Morgunblaðið - 06.01.1990, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
Frá stjórnarfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í Sambandshúsinu í gær.
Stjórn Sambandsins:
Tvísýnt um tilboð Landsbankans
í hlut SIS í Samvinnubankanum
STJÓRN Sambandsins frestaði fimdi sinum eftir fimm og hálfa klukku-
stund í gær til sunnudagsmorguns. Það ræðst því ekki fyrr en í fyrra-
málið hvort Sambandsstjórn tekur tilboði Landsbankans í hlut Sam-
bandsins í Samvinnubankanum eða ekki. Ástæður þess að fundinum
var frestað munu fyrst og fremst þær að talið hafi verið tvísýnt um
það hver niðurstaðan yrði í atkvæðagreiðslu um tilboðið. Því hafi ver-
ið ákveðið að fresta málinu til morguns og vinna þannig tíma til þess
að kynna þeim stjórnarmönnum sem andvígir eru tilboðinu, hvaða af-
leiðingar það geti haft fyrir Sambandið, verði tilboðinu hafnað. Viðmæl-
endur Morgunblaðsins voru flestir á því í gær, að ef tilboðinu verður
hafiiað, muni Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins segja upp starfi
sínu þegar I stað.
Stöð 2:
Fyrri aðal-
eigendur til-
búnir með
hlutaféð
FYRRI aðaleigendur Stöðvar 2
tilkynntu sljórn eignarhaldsfé-
lags Verslunarbankans í gær að
þeir væru tilbúnir að greiða það
hlutafé sem þeir höfðu lofað að
leggja fram, 150 milljónir króna.
Þorvarður Elíasson, stjórnarmað-
ur í eignarhaldsfélagi Verslunar-
bankans og varaformaður stjórnar
íslenska sjónvarpsfélagsins hf.,
sagði við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að fyrri aðaleigendur Stöðv-
ar 2 hefðu tilkynnt sér seint í gær-
dag að þeir væru tilbúnir að greiða
hlutaféð, og yrði gengið frá málinu
eftir helgina.
Eignarhaldsfélagið hefur tekið
að sér að kaupa eða selja 250 millj-
ón króna hlutafé í Stöð 2. Þorvarð-
ur sagði að mikill áhugi væri á
hlutafénu, en ekki hefði veriðgeng-
ið frá neinu í því sambandi.
Skákmótið í
Reggio Emilia:
Margeir tapaði
fyrir Ehlvest
Reggio Emilia. Frá Gunnari Finnlaugssyni
fréttaritara Morgunblaðsins.
MARGEIR Pétursson tapaði fyrir
Jaan Ehlvest í 8. umferð skák-
mótsins. Margeir hafði svart og
náði góðri stöðu en lék illilega af
sér og gafst upp eftir 45 Ieiki.
Önnur úrslit urðu þau að Beljavskíj
og Ivantsjúk gerðu jafntefli, sömu-
leiðis Gúrevitsj og Andersson og
Karpov og Ribli. Portisch vann De-
Firmian en Georgiev sat yfir.
Staðan er sú að Ehlvest er efstur
með 5 'h vinning úr 7 skákum. Ivant-
sjúk er annar með 5 vinninga úr 7
skákum. Gúrevitsj og Ribli eru í 3.-4.
sæti með 4'A vinning úr 8 skákum.
Margeir er með í 7.-9. sæti með 3
vinninga úr 7 skákum.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir
því að ríkisstjórnin hafi rætt þetta
mál á fundi sínum í gærmorgun og
að miklar áhyggjur hafi komið fram
um hvaða afleiðingar það hefði í för
með sér, m.a. hvað varðar lánstraust
íslendinga erlendis, ef tilboðið verður
fellt, og erlendir lánardrottnar Sam-
bandsins gjaldfella skuldir þess í kjöl-
farið. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins liggur fyrir ákvörð-
un hjá Hambrosbanka, sem er stór
lánardrottinn Sambandsins, að takist
fyrirtækinu ekki að rétta úr kútnum
með sölu hlutar síns í Samvinnubank-
anum verði skuldir þess gjaldfelldar.
Talið er að aðrir erlendir lánardrottn-
ar myndu gera slíkt hið sama.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra. sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann teldi að ef tilboðið
yrði fellt, gæti það haft í för með
sér gjaldfellingu erlendra skulda.
Forsætisráðherra sagðist telja að
ef erlendir lánardrottnar Sambands-
ins töpuðu jafnvel milljörðum króna,
við það að gjaldfella skuldir Sam-
bandsins, sem eru að mestu án trygg-
inga, hefði slíkt óskapleg áhrif á þau
lánskjör sem ísland nýtur erlendis.
„Ég held að þegar svona er orðið,
þá geti ríkisvaldið aldrei litið fram-
hjá því að öllu leyti,“ sagði
Steingrímur.
Aðspurður um hvað ríkisstjórnin
hygðist gera, ef svo færi, sagði for-
sætisráðherra: „Ríkisstjórnin gerir
nú kannski lítið á fyrsta stigi. Hún
hefur enga heimild til þess að veita
ríkisábyrgðir, eða annað þess háttar.
Það verður ekki gert án laga frá
Alþingi."
„Verði tilboði Landsbankans hafn-
að, mun það þýða mjög mikla erfið-
leika fyrir Sambandið og líklega fyr-
ir Landsbankann líka,“ sagði
Steingrímur.
Þeir Guðjón B. Ólafsson forstjóri,
Ólafur Sverrisson stjórnarformaður
og Þorsteinn Sveinsson varaformað-
ur stjómar viku af fjmm og hálfs
tíma fundi Sambandsstjómar um
miðjan dag í gær til þess að eiga
fund með bankastjórum Landsbank-
ans. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins fengu þeir sambands-
menn staðfestingu á því hjá Lands-
bankastjórunum að tilboð bankans
væri endanlegt og því yrði ekki
breytt.
Þá hefur Morgunblaðið upplýsing-
ar um að þeir sem helst em andvíg-
ir því að tilboði Landsbankans verði
tekið vilji kanna til hlítar hvort hægt
verður að ná betra verði fyrir bank-
ann með því að selja ESSÖ og Sam-
vinnusjóðnum hlutabréfin, en ekki
Landsbankanum, en þeir sem telja
sig þekkja hvað best til vanda Sam-
bandsins segja að slíkt væri ekkert
annað en upphafið að gjaldþroti
Sambandsins. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins liggur fyrir sú
ákvörðun Landsbankans, að hafni
Sambandsstjórn tilboði Landsbank-
ans, sé þar um endanlega niðurstöðu
að ræða og ekki verði um frekari
samningaviðræður að ræða milli að-
ila um þettá mál.
Sverrir Hermannsson bankastjóri
Landsbankans sagði í gærkveldi að
engin dagsetning hafi verið ákveðin
í tilboði bankaráðs Landsbankans.
Því væri ekkert um málið að segja,
en öllum mætti vera ljóst að hraða
þyrfti ákvarðanatöku.
Ólafur Sverrisson stjórnarfor-
maður sagði að skoðanir hefðu verið
skiptar á fundinum um tilboð Lands-
bankans. Tíminn til morguns yrði
notaður til þess að afla frekari upp-
lýsinga í málinu og kanna stöðuna.
Reykjavík kaupir Vatns
enda fyrir 172 milljónir
ganga inn í
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri og Magnús Iljaltested bóndi á Vatns-
enda í Kópavogi, undirrituðu í gær samkomulag um kaup Borgar-
sjóðs Reykjavíkur á Vatnsendajörð fyrir 172 milljónir króna. Sam-
komulagið er með fyrirvara um forkaupsrétt Kópavogsbæjar að
jörðinni, og einnig að Alþingi samþykki lög um heimild borgarinn-
ar til eignarnáms og sölu á landinu, nýti Kópavogur ekki forkaups-
réttinn. Borgarráð samþykkti kaupsamkomulagið samhljóða í
gær. Bæjarstjóri Kópavogs segir að það verði ekki þolað að
Reykjavíkurborg eignist Vatnsendaland, en Kópavogur hefur 28
daga frest til að ganga inn í samninginn.
Kópavogur hefur 28 daga til að
samkomulagið
Kauptilboð Reykjavíkurborgar
hljóðaði upp á 162 milljónir króna
sem greiddist á 16 árum en sam-
komulagið er um 170 milljónir sem
greiðist á 11 árum. Þar af sé út-
borgun 12 milljónir en 158 milljón-
ir greiðist með skuldabréfi til 10
ára. Talið er um landið sé um 550
hektarar að stærð.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagðist vera ánægður með að þessi
kaup hafi gengið eftir. „Ég held
að þetta sé mjög eðlilegt verð og
ég yrði mjög ánægður ef borgin
eignaðist Vatnsendaland, þegar
upp verður staðið,“ sagði Davíð.
Kristján Guðmundsson bæjar-
stjóri Kópavogs sagði að bæjar-
yfirvöld teldu sig hafa 28 daga
frest til að taka ákvörðun um að
ganga inn í samninginn. „Við höf-
um þó lýst því yfir í fjölmiðlum
að við þolum það ekki að Reyk-
víkingar eignist Vatnsendaland,"
sagði Kristján. Hann sagði að
menn yrðu að gera sér grein fyrir
því, að á Vatnsendalandi byggju
um 300 manns, og Kópavogur
hefði þegar komið fram með hug-
myndir um skipulag á þessu svæði,
þótt skipulaginu hafi verið frestað.
Davíð Oddsson sagði um þetta
að ekkert væri við því að segja,
ef Kópavogsmenn brygðust við
þessu með því að ganga inn í sam-
komulagið. „Mér finnst það þó
nokkuð sérkennilegt, því ef menn
skoða kortið sem birtist í Morgun-
blaðinu í vikunni, þá sést hvað
landið liggur miklu betur við
Reykjavík. Þeir þurfa að sveigja
fyrir borgina til að nálgast landið,
en borgin er allt um kring. En
þeir hafa góðan tíma til að átta
sig á þessu og sannfærast um að
það sé hægt að gera góða sátt við
okkur,“ sagði Davíð.
Hann sagði að Reykjavík ætlaði
að nota landið annars vegar til
byggðar og hins vegar til útivist-
ar, og teldi að með góðu móti
væri hægt að koma þar fyrir
íbúðabyggð fyrir 9-12 þúsund
manns.
Sérstakt samkomulag þarf að
gera milli Kópavogs og Reykjavík-
ur til að breyta lögsögumörkunum
við Vatnsenda. Þótt Reykjavíkur-
borg eignist Vatnsendaland telst
það til Kópavogs þar til um annað
semst. Reykjavíkurborg á land í
ýmsum öðrum lögsagnarumdæm-
um, svo sem í Mosfellssveit, Grafn-
ingi, Kjalamesi og á Snæfellsnesi,
og íbúar þar greiða gjöld og sækja
þjónustu til viðkomandi sveitarfé-
laga.
Ef miðað er við að Reykjavíkur-
borg sé að kaupa 500-550 hektara
lands fyrir 172 milljónir króna er
verð á hektara lægra en á öðrum
jörðum í nágrenni Reykjavíkur
sem borgin hefur keypt undanfar-
ið. Hjörleifur Kvaran, fram-
kvæmdastjóri lögfyæði- og stjórn-
sýsludeildar borgarinnar, sagði um
þetta að hluti af landinu væri ekki
byggingarland heldur hraun.
Einnig þyrfti að kaupa töluvert
af sumarhúsum sem þarna eru,
áður en hægt væri að nýta landið
sem byggingarland. Þess vegna
væri raunverulegt verð á landinu
hærra en þetta samkomulag segð’
til um.