Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐH) LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 ' 25^ Minning: Benedikt Sveinbjöms- son frá Bjargarstöðum Fæddur 4. mars 1915 Dáinn 29. desember 1989 Benedikt Sveinbjarnarson fyrr- um bóndi í Austvaðsholti andaðist á heimili sonar síns þann 29. des. sl. Hann hafði um árabil fundið fyrir þeim sjúkdómi er dró hann skyndilega til dauða. Benedikt var Húnvetningur í báðar ættir. Sonur hjónanna Sigríð- ar Guðmundsdóttur og Sveinbjarn- ar Benediktssonar sem bjuggu um áratuga skeið á Bjargarstöðum í Miðfirði, og þar höfðu þeirra forfeð- ur búið um langan aldur. Benedikt var yngstur barna þeirra hjóna, fæddur 4. mars 1915. Systkini hans sem náðu fullorðinsaldri voru þrjú. Er nú Jóna á Hamrafelli í Mosfells- bæ ein þeirra á lífí. Margrét og Guðmundur eru látin fyrir nokkrum árum. í foreldrahúsum ólst Benedikt upp og naut þess besta í sínu upp- eldi, sem gamla bændasamfélagið gat boðið. Ég minnist minningar- orða, sem hann skrifaði um móður sína látna. Þau sögðu frá innilegu sambandi sonar og móður. Skólanám stundaði hann bæði í Héraðsskólanum í Reykholti og á Bændaskólanum á Hólum. Hann var námfús að eðlisfari og þessi skólaganga varð honum bæði til mikils gagns og ekki síður ánægju. Þessi menntasetur sótti fólk hvað- anæva af landinu, þroskað fólk, ákveðið í að afia sér þekkingar og reynslu til gagns fyrir lífsstarfíð. Árið 1943 hóf Benedikt búskap á föðurleifð sinni, Bjargarstöðum, ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Helga- dóttur frá Hnausakoti. Þá geisaði heimsstyrjöldin síðari og stríðsárin voru mikill umbrotatími. Varð þá mörgum ljóst að dagar gamla sam- félagsins, hinnar dreifðu byggðar, voru senn taldir. Ungu hjónin á Bjargarstöðum brugðu þar búi og fluttu suður. Þau settust að í Mos- fellssveit. Þar tókst þeim með þrot- lausri vinnu og litlum kröfum til lífsins gæða að koma sér upp ný- býli. Þar bjuggu þau í rösk 20 ár. Mosfellssveitin varð þeim kær og því ekki sársaukalaust að verða að flytja þaðan, en slíkt reyndist nauð- syn vegna þéttbýlis, sem stöðugt óx og gerði búskap illmögulegan. Árið 1966 kaupa þau jörðina Aust- vaðsholt í Landssveit. Hún var þá í eyði. í Austvaðsholti bjuggu þau Ólöf og Benedikt á meðan kraftar entust til búskapar og gerðu þeirri jörð margt til góða. Nú búa Jbar synir þeirra, Helgi og Jón. Þau Ólöf og Benedikt eignuðust 4 syni, Sveinbjörn bónda á Krossi í Land- eyjum, Helga og Jón Gunnar bænd- ur í Austvaðsholti og Hjört Má garðyrkjumann í Hveragerði, auk þess ólst upp á heimili þeirra elsti sonur Ólafar, Ólafur Grétar Óskars- son verkstjóri á Álafossi. Benedikts er gott að minnast. Hann var glað- sinna og lítt kvartsár. Hafði af mörgu skemmtan, einkum var söngur hans eftirlætis tómstunda- gaman. Hann hafði og yndi af ferðalögum, áður fyrr á hestum, sem voru hans uppáhald enda margur gæðingur frá hans hesta- kyni kominn. Hin síðari ár var bíllinn farar- skjótinn. Einnig ferðuðust þau hjón til meginlandsins, bæði til Noregs, Frakklands og víðar. Bernskuminning leitar á hugann. Tíu ára strákur er sendur fram að Bjargarstöðum frá Hnausakoti, næsta bæ. Erindið er löngu gleymt, en minningin um móttökur þessa gestrisna og góða fólks fyrnast ekki. í önn dagsins gefur heimilis- fólkið sér tíma til að spjalla við stráklipg, bjóða til stofu, dúka borð og bera fram veitingar. Slík gest- risni og höfðingsskapur varð ein- kennandi fyrir þau Ólöfu og Bene- dikt alla tíð. Benedikt mágur minn er kvaddur með söknuði, en það er í anda hans að reyna að líta bjartari tíma þótt í álinn syrti í svip. Öllum hans ástvinum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Björn Helgason Að kvöldi dags 2. þ.m. hringdi síminn og á hinum endanum var Hjalti Pálsson er tjáði mér að Bene- dikt Sveinbjörnsson skólabróðir okkar væri dáinn. Enginn flýr örlög sín og ekki verður undan því vik- ist, að þetta er sérferð sem enginn kemst hjá að fara. Hitt er annað, að mann setur hljóðan þegar einn af samferðamönnum og góður fé- lagi er burt kallaður. Leiðir okkar Benedikts lágu fyrst saman að vori til 1940 að Hólum í Hjaltadal er hann kom þangað í verklegt nám og til undirbúnings að setjast á skólabekk að hausti, kynni okkar voru því orðin nær hálf öld, því við fylgdumst alltaf hvor með öðrum og hittumst æði oft. Það sem tengdi okkur Benedikt í upphafi meira saman en marga aðra þetta sumar á Hólum var „þar- fasti þjónninn" því við höfðum báð- ir gæðinga okkur meðferðis, og bar Benedikt fljótt yfir grundir er hann skellti Blesa á skeið. Margt bar á góma í samveru okkar á Holum þó ekki verði það tíundað hér, en gott að eiga í minn- ingunni um góðan dreng. Benedikt var sjálfum sér trúr og stundaði námið samviskusamlega, því hann kom til hins forna menntaseturs í þeim tilgangi að búa sig undir lífsstarfið, hann var einn í hópi þirra fáu sem hann hafði áttað sig á hvert hugurinn stefndi, en það var að yrkja landið, umgangast lifandi náttúru, sjá frjókornið vaxa, rækta sjálfan sig og umhverfið sitt. Eftir- farandi erindi ritaði hann í minn- ingabók mína, frá samverunni að Hólum: Traustir skulu homsteinar hárra sala, í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. því skal hann virður vel. (J.H.) Að ýmsu leyti má höfða þetta erindi skáldsins yfir á Benedikt, hans mannlega þátt og starf. Hann tók lífíð alvarlega, stálheiðarlegur og góður félagi, þannig var kjörvið- ur í öllu hans fari, þetta eru þeir hornsteinar, sem eru góð undirstaða til að fara með út í lífsbaráttuna. En undir alvörunni glóði á glettni og gamansemi á góðra vina fundi. Er námi lauk á Hólum og við kvödd- um staðinn með söknuði, lá leið okkar Benedikts að Sámsstöðum í Fljótshlíð, þar sem við dvöldum saman í sex vikur og kynntum okk- ur ýmsar tilraunir á sviði ræktunar. Benedikt fæddist 4. mars 1915 að Bjargarstöðum í Miðfirði, V- Hún. Þar ólst hann upp í foreldra- húsum við öll þau störf eins og þau tíðkuðust á þeim árum, og var þátt- takandi í þeim strax og aldur leyfði. Heimdraganum hleypir hann svo, er hann fer í Héraðsskólann að Reykholti í Borgarfirði og síðan að Hólum, sem fyrr segir. Árið 1944 verða þáttaskil í lífi Benedikts er hann gengur að eiga eftirlifandi konu sína, Ólöfu Helga- dóttur, 15. júlí. Þau voru sveitungar og höfðu því þekkst allt frá barns- aldri. Ári síðar flytja þau úr sveit- inni sinni suður í Mosfelissveit, þar sem þau áttu heima næstu tuttugu og þijú árin. 1947 tóku þau hjón að sér stjórnun á búinu á Lágafelli hjá Lorens Thors og stýrðu því með miklum myndarbrag í rúmt eitt og hálft ár, en þá höfðu þau komið sér upp aðstöðu að nýbýli í Mosfells- sveit og nefndu Bjargarstaði eftir æskuheimili Benedikts. Margur svitadropinn hefur failið hjá þeim hjónum og sonum eftir því sem þeir uxu úr grasi og komu til hjálpar til að byggja allt upp frá grunni, á hinni nýju jörð, og gera að myndarlegu býli, sem fjölskyldan bjó á í 19 ár, eða fram til ársins 1967. En segja má með sanni að nú sé hún „Snorrabúð stekkur“ og lítil merki þess sjáist, eftir allt það erf- iði sem á sig var lagt við upp- byggingu jarðarinnar, því nú er þar, sem áður voru ræktuð tún, malbikaðar götur og gangstéttir og eitt hið þéttbýlasta íbúðarhverfí Mosfellsbæjar, já, allt er hverfult í heimi hér og breytingum undirorp- ið. Er þau fluttu úr því þéttbýli sem var að umkringja þau í Mosfells- sveit keyptu þau jörðina Austvaðs- holt í Landsveit og fluttu þangað og fengu þar gott olnbogarými. Þarna bjó Benedikt með fjölskyldu sinni næstu 18 árin, en síðustu fjög- ur árin hafa hjónin búið í Laugar- ási í Biskupstungum í húsi sem þau keyptu og kölluðu Lyngbrekku og ætluðu að eyða ævikvöldinu þar. Hjónaband þeirra Benedikts og Ólafar var farsælt og fijósamt þar sem þau eignuðust fjóra dugnaðar og myndar syni. Sá elsti, Sveinbjörn, er bóndi að Krossi í A-Landeyjum, Helgi og Jón Gunnar eru bændur í Austvaðsholti og Hjörtur Már garðyrkjumaður við Heilsuhælið í Hveragerði. Einn son átti Ólöf fyrir hjónaband, Ólaf Grét- ar, sem er starfsmaður á Álafossi, ólst hann fyrstu árin upp hjá móður sinni og síðan þeim Benedikt eftir að þau giftust. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru, og í fáum orðum um lífshlaup Benedikts. Skólafélagar sem brautskráðust frá Hólum í Hjaltadal vorið 1941 hafa haldið óvenju vel saman og fjórum sinnum höfum við haldið mót til að minn- ast veru okkar þar og hressa upp á kunningsskapinn. Á þessum fagnaðarfundum lét Benedikt sig aldrei vanta, bæði hann og við hinir nutum upprifjunar minninganna frá liðnum tíma, og á liðnu vori 1989 komum við síðast saman á sjálfu menntasetrinu, sem setti okkur í sérstaka snertingu við fortíðina. Þar var m.a. rætt um að við kæmum næst saman 1991 á fimmtíu ára afmæli brottskráning- ar. En nú varð skarð fyrir skildi í hópnum okkar, en ég trúi því hins vegar að ef af mótinu verður þá muni hann fylgjast með úr ijarska og jafnvel hafa gaman af. Ég tek mér það bessaleyfi að færa Benedikt hinstu kveðju frá öllum skólabræðrum frá Hólum og sálfur þakka ég góð kynni á langri leið og vissulega væri maður fátæk- ari í minningunni ‘hefði Benedikt ekki orðið á vegi manns. Að lokum er eiginkonu hans og börnum svo og öðrum ættingjum færðar samúðarkveðjur. Útför Benedikts verður gerð frá Lágafellskirkju laugardaginn 6. janúar. Fari minn kæri félagi í friði. Guðmundur Jóhannsson Fagna þú sál mín. Allt er eitt! Drottni, eilift og fagurt - dauðinn sætur blundur, þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni veit ég að geymast handar stærri undur. Þótt stórtré vor í byjjum jarðar brotni, biður vor allra um síðir Edenslundur. (Jakob Jóh. Smári) Þessi sálmur sem var einn af uppáhaldssálmum föður míns kom mér fyrst í hug er ég settist niður til að minnast föður míns, Bene- dikts Sveinbjarnarsonar frá Bjarg- arstöðum í Miðfirði, en þar var hann fæddur 4. mars 1915. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigríður Guð- mundsdóttir og Sveinbjörn Bene- diktsson. Á Bjargarstöðum ólst hann upp til fullorðinsára og naut ástar og umhyggju foreldra og systkina en hann var yngstur þeirra en þau voru fimm. Áf þeim er nú ein systir á lífi, Jóna húsfreyja að Hamrafelli. Það má segja að skólaganga föð- ur míns hafí verið nokkur á þeirra tíma vísu. Farskólagöngu nkut hann. Þá stundaði hann og nám við héraðsskólann í Reykholti í Borgar- firði og síðan við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræðinámi. Einnig var hann sum- arlangt á Tilraunastöðinni á Sáms- stöðum í Fljótshlíð sér til frekari þekkingar, undir handleiðslu Klem- ens heitins Kristjánssonar. Faðir minn hafði gaman af að nema og ekki hvað síst ljóð og lög, en söngur var hans hálfa líf. Það var eitthvað mikið að ef hann mætti ekki á kóræfingar og sam- söngva, bæði hjá kirkjukór Lága- fellssóknar, en þar söng hann um tveggja áratuga skeið. Einnig var hann virkur félagi hjá karlakórnum Stefni og síðast en ekki síst með kirkjukór Skarðs- og Árbæjar- sókna. Oft var lagið tekið þess á milli í afmælum og jólaboðum og við ýmis tækifæri. Oftast var það hann sem hafði frumkvæðið og sagði: „Eigum við ekki að syngja nokkur lög?“ og alltaf hafði hann fólkið upp til að syngja með og brást sjaldan að sönggleðin yrði allsráðandi. Það var ótrúlegt eftir þau miklu veikindi sem hann var búinn að ganga í gegnum er hann söng inn- á segulband fyrir rúmu ári mörg af sínum uppáhaldslögum og er ég forsjóninni þakklátur fyrir. Faðir minn var hamingjusamur í sínu einkalífi. Þann 14. júlí 1944 kvæntist hann móður minni, Ólöfu Helgadóttur frá Hnausakoti í Mið- firði. Með móður minni kom bróðir minn, Ólafur Grétar Óskarsson, sem faðir minn reyndist sem_ besti fósturfaðir. Eins reyndist Ólafur Grétar honum sem hans sonur væri og ekki hvað síst á þeirra fyrstu búskaparárum þar sem hann reynd- ist þeim mikil hjálparhella. Auk Ólafs, sem búsettur er í Mosfellsbæ, eru börn þeirra Sveinbjörn, sem er búsettur að Krossi í Austur-Land- eyjum; Helgi og Jón búsettir að Austvaðsholti í Landsveit; og Hjört- ur, búsettur í Hveragerði. Bama- börnin þeirra eru 17. Foreldrar mínir hófu búskap á Bjargarstöðum en fluttust 1945 í Silfurtún í Garðabæ þar sem faðir minn var daglaunamaður. Árið 1946 fluttu þau að Lágafelli í Mos- fellssveit og eru þau þar starfsfólk Thors heitins Jensen til ársins 1948 er þau stofna nýbýli úr Lágafells- landi er þau nefna Bjargastaði. Á Bjargarstöðum bjuggu þau til árs- ins 1967 er þau festa kaup á jörð- inni Austvaðsholti í Landsveit og búa þar félagsbúi með sonum sínum, Jóni og Helga til ársins 1985 er þau láta jörðina í té sonum sínum og flytja og kaupa sér garðyrkjubýl- ið að Lyngbrekku í Biskupstungum og þar líkaði þeim einkar vel, en í 4— Austvaðsholti var hugurinn og oft var skroppið til bræðranna og dvöldust þau þar hans síðustu jól við gleði og söng og aðhlynningu þá bestu. Fyrir það vil ég þakka bræðrum mínum og mágkonu og ekki hvað síst börnum þeirra sem glöddu hann á alla lund. Hafí þau ' hjartans þökk. Móðir mín og bræð- ur, veri það okkur huggun á sorgar- stund að hafa átt Benedikt Svein- bjarnarson að. Blessuð sé minning hans. Sveinbjörn Benediktsson í dag, laugardaginn 6. janúar, fer fram frá Lágafellskirkju útför Benedikts Sveinbjarnarsonar. Með örfáum línum vil ég kveðja hann sem æskuvin, fermingarbróður og mág minn. Upphaf ævi hans var í Húnaþingi. Við vorum nágrannar, ein bæjarleið á milli. Við vorum saman í barnaskóla og nágrenni okkar hélst til fullorðinsára. Þótt leiðir skildu um stund, lágu þær saman aftur nú seinustu árin. Það sem mig langar til að rifja upp er aðallega tengt söng, sem var sam- eiginlegt áhugamál okkar og tóm- stundagaman. Hvar sem fólk kom saman og Bensi þar á meðal, var hann ætíð upphafsmaður að því að sungin yrðu nokkur lög og þó raun- ar sem flest. Bensi var góður söngmaður. Um margra ára skeið söng hann bæði í karlakór og kirkjukór. Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum gaf ég honum segulbandsspólu þar sem ég og börn mín höfðum sungið sam- an nokkur lög. Fyrir þetta fékk ég mikið þakklæti frá honum. Það snart mig djúpt hversu innilega hann naut þess að hlusta á þennan söng. Fyrir þau mörgu og fögru orð sem hann lét falla í minn garð og okkar allra færi ég honum innilegar þakkir. Mér finnst ánægjulegt að hugsa til síðustu daga ævi hans. Um jóla- dagana dvaldi hann með fjölskyldu sinni. Á jóladag söng hann við há- tíðaguðsþjónustu í sinni fyrrum sóknarkirkju. Þess er gott að minn- ast. Þó að vitað sé með nokkrum fyr- irvara að skilnaðarstund sé ekki langt undan þá breytir það ekki því að slík stund snertir mann djúpt þegar hana ber að, og tekur sinn* tíma að átta sig á því sem gerst hefur. Ég og fjölskylda mín kveðjum kæran vin nú hinstu kveðju. Systur minni og fjölskyldu hennar bið ég Guðs blessunar. Jóliann Helgason t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur, afa og langafa, VALGARÐS KRISTINS MAGNÚSSONAR málarameistara, Sólheimum 23. Magnea Ósk Kristvinsdóttir, Magnús Valgarðsson, Elba Nunez Valgarðsson, Engilbert Valgarðsson, Ingibjörg Birgisdóttir, Guðmundur F. Valgarðsson, Kathryn Vaigarðsson, Stefama Valgarðsdóttir, Hreinn Edilonsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Dalbraut 27. Gísli Ingimundarson, Indriði Ingimundarson, Sigurður Ingimundarson, Sigurlaug Guðmundsdöttir, Ragnheiður Ingimundard., Einar Jónsson, Ingimundur Einarsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Ágúst Friðþjófsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.