Morgunblaðið - 06.01.1990, Side 21

Morgunblaðið - 06.01.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 21 Krossanesbruninn: Nánast búið að af- skrifa að brætt verði á þessari vertíð Stjórnherbergi Krossanes- verksmiðjunnar hefur verið dæmt ónýtt og í gær var byijað að fjarlæga þaðan tæki. Þá er lýsishúsið einnig mjög illa farið og þ'óst að mikil vinna verður við að koma verksmiðjunni aftur í gang. Áfram er þó stefht að því að koma hjólum verksmiðjunnar í gang að nýju eftir stórbrunann sem þar varð á gamlársdag, en menn eru svartsýnni en áður um að takist að bræða loðnu í verk- smiðjunni á þessari vertíð. Auk þess sem verið er að fjar- læga ónýt tæki úr verksmiðjunni hafa þakplötur verið festar og hús- ið þétt til að fyrirbyggja fokhættu. Mikill hugur er í iðnaðarmönnum á Akureyri að byggja verksmiðjuna upp aftur og hafa þeir látið hann í ljós við forráðamenn hennar. Tjón hefur enn ekki endanlega verið metið né heldur eru eldsupp- tök kunn, en grunur manna beinist enn að olíubrennara sem staðsettur var í miðri verksmiðjunni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stjórnherbergi Krossanesverksmiðjunnar var rifið í gær, en það hefúr verið dæmt ónýtt. Starfsmenn frá Vör hf. sjá um þá vinnu ásamt nokkrum af starfsmönnum verksmiðjunnar. Menn eru svartsýnni nú en áður um að takist að ná í skottið á vertíðinni, en áfram er stefiit að uppbyggingu verksmiðjunnar. Eigendur Hótels Stefaníu hafa gert tilboð í Hótel Akureyri EITT tilboð hefúr borist í Hótel Akureyri, sem Byggðastofnun hefúr auglýst til sölu og er það frá eigendum Hótels Stefaníu á Akureyri. Tilboðið var lagt inn til Byggðastofnunar áður en eignin var aug- lýst, en ekki hefúr verið um það fjallað af hálfu stjórnar stofnunar- innar. Fundur stjórnar Byggðastofnunar verður haldinn á Akureyri 16. janúar næstkomandi og þar verður m.a. fjallað um þau tilboð sem berast í nokkrar eignir sem stofnunin hefur auglýst til sölu. Geir Zoéga framkvæmdastjóri Krossanes sagði að starfsmenn frá Vör hf. sæu um að rífa það sem þyrfti ásamt nokkrum starfsmönn- um verksmiðjunnar. Mjög mikil vinna verður við að ko'ma verk- smiðjunni í rétt horf og mun taka langan tíma, þar sem ýmis þau tæki sem til þarf skemmdust í eldin- um, en ný tæki hafa langan af- greiðslufrest. Stjómherbergi verk- smiðjunnar er algjörlega ónýtt og öll tæki sem þar vom og var hafist handa við að rífa það í gær. Lýsis- húsið er einnig afar illa farið og öll tæki sem þar voru inni. „Við munum halda okkar striki og það er stefnt að því að koma verksmiðjunni í gang, við látum engan bilbug á okkur finna varð- andi það. Það má hins vegar segja að við erum svo til búnir að af- skrifa að nokkuð verði brætt á þess- ari vertíð, en þó ekki alveg,“ sagði Geir. Byggðastofnun keypti Hótel Ak- ureyri á 11 milljónir á nauðungar- uppboði í maí á síðasta ári. Ólafur Laufdal veitingamaður hefur haft hótelið á leigu síðustu ár, en leigu- samningur milli hans og fyrri eig- enda er til 10 ára. Hótel Akureyri stendur í miðbæ Akureyrar, við Hafnarstræti númer 98 og er þar um að ræða um 625 fermetrar hús með 18 herbergjum. Valtýr Sigurbjarnarson forstöðu- maður Byggðastofnunar á Akureyri sagði að nokkrar af eignum stofn- unarinnar hefðu verið auglýstar til sölu og væri ætlunin að sjá hvað út úr því kæmi. Hann sagði að til- boð eigenda Hótels Stefaníu í Hótel Akureyri hefði verið skoðað, en væntanlega yrði um það fjallað ásamt hugsanlegum tilboðum öðr- um í eignina á fundi stjórnar stofn- unarinnar sem verður á Akureyri um miðjan þennan mánuð. Stefán Sigurðsson einn eigenda Hótels Stefaníu sagði tilboði hefði verið skilað inn til Byggðastofnunar í nóverhber, það hefði ekki þótt við- unandi og því hefði tilboðið verið hækkað. Engin svör hefðu borist um hvort hótelið yrði selt eigendum Stefaníu. „Okkar hugmynd er að nýta hótelið sem mest í tengslum við Hótel Stefaníu og renna þar með styrkari stoðum undir starf- semi okkar þar. Við erum vongá^. um að gengið verði að okkar tilboði þar sem við teljum okkur uppfylla allar þær kröfur sem gerðar hafa verið,“ sagði Stefán en hann kvað bjart framundan í ferðamálum og sífellt fleiri ferðamenn koma til Akureyrar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þórunn Krisljánsdóttir með syni sínum sem fæddist fyrstur barna á fæðingardeild FSA á þessu ári, en óvenjurólegt var á deildinni í kringum áramótin og þar fæddist ekki barn í 6 daga, frá 29. desember til 4. janúar. FSA: Fyrsta barn ársins FYRSTA barnið sem fæðst hefúr á fæðingardeild FSA á þessu ári kom í heiminn í fyrradag, 4. janúar. Ekki hafði þá fæðst barn á deildinni í 6 daga og þótti það tíðindum sæta, þar sem að jafnaði eru ein til tvær fæðingar á deildinni á degi hverjum. Það var drengur sem fyrstur kom í heiminn á Akureyri á þessu ári og var hann 13 merkur og 50 sentímetra. langur. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði og eru foreldrar hans Þórunn Krist- insdóttir og Þórmundur Aðal- steinsson, en þau eru búsett á Húsavík. Móður og syni heilsast vel. „Það hefur verið óvenjurólegt hjá okkur í kringum áramótin, en það kemur ábyggilega hviða á eftir þessu. Okkur veitir enda ekki af að fjölgi hér í bænum,“ sagði Margrét Þórhallsdóttir Ijós- móðir á FSA. Bæjarfógetaembættið: Nauðung’aruppboð á fast- eignum aldrei verið fleiri Greiðslustöðvunum hefiir fjölgað um meir en helming SALA fasteigna á nauðungar- uppboðum hefúr aukist mjög á milli áranna 1988 og 1989. Á síðasta ári voru seldar 28 fast- eignir á nauðungaruppboði hjá bæjarfógetanum á Akureyri, en þær voru 16 árið þar á undan og hafði þá fjölgað um helming frá árinu 1987, þegar seldar voru 8 fasteignir á uppboði. Þá hafa mun fleiri gjaldþrotabeiðnir komið inn á borð skiptaráðanda bæjarfógetaembættisins á siðasta ári en var árið þar á und- an, auk þess sem mun meiri sala hafa orðið á lausafjármunum á uppboðum. Elías I. Elíasson bæjarfógeti á Akureyri sagði að sala fasteigna á nauðungaruppboðum hefði aukist verulega á síðustu árum, en árið 1980 voru tvær fasteignir seldar nauðasölu og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan. Árið 1987 voru 8 fasteignir seldar, 16 árið 1988 og á síðasta ári voru þær 28. Á síðasta ári kom fram 72 gjald- þrotabeiðnir, 53 vegna einstaklinga og 19 vegna fyrirtækja. Á árinu þar á undan komu fram 59 gjald- þrotabeiðnir. Alls voru felldir 25 úrskurðir um gjaldþrot á síðasta ári og sagði Arnar Sigfússon skipta- ráðandi að enn væri töluvert af málum sem bárust embættinu á árinu óafgreidd vegna anna á skrif- stofu bæjarfógeta, einnig kæmu stundum fleiri en ein beiðni vegna sama aðilans. Greiðslustöðvanir urðu meira en helmingi fleiri á árinu 1989 en ár- inu á undan, eða 9 á móti 4. Af 9 beiðnum um greiðslustöðvanir voru 8 samþykktar. Engir nauðasamn- ingar voru staðfestir hjá embættinu á síðasta ári, en tveir slíkir komu þar til meðferðar, öðrum var hafnað en hinn kemur til meðferðar á þessu ári. Fram kom beiðni um 342 uppboð á lausafjármunum á síðasta ári og fóru fram 72 sölur, sem er veruleg fjölgun frá árinu á undan, þegar fram komu 293 beiðnir og 30 sölur fóru fram. Skautar á börn og fullorðna íshockey vörur Mesta úrval landsins Heildsala- smásala H stöðin v/Leiruveg. Sími 96-21440 -> 600 Akureyri - Fax 96-26476

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.