Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 t lést JÓHANNES BJÖRNSSON veggfóðrarameistari, Bólstaðarhlíð 45, áður Skarphéðinsgötu 14, Borgarspítalanum 4. janúar. Ingólfur Jóhannesson, Þórunn B. Finnbogadóttir. t Hjartkær faðir okkar, GUÐMUNDUR ELÍAS BJARNASON járnsmiður frá Túni, Bólstaðarhlíð 68, lést 4. janúar í Heilsuverndarstöð Reykjavikur. Valgerður Guðmundsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Unnur M. Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, (áður til heimilis á Lindarbraut 4, Seltjarnarnesi), lést á heimili sínu 4. janúar síðastliðinn. Haukur Björnsson, Kristín Jónsdóttir, Pétur Björnsson, Olga Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Steingrímur Björnsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir og barnabörn. t Systir okkar, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR hjúkrunarkona, Sólheimum 23, lést í Landspítalanum 3. janúar. Baldina Árnadóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Ásdís Árnadóttir og aðrir vandamenn. t Útför hjartkærs sonar okkar, bróður og mágs, JÓNS EIÐS GUÐMUNDSSONAR, sem lést 1. janúar sl., verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, laugardaginn 6. janúar, kl. 13.30. Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Jónasson, Jónas Guðmundsson, Anh-DaoTran Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson. Sigríður Helgadóttir frá Grund - Minning Hún amma mín, Sigríður Helga- dóttir, Grund, Garði, er dáin. Hún fékk hægt andlát að kvöldi 30. des- ember síðastliðins. Amma fæddist á Ósabakka á Skeiðum 20. marz 1899. Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson og Kristj- ana Friðrikka Einarsdóttir. Systkini hennar voru Einar, Jón, Vigdís og Kristín, sem öll eru látin. Helgi fað- ir hennar dó frá ungum börnum sínum og tvístraðist þá hópurinn. Kristjana fór með Einar og Sigríði að Reykjum á Skeiðum en hin böm- in fóru á aðra bæi. Amma var á Reykjum fram undir tvítugsaldur en þá fór hún suður í Garð til Einars bróður síns, er þar var seztur að. Hóf hún þá að nema saumaskap hjá Dagbjörtu, konu Einars. Á þessum árum kynntist hún afa mínum, Jú- líusi Rósant Guðlaugssyni frá Þing- holti í Garði, og gengu þau síðar í hjónaband. Áfi hafði reyndar verið smali á Reykjum í eitt sumar, er þau vom bæði unglingar, svo það má kannske segja að þau hafi þar end- urnýjað gömul kynni. Raunar minnir mig að afi hafi einhvem tímann verið að grínast með það, að ekki hafi þeim þó komið sérlega vel sam- an, er þau vom á Reykjum. Allt um það þá hófu þau búskap á Garð- skaga árið 1928 og fluttust svo að Grund árið 1933, eftir að afi byggði þar hús. Þau eignuðust tvö böm, Þómnni f. 1928 og Kristján f. 1933. Þómnn, sem býr í Reykjavík, eignað- ist fjögur börn og Kristján, búsettur í Keflavík, eignaðist fímm böm. Alls em barnabarnaböm Sigríðar og Jú- líusar orðin sextán að tölu. Júlíus lézt árið 1973. Bjó þá Sigríður ein á Gmnd í nokkur ár. Var hún fótaveik og átti erfitt með gang sem smám saman ágerðist. Kom þar að hún gat ekki búið ein lengur og flutti þá á vistheimilið Garðvang í Garði. Var hún þar til dauðadags og naut góðrar aðhlynn- ingar frá starfsfólkinu þar. Hún hafði unun af lestri góðra bóka og pijónaði alla tíð mikið. Einnig hafði hún gaman af að grípa í spil á spila- kvöldum á Garðvangi. Hélt hún and- legum skýrleika sínum vel framund- ir það síðasta og fylgdist af athygli með málefnum og fyrirtektum af- komenda sinna. Hafði hún alltaf eitt- hvað um það að segja og til málanna að Jeggja. Ég var alinn upp á Grund hjá afa og ömmu. Veit ég vel, að enn stend ég á þeim grunni er hún svo nostur- samlega hlóð. Er ég var drengur í skóla, hafði amma á því mikinn áhuga og tók beinlínis þátt í nám- inu. Hún var alla tíð mjög metnaðar- gjörn fyrir mína hönd. Hvatningar- orð hennar hafa haft djúp áhrif á líf mitt. Amma var dul kona og bar tilfinn- □ St:.St:. 5990164 Rh. Kl. 16.00 □ Gimli 599008017 - 1 Atkv. □ Mimir 5990187=1 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍIIAR11798 Ofi19533. Sunnudagsferö 7„ janúar kl. 13.00 Óttarsstaðir-Kapellan í hraun- inu, Gengið um Rauðamel, Slunkaríki, Lónakot og Óttar- staði að Kapellu heilagrar Bar- böru. Mætið vel í fyrstu dags- göngu ársins. Fararstjóri: Kristj- án M. Baldursson. Verð kr. 500,-, frítt fyrir börn með full- orðnum. Brottför frá Umferðar- miöstöðinni (BSÍ), austanmegin. Ferðafélag íslands óskar öllum gleðilegs nýs ferðaárs. Strengið þess heit að vera með í sem flestum ferðum á árinu ykkur til fróðleiks, skemmtunar og heilsubótar. Ný og fjölbreytt ferðaáætlun 1990 var að koma út. Henni verður dreift viða og einnig send til allra félagsmanna F.l. Myndakvöld á miðvikudags- kvöldið 10. janúar kl. 20.30. i Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Vetrarkvöldsganga og blysför á fimmtudagskvöldið 11. janúat k. 20.00. Þorrablótsferð í Þórsmörk verður helgina 2.-4. febrúar. Þingvallaferð sunnudaginn 14. janúar kl. 11.00. Góða ferð! Feröafélag (slands. Þrettándaganga laugard. 6. jan. Frá Árbæjarsafrii kl. 16.00. Gengiö í Ijósaskiptunum eftir skemmtilegri leið að Álfabrennu við Snælandsskóla. Dagskrá fé- laganna Líf í Fossvogsdal og Skátafélagsins Kópa hefst kl. 17.00. Rútuferð til baka. Kirkju- og nýársferð sunnud. 7. jan. Breiðabólsstaður í Fljótshlfð. Gengið um Krappann með Jóni Arngrímssyni á Árgilsstöðum og Sigurþóri Sæmundssyni frá Þórnúpi. Krappinn er náttúruvin sem fáir þekkja. Að Breiðabóls- stað heldur séra Sváfnir Svein- bjarnarson helgistund og segir sögu staðarins. Brottför frá B.S.I. - bensínsölu kl. 11.00. Verð kr. 1.200,- Fjölmennum ( fyrstu dagsferð ársins. Kvöldferð í Viðey Fimmtud. 11. jan. Tunglskinsganga og fjörubál. Brottför kl. 20.00 frá Viðeyjar- bryggju, Sundahöfn. Sjáumst! Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma i kvöld kl. 20.30. ingar sínár ekki á torg. Leti eða sérhlífni þekkti hún ekki. Yfirborðs- mennska og fals voru henni langt frá skapi. Kom hún ætíð til dyranna eins og hún var klædd og bað ekki afsökunar á þyí. Sumum þótti hún vera nokkuð þung í lund. Hún var þó yfirleitt í góðu skapi, þótt ekki væri hún syngjandi glöð svo á bæri. En það var S samræmi við persónu- leika hennar. Fyrir þeim sem þekktu hana vel, bjó hún yfir miklu skop- skyni. Mörg voru þau mál, sem við amma ræddum í gegnum tíðina. Hún hafði sérlega gaman af að segja mér frá árunum á Reykjum, er hún var ung stúlka. Hún talaði um þann tíma sem sína „gömlu daga“ og oft fann ég á henni að þetta voru líka góðir dag- ar. Stundum bar hún sparsemi og nýtni þeirra tíma saman við það sem henni fannst vera óráðsía óg bruðl samtímans. Einhveiju sinni spurði ég hana að því, hvað væri það bezta sem hún hefði gert um ævina. Hun svaraði af bragði: „Að eignast ykkur krakkana." Amma var mjög trúuð og hafði af trú sinni mikinn styrk. Hún var sannfærð um að þetta líf yæri að- eins hluti af veruleika mannsins og að eitthvað betra tæki við hinum megin. Það er með mikilli þökk og virð- ingu sem ég kveð hana ömmu mína nú. Blessuð sé minning hennar um ókomna tíð. Róbert Magnússon Minning: Þórhallur Bjama- son, Hvammstanga Fæddur 24. október 1899 Dáinn 23. desember 1989 Sem sjálfur Drottinn mildum lófum iyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki - (T.G.) Langri og farsælli lífsgöngu góðs manns er lokið. Þórhallur er líka horfinn yfir landamærin miklu. Líka - vegna þess að Þóra var farin á undan honum og í mínum huga eru þau tengd svo nánum böndum að vart verður annars getið án þess að hins 'sé minnst í sömu andránni. Þórhallur Bjarnason átti ættir að rekja til Eyjafjarðar, en snemma lá leið hans vestur á Vatnsnes er hann kom ungur til fósturs hjá föðurbróð- ur sínum á Flatnefsstöðum. Á þeim slóðum lágu síðan spor hans. Þórhallur kvæntist 11. september 1920 Þóru Sigvaldadóttur, sem var fædd 3. maí 1899 að Múla í Kirkju- hvammshreppi. í full sextíu ár auðn- aðist þeim ástrík samfylgd en Þóra lést 2. janúar 1981. Frá barnæsku man ég Þórhall sem hæglátan mann,_brosmildan og hlýj- an í viðmóti. Ég man góðlátlega glettni og stundum svolítinn stríðnis- glampa í augunum en ævinlega var gamanið græskulaust. Aldrei minn- ist ég þess að heyra Þórhall leggja illt til nokkurs manns, né heldur að aðrir bæru honum nema gott orð. Hjá honum og Þóru frænku minni átti ég löngum annað heimili á ungl- ingsárum og svo var um fleiri af okkur systkinum. Dvölin hjá þeim varð okkur veganesti sem seint verð- ur metið að verðleikum, en yljar í minningunni. Þess vegna var líka jafn sjálfsagt að koma við á Brekku eins og að vitja átthaganna eftir að sest var að í fjarlægum landshluta. Þó að húsrými væri ekki mikið í litla húsinu á brekkunni var aldrei svo þröngt að ekki væri hægt að veita gestum beina og húsaskjól. Án efa hefur ómælt umstang og fyrirhöfn fylgt sítélldum gestagangi, en það sjónarmiö ríkti ekki þar. Gestrisni og hjartahlýja sátu í önd- vegi og allir voru veíkomnir. I eftirmælum um Þóru vitnaði faðir minn til þeirra orða Bólu- Hjálmars „að Guð á margan gim- stein þann/ sem glóir í mannsorp- inu“. Það á engu síður við um Þór- hall. Bæði voru þau rík af andlegum verðmætum sem eins og glitrandi gimsteinar stöfuðu birtu á veg sam- ferðamanna. Þau voru samhent í lífsbaráttunni, einhuga um að gera öllum gott. Allt dagfar þeirra bar vitni um gagnkvæma virðingu og ástúð svo að af bar og öllum sem kynntust þeim hlaut að þykja vænt um þau. Fjölskylda Guðjóns á Ásbjarnar- stöðum biður dætrum Þórhalls og öllum afkomendum blessunar og huggunar á kveðjustund. Þakkir okkar allra fylgja Þórhalli til fegurri heims. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Þórdís Guðjónsdóttir t Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR SAMÚELSDÓTTUR, Fossvogsbletti 13. Samúel D. Jónsson, Dóra G. Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Kolbrún Þórðardóttir, Jón J. Jóhannsson, Steinunn Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.