Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 38
38
MORGÚNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
KNATTSPYRNA
Island — Tékkóslóvakía
Þijár breytingar frá
leikjunum gegn IMoregi
GeirSveinsson, Guðmundur Hrafnkelsson og
Guðmundur Guðmundsson koma aftur inn í liðið
ÞRJAR breytingar verða á
íslenska landsliðinu, sem mæt-
%Tékkum þrívegis ílandsleikj-
um í handknattleik um helgina,
frá leikjunum við Norðmenn
fyrir skömmu. Guðmundur
Guðmundsson og Guðmundur
Hrafnkelsson, sem hafa verið
meiddir, eru orðnir góðir og
koma inn í liðið. Eins verður
Geir Sveinsson með á ný.
ékkar koma hingað með sitt
sterkasta lið og leika þrjá leiki.
Fyrsti leikurinn verður í Digranesi
í kvöld kl. 20.00. Síðan verður Ieik-
ið í Laugardalshöll á laugardag kl.
16.00 og sunnudag kl. 20. „Tékkar
eru með mjög öflugt lið og ég hef
trú á því að þeir verði í einu af fjór-
vum efstu sætunum á heimsmeist-
aramótinu í Tékkóslóvakíu í febrú-
ar,“ sagði Guðjón Guðmundsson,
liðsstjóri landsliðsins í samtaliði við
Morgunblaðið.
Sigurður Sveinsson er farinn til
Vestur-Þýskalands þar sem hann
leikur með Dortmund og verður því
ekki með gegn Tékkum. Óskar
Ármannsson er ineiddur - fingur-
brotnaði á landsliðsæfingu fyrir
skömmu. Bogdan hafði ekki gefið
út liðið í gærkvöldi, sem leikur í
kvöld, en reiknað er með að það
verði skipað eftirtöldum leikmönn-
um:
Markverðir: '
Einar Þorvarðarson, Val
Guðmundur Hrafnkelsson, FH
Hornamenn:
Jakob Sigurðsson, Val
GuðmundurGuðmundsson, Víkingi
Valdimar Grímson, Val
Bjarki Sigurðsson, Víkingi
Línumenn:
Þorgils Óttar Mathiesen, FH
Geir Sveinsson, Granollers
Gunnar Beinteinsson, FH
Aðrir leikmenn fyrir utan:
Héðinn Gilsson, FH
Júlíus Jónasson, Asnieres
Alfreð Gíslason, Bidasoa
Sigurður Gunnarsson, ÍBV
Kristján Arason, Teka
Við stöndum frekar höllum fæti
gagnvart Tékkum hvað varðar úr-
slit leikja. íslendingar hafa aðeins
sex sinnum unnið, sjö sinnum gert
jafntefli en Tékkar hafa 22. unnið.
Það er því kominn tími til að laga
stöðuna örlítið. Síðast lék Island
gegn Tékkóslóvakíu á móti í Brat-
islava í nóvember og tapaði með
tveggja marka mun, 23:21.
Tékkar koma hinga með 17 leik-
menn. Þeir verða án markvarðarins
fræga, Michal Barda, sem kemst
ekki með liðinu hinað þar sem hann
leikur með Dusseldorf í Vestur-
Þýskalandi um helgina. Flestir ték-
nesku leikmannanna leika með
Dukla Prag. Með lðinu leikur einn
besti línumaður heims í dag, Jiri
Kotric. Eins eru fyrirliðinn Jan
Novak og Jiri Barton geysilega
sterkir. Lið Tékka er skipað eftirt-
öldum leikmönnum:
Jaroslv- Sicha, Jiri Barton, Zoltan Berg-
enni, Milan Folta, Jiri Kotrc, Vaclav Lanca,
Martin Liptak, Peter Mesiarik, Jan Novak,
Ludovit Dara, Jan Sedlacek, Libor Sovad-
ina, Martin Sellik, Lubomir Svavlen, Michal
Tonar, Jarolav Velisek og Bumann.
Geir Sveinsson leikur með íslenska
liðinu gegn Tékkum.
Hetjan I
Nottingham
Þorvaldurfærgóða
dóma í enskum blöðum
orvaldur Örlygsson hefur stað-
ið sig vel með Nottingham
Forest og fengið góða dóma í ensk-
um blöðum. Kvöldblaðið Notting-
ham Evening Post fjallar um hann
á baksíðu blaðsins í gær og kallar
hann „Hetjuna í Nottingham"
vegna frammistöðu hans í síðustu
leikjum liðsins.
„Hann er ótrúlegur, sérstaklega
ef haft er í huga að hann hefur
ekki leikið knattspyrnu síðan í okt-
óber,“ segir Ron Fenton, aðstoðar
framkvæmdastjóri Forest. „Hann
er duglegur og kjarkmikill í leikjum
og vinnur mjög vel fyrir liðið. Það
er sérstaklega gaman að sjá hvern-
ig hann lyftir boltanum framhjá
bakvörðunum og það er reyndar ein
ástæðan fyrir því að við sóttumst
eftir honum,“ segir Fenton.
Þorvaldur segir í viðtali við blað-
ið, að enska knattspyrnan sé hrað-
ari en hann óraði fyrir. „Eg er allt-
af að læra eitthvað nýtt og í leikn-
um gegn Liverpool sá ég hve hættu-
legt er að missa boltann. Ég gerði
það og það kostaði mark,“ sagði
Þorvaldur. Hann bætti því að hann
hefði nógan tíma til að læra „enda
er knattspyrna örugglega fullt
starf,“ sagði Þorvaldur.
ítf&mR
■ FOLK
■ SNJÓLEYSI í Evrópu hefur
háð keppni í heimsbikarnum að
undanförnu. í gær var ákveðið að
færa brun og svig karla sem fram
átti að fara í Garmisch-Partenk-
irchen í Vetur-Þýskalandi 13. og
14. janúar yfír til Schladming í
Austurríki vegna snjóleysis i
Garmisch.
■ NBA-DEILDIN hefur höfðað
mál gegn fylkislottóinu í Oregon
fyrir að nota leiki deildarinnar á
lottóseðlinum án leyfis. Leikir í
NFL-deildinni eru á lottóseðlinum
•*" og er áætlað að leikir í NBAA-
deildinni taki við er keppnistíma-
bilinu lýkur í fótboltanum. David
Stern, framkvæmdastjóri NBA-
deildarinnar, sagði að deildin gæti
aldrei tengst veðmálum enda gæti
það haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér.
■ MIKLAR deilur standa um
PING golfkylfur og eru banda-
rískir kylfingar óhressir með dóm
er leyfði notkun kylfanna að nýju
eftir að þær höfðu verið bannaðar
í lögum sambands bandarískra at-
vinnukylfinga frá 1. janúar 1990.
Kylfurnar, PING Eye 2, auka
snúninginn á boltanum, sérstaklega
^ í blautu grasi og rákirnar á kylf-
' unni eru mjög þéttar. Flestir héldu
að málið væri úr sögunni þegar
búið var að banna kylfurnar með
lögum en í gær ákvað dómstóll í
Phoenix að leyfa kylfurnar að nýju,
þrátt fyrir mótmæli golfsambands-
ins. Golfsambandið mun gera hvað
það getur til að hnekkja þessum
dómi en ekki er búist við að það
takist.
KNATTSPYRNAÍ
Ásgeir
aðstoðar-
þjálfari
hjá Stutt-
gart?
Dagblaðið „Stuttgart Bild“
sem gefið er út í Stuttgart
skýrði frá því í gær að forráða-
menn Stuttgart vildu halda Ás-
■■■■■■ geiri Sigurvins-
FráEinari syni og fá hann
Stefánssyni til að starfa
/ Þýskalandi áfram hjá félag-
inu eftir að
samningur hans rennur út
næsta vor. Látið er að því liggja
að félagið vilji fá hann sem að-
stoðarþjálfara, en Ásgeir ver'ður
ekki aðstoðarþjálfari hjá Arie
Haan því þeim hefur ekki verið
vel til vina síðustu mísseri. Það
er því spurning hvort Haan verði
látinn fara eftir þetta tímabili
og nýr þjálfari ráðinn með Ás-
geir sem aðstoðarmann.
Ásgeir hefur verið töluvert í
sviðsljósinu í dagblöðum í Vest:
ur-Þýskalandi að undanfömu. í
gær var sagt frá því_ í vikublað-
inu „Sport Bild“ að Ásgeir hefði
fengið tilboð frá tveimur 2.
deildar félögum í Sviss, Glarus
og Zug, eins reyndar hefur kom-
ið áður fram í svissneskum fjöl-
miðlum. Eins er talað um að
nokkur félög í Frakklandi hafí
áhuga á að klófesta íslending-
inn.
Knattspyrnuþjálfari óskast
UMF Einherji, Vopnafirði, auglýsir eftir þjálfara
fyrir 3. deildar lið félagsins næsta keppnistímabil.
Upplýsingar gefur Aðalbjörn í símum 97-31108
og 97-31256.
ÍÞRÓTTAMENN ÁRATUGARINS
Lewis og Navratilova best
Iþróttafréttamenn um víða veröld
hafa þegar valið íþróttamenn
áratugarins, þrátt fyrir að sam-
kvæmt skilningi okkar Islendinga
ljúki áratugnum ekki fyrr en um
næstu áramót. Fremst í flokki eru
fijálsíþróttamaðurinn Carl Lewis
og tenniskonan Martina Navra-
tilova.
Lewis og Navratilova höfðu
nokkra yfirburði Lewis fékk 31,5%
atkvæða og Navratilova 29%.
Röð efstu manna:
1. Carl Lewis, frjálsar...........31,5
2. Diego Maradona, knattspyrna....21,5
3. Wayne Gretzky, ísknattl........11,0
4. Mike Tyson, hnefal............. 9,0
5. Ivan Lendl, tennis............. 5,0
6. SugarRay Leonard, hnefaleikar.. 4,0
Greg Louganis, dýfingar........ 4,0
Michel Platini, knattsp........ 4,0
9. Severiano Ballesteros, golf3,0
Matt Biondi, sund.............. 3,0
Sergei Bubka, stangarst........ 3,0
Matti Nykánen, skíðastökk...... 3,0
Javier Sotomayor, hástökk...... 3,0
JoeMontana, amerískurfótb...... 3,0
Röð efstu kvenna:
1. Martina Navratilova, tennis....29,0
2. Steffi Graf, tennis.............24,0
Marita Koch, fijálsar íþr......24,0
4. Kristin Otto, sund..............11,0
5. Jeannie Longo, hjólreiðar...... 9,0
6. Florence Griffith-Joyner, fijálsar. 8,0
7. Katarina Witt, skautar.......... 4,0
8. Jackie Joyner-Kersee, fijálsar.. 3,0
Nancy Lopez, golf.............. 3,0
Ingrid Kristiansen, fijálsar... 3,0
Martina Navratilova.
Carl Lewis.
HANDKNATTLEIKUR
Rúmenar með í HM
Rúmenska handknattleiks-
sambandið hefur sent alþjóða
handknattleikssambandinu, IHF,
staðfestingu á því Rúmenar taki
þátt í heimsmeistarakeppninni í
handknattleik í Tékkóslóvakíu.
Rúmenar höfðu ákveðið að
koma til íslands og leika tvo leiki
í febrúar en atburðir síðustu daga
hafa vakið efasemdir um að þess-
ir leikir fari fram. HSI hefur enn
ekki náð sambandi við rúmenska
handknattleikssambandið en erf-
iðlega gengur að ná sambandi við
landið.
„Við vitum að þeir verða með
í heimsmeistarakeppninni og í
Evrópukeppni félagsliða í hand-
knattleik en við vitum lítið um
heimsókn þeirra,“ sagði Jón Hjal-
talín Magnússon, formaður HSÍ.
GETRAUNIR
Bjarni Sigurðsson.
Spámaðurvikunnar:
Bjami Sigurðsson
Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals og
íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er tipp-
ari vikunnar. Bjarni segist ekki fylgjast mjög
vel með ensku deildinni, einna helst „sínum
mönnum“ í deildinni. „West Ham er liðið mitt
en því hefur ekki gengið nógu vel. Auk þess
fylgist ég með strákunum, Guðna, Sigurði og
Þorvaldi og athuga hvort þeir hafi ekki örugg-
lega unnið,“ sagði Bjami.
Ólafur Þórðarson, félagi Bjama í íslenska
landsliðinu, tippaði í síðustu viku og var með
níu leiki rétta og er það nokkuð góður árangur.
Leikir 6. janúar
2 Blackburn — Aston Villa
X Brighton — Luton
IX Cr. Palace — Protsmouth
2 Hull — Newcastle
1 2 Leeds — Ipswich
1 2 Manchester City — Millwall
X2 Middlesbro — Everton
1 Plymouth — Oxford
2 Stoke — Arsenal
1 2 Tottenham — Southampton
1 2 W.B.A. — Wimbledon
1 Wolves — Sheff. Wed.