Morgunblaðið - 06.01.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1990
3
Mokveiði af loðnu
út af Langanesi
MOKVEIÐI var af mjög góðri loðnu norðaustur af Langanesi að-
faranótt fostudags. Tíu norsk loðnuskip voru komin á miðin, eða á
leiðinni þangað, á fimmtudag. Þá var hins vegar ekkert færeyskt
skip á loðnumiðunum, að sögn Landhelgisgæslunnar.
Þessi skip höfðu tilkynnt um afla
síðdegis á föstudag: Háberg 650
tonn til Þórshafnar, Örn 750 tonn
óákveðið hvert, Björg Jónsdóttir
550 tonn til Þórshafnar, Kef lvíking-
ur 530 tonn til Raufarhafnar, Dag-
fari 520 tonn til Raufarhafnar,
Þórður Jónasson 710 tonn til Rauf-
arhafnar, Börkur 1.200 tonn til
Neskaupstaðar, Gígja 750 tonn óá-
kveðið hvert, Jón Kjartansson 1.000
tonn til Eskifjarðar, Gullberg 620
tonn óákveðið hvert, ísleifur 620
tonn óákveðið hvert og Skarðsvík
670 tonn til Raufarhafnar.
Loðnuvertíðin byrjar vel á Þórs-
höfn á nýju ári að sögn fréttaritara
Morgunblaðsins og er allt komið í
fullan gang eftir rólegheitin um
jólahátíðina. Þrír loðnubátar lönd-
uðu hér á föstudag, Björg Jóns-
dóttir, Háberg og Gullberg, alls um
1.800 tonnum. Loðnan veiddist
u.þ.b. 70 sjómílur norðaustur af
Langanesi og er hún stór og góð.
Togari Útgerðarfélags Norður-
Þingeyinga, Stakfell, lét úr höfn á
fimmtudag eftir margra vikna inni-
legu og var mönnum mál að kom-
ast á flot eftir svo langan tíma í
landi að sögn Líneyjar Sigurðar-
dóttur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Beittir frá Neskaupstað kom til heimahafnar undir miðnættið á
fimmtudagskvöld með fyrsta heila farminn; 1.100 tonn, sem þangað
hefur borizt frá upphafi vertíðar í haust. I gær var hitt nótaskipið
frá Neskaupstað, Börkur, á leið til hafiiar með fullfermi, 1.200 tonn.
Loðnunni var vel fangað í Neskaupstað, ekki bara af sjómönnum
og starfsmönnum bræðslunnar. Trillukarlar voru fljótir að grípa
tækifærið og ná sér í slatta af beitu, en hana heftir skort að undan-
fornu.
Ekki ánægður með
verðið en ekkert
betra stendur til boða
- segir Magnús Hjaltested bóndi á Vatnsenda
„ÉG ER ekki ánægður með verðið sem ég fæ en það stendur ekkert
betra til boða, enda ekkert annað yfirvofandi en eignarnám á jörð-
inni,“ sagði Magnús Hjaltested bóndi á Vatnsenda við Morgunblaðið,
eftir að hann hafði undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um
sölu á Vatnsenda.
Magnús sagði að Reykjavíkurborg
fengi þarna mjög gott byggingarland
sem lægi að Breiðholtinu, en þó yrði
stör hluti landsins væntanlega skipu-
lagður sem útivistarsvæði. Hann
sagði láta nærri að borgin væri að
kaupa yfir 500 hektara. Magnús
sagðist halda eftir um 100 hekturum,
sem væri um 40-45 hektara svæði
meðfram Elliðavatni og síðan hluti
vatnsins sjálfs með veiðirétti.
Þegar Magnús var spurður hvort
þessi sala á Vatnsendajörð tengdist
Stöð 2, eins og látið hefur verið liggja
að, sagði hann það rangt. Hins veg-
ar ynni kona sín og mágur á Stöð 2
en það væru hans einu tengsl við
fyrirtækið.
—Þú ætlar þá ekki að leggja þessa
peninga í fyrirtækið?
„Ég er ekkert farinn að íhuga
hyað ég geri við þá, enda eru þeir
ekki komnir í hendurnar á mér enn-
þá, en það hafa ótrúlegustu aðilar
gefið sig fram við mig til að reyna
að fá lán,“ sagði Magnús.
Þegar hann var spurður hvort
hann hefði lánað fyrri aðaleigendum
Stöðvar 2 tímabundið veð í jörðinni
til að tryggja hlutafjárloforð þeirra
upp á 150 milljónir króna, sagðist
hann að vísu hafa gefið munnlegar
yfirlýsingar um eitthvað í þá átt, en
ekki annað.
„Þessi kaup eru alls ekki á vegum
Stöðvar 2. Hvað ég geri við pening-
ana, hvort ég fjárfesti í einhverju
fyrirtæki, nú eða kaupi ríkisskulda-
bréf fyrir þá, verður svo að koma í
ljós. Svo verður að líta á það að ég
fær mestan hluta kaupverðsins, ef
af verður, á 10 ára skuldabréfi, og
sennilega geri ég ekkert betra við
skuldabréf frá borginni en að eiga
það,“ sagði Magnús.
Vatnsendaland er samkvæmt
erfðaskrá háð þeim skilyrðum að það
gangi í erfðir til elsta sonar landseta
og það megi ekki selja. Erfðalög víkja
þó fyrir eignarnámslögum og vegna
þessa verður að koma til eignarnám,
kaupi Reykjavíkurborg landið.
Magnús sagði að viðræður milli
eigenda Vatnsendalands og
Reykjavíkurborgar um landakaup
hefðu fyrst hafist 1934. Borgin hefði
tekið Heiðmörkina eignarnámi 1948
og síðar f leiri skika, þar af þrjá síðan
landið komst í eigu Magnúsar. Við-
ræður um þessi síðustu iandakaup
hefðu hafist sl. vetur en á þeim hefði
orðið hlé þar til í nóvember sl.
Morgunblaöið/Júlíus
Óli Karló Olsen, verkefnisstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur, kannar hinar miklu skemmdir sem urðu i
eldinum hjá veitingasölunni Stúdío-Brauð í Austurveri við Háaleitisbraut. Lengst til vinstri kom eldur-
inn upp, yfir djúpstcikingarpotti en lengst til hægri á myndinni sést peningakassi fyrirtækisins, hálf-
bráðnaður eftir logana.
Mikið tjón 1 eldsvoða í veitingasölu í Reykjavík:
Stóð yfir pottinum þegar mik-
ill eldur gaus upp í feitinni
segir Kristín Guðmundsdóttir eigandi staðarins
MIKIÐ Ijón varð í eldsvoða í
veitingasölunni Stúdío-Brauð í
Austurveri við Háaleitisbraut
um klukkan hálfátta í gær-
kvöldi. Eldurinn kom upp í djúp-
steikingarpotti. Eigandi staðar-
VopnaQörður, Eskiljörð-
ur, Fáskrúðsfjörður:
Enn deilt
um fiskverð
ENN er ósamið í kjaradeilu
sjómanna og útgerðarmanna á
Eskifirði, Fáskrúðsfirði og
Vopnafirði. Sjómenn á togur-
unum Brettingi og Eyvindi
vopna frá Vopnafirði kröfðust
fyrst 30% hækkunar á allt fisk-
verð, en stjórnendur Tanga hf
og sjómenn ræddust við í gær
á öðrum nótum, sem ekki feng-
ust skýrðar.
Að sögn talsmanns áhafnar
Eyvindar vopna leggja þeir
áherzlu á, að vegna þess að út-
gerð og vinnsla sé í eigu sömu
aðila, sé alls ekki í raun verið
að tala um að útgjöld Tanga hf
vegna hráefniskaupa aukist um
30% þó fiskverð til sjómanna
aukist svo. í raun nemi útgjalda-
aukningin aðeins um 7%, þar sem
sama sé hvorum megin hryggjar
liggi útgjöld vegna fiskkaupa eða
tekjur vegna fisksölu innan sama
fyrirtækis. Þó laun sjómanna
verði hækkuð ætti það því ekki
að buga rekstur fyrirtækisins.
Sjá samtal við Hraftikel A.
Jónsson á miðopnu.
ins, Kristín Guðmundsdóttir,
stóð ásamt starfsstúlku yfir
pottinum þegar eldurinn gaus
upp. Slökkviliðið slökkti eldinn
á skammri stundu en mikinn
reyk lagði um verslanamiðstöð-
ina og barst hann inn í nálægar
verslanir.
„Við fundum lykt frá pottinum
og þegar ég leit á hann sá ég
svarta köggla, eins og möl, ofan
á olíunni,“ sagði Kristín Guð-
mundsdóttir, eigandi staðarins.
„Það var búið að slökkva á pottin-
um og ég sótti spaða til að taka
þessa köggla ofan af olíunni og
stóð yfir pottinum, ásamt stúlku
sem vinnur hjá mér, þegar olían
sprakk og það gaus upp eldur.
Við settum strax asbestteppi yfir
pottinn og ég kveikti á halogen-
slökkvitæki yfir pottinum en það
sló ekkert á. Stúlkan hljóp út bak-
dyramegin með dóttur mína sem
var hjá mér. Maður sem var að
versla hjá okkur greip annað
slökkvitæki og sprautaði á eldinn
en það hafði heldur engin áhrif.
Kristín sagðist aldrei hafa séð
neitt þessu líkt setjast á djúpsteik-
ingarfeiti áður. Hún sagðist fyrr
um daginn hafa bætt nýrri olíu í
pottinn.
Hæstiréttur:
Mælt með að Magnús
þurfí ekki prófinál
HÆSTIRÉTTUR hefúr sent
dómsmálaráðherra bréf þar
sem mælt er með því að orðið
verði við umsókn Magnúsar
Thoroddsen fyrrum hæstarétt-
ardómara um að honum verði
veitt leyfí til málflutnings fyrir
Hæstarétti án þess að þurfa að
flytja prófinál.
Eins og fram hefur komið hefur
Magnús í hyggju að hefja lög-
mannsstörf. Dómarar Hæstaréttar
voru einhuga um þessa niðurstöðu.
Dómsmálaráðherra veitir lög-
mönnum leyfi til að flytja mál
fyrir Hæstarétti en Hæstiréttur
veitir umsögn um undanþáguum-
sóknir af þessu tagi.
Vopnahlé samið í físk-
verðsdeilu í Grindavík
Vertíðarbátarnir komnir á veiðar
Grindavík.
Vertíðarbátar héldu úr Grindavíkurhöfn um hádegisbil í gærdag
eftir að áhafiiir þeirra ákváðu að taka boði útgerðarmanna um
fiskverð sem var boðið í fyrrakvöld.
Ölver Skúlason, skipstjóri á
Geirfugli, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að sjómenn væru ekki
ánægðir og áskildu sér allan rétt
til frekari aðgerða. Ölver bætti við
að megn óánægja væri meðal sjó-
manna með kjör sín og væri búin
að véra lengi. Spurning væri hve-
nær upp úr syði. Nú hefði hinsveg-
ar verið gengið til samkomulags
á grundvelli tilboðs sem kom frá
útgerðarmönnum.
Útgerðarmenn buðu 30 krónur
fyrir ufsakílóið, 35- krónur fyrir
dauðblóðgaðan þorsk og 50 krónur
fyrir lifandi blóðgaðan þorsk og
verður þetta samkomulag í gildi
þangað til annað verður ákveðið.
FÓ
ísafjörður:
Ýta fór á
hliðina í
malarnámi
ísafirði.
Meðalstór jarðýta lagðist á
hliðina í malarnámi ísafjarðar-
kaupstaðar í Réttarholti í Engid-
al, snemma í gærmorgun. Stjórn-
andi jarðýtunnar hlaut minni-
háttar meiðsl og var fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði
en fékk að fara heim síðdegis í
gær.
Að sögn ýtustjórans, Sigurðar
Sveinssonar, sem hefur starfað við
svona störf í yfir 40 ár, voru dimm-
viðri og klaufaskapur helstu or-
sakavaldar óhappsins. Tildrögin
voru þau að Sigurður var að ýta
upp möl fyrir ofaníburð og hafði
gert djúpan skurð meðfram mal-
arnáminu. Vegna dimmviðris fór
ýtan of nálægt kantinum og lagðist
á hliðina ofan í skurðinn.
Vélin er lítið skemmd, utan að
rúður í húsi brotnuðu. Búið var að
koma ýtunni á beltin aftur og gert
ráð fyrir að hægt væri að taka
hana í notkun innan fárra daga.
Úlfar.