Morgunblaðið - 06.01.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
27
f<ólk í
fréttum
Einherjarnir nýju, sumir þeirra að minnsta kosti eða fulltrúar þeirra, en nokkrir sáu sér ekki fært
að sækja samkomuna. Lengsttil vinstri er Kjártan L.'Pálsson, KLP, formaður Einherjaklúbbsins.
GOLF
Aldrei fleiri farið
holu í hög’g’i
Alls fóru 43 íslenskir kylfingar holu í höggi á
árinu sem nýliðið er og eru allir þar með félag-
ar í Einherjaklúbbnum. Kjartan L. Pálsson, sem
hefur verið formaður klúbbsins frá fyrsta degi hans,
segir að þetta sé met, aldrei hafi jafn -margir náð
þessum eftirsótta áfanga í golfi hér á landi. Til
samanburðar mætti geta þess, að 35.000 kylfingar
að jafnaði fara holu í höggi á ári hveiju í Banda-
ríkjunum og er samanburðurinn miðað við höfðatölu
verulega hagstæður íslendingum.
Fyrir skömmu voru hinir nýju einheijar heiðraðir
á árlegri samkundu klúbbsins. Kom þá m.a. upp úr
dúrnum að einn þeirra, Kristinn S. Gunnarsson GS,
sem fór holu í höggi á Hólmsvelli Leiru 19. júní, fór
einnig holu í höggi á sömu braut í hitteðfyrra. í
tengslum við samkomuna var haldið árlegt einhetja-
mót í golfi og þar sigraði að þessu sinni Einar Jóns-
son GS.
Kjartan L. Pálsson afhendir Einari Jónssyni sig-
urlaunin fyrir sigur í Einherjakeppninni í golf
1989.
Enn er Zsa Zsa Gabor í fréttun-
um vestra. Nú hefur eigandi
einnar helstu tískuverslunar Be-
verly Hills farið þess á leit við hana
að hún láti ekki sjá sig innan veggja
verslunarinnar framar. Til þessa
hefur frú Gabor verið tíður gestur
í búðinni, jafn vel verið þar á ferð
daglega.
Verslunareigandinn segir að Zsa
Zsa hafi ævinlega verið höfuðverk-
ur holdi klæddur, hún hafi eingöngu
stundað búð sína til þess að sýna
sig og sjá aðra, láta í veðri vaka
að hún verslaði hjá sér eins og aðr-
ar stjörnur, en hið sanna væri að
hún hefði ekki keypt neitt svo mán-
uðum skipti. Tíðar ferðir hennar
væru ævinlega til þess að skila því
sem hún tók daginn áður, en þá
hefði hún einnig stundað vöru-
skipti. Þetta hefði svo sem verið
þolanlegt, athæfið væri meinlaust
þótt það væri þreytandi fyrir starfs-
fólk verslunarinnar. Mælirinn fyllt-
ist þó fyrir skömmu, er Zsa Zsa
kom í búðina með f lík og vildi skila,
en allir innanbúðar vissu að leikkon-
an hafði keypt f líkina í annarri búð!
Annars hefur umtalið um Zösu
að undanförnu leitt til þess að kast-
ljósi hefur verið varpað á eiginmann
hennar, prins Fredéric von Anhalt.
Hefur fólki þótt titillinn kyndugur.
Karlinn var þekktur svikahrappur
og þjófur á yngri árum, en er hann
Zsa Zsa og prinsinn hennar á brúðkaupsdaginn 1986.
var 36 ára gat hann iokkað aldna
prinsessu til þess að ættleiða sig!
Með hinn nýja titil í farteskinu sneri
Fi-ederic blaðinu við, þótt fortíðin
fylgi honum eins og skuggi. Þau
Zsa Zsa giftust í ágúst 1986 og
vegna orðsporsins sem af honum
fór var hjónabandinu ekki spáð
langlífi. Byggðust spárnar ekki síst
á því að Zsa Zsa er enginn nýgræð-
ingut1 í hjónaböndum og skilnaði,
eiginmennirnir á undan Frederic
hafa verið sjö talsins. En hjóna-
bandið lifir enn.
KJÓLASALA
Zsa Zsa reynist afleitur viðskiptavinur
Adrian Comaneci í íbúð systur sinnar, Nadiu Comaneci, í Búkarest
en hún kvað hafa mikið dálæti á alls kyns tuskudýrum líkt og mynd-
in gefúr t.il kynna. A veggnum er mynd af Nadiu en hún var m.a.
sæmd sérstakri „Hetjuorðu" fyrir afrek sín á fimleikamótum víða
um heim.
FLÓTTI
Nadia Comaneci vill
heimsækja föðurlandið
Hefur ákveðið að setjast að í Kaliforníu
Nadia Comaneci, rúmenska
fimleikadrottningin sem flúði
ógnarstjómina í heimalandi sínu í
nóvembermánuði, hefur boðað að
hún hyggist koma í heimsókn til
Rúmeníu í vor. Að sögn bróður
hennar, Adrians, hefur hún hins
vegar engin áform uppi um að
setjast þar að á ný heldur hefur
hún ákveðið að eiga framvegis
heimili í Kalíforníu-ríki í Banda-
ríkjunum.
Nadia Comaneci vakti heimsat-
hygli á Ólympíuleikunum í Mon-
treal árið 1976 er hún fékk tíu í
einkunn fyrir æfingai' sínar, fyrst
kvenna í sögunni. Geðsjúka valda-
klíkan sem fór með völdin í Rúm-
eníu lagði ævinlega mikla áherslu
á að efnilegir íþróttamenn fengju
úrvalsþjálfun og voru þeir taldir
verðugir fulltrúar sósíalismans.
Þeir sem náðu árangri á alþjóða-
vettvangi fengu þægileg híbýli og
aðgang að munaðarvarningi þeim
sem fluttur var inn fyrir forrétt-
indastéttina á meðan alþýða
manna svalt.
Allt þetta fékk Nadia Coman-
cei, sem nú er 28 ára, en það
dugði ekki til að halda henni í
Rúmeníu og þegar tækifærið gafst
ákvað hún að flýjatil Vesturlanda.
Öryggissveitirnar, hinn illræmdi
einkaher Nicolae Ceausescus og
eiginkonu hans, Elenu, brutust inn
í íbúð Nadiu Comaneci er uppvíst.
varð að hún hefði flúið land. Að
sögn bróður hennar stálu þeir eig-
um systur hans, þ. á m. hluta af
allskrautlegu safni tuskudýra sem
hún kvað hafa mikið dálæti á.
Adrian Comaneci tókst hins vegar
að koma undan æðstu orðu lands-
ins, sem Ceausescu sæmdi systur
hans er hún var útnefnd „Hetja
sósíalíska alþýðulýðveldisins Rúm-
eníu“. Hann á einnig litmynd sem
tekin var af Nadiu og einvaldinum
hryllilega við þetta tækifæri en
kveðst telja hana miklu betri sé
hún brotin til helminga þannig að
aðeins systir hans sé sjáanleg.
Öryggissvéitirnar skildu hins
vegar eftir verðlaunagripina sem
Nadia vann til á ferli sínum en
þeir voru geymdir í sérherbergi í
rúmgóðri íbúð hennar í úthverfi
Búkarest. Herbergið innsigluðu
þeir og Adrian kveðst ekki þora
að ijúfa innsiglið fyrr en núver-
andi valdhafar hafi gefið honum
leyfi til þess. Þar inni er að finna
280 verðlaunapeninga og 177 bik-
ara sem systir hans skildi eftir er
hún flúði land.
COSPER
Þarna sérðu, mamma, hvað ég get unnið mér inn, ef ég fæ
að læra á gítar.