Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
Hollustuvernd ríkisins;
Engin gerlameng-
un í vörum frá ORA
í KJÖLFAR einstaks matareitrunartilviks, sem upp kom á Djúpa-
vogi og kvartana um óeðlilega lykt og bragð af niðursoðnum baun-
um frá Niðursuðuverksmiðjunni ORA, gekkst Hollustuvernd ríkisins
nýverið fyrir athugunum á framleiðsluvörum og aðstæðum hjá ORA.
Niðurstaða þessara kannana var sú að ekkert benti til þess að fram-
leiðslan væri gölluð eða aðstæður aðfinnsluverðar.
I tilkynningu frá Hollustuvernd Fyrirtækið vinnur nú að því í
ríkisins segir að sýni hafi verið tek- samvinnu við heilbrigðiseftirlit
af grænum baunum og mais- Kópavogssvæðis að kanna hveijar
mais-
baunum úr verslunum og á lager
hjá fyrirtækinu, auk þess sem at-
huganir hafi verið gerðar á vörum
frá neytendum vegna kvartana.
„Niðurstöður gerlarannsókna
benda ekki til þess að varan sé
gölluð og niðurstöður úr skynmati
sem framkvæmt hefur verið af
rannsóknarstofu Hollustuvemdar
ríkisins, benda ekki til þess að um
alvariegan galla sé að ræða,“ segir
í tilkynningu Hollustuvernar.
Einnig er frá því greint að Holl-
ustuverndin og heilbrigðiseftirlit
Kópavogssvæðis hefðu skoðað að-
stæður hjá ORA og ekkert hefði
fundist athugavert við þá skoðun.
Voru þá einnig tekin sýni af hrá-
•) efni til gerlarannsókna og fannst
ekkert athugavert við rannsókn
þess.
ástæður hafi valdið þeirri lykt og
því bragði sem neyteiidur hafa
kvartað yfir. Niðurstöður örveru-
rannsókna benda hins vegar ekki
til þess að varan sé menguð af völd-
um gerla og því ekki ástæða til að
forðast neyslu vörunnar.
Ólafsvík;
Tilveran
hnígur að
hversdags-
önninni
Ólafsvik.
HÉR heftir veðrið verið sann-
kölluð drottinsdýrð undan-
farna tvo mánuði, að undan-
skilinni kaldri viku fyrir jólin.
Hátíðaveðrið var þægilegt og
gott, og nú er hér marauð
jörð.
Hátíðahöld fóru öll vel fram
og slysalaust. Guðsþjónustur
voru vel sóttar að vanda. Stend-
ur kirkjulíf hér með miklum
blóma undir forystu og leiðsögn
sóknarprestsins okkar, sr. Frið-
riks J. Hjartar.
Nú er tilveran að hníga aftur
að hversdagsönninni því vertíð
er að hefjast. Skipstjórar em
sem óðast að lögskrá mann-
skapinn, og sumir em þegar
byrjaðir að róa. Menn telja gef-
ið að vel muni aflast, og vona
á góð veður og vinnufrið.
Helgi
Þjóðminjasafiiið:
Sýningunni
„Norrænjól“
er að ljúka
SÝNINGU Þjóðminjasafiisins,
„Norræn jól“, lýkur á morgun,
sunnudag.
Áætlað hafði verið að sýningunni
lyki í dag, laugardag, en vegna
ágætrar aðsóknar var ákveðið að
hafa hana opna einum degi lengur.
Sýningin er á 2. hæð Þjóðminja-
safnsins. Hún er opin í dag og á
morgun frá klukkan 11-16.
John Travolta og Arye Gross leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni
„Sérfræðingunum" sem sýnd er í Háskólabíói.
Háskólabíó sýnir
„ Sérfræðingana“
HÁSKÓLABÍÓ hefúr tekið til sýninga kvikmyndina „Sérfræðing-
ana“ (The Experts) með John Travolta, Arye Gross, Kelly Pres-
ton og Charles Martin Smith í aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Dave Thomas.
í frétt frá kvikmyndahúsinu
segir að félagamir Travis og
Wendel séu að reyna að koma sér
fyrir á næturklúbbasviðinu en
gangi heldur báglega. Þá birtist
náungi, Smith að nafni, sem ræð-
ur þá til að opna og reka nætur-
klúbb í smábæ úti á landi. Þeir
félagar slá til en í rauninni er hér
um að ræða dæmigerðan banda-
rískan smábæ lengst austur í
Síberíu; njósnaraskóla sem rekinn
er af KGB og notaður til að þjálfa
útsendarana í að aðlagast banda-
rískum lífsháttum. Fljótlega kem-
ur í ljós að mikið skortir á að
fylgst hafi verið með tímanum í
bænum en þar kemur þekking
félaganna að góðum notum því
þekkja allt það nýjasta og orð-
færinu í Bandaríkjunum.
■ SKATAFÉLA GIÐ Segull í
Seljahverfi í Reykjavík heldur sína
árlegu þrettándabrennu í dag, laug-
ardaginn 6. janúar, á auðu svæði
milli Sundlaugar Ölduselsskóla
og byggðar við Gijótasel. Athöfnin
hefst með blysför frá skátaheimil-
inu við Tindasel 3 kl. 19.45 og
kveikt verður í bálkestinum kl.
20.00. Álfakóngur og drottning
ásamt fylgdarmönnum verða á
staðnum og eru hvattir til að
mæta i viðeigandi búningum .
■ ÁLFADANS og brenna verða
við Álmholt i Mosfellsbæ á þrett-
ándanum, í dag laugardaginn 6.
janúar. Álfakóngur og drottning
mæta ásamt hirð sinni. Blysför
verður frá bílastæði Nóatúns kl.
20 að brennunni en þar verða ýms-
ar uppákomur, söngur og dans. Það
eru ýmis félög í Mosfellsbæ sem
gangast fyrir brennunni.
■ MARGRÉT Jónsdóttir opnar
málverkasýningu í vestursal Kjarv-
alsstaða í dag kl. 14.00. Á sýning-
unni eru olíumálverk máluð á árinu
1989. Þetta er 7. einkasýning
Margrétar en auk þess hefur hún
tekið þátt í fjölda samsýninga hér-
lendis og erlendis. Gunnar Guð-
björnsson tenórsöngvari mun
syngja við opnunina við undirleik
Guðbjargar Sigurjónsdóttur
píanóleikara. Sýningin stendur til
21. janúar og er opin frá kl. 11.00
til 18.00 alla daga.
■ ÞRETTÁNDABRENNA verð-
ur í Fossvogsdal í dag, laugardag.
Blysför verður farin frá Snælands-
skóla kl. 17.00 en kveikt verður í
bálkestinum kl. 18.00. Skólakórar
syngja og köttur verður sleginn úr
tunnunni. Að brennunni standa
skátafélagið Kópar, samtökin Líf
í Fossvogsdal og einnig taka Úti-
vist og íbúasamtök Suðurhlíða
þátt í þrettándagleðinni.
Lambakjöt frá 1988:
Mælum ekkí með þessu kiöti
segir Jón Júlíusson, formaður Félags kjötvöruverslana
JÓN Júliusson, formaður Félags kjötvöruverslana segir kjötkaupmenn
ekki mæla með því við viðskiptavini sína að þeir kaupi svokallað lamba-
kjöt frá árinu 1988, hvorki útsölukjöt sem annað. Tilefni þessara um-
mæla var grein í Morgunblaðinu á flmmtudag, eftir Kristínu Gests-
dóttur, þar sem hún kvartaði yfir því að hafa keypt fimmtán mánaða
gamalt þurrt lambakjöt. í grein sinni segir Kristín einnig frá því að
henni hafí reynst ókleift að þeyta ijóma, sakir þess hversu þunnur
hann var, aukinheldur sem hún gagnrýnir íslenska smjörframleiðendur
fyrir að bæta fítusýrum út í íslenskt smjör.
„Þetta gamla kjöt er á markaði það væri gamalt og þess valdandi
bæði sem útsölukjöt og á verði ársins
1988. Kemur það fram í greininni
að það sé merkt með aldri. Konan
hefði átt að athuga þetta, en ef hún
hefur greitt fyrir það sem nýtt, á
hún auðvitað að geta fengið leiðrétt-
ingu mála sinna í viðkomandi versl-
un,“ sagði Jón Júlíusson, kaupmaður
í Nóatúni og formaður Félags kjöt-
vöruverslana.
Jón sagði að kaupmönnum væri
mjög í nöp við þetta gamla kjötið;
RKI:
Söfiiun til styrktar Rúmenum
RAUÐI kross íslands er nú að
hefja fjársöfnun fyrir fórnarlömb
átakanna í Rúmeníu í desember.
Hannes Hauksson, framkvæmda-
stjóri Rauða krossins, sagði að
söfnunin færi i fullan gang í næstu
viku og hann vonaði að almenn-
ingur veitti Rúmenum lið.
Hannes sagði að ekki hefði verið
Athugasemd
Guðjón Hilmarsson, kaupmaður í
sportvöruverzluninni Spörtu, hefur
óskað eftir birtingu eftirfarandi at-
hugasemdar. Er hún vegna fréttar
Morgunblaðsins í gær um tímabund-
inn brottflutning þriggja verzlana
úr Kringlunni 4:
„Það er ekki rétt að samkomulag
hafi verið gert við nýtt hlutafélag,
sem keypt hefur húsin við Kringluna
4' og 6. Samkomulag það, sem sagt
er frá í fréttinni, var gert við fyrri
.- jeigendur jCdnglunnacA.“... . ...„......kEossins.
hægt að hefja söfnunina fyrr, þar
sem erfitt væri um vik með slíkt um
jól og áramót. „Við höfum þess vegna
ekki blásið í herlúðra fyrr, en þó
hafa þegar borist framlög,“ sagði
hann. „Um helgina og í næstu viku
fer söfnunin í fullan gang. Við ætlum
að safna peningum, því brýnustu
þörf fyrir lyf og læknisvörur hefur
verið mætt. Það þarf að fjármagna
gífurlegt uppbyggingarstarf í Rúm-
eníu og við störfum í nánum tenglum
við Alþjóðaráð Rauða krossins í Genf,
sem hefur yfirumsjón með öllum
aðgerðum.“
Hannes sagði að það yrði án efa
undir almennum fréttaflutningi af
ástandinu í Rúmeníu komið, hver
viðbrögð fólks við söfnuninr.i yrðu.
„Við erum einnig að vonast til að fá
upplýsingar um einstök verkefni,
sem þessir peningar verða notaðir í,
því það gefur alltaf betri raun þegar
hægt er að segja fólk til hvers pen-
ingamir þeirra renna,“ sagði Hannes
Hauksson, framkvæmdastjóri Rauða
að fólk keypti síður nýtt og gott kjöt.
„Það er mun betra fyrir ríkið að
grafa kjötið heldur en að niðurgreiða
það með þessum hætti. Jón sagði að
kjötkaupmenn mæltu ekki með þessu
kjöti við viðskiptavini sína. „Kjötið
getur verið gott úr sumum frystihús-
um, en í sumum þeirra, einkum þar
sem er blástur, er hætt við að það
þomi,“ sagði Jón.
„Það kemur mér mjög á óvart að
matreiðslukennari skuli láta frá sér
fara annað eins,“ sagði Óskar Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Osta- og
smjörsölunnar í samtali við Morgun-
blaðið. „Það vita það allir sem vilja
vita að út í íslenskt smjör er ekki
bætt neinum aukaefnum. Smjörið er
sett á markað eins og það kemur
af skepnunni; engu er bætt út í fram-
leiðsluferlinu. Matreiðslukennarinn
ætti að vita það að í smjöri er náttúr-
leg fita og það sem hún telur upp
sem íblandaðar fitusýrur er í raun
ekkert annað en efnagreining á nátt-
úrulegu smjöri,“ sagði Óskar Gunn-
arsson.
Óskar kvaðst ekki kannast við það
vandamál að erfitt væri að herða
smjör í kæli; reyndar væri smjör
mismunandi hart eftir því hvort um
væri að ræða vetrarsmjör eða sumar-
smjör, sem væri mýkra. Hægt er að
fá smjör ósaltað, venjulegt með 1,2
gr. á 100 gr. eða sérsaltað smjör
með 2,5 gr. Smjörvi er hins vegar
smjör blandað soyaolíu.
„Þessi gagnrýni matreiðslukenn-
arans kemur okkur mjög á óvart,
því þeir sem taka á móti kvörtunum
í Mjólkursamsölunni hafa ekki fengið
neinar kvartanir vegna rjómans. Ef
eitthvað væri að ijómanum værum
við mjög fljótir að frétta allt
slíkt,“sagði Pétur Sigurðsson, tækni-
legur framkvæmdastjóri Mjólkurs-
amsölunnar um gagnrýni á q'óma.
Pétur kvað það ekki mögulegt að
ruglingur yrði á kaffiijóma og venju-
legum ijóma. Kaffiijómi sem væri
mun þynnri og ekki þeytanlegur,
væri ekki seldur í lítraumbúðum.
Samkvæmt upplýsingum Péturs er
fituinnihald ijómans 36%. Á árum
áður var fituinnihaldið 33% og voru
kvartanir þá algengar um að erfitt
væri að þeyta ijómann, að sögn Pét-
urs.
Sextugs-
afinæli
Sextugsaftnæli Sveinsínu Guð-
mundsdóttur Hásteinsvegi 30
Stokkseyri matráðskonu á Kumb-
aravogsheimilinu á Stokkseyri er í
dag, laugardaginn 6. janúar. Hún
tekur á móti gestum eftir kl. 16 í
dag að Sæhvoli á Stokkseyri. Af-
mælisdagurinn misritaðist hér í
blaðinu í gær.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
GENGISSKRÁNING
Nr.3 5. janúar 1990
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 60,80000 60,96000 60,75000
Sterlp. 99,28300 99,54500 98,97700
Kan. dollari 52,39800 52,53600 52,49500
Dönsk kr. 9,24010 9,26440 9,29610
Norskkr. 9,27250 9,29690 9,28760
Sænsk kr. 9,83980 9,86570 9,86360
Fi. mark 15,10930 15,14910 15,14020
Fr. franki 10,54730 10,57510 10,59560
Belg. franki 1,71500 1,71950 1,72050
Sv. franki 39,42930 39,53310 39,88180
Holl. gyllini 31,92020 32,00420 32,04110
V-þ. mark 36,04300 36,13520 36,18980
ít. líra 0,04797 0,04810 0,04825
Austurr. sch. 5.12540 5,13890 5,14180
Port. escudo 0,40750 0,40860 0,40910
Sp. peseti 0,55600 0,55750 0,55870
Jap. yen 0,42171 0,42282 0,42789
írskt pund 94,91200 95,16200 92,25600
SDR (Sérst.) 80,18430 80,39530 80,46820
ECU, evr.m. 72,80800 72,99960 73,05190
Tollgengi fyrir janúar er sölugengi 28. desember.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
5. janúar.
FISKMARKAÐUR hf.
Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 72,00 40,00 65,80 5,300 348.720
Þorskur(ósL) 69,00 64,00 65,50 1,988 130.172
Ýsa 156,00 120,00 143,24 1,094 156.638
Ýsa(óst) 137,00 106,00 127,61 1,956 249.541
Karfi 64,00 64,00 64,00 0,009 544
Steinbítur 76,00 61,00 68,43 0,11 5 7.870
Steinbítur(ósL) 80,00 80,00 80,00 0,057 4.560
Hlýri 61,00 61,00 61,00 0,090 5.490
Lúða 395,00 370,00 383,37 0,038 14.568
Samtals 85,81 10,721 919.927
Á mánudag verður selt óákveðiö magn úr Víði HF og bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(ósL) 82,00 62,83 55,62 34,441 2.163.991
Ýsa(ósL) 142,00 102,00 125,22 4,743 593.930
Undirmál 94,00 70,00 84,77 117,00 9.918
Samtals 70,43 39,301 2.767.839
í dag, laugardag, verður selt úr bátum og hefst uppboðið klukkan 12.30.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 80,00 60,00 70,25 30,368 2.133.360
Ýsa 146,00 100,00 134,61 6,160 829.200
Steinbítur 60,00 60,00 60,00 0,250 15.000
Samtals 80,96 36,778 2.977.560
I dag, laugardag, verður selt óákveðið magn úr Eldeyjar-Boða GK, Guð-
björgu RE, Happasæli KE og fleiri línu- og netabátum.