vel hefur ver-
ið haldið á málum hjá Eimskipafélag-
inu.
xxx
Heimsókn í Laxfoss, stærsta skip
íslenzka flotans, var ekki síður
athyglisverð. Skipið er hvorki meira
né minna en 174 metra langt. Að
koma í lestir skipsins er eins og að
koma inn á stóran íþróttaleikvang!
Aðbúnaður skipveija og farþega er
1. flokks enda kom í ljós að fullbók-
að var í farþegarými skipsins í allar
ferðir í fyrrasumar. Boðið var til
matarveizlu og var það ósvikinn
matur upp á gamla mátann. Víkveiji
getur vel hugsað sér að fara í Evrópu-
reisu með Laxfossi einu sinni til til-
breytingar frá flugferðum.
XXX
Morgunblaðið birti frétt í gær um
merka nýjung hjá Heilsuvemd-
arstöðinni í Reykjavík, þ.e. tilraunir
með nefúðun gegn reykingum. Er
skemmst frá því að segja að símam-
ir á Heilsuvemdarstöðinni urðu rauð-
glóandi og um hádegið í gær var
búið að fullbóka á námskeið fram í
apríl.
Þetta sýnir að þeir era margir sem
vilja losna úr viðjum tóbaksins. Hugs-
anlega hafa einhveijir strengt ára-
mótaheit og viljað reyna þessa nýju
aðferð. Þetta kann líka að reynast
lausn fyrir þá reykingamenn, sem
eru svo djúpt sokknir að engar aðrar
aðferðir hafa dugað á þá, hvorki
dávaldar, nikótíntyggjó né annað.
Víkveiji þekkir svona menn og hefur
fylgst með baráttu þeirra.