Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 1
56 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
4. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ungverjaland;
Valdhafemir sagðir
halda njósnum um
stjómarandstöðuna
Búdapest. Reuter og dpa.
Stjórnarandstæðingar í Ungverjalandi lögðu í gær fram skjöl, sem
þeir sögðu sanna að innanrikisráðuneyti landsins hefði látið njósna
um stjórnarandstæðinga frá því lýðræðisumbótum var komið á í
landinu í lok ársins 1988. Þeir kröfðust þess að innanríkisráðherr-
ann segði af sér en kváðust ekki fara fram á afsögn forsætisráð-
herrans vegna þess að þeir vildu ekki stjórnarkreppu í landinu.
„Eg tel að núverandi valdhöfum
sé ekki treystandi en Ungvetjum
er enginn akkur í stjórnarkreppu
rétt fyrir kosningarnar," sagði Las-
zlo Kover, leiðtogi ungmennasam-
Sviss:
Með snjólétt-
ustu vetrum
í hálfa öld
ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur,
fréttaritara Morgunblaðsins.
SNJÓLEYSIÐ í svissnesku
Ölpunum er með versta móti í
ár. Sérlræðingur'Snjó- og snjó-
skriöustofnunarinnar í Weiss-
fluhjoch fyrir ofan Davos sagði
í samtali við Morgunblaðið í
gær að þetta væri þriðji til
Qórði snjóléttasti veturinn á
síðastliðnum 30 til 50 ár . Hann
taldi ástandið vera svipað í
löndunum í kring.
Snjó er að finna fyrir ofan
2.000 metra hæð. Skíðafæri er
best á jöklum þar sem skíðalyftur
ganga langt fram á sumar og á
stöðum þar sem gervisnjór er
búinn til með snjóvélum. Fólki
er ráðlagt að nota gömul skíði
því steinar standa víða uppúr og
það er hvergi hægt að renna sér
niður í dal með góðu móti.
Veðrið í fjöllunum undanfarnar
vikur hefur verið afar fallegt svo
ferðamenn hafa notið útivistar
þrátt fyrir snjóleysi. Vötn og
tjarnir sem eru venjulega þakin
snjó á þessum árstíma bjóða nú
upp á ljómandi skautasvell og
ferðaráð fjallaþorpa standa yfir-
leitt fyrir einhverri dagskrá til
að hafa ofan af fyrir gestum.
Hóteleigendur hafa enn ekki
kvartað undan afpöntunum en
þeim líst ekki á blikuna ef veðrið
helst óbreytt.
takanna Fidesz, sem ásamt frjáls-
um demókrötum saka valdhafana
um að hafa haft strangt eftirlit með
stjórnarandstöðunni. Kover sagði
að Miklos Nemeth hefði að öllum
líkindum vitað að símar stjórnar-
andstæðinga væru hleraðir, bréf
þeirra opnuð og njósnað væri um
starfsemi þeirra.
Fyrstu fijálsu kosningarnar í
Ungveijalandi eru áformaðar í
mars, en kommúnistar hafa farið
með völdin í rúm fjörutíu ár.
Varna- og utanríkismálanefndir
ungverska þingsins samþykktu í
gær ályktun, þar sem hvatt er til
þess að allur sovéski heraflinn í
landinu verði f luttur burtu fyrir lok
þessa árs.
Reuter
Mótmæli og verkföll í Búlgaríu
Nokkur þúsund Tyrkja, sem búsettir eru í Búlgaríu,
efndu til mótmæla í borginni Kurdzhali í gær til
að krefjast þess að stjórn kommúnistaflokksins
undir forsæti Petars Mladenovs stæði við þá ákvörð-
sína að veita Tyrkjum rétt til að taka sér
un
múslímsk nöfn og iðka trú sína. Búlgarar, sem eru
andvígir þessari ákvörðun, hafa einnig efnt til mót-
mæla og verkfalla í ýmsum borgum landsins undan-
farna daga og hóta allsheijarverkfalli ef leiðtogar
kommúnistaflokksins falla ekki frá stefnu sinni.
Kommúnistar í Litháen slíta öll tengsl við Moskvu;
Gorbatsjov sagður sætta
sig við flokksklofiiingmn
Hefiir aflýst öllum fimdum með erlendum stjómarerindrekum
Moskvu. Reuter, Daily Telegraph.
FULLTRUI kommúnistaflokksins í Litháen, Vladímír Berejozov, gaf
til kynna í gær, að Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði sætt sig við
þá ákvörðun kommúnista í Litháen að slíta öll tengsl við sovéska
móðurflokkinn og höfuðstöðvar hans í Moskvu.
Talið er að Gorbatsjov eigi í erfið-
leikum með að fá félaga sína í
stjórnmálaráðinu og miðstjórninni í
Moskvu til að fallast á þessa skoð-
un. Hefur hann aflýst öllum fund-
um með erlendum stjórnarerindrek-
um til næstu mánaðamóta til að
geta helgað sig stjórninni heima
fyt'ir.
Mikhaíl Gorbatsjov hitti fulltrúa
kommúnistaflokksins í Litháen í
Moskvu í fyrrdag og gaf hann þar
til kynna að hann gæti sætt sig við
þá ákvörðun flokks lýðveldisins að
slíta sambandi við sovéska komm-
únistaflokkinn, að sögn Vladimírs
Berejozovs, eins af helstu leiðtogum
f lokksins í Litháen. Berejozov sagði
í útvarpsviðtali í gær, að ekki væri
allt fengið þó Gorbatsjov sýndi
málstað þeirra skilning, því að ýms-
ir ráðamenn sovéska f lokksins væru
annarrar skoðunar. Hermt er að
A-þýska sljórnarandstaðan sakar kommúnista um að vekja upp gamla drauga:
Segja of mikið gert úr nýnasisma
þeir óttist að önnur lýðveldi fylgi á
eftir; flokkarnir þar segi einnig
skilið við móðurflokkinn og setji
fram sjálfstæðiskröfur. Með því að
höggva á tengslin við Moskvu vill
flokkurinn í Litháen treysta stöðu
sína gagnvart almenningi.
Gorbatsjov heldur til Litháens
næstkomandi miðvikudag til við-
ræðna við leiðtoga kommúnista-
flokksins þar. Hefur enginn Sovét-
leiðtogi frá því í byltingu bolsévíka
1917 þurft að glíma við flokks-
klofning af þessu tagi. Gorbatsjov
verður 10.-12. janúar í Litháen og
er þetta fyrsta för hans þangað frá
því hann komst til valda árið 1985.
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði að Gorbatsjov myndi reyna
að telja kommúnista lýðveldisins á
það að sýna biðlund og fresta sam-
Austur-Berlín. Reuter.
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Austur-Þýskalandi sökuðu koinniún-
istaflokk landsins í gær um að vekja upp gamla drauga nasismans til
að hafa ástæðu til að endurreisa hina illræmdu öryggislögreglu lands-
ins. Þeir telja of mikið gert úr nýnasisma sem upp hafi komið og benda
til dæmis á að börn hafi málað slagorð á minnismerki um sovéska
hermenn milli jóla og nýárs. En opinberlega var mikið veður gert úr
því að nýnasistar hefðu ráðist á minnismerkið.
Dagblöð í Austur-Þýskalandi og
sjónvarp eru þessa dagana full af
frásögnum af nýnasistum. „Vissu-
lega sjáum við hættuna á hægri öfg-
um,“ segir talsmaður Nýs Vettvangs,
„en hér er um að ræða vísvitandi
herferð hjá Hans Modrow [forsætis-
ráðherra] til að sá frækornum ótta
og ryðja brautina fyrir endurreisn
öryggislögreglunnar."
Dagblaðið Junge Welt, sem komm-
únistar stjórna, birti hins vegar frétt
í gær þar sem spurt er: „Hefur bylt-
ingin sinn framgang eða er gagn-
bylting í fæðingu? .. Þeir sem segja
að baráttan við fasisma sé móður-
sýki skilja annað hvort ekki hræring-
ar samtímans eða hafa aðrar ástæð-
ur til að gera litið úr hættunni.“
Stjórnarandstæðingar segja að
herferðin gegn nýnasisma sé hluti
af víðtækari þróun þar sem komm-
únistaflokkurinn, sem nú kallast
Sósíalískur einingarflokkur Þýska-
lands — Flokkur lýðræðislegs sósí-
alisma, sé að sækja í sig veðrið á
ýmsum vígstöðvum. Þeir benda á að
útifundurinn á miðvikudag gegn
nýnasisma^ sem haldinn var við
minnismerki um sovéska hermenn
sem féllu í seinni heimsstyijöldinni,
hafi minnt óþægilega á gamla tíma.
Þúsundir voru fluttar á staðinn í
skipúlögðum rútuferðum og kórar
sannfærðra kommúnista sungu and-
fasíska söngva. Stefan Finger, tals-
maður jafnaðarmanna, sem er einn
stærsti f iokkur stjórnarandstæðinga,
segist sjá túö hugsanleg 'markmið
kommúnista með því að blása upp
hættuná á nýnasisma: í fyrsta lagi
að hræða þjóðina til að kjósa komm-
únista í kosningunum í maí og í öðru
lagi nð stimpla þá sem vilja samein-
ingu þýsku ríkjanna sem nasista.
Sjá: „Kommúnistar sakaðir
. . .“ á bls. 16.
bandsslitunum.
í ljósi þessarat' ferðar Gorb-
atsjovs til Litháens ákváðu leiðtogar
kommúnistaflokksins í Lettlandi í
gær að fresta fyrirhugðu flokks-
þingi fram yfir heimsóknina. Þá
hefur verið ákveðið að kalla saman
þing eistneska kommúnistaflokks-
ins í mars. Þar verður framtíð
f lokksins til umræðu en borið hefur
á flótta flokksmanna yfir í.nýstofn-
aðan flokk, Sjálfstæða jafnaðar-
mannaflokkinn.
Sjá: „Landamæragirðingar
rifnar . . .“ á bls. 17.