Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 33 Hrein kenning o g villukenning - fyrri hluti Kæri Guðbrandur Jónsson. Eg þakka þér fyrir spurningar og bið þig velvirðingar á seinkun svars- ins. Þú spyrð: „Hvað er hrein kenning og hvað er villukenning?" Þú veist: _Á. jörðinni er meira en fimm milljarðar af mönnum og mik- ill fjöldi af trúarbrögðum. Sérhver myndi gefa sitt eigið svar við þessari spurningu. En ef þú ert kristinn maður, eins og nær allir íslendingar, þá vil ég fyrst og fremst benda tií orða Jesú: „Eg er vegurinn, sannleik- urinn og lífið.“ (Jh. 14,6). Kristnir menn trúa þessum orðum; en þú spyrð áfram: „Hvað er það sem Jesús kennir okkur?“ Svarið má vera: „Þú finnur það í Biblíunni." Nú máttu segja, — og ég er þá sammála þér —: „Þetta svar er alls ekki fullnægj- andi. Vér vitum að Jesús vill „full- komna einingu" kirkjunnar (Jh. 17,23). Það er alveg ljóst að trúar- deildir, sem segja, að þær samþykki Biblíuna, eru þó ósammála í mörgum mikilvægum trúaratriðum, t.d. um tölu heilagra sakramenta, embætti biskupa og prestanna, um virðingu hjónabands, um það, hvort Jesús kemur og sé í raun og veru viðstadd- ur í Altarissakramentinu, um kenni- vald í kirkjunni, um þýðingu góðra verka, um nauðsyn útskýringar Bibl- íunnar, Gamla og Nýja testamentis- ins. Erfiðleikar við að útskýra fagn- aðarerindi Jesú, sem hann gaf aðeins munnlegt, ekki skriflegt, og falskar útskýringar byrjuðu þegar á tímum postulanna. En Jesús hafði gefið postulunum kennivald og þá var mögulegt að endurreisa einingu á kirkjuþingi í Jerúsalem árið 49 um nauðsyn þess, að halda boðorð Gyð- inganna. Þá var það Pétur, sem kvað upp úrskurðinn eftir langar umræð- ur. Þýðir það, að Jesús gaf Pétri sér- stakt kennivald á milli postulanna? Jú, það virðist víst. Hafði Jesús ekki breytt nafni hans „Símon“ í nafnið „Pétur“, þ.e. Klettur, og sagt: „Á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína.“ Jesús sagði líka við Pétur: „Styrk þú bræður þína“ (Lk. 22,31) og: „Gæt þú lamba minna . . . ver hirðir sauða minna . .. gæt þú sauða minna." Páll postuli virðist viður- kenna slíkt vald Péturs. Hann var ekki valinn með þeim tólf, aðeins seinna. Sumir kristnir mátu hann þess vegna ekki eins og þá tólf. Páll þurfti jafnvel að verja titil sinn, post- ulans. En hann segir: „Eftir þijú ár fór ég upp til Jerúsalem til að kynn- ast „Kefasi" (arameiskt nafn fyrir ,,Klettur“) og dvaldist lijá honum hálfan mánuð.“ Páll vildi líka einingu í kennslu kirkjunnar, því að hann segir (G1 2,1): „Síðan fór ég eftir opinberun til Jerúsalem og lagði fyrir þá, sem í áliti voru (Jakob, Pétur og Jóhannes) fagnaðarerindið, sem ég prédika meðai heiðingjanna. Það mátti ekki henda, að ég hlypi og hefði hlaupið til einskis." En Pétur, klettur, stendur ekki einn. Aðrir post- ularnir standa með honum. Þeir eru saman stjórn kirkjunnar, líka Páll sjálfur, sem fór til Péturs. Kirkjusaga kennir okkur að Pétur og Páll post- ular hafi dáið píslardauða í Róm, Pétur um árið 64/67. Hann er fyrst- ur í röð 265 biskupa Rómar. Var nú kennivald ekki lengur nauðsynlegt eftir dauða postulanna? Pétur, Páll, Jóhannes og Júdas spá allir: „Fals- kennendur munu vera á meðal yðar. Þann tíma mun að bera, er menn ekki þola hina heilnæmu kenning, heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum. Á síðari tímum munu sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda.“ Júdas minnir jafnvel á spá- dóma annarra postula. Og hvað bar við? Strax á tveimur fyrstum öldum átti kirkjan í stríði við villukenning- ar, t.d. Gnóstíkakenningu. Gnosis ossfar-l lar Til Velvakanda. ~ i I Hr. Jan líabets. Eg hef undan-J farið fylgst með skrifum yðar hér í Velvakanda sem fjalla í stórum I Idráttum um kristileg viðhorf, ogl I er ekki oft sem trúmál og skoðang I um þau birtast í fjölmiðlum. Þaðl leru nokkur atriði í þessum sknfuml þýðir þekking. Hún kenndi, að aðeins fáir menn gátu orðið sáluhólpnir fyr- ir sérstaka kenningu. Gnosis var sam- bland af heiðnum, hellenskum, gyð- inglegum og kristnum lærdómssetn- ingum. Gnóstíkakenningin játaði tvær sjálfstæðar frumorsakir, góða og illa. Egypskur maður, Valentinus að nafni, kenndi það 138-158 í Róm. Andstæðingur hans var sérstaklega heilagur Ireneus, biskup. Hvernig var mögulegt að finna hina hreina kenn- ingu og skilja hana frá villukenningu? Með Biblíu? Vér eigum að bíða til enda fjórðu aldar til að eiga skrá Biblíunnar, eins og vér höfum hana nú. Ilvernig þá? Ireneus segir: „Vér eigum að halda kenningu post- ulanna." Nú gat Valentinus sagt: „Jú, ég held kenningu postulanna." Hvað er þá skilmerki fyrir hreina kenningu? Ireneus vissi, að Biblíu- textar nægja ekki, ef það er ágrein- ingur um þar, þá þurfum vér ein- hvers gerðarmanns til að kveða upp úrskurðinn eins og Pétur gerði í Jerú- salem. Jesús gaf fagnaðarerindið ekki skrif legt en hann gaf kennivald: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér“ (Lk. 10,16) og lofaði: „Eg er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ Kennivald á að halda áfram. Þess vegna segir Ireneus, áð vér finnum hreina kenningu hjá biskupum sem eru eftirmenn postulanna. Og „eins og postularnir voru í kennslu sam- mála Pétri svo eiga biskupar að vera sammála eftirmanni Péturs, sammála biskupi Rómar“. Þess vegna lét Iren- eus oss eftir skrá eftirmanna Péturs. Kaþólskir menn finna hreina kenn- ingu í kenningu páfa í einingu við biskupa kaþólsku kirkjunnar. Önnur spurning var um aríanisma. Áríus var prestur í Alexandríu. ICristnir játa aðeins einn Guð. Þess vegna játum vér: guðdómur Jesú ICrists er ekki annar en guðdómur Guðs föðurins og hins heilaga anda. En Aríus kenndi að Jesús væri ekki af sömu veru eins og Guð faðirinn. Jesús, Guðs sonur, væri skapaður, þó fyrstur. Á eftir liefði hann sjálfur skapað, fyrst heilagan anda og á eft- ir allt annað. Jesús hafði ekki mann- lega sál, en fékk sál frá Guðs syni skapara. Vér sjáum: Þá er Jesús hvorki Guð, né venjulegur maður, eins og vér. Deilurnar innan kirkjunn- ar voru svo magnaðar að Konstantín keisari mátti kalla saman kirkjuþing í Níkeu, í Litlu-Asíu, árið 325. Kirkju- þing dæmdi kenningar Aríusar en Sókrates (380-420) sagnfræðingur segir, að þar hefði verið misskilning- ur 1 nafnaskrá grískra orða, um nátt- úru og um persónu. Ágreiningur hélt áfram. Konstantíus, keisari (337-361) tók ekki aðeins sjálfur villukenningu Aríusar, heldur fyrir- skipaði hana fyrir alla kirkju. Libenus páfi átti að fara í útlegð (355) og keisari setti annan mann (Felix II) í páfastól og hótaði einnig öllum bisk- upum útlegð ef þeir vildu ekki taka þessa villutrú. Það virtist endir kirkj- unnar. Hún mátti bíða Theodosíusar, keisara (379-395) til að öðlast aftur frelsi. Hrein trú um guðdóm Jesú og hins heilaga anda var endanlega stað- fest á þinginu í Konstantínopel árið 381. Sr. Jón Habets FLUGTAK Flugskóli GAMLA FL UG TURNINUM REYKJAVlKURFLUGVELU 101 REYKJAVlK SlMI 28122 Höldum A-prófs og blindflugsnámskeið um miðjan janúar nk. ef næg þátttaka fæst. Væntanlegir nemendur hafi samband í síma 91-28122 Flugtak. Flugeldasala Þróttar 20% afsláttur af öllum flugeldum í dag (þrettándanum) Útsölustaðirv/Holtaveg og Glæsibæ. Greiðslukortaþjónusta - Þróttur JUDO Byrjendanámskeið hefjast 10. janúar í húsnæði félagsins í Sundlaugunum í Laugardal. Æfingar verða á miðviku- dögum og föstudögum. 14 ára og yngri kl. 17.00 og 18.00, 15 ára og eldri kl. 18.00-19.00. Nánari upplýsingar í símum 31976 og 39414 alla daga eftir kl. 16.00. Júdófélag Reykjavíkur. HRESSINGMLEIKFIMIKVENNA OG KARIA Vetramámskáð hdjasl mánudaginn 8. janúar 1990. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugamesskóla og íþróttahús Seltjamamess. Fjölbreyttar æfingar Músík Dansspuni Þrekæfingar Slökun Upplýsingar í súna 33290. Gleðilegtnýttár ÁstbjörgS. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.