Morgunblaðið - 06.01.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 06.01.1990, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 5 Verslunarmannafélag Reykjavíkur: Vinnuveitendum kynnt starfs- greinaskipting félagsins Meginmarkmiðið að hver starfsgrein um sig geri kjarasamninga Verslunarmannafélag Reykjavíkur kynnti vinnuveitendum á fundi í gær þær skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á félaginu og eru í undirbúningi í frekara mæli, en þær felast í því að skipta félaginu upp í deildir eftir starfsgreinum, sem meðal annars hafi gerð kjarasamninga á sinni könnu. lyfjabúðunum væru að vinna að uppsetningu kjarasamnings á þess- um grundvelli. „Við erum að fara þarna inn á nýtt og þýðingarmikið svið að okkar mati,“ sagði Magnús að lokum. Morgunblaðið/Bjamir Frá fundi VR með vinnuveitendum í gærmorgun. Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, Magnús L. Sveinsson, formaður VR, Bjarni Finnsson í samninganefnd VSI og Böðvar Pétursson, stjórnarmaður í VR. Þingkonur Kvennalista óánægð- ar með vinnubrögð þingforseta ÞINGKONUR Kvennalistans hafa sent forseta Sameinaðs þings bréf þar sem þær lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forseta Alþingis að láta fréttamönnum í té upplýsingar um álitsgerð skrifstofustjóra Alþingis varðandi lögmæti setu fulltrúa Kvennalistans í bankaráði Landsbankans, áður en kvennalistakonur hefðu haft tækifæri til að kynna sér álitið. Einnig er það gagnrýnt að álitið sé gert opinbert áður en önnur umbeðin álit liggi fyrir. I öðru bréfi til forseta er ítrek- uð sú ósk að bankaeftirlitinu verði falið að kanna málið. Þegar er búið að stofna tvær starfsgreinadeildir af starfsfólki tryggingarfélaga og afgreiðslufólki í lyfjabúðum og undirbúningur að stofnun deildar starfsfólks í ferða- þjónustu er langt kominn. Gert er ráð fyrir að starfsgreinadeildirnar geti jafnvel orðið sex að tölu þegar upp verður staðið. „Meginmarkmiðið með þessari skiptingu innan félagsins er að gera kjarasamninga á grundvelli starfsgreina. Erindi okkar við vinnuveitendur var að kynna þessar breytingar og að við óskum eftir að stefnt skuli að viðræðum um gerð kjarasamninga á starfsgreina- grundvelli,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þetta þýddi ekki að félagið væri að taka sig út úr þeirri vinnu sem fram hefði farið um gerð heildarkjarasamnings á vettvangi Alþýðusambandsins og landssambanda þess. Hins vegar- vildi félagið ræða þetta samhliða við vinnuveitendur og setja fram óskir um að stefnt skuli að starfs- greinasamningum. Magnús sagði að vinnuveitendur hefðu verið jákvæðir fyrir þessum hugmyndum og sagst skilja að þörf væri fyrir slíka skiptingu í félagi sem næði yfir jafnmörg starfssvið og VR og spannaði allt frá einföld- ustu verslunartstörfum upp í f lókin stjórnunarstörf. Þá hefði þeir talið það af hinu góða að fólkið sem ynni í greinunum kæmi að samn- ingagerðinni sjálfri í auknum mæli. Þeir hefðu hins vegar þurft að skoða þetta nánar í sinn hóp. Magnús sagði að í deildir starfs- fólks í tryggingafélögunum og í í fyrra bréfi þingkvenna Kvenna- listans segir að álitsgerð skrifstofu- stjóra Alþingis hafi borist þeim um kl. 16 þann 3. janúar og skömmu síðar hafi fréttmaður hringt og beðið um álit. Þær hafi þannig verið settar í þá óþægilegu stöðu að málinu sé hleypt í fjölmiðla áður en þær séu reiðubúnar að gera athugasemdir eða láta álit sitt í ljós. Guðrún Helgadóttir, forseti Sam- einaðs þings vísaði athugasemdum þingkvenna Kvennalistans á bug í samtali við Morgunblaðið. „Málið var orðið að fjölmiðlamáli löngu áður en til forseta þingsins var leitað, þannig að við höfum ekki gert þetta að fjöl- miðlamáli. Auk þess var engin krafa um leynd sett fram og ekki um neitt trúnaðarmál að ræða á neinn hátt, þannig að við sáum ekki ástæðu til að liggja á þessu, sérstaklega þar sem fjölmiðlar vissu af því og biðu eftir því,“ sagði Guðrún. NISSAN PATHFINDER Aflstýri, stillanleg stýrishæð og veltistýri Hraðastilling (Cruise Control) Rafdrifnar rúður I Besta fóanleg innrétting Opnanlegir hliðargluggar Samlæsing i 1 Sóllúga I ■ hurðum Koparlitoð gler Opnanlegur aftur- hleri og afturgluggi Geysiöflug 3.0 V6 vél með beinni innspýtingu Rafstýrðir speglar Rafhitori og rúðuþurrka á afturglugga Útvarp með kasettutæki Utanáliggjandi varadekk Alfelgur frá Nissan Diskabremsur að aftan og framan 70% tregðulæsing í afturdrifi Fjögurra þrepa, full- komin, tölvustýrð sjálfskipting Hátt og lágt drif Siálfvirkar driflokur Mýkt fjöðrunar stillanleg með takka við ökumannssæti BILASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14 - 17 NISSAIM PATHFINDER med öllum þessum lúxusbúnaói kostar aóeiits kr. 2.178.000,- stgr Ingvar Helgason hf. Sævarhöfóa 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.