Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 39 i _ IÞROTTAMAÐUR ARSINS 1989 1 I I 1 I I I I I 1 „Vkkirkenning liðsins" - sagði Alfreð Gíslason eftir að hafa verið útnefndur (þróttamaður ársins 1989 ALFREÐ Gíslason, einn af máttarstólpum islenska lands- liðsins íhandknattleik og besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi, var í gær kjörinn íþróttamaður ársins 1989 af Samtökum íþróttafrétta- manna. Alfreð hlaut 350 at- kvæði af 420 mögulegum en næstir komu félagar hans úr landsliðinu, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Eg lít á þessa viðurkenningu sem viðurkenningu liðsins. Lands- liðið er ein heild og strákarnir í lið- inu deila þessum titli með mér,“ sagði Alfreð. „Árið var mjög merki- legt og viðburðaríkt fyrir landsliðið og úrslitaleikurinn gegn Pólveijum er mér minnisstæður. I B-keppninni fengum við uppreisn æru eftir Ólympíuleikana og sigurinn fékk okkur til að gleyma slæmu hliðun- um á handbolta. Við fórum til Frakklands í þeim tilgangi að gera okkar besta og gerðum betur en okkur hefði órað fyrir,“ sagði Al- freð. Alfreð leikur með Bidasoa á Spáni og er talinn meðal bestu handknattleiksmanna deildarinnar en á Spáni leika mörg sterkustu lið Evrópu. „Það er gaman að leika á Spáni. Leikirnir eru hraðir, áhorf- endur vel með á nótunum og öfugt við Þjóðveija reyna þeir alltaf að sjá björtu hliðarnar á íþróttinni.“ Áfall í Seoul Alfreð segir að sigurinn í B- keppninni hafi verið mikilvægur fyrir landsliðið og sýnt að ísland á erindi meðal bestu þjóða heims. „Eg held að fæstir geti gert sér grein fyrir vonbrigðunum í Seoul. Liðið hafði lagt á sig gífurlega vinnu sem skilaði engu. Það gekk ekkert upp og enginn okkar lék eftir getu. Þetta var eins og að kaupa dag í Laxá í Ásum og fá ekki einu sinni silung! En ég held að við höfum lært í Seoul og nýttum okkur þá reynslu í Frakklandi og munum gera það í Tékkóslóvakíu," sagði Alfreð. Takmarkið að halda sér í hópi sex efstu Miklar vonir eru bundnar við landsliðið og þeir eru margir sem ganga svo langt að spá því að ís- land verði í hóp fjögurra efstu þjóða. Alfreð gefur lítið úr á slíkar vanga- veltur og segir að takmarkið sé ein- faldlega að ná að halda sér í hópi sex efstu og þarmeð í A-keppni heimsmeistarakeppninnar. „Við eigum möguleika á því en það verð- ur erfitt. Við verðum að halda leik- gleðinni og baráttunni sem hefur oft fleytt okkur áfram gegn sterk- ari liðum,“ sagði Alfreð. Alfreð hefur leikið með KR og KA á íslandi, vestur-þýska liðinu Essen og nú síðast spánska liðinu Bidasoa. „Ég hef lagt mikið á fjöl- skyldu mína og hún hefur tekið virkan þátt í íþróttunum með mér. Ég get því sagt að ég deili þessari viðurkenningu með fjölskyldu minni og að sjálfsögðu hinum strákunum í landsliðinu, án þeirra væri ég ekki hér“ sagði Alfreð Gíslason, íþrótta- maður ársins . • Morgunblaðið/Sverrir Handboltamennirnir sem höfnuöi í þremur efstu sætunum í kjör- inu: Þorgils Óttar Math- iesen, fyrirliði lands- liðsins, Alfreð Gísla- son, íþróttamaður árs- ins 1989, og Kristján Arason, sem varð í öðru sæti í kjörinu. Alfreð fyrsti hand- knattleiks- maðurinn í 18ár - eða síðan Hjalti Einarsson hlaut titilinn 1971 Alfreð tííslason varð fyrsti handknattleiksmaðurinn til að hljóta sæmdarheitið „íþrótta- maður ársins“ í 18 ár, eða síðan Hjalti Einarsson, markvörður úr FH, hlaut útnefningu 1971. Handknattleiksmenn röðuðu sér í þijú efstu sætin í kjörinu að þessu sinni. Það kemur fáum á óvart ef árangur íslenska lands- liðsins á síðasta ári er hafður í huga. Þrír efstu menn í kjörinu þeir Alfreð, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen hafa ver- ið burðarásarnir í íslenska liðinu um árabil. Hæst ber sigur íslands í B-heimsmeistarakeppninni í Frakklandi í febrúar, sigraði Pól- veija örugglega í úrslitaleik móts- ins. Súfyrstaog sá síðasti Sigríður Sigurðardóttir stendur hér við hlið Alfreðs Gísla- sonar sem kjörinn var íþróttamaður ársins 1989. Sigríður hefur einnig hlotið þennan eftirsótta titil en það var fyrir 25 árum og einnig fyrir handknattleik og var hún fýrst úr röðiim haridknattleiksmanna til að hljóta þennan titil. Morgunblaöið/Sverrir Þrjátíu fengu stig 21 íþróttafréttamaður tók þátt í kjörinu og valdi hver 10 íþróttamenn. Efsti maður á hveijum lista fékk 20 stig, annar fékk 15, þriðji 10, fjórði sjö, fimmti sex o.s.frv. 30 íþróttamenn fengu atkvæði og varð röðin þessi: Nafri, íþróttagrein stig 1. Alfreð Gíslason, handknattleikur...........350 2. Kristján Arason, handknattleikur...........282 3. Þorgils Óttar Mathiesen, handknattleikur...181 4. Bjami Friðriksson, júdó....................160 5. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund.............131 6. Ásgeir Sigurvinsson, knattspyma............ 93 7. Einar Vilhjálmsson, spjótkast.............. 86 8. Sigurður Einarsson, spjótkast.............. 62 9. Arnór Guðjohnsen, knattspyrna.............. 36 10. Þorvaldur Örlygsson, knattspyrna........... 27 11. ÚlfarJónsson, golf......................... 23 12. SigurðurGrétarsson, knattspyrna............ 21 13. Halldór Svavarsson, karate................. 15 14. PéturPétursson, knattspyrna................ 14 15. Jón Kr. Gíslason, körfuknattleikur......... 11 16. Pétur Ormslev, knattspyma................... 7 Sigurður Sveinsson, handknattleikur....... 7 18. Eyjólfur Sverrisson, knattspyma............. 5 19. Bjami Sigurðsson, knattspyrna............... 4 Einar Þorvarðarson, handknattleikur....... 4 Sigurbjöm Bárðarson, hestaíþróttir........ 4 22. Pjóla Ólafsdóttir, fimleikar................ 3 Guðmundur Guðmundsson, handknattleikur. 3 Ólafur H. Ólafsson, glíma................... 3 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, íþr. fatlaðra... 3 26. Broddi Kristjánsson, badminton.............. 2 Haraldur Ólafsson, lyftingar................ 2 Vésteinn Hafsteinsson, kringlukast....!..... 2 29. GuðríðurGuðjónsdóttir, handknattleikur.... 1 Kristinn Bjömsson, skíði.................... 1 „Hann gefst aldrei upp“ - segir Þorgils Óttar um kosti Alfreðs Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknatt- leik, var beðinn um að lýsa Alfreð Gíslasyni sem íþróttamanni. „Hann er ótrúlega sterkbyggður íþróttamaður. Hann er kraftmikill og er einn af þeim íþróttamönnum sem gefst aldrei upp, þó á móti blási. Auk þess er hann mjög góður félagi og mikilvægur fyrir liðsheild- ina,“ sagði Þorgils Óttar, en þeir hafa leikið saman yfir 100 lands- leiki með íslenska liðinu. Alfreð Gíslason Fæddur 7. september 1959. Félög: KA, KR, Essen (V-Þýskalandi) og Bidasoa (Spáni). Landsleikir: 159. Titlar: Bikarmeistari og íslandsmeistari utanhúss með KR 1982, V-Þýskalandsmeistari með Essen 1986 og 1987 og náði í úrslit Evrópukeppni meistaraliða með Essen 1988. Kjörinn besti leikmaður 1. deildar lslandsmótsins í handknattleik 1989. Valinn besti leikmað- ur B-heimsmeistarakeppninnar f Frakklandi er íslendingar sigruðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.