Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 Guðspjall dagsins: Lúk. 2: Þegar Jesús var tólf ára. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Fyrirbænaguðsþjónusta mið- vikudag kl. 16.30. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi- sala safnaðarfélagsins eftir messu. Munið kirkjubílinn. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14, altarisganga. Organisti Dan- íelJónasson. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jón- asson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthías- son. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Sóknarprestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnamessa kl. 11 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn við Foldaskóla. Sunnudagspóstur — söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.45. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Barnastarfið hefst sunnudaginn 14. janúar. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Sunnudag 7. jan. Messa og altarisganga kl. 11. Dr. Einar Sigurbjörnsson prédikar. Barnasakoma á sama tíma. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hall- grímskirkju í síma 10745 eða 621475. Þriðjudag 9. jan. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 13. jan. Samvera fermingarbarna kl. 10. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyr- ir og eftir barnaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrir- bænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Prestarnir. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Um- sjón hafa María og Vilborg. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Prestur sr. Stefán Lárus- son. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Engin guðsþjónusta verður í Laugar- neskirkju sunnudaginn 7. jan. Helgistund þriðjudagskvöld kl. 22. Kyrrðarstund í hádeginu fimmtudag. Orgelleikur, fyrir- bænir, altarisganga. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guð- mi/ndur Óskar Ólafsson. Munið kirkjubílinn. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.20, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Laugardag 6. jan- úar: Guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11. Kórsöngur. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Barnastarf á sama tíma í umsjón Öddu Steinu, Sigríðar og Hannesar. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: í dag, laugardag 6. desember, kl. 18.00 helgistund. Leikið verður á orgel kirkjunnar frá kl. 17.40. Sunnu- dag, barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delffa: í kvöld, laugardag, bæna- stund kl. 20.30. Sunnudagssam- koma kl. 20. Ræðumaður Garðar Ragnarsson. KFUM & KFUK: Almenn sam- koma á Amtmannsstíg 2B kl. 20.30. Gleðjumst í Drottni (Jer. 31, 10-13.) Margrét Hróbjarts- dóttir og Benedikt Jasonarson tala. Lofgerðar- og bænastund ki. 19.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Nýárs- fagnaður sunnudagaskólans kl. 14. Fyrsta hjálpræðissamkoma á nýja árinu kl. 20. (ath. breyttan samkomutíma). Sr. Halldór S. Gröndal prédikar og hersöng- sveitin syngur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN, St. Jósefsspitala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga'Tnessa kl. 8. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík, Hafnarg. 70: Messað kl. 16. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Messa í Hveragerðiskirkju kl. 14. Fundur með foreldrum ferming- arbarna eftir messu. Þorláks- kirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. Guðrún J.E. Jóns- dóttír - Kveðjuorð Fædd 9. júlí 1914 Dáin 25. desember 1989 í dag er til moldar borin móður- systir mín, Guðrún Jóna Elísabet Jónsdóttir. Gunna, eins og hún var alltaf kölluð, var verkakona og vann hörð- um höndum allt sitt líf. Hún var seinni árin mikill sjúklingur en lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Ailt- af tók hún mér vel þegar ég leitaði til hennar og bömum mínum reynd- ist hún sem besta amma enda köll- uð það af yngstu dóttur minni. Nú þegar leiðir skiljast í bili er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka frænku minni samfylgdina á liðnum árum. Blessuð sé minning hennar. Maja Hjartað bæði og húsið mitt heimili veri, Jesú, þitt, lijá mér þigg hvíld hentuga. Þó þú komir með krossinn þinn, kom þú blessaður til mín inn, fapa’ ég þér fegins huga. (Hallgrimur Pétursson, Ps. 10) Guðrún Jónsdóttir er gengin til fundar við Drottinn sinn og gistir nú hús hans eins og hann gisti áður hús hennar og hjarta. Hún lést eftir skamma legu á sjúkrahús- um, fyrst á Isafírði og síðan í Keykjavík. Það fór því ekki svo að hún eyddi ekki síðustu jólunum sínum með okkur, skyldfólkinu fyr- ir sunnan. Hún var vön að koma suður til að halda jól með fjölskyld- unni og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þessi jól með" henni. Við kölluðum hana Gunnu frænku til aðgreiningar frá öilum öðrum Guðrúnum og frænkum í fjölskyldunni og segir það sína sögu um hennar hlutverk og þann sess sem hún skipaði í hjörtum okkar allra, þessi fíngerða og fallega, smávaxna kona sem í lífi sínu var svo ótrúlega stór. Þótt ég hafi þekkt Gunnu frænku frá því ég man eftir mér finnst mér sem ég hafí í rauninni ekki kynnst henni - eins og maður kynnist fólki í raun og veru -_fyrr en ég fór til hennar vestur á ísafjörð fyrir sex- tán árum og dvaldi hjá henni og Adolf bróður hennar, sumarpart. Eftir það vorum við ekki bara frænkur heldur líka vinkonur. Hún var þá hætt að vinna í fiski eins og hún hafði gert mestan hluta ævinnar, annaðist bróður sinn blindan og heilsuveilan og tók til í húsi hjá fólki í næstu götu. Eftir lát Adolfs sneri hún aftur til vinnu hjá íshúsfélagi ísfirðinga og vann þar meðan heilsan leyfði. Þáu sumarkvöld sem við áttum saman fyrir vestan verða mér alltaf dýrmæt. Við töluðum mikið saman og bárum saman bækur okkar um lífíð og tilveruna. Á slíkum stundum verður aldursmunur að engu. Hún sagði mér frá sinni ævi en um leið sögu heillar stéttar, verkalýðsstétt- arinnar, og sögu kvenna sinnar kynslóðar. Við áttum sameiginleg- an áhugann á verkalýðsmálum og kvenréttindum og hún var ánægð með það hún Gunna frænka mín að vera sjálfstæð kona. Þótt hún væri sátt við sitt líf var hún allt annað en sátt við það að hafa feng- ið lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu og hún var heldur ekki sátt við þá tekjuskiptingu sem var og er í okkar samfélagi. Atvinnu- rekendur og önnur yfirstétt var í hennar augum „þeir“ og launafólk- ið „við“. Gunna frænka byrjaði að vinna fyrir sér og sínum af fullri alvöru þegar faðir hennar, Jón Jónsson sjómaður og verkamaður, lést. Hún var þrettán ára gömul. Eldri systk- inin, Klara Amalía, ívar Alexander og Ingibjörg Sigríður Anna, voru þá gift og flutt úr foreldrahúsum. Eftir á heimilinu voru móðir henn- ar, Guðrún Jóna ívarsdóttir, bróðir hennar Adolf Ferdinand og barn- ungur bróðursonur, Jón Gunnar ívarsson, sem foreldrar hennar tóku að sér þegar móðir hans veiktist af berklum. Tveimur árum síðar bættist í hópinn nýfædd systir Jóns, Sigríður Helga, en móðir þeirra lést rétt eftir fæðingu hennar. Amman sá um uppeldi barnanna en Guðrún og Adolf unnu fýrir heimilinu. Sú vinna sem bauðst ungum stúlkum í þá daga var aðallega físk- vinna og heimilisstörf. Gunna frænka fór í saltfiskvinnu sem unn- in var utanhúss hvernig sem viðr- aði, fískurinn þveginn úr ísköldu vatni og á vetrum þurfti oft að beija klakann af keijunum. Hún tók einnig að sér húsverk í öðrum hús-' um og þá einkum þvotta fyrir mann- mörg heimili. Hún var einnig oft fengin til hjálpar þegar veikindi voru á heimilum og var þá ekki spurt um laun í veraldlegum gjald- miðli. Gunna vann hjá Kaupfélagi ísfirðinga um tíma en missti þá vinnu þegar kreppan mikla gekk í garð. Þá tók við vinna við gijótnám sem hún stundaði ásamt Adolf bróð- ur sínum, en sú vinna var atvinnu- bótavinna á vegum bæjarins. Síðan tók fiskvinna við og vann Gunna lengst hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Af þessu litla myndbroti úr lífí einn- ar konu má ljóst vera að vinna kvenna utan heimila er engin ný bóla, að minnsta kosti ekki í verka- lýðsstétt. Gunna frænka hafði ekki mikinn tíma fyrir félagsstörf, hún var sístarfandi heima og heiman. Hún tók þó þátt í starfí kvennadeildar Slysavarnafélagsins í sínum heimabæ og Kvenfélagsins Hlífar. Eftir að hún hætti störfum í íshús- inu tók hún þátt í tómstundastarfi eldri borgara á ísafirði og gerði þá ýmsa fallega muni sem hún gladdi okkur ættingjana með á afmælum og jólum. Hún saumaði út og mál- aði á gler og annað efni og fengu listrænir hæfíleikar hennar þá að njóta sín. Gunna frænka bjó lengi í leiguíbúðum með fjölskyldu sinni. Það var henni mikið hjartans mál að eignast eigið húsnæði og mikil hamingja þegar hún gat keypt lítið einbýlishús í félagi við Adolf, en þau systkinin héldu saman heimili alla tíð. Eg held að henni hafí fund- ist sjálfstæði sitt að einhverju leyti fólgið í því að eiga þak yfír höfuðið og þurfa ekki að vera öðrum háð um húsaskjól. Þeim systkinunum Ieið líka vel í þessu yndislega húsi eins og okkur öllum, ættingjunum sem heimsóttum þau og gistum hjá þeim. Eftir að Ádolf féll frá var Gunna ein í húsinu og höfðum við sem búum fyrir sunnan þá oft áhyggjur af því að hún væri ein- mana, einkum eftir að heilsunni fór að hraka. Þegar við hringdum og lýstum áhyggjum okkar yfír því að hún væri ein var svarið alltaf það sama: „Eg er ekki ein, við erum hérna bæði, ég og guð.“ Slík var Fædd 14. ágúst 1919 Dáin 27. desember 1989 Nú er amma Gógó, Ágústa Har- aldsdóttir, dáin. Hún dó að kveldi 27. desember eftir stutta sjúkra- legu. Hún fæddist 14. ágúst 1919 og 20 árum seinna þann 14. októ- ber 1939 giftist hún afa okkar, Trausta Jónssyni. Þau áttu átta börn á tæpum 13 árum en misstu yngsta barnið Trausta Ágúst 31. október 1969 þá 17 ára að aldri. Þegar við minnumst ömmu okkar er okkur efst í huga hvað hún var alltaf hress og kát, og hvað hún tók hlutunum með miklu jafnaðargeði og hún lét ekki bugast þó á móti blési sem kom best í ljós í veikindum hennar. Hún var mjög þakklát fyrir allar þær fjölmörgu heimsóknir sem hún fékk á sjúkrahúsið og sýnir það lítillæti hennar. Við þessi tímamót rifjast ýmislegt upp fyrir okkur t.d. að um hverja helgi voru allir vel- komnir á Hásteinsveginn og það var alveg öruggt að á boðstólnum var brúnka og vöfflurnar hennar ömmu. Það voru ekki ófá skiptin sem eitthvað af okkur barnabömun- um gisti hjá ömmu og afa um lengri eða skemmri tíma og jafnvel sumar- langt ef á þurfti að halda. Við vilj- um með þessum fáu orðum þakka fyrir þær samverustundir sem við áttum með henni í gegnum árin og hennar trú og hún óttaðist ekki dauðann. Guðrún Jóna Elísabet Jónsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, giftist ekki og eignaðist ekki börn. Hún var þó ekki barnlaus. Hún tók að sér systurdóttur sína, Guðrúnu Kristjánsdóttur, nokkurra mánaða gamla og ól hana upp ásamt Adolf bróður sínum. Tengslin við bróður- börnin, Jón og Sigríði, voru líka sterk sem og við önnur systkina- börn og okkur börnunum þeirra var hún sem besta amma. Og hún var amma drengjanna hennar Guðrún- ar, Kristjáns og Helga. Þeim þrem- ur vil ég sérstaklega votta samúð mína og þakka Guðrúnu hve hún annaðist fósturmóður sína af mik- illi ástúð og natni síðustu sólar- hringana. Sonja B. Jónsdóttir munum við hugsa til hennar með söknuði en jafnframt geymum við góðu minningarnar um hana ömmu okkar um ókomna framtíð. Hvað bindur vom hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. (E. Ben.) Bettý, Ágústa, Lóa, Rakel, María og Tinna. Minning: Ágústa Haraldsdóttir i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.