Morgunblaðið - 06.01.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
Austur-Þýskaland:
Kommúnistar sakaðir um að
vilja ekki afsala sér völdum
Austur-Berlín, Bonn. Reuter og dpa.
RÍKISSTJÓRN Vestur-Þýskalands
gagnrýndi kommúnista í Austur-
Þýskalandi harðlega í gær fyrir
að reyna með brögðum að vinna
bug á stjórnarandstöðunni í
landinu. Framkvæmdastjóri þing-
flokks Kristilegra demókrata, Fri-
edrich Bohl, tók undir þessa gagn-
rýni og lét svo ummælt að nú
ætti sér stað ný valdataka sósía-
lista í landinu. Hann sakaði komm-
únista um að Ijúga að stjórnarand-
stöðunni í hringborðsviðræðunum
sem nú fara fram og beita pappírs-
skömmtun til að hindra prent-
frelsi.
Ýmsir vestur-þýskir stjórnmála-
leiðtogar óttast að kommúnistum,
sem reyna nú ákaft að breyta
harðlínuímynd flokks síns, takist að
notfæra sér tökin á opinberum fjöl-
miðlum og sjóðum ásamt helstu
stjómstöðvum til að snúa á reynslu-
lausa og margklofna andstæðinga
sína og sigra í kosningum í maí
næstkomandi. „Kommúnistar mega
ekki svíkja fólk í Austur-Þýskalandi
um ávexti friðsamlegar byltingar
þess með nýjum valdhroka," sagði
Volker Riihe, talsmaður stjómar-
flokks Kristilegra demókrata í V-
Þýskalandi. Hann skoraði einnig á
kommúnista að skýra frá þeim
auðæfum sem f lokkurinn hefði sank-
að að sér á valdaferlinum. Talsmenn
Fijálsra demókrata og Oscar La-
fontaine, varaformaður í flokki v-
þýskra jafnaðarmanna, hafa tekið
undir gagnrýninx
Kommúnistaflokkurinn vísaði
þessari gagnrýni á bug í gær og lýsti
því yfir að flokkurinn hefði gert
ýmislegt til að auðvelda stjómarand-
stöðunni að koma undir sig fótunum.
Kosningabandalag
stjórnarandstöðunnar
Sex flokkar og hópar stjórnarand-
stæðinga í Austur-Þýskalandi hafa
ákveðið að starfa saman í þing-
kosningum, að sögn austur-þýsku
fréttastofunnar ADN. Þekktasti hóp-
urinn er Nýr vettvangur er hafði
forystu í mótmælaaðgerðunum sem
urðu til að hnekkja áratuga einræði
kommúnista. Auk Nýs vettvangs
eiga jafnaðarmenn, samtökin Lýð-
ræðisvakning (Demokratischer Auf-
bruch), er margir kirkjunnar menn
styðja, og þrenn önnur samtök aðild
að bandalaginu. Talsmaður græn-
ingja, Gerhard Bácher, sagði þetta
vonlausa tilraun; skoðanamunur hóp-
anna væri allt of mikili. „Þetta er
algert ragl og verður búið að leggja
upp laupana í næstu viku. Hvemig
er hægt að ná málamiðlun milli
Trotskíista og stuðningsmanna ftjáls
markaðsbúskapar?" spurði Bácher.
Vitað er að Lýðræðisvakning er
hlynntara sameiningu þýsku
ríkjanna tveggja en hinir hópamir
fimm og einnig er deilt um af leiðing-
ar þess að innleiða umbætur í átt til
markaðsbúskapar. Eitt eru hópamir
sammála um: Samvinna við komm-
únista og flokka meðreiðarsveina
þeirra undanfarna fjóra áratugi kem-
ur ekki til mála.
Yfírburðaaðstaða
kommmúnista
Nýleg skoðanakönnun gaf komm-
únistum 34% fylgi, Kristilegum dem-
ókrötum 7,9% og jafnaðarmönnum
5,4%, aðrir sex af hundraði eða
minna. Það þykir kaldhæðnislegt að
þrír þekktustu og vinsælustu stjóm-
málamenn landsins era allir komm-
únistar; Gregor Gysi flokksleiðtogi,
Hans Modrow forsætisráðherra og
Wolfgang Berghofer, borgarstjóri í
Dresden.
Margir telja Berghofer væntanleg-
an flokksleiðtoga. Hann varaði við
því á miðvikudag að klofningur
stjómarandstöðunnar gæti haft í för
með sér upplausn að loknum fijálsum
kosningum. Jafnframt réðst hann á
vestur-þýska flokka fyrir að skipta
sér af austur-þýskum stjómmálum.
Flokkarnir hafa veitt bræðraf lokkum
Mesta hættan liðin hjá
Vindáttir hafa beint olíbrákinni við strendur Marokkó lengra frá landi og
er mesta hættan á stórfelldu mengunarslysi þar liðin hjá í bili að minnsta
kosti. Spánverjar sem eru uggandi út af þessu máli hafa neitað eigendum
íranska olíuskipsins Kharg-5 um hafnaraðstöðu á Kanaríeyjum. Skipið
er nú statt um 300 mflur norður af Marokkó-strönd og er í ráði að það
leggist við festar um 200 sjómílur suður af Kanaríeyjum þar sem olíunni
úr því verði dælt um borð í annað íranskt olíuskip.
Þátttakandi í kröfúgöngu í
Leipzig 11. desember heldur á
spjaldi með mynd af Erich
Honecker í búningi sem margir
landar hans töldu við hæfi.
sínum austan megin fjárstuðning og
ýmsa aðstoð, einnig boðist til að
senda .ræðumenn að vestan á fram-
boðsfundi. Austur-þýskir jafnaðar-
menn viðurkenna afskiptin en benda
á aðstöðuleysi og skort sinn á öllum
gögnum til kosningabaráttu. „Við
stöndum andspænis kommúnista-
flokki sem enn ræður yfir hreyfingu
á landsvísu og öllum hjálpartækjum
til kosningabaráttu," sagði Stefan
Finger, einn talsmanna flokksins.
Erich Honecker, fyrram leiðtoga
landsins, var sleppt úr gæsluvarð-
haldi á fimmtudag. Yfirmaður a-
þýsku rannsóknarlögreglunnar sagði
að engin lög heimiluðu framhald á
varðhaldinu en Honecker er sagður
heilsuveill. Ekki hefur enn verið
ákveðið hvort höfðað verður mál
gegn leiðtoganum fyrrverandi fyrir
ýmiss konar misferli á valdaferlinum.
BYLTINGIN í RÚMENÍU
Fóstureyðingar leyfðar:
Getnaðarvarnir þáttur í
draumum um betri framtíð
Jaftivel gúmmíblöðrur voru bannaðar
Búkarest. Daily Telegraph.
EITT af fyrstu verkum nýju bráðabirgðastjórnarinnar í Rúmeníu
var að afnema 19 ára gamalt bann Ceausescus einræðisherra við
fóstureyðingum. Nú geta allar konur fengið fóstureyðingu gegn
vægu gjaldi en áður var slíkt aðeins leyfl. þegar konur undir 16
ára aldri eða eldri en 45 ára höfðu orðið fórnarlömb nauðgara.
Yfirmenn heilbrigðismála í Rúm-
eníu hafa í þessari viku ráðgast
um nauðsyn getnaðarvarna sem
bannaðar vora 1966 til að hraða
fólksfjölgun er fór þá minnkandi.
„Ég fer ekki fyrr en búið er að
eyða fóstrinu," sagði Gabriela
Radu, þrítugur, fyrrverandi
íþróttaþjálfari, á sjúkrahúsi lög-
Uppáhaldsskáld Ceausescus bjó
í tíu herbergja glæsivillu með
einkasundlaug og sánu í miðborg
Búkarest. Hinn 22. desember, er
Ceausescu var steypt, flýtti Pau-
nescu sér að troða sér í fremstu
röð mótmælenda við aðalstöðvar
kommúnistaflokksins í Búkarest.
Er fólk bar kennsl á manninn
átti hann fótum fjör að launa. Á
jóladag hrakti mannfjöldi hann
út úr villunni og eftir dvölina í
sendiráðinu hefur Paunescu gist
fángelsi hersins, að sögn yfirvalda
reglunnar í Búkarest er önnum
kafnir læknamir reyndu að fá hana
til að koma aftur síðar. Áður fyrr
beittu konur öllum ráðum til að
reyna að koma af stað fósturláti,
m.a. borðuðu þærlyftiduft, blandað
áfengi. Þær sem höfðu efni á því
leituðu þó til lækna eða hjúkrana-
rfræðinga er sumir liðsinntu kon-
til að vernda líf hans og limi.
Frá 1973 - 1985 var Paunescu
framkvæmdastjóri söngva- og
ljóðahátíðarinnar „Söngvar handa
Rúmeníu" sem var komið á lag-
girnar til heiðurs Ceausescu-
hjónunum. 1985 féll skáldið hins
vegar í ónáð. Lögreglumenn
sýndu þá fram á að Paunescu lét
halda tilþrifamiklar kynlífs- og
drykkjuveislur á heimili sínu og
hafði, án leyfis, býggt handa sér
sumarhús í Breaza-fjöllum, norð-
an við Búkarest.
unum í heimahúsum þótt hættan
væri mikil. Liðsmenn hinnarhötuðu
öryggislögreglu, Securitate, fylgd-
ust með konum sem lagðar vora á
sjúkrahús vegna afleiðinga mis-
heppnaðra fóstureyðinga hjá ýmiss
konar skottulæknum og reyndu
lögreglumennimir að fá þær til að
vísa á lagabrjótana. Þeim síðar-
nefndu var refsað með fimm ára
fangelsi.
„Hingað komu venjulega 10 -
12 konur á mánuði," segir dr. Dan
Alessandrescu, stjómandi sjúkra-
húss lögreglunnar. „Sumar þeirra
vora hörmulega á sig komnar;
blæðingar vora miklar og oft kom-
in ígerð í sárin. Það var ekki hægt
að bjarga lífi þeirra allra.“
Gabriela Radu sagðist fjóram
sinnum hafa látið koma af stað
fósturláti. Meðan rætt var við hana
á sjúkrahúsinu heyrðust vein í konu
sem verið var að skoða vegna blóð-
eitranar er hún hafði fengið af
völdum misheppnaðrar fóstureyð-
ingar. Gabriela á tvö börn. Vegna
þeirra verður hún að vera heima
og hjónin reyna að hjara á launum
eiginmannsins. „Við höfum þurft
að spara allt við okkur, mat ofan
f bömin, hvað þá leikföng handa
þeim. Alla mjólk urðum við að
kaupa á svarta markaðnum, óholla
mjólk sem bömunum hefur orðið
illt af.“
Þörfin fyrir fóstureyðingar og
getnaðarvamir virðist útbreidd. Á
veggteikningum era sýndar vænt-
anlegar allsnægtir nýrra tíma í
landinu og smokkar innan um allan
munaðinn. Þeir hafa verið rándýrir
og aðeins fengist á svarta mark-
aðnum. Fyrir nokkrum áram var
meira að segja hætt að selja venju-
legar gúmmíblöðrur handa böm-
um; stefnu Ceausescus um aukna
mannfjölgun var fylgt út í ystu
æsar og engin áhætta tekin.
Hirðskáld Ceausescus í hættu:
Slapp naumlega und-
an reiðum mannfjölda
RÚMENSKA skáldið Adrian Paunescu hélt naumlega lífi á jóladag
en að kvöldi sama dags var Nicolae Ceausescu einræðisherra tek-
inn af lífi ásamt konu sinni, Elenu. Paunescu, sem f verkum sínum
hafði lýst Ceausescu sem „ástmegi rúmensku þjóðarinnar,“ reyndi
að sögn danska blaðsins Jyllands-Posten að komast inn í banda-
ríska sendiráðið undan fokreiðum mannfjölda sem vildi festa ljóð-
mæringinn upp í næsta ljósastaur. Starfsmenn sendiráðsins gættu
hans þar til hermenn komu á vettvang og fluttu Paunescu í fangelsi.
Elena íjólaskapi
þrátt fyrir opinbert guðleysi
Jólahald var bannað með lögum í Rúmeníu í valdatíð Nicolae og
Elenu Ceausescu og var það í samræmi við guðleysisstefnu kommún-
ismans. Kirkjunnar menn voru og ofsóttir með ýmsum hætti og
raunar hófst byltingin í Rúmeníu í borginni Timisoara er liðsmenn
öryggislögreglunnar, Securitate, hugðust handtaka ungverskan
prest, Laslo Tokez. Þessi mynd úr fjölskyldualbúmi Ceausescu-
hjónanna birtist í vestur-þýska blaðinu Bild am Sonntag fyrir
skömmu og sýnir hún Elenu Ceausescu ásamt fóstursyninum Valent-
in við jólatréð í stofu þeirra hjóna. Einnig í þessu efni leyfðu höfðin-
gjamir sér annað en þeir heimiluðu alþýðunni í alþýðulýðveldinu.