Morgunblaðið - 06.01.1990, Qupperneq 36
Jólaópera Útvarpsins
Kl. 16:30
o ÚTVARPIÐ RÁS 1 0]
LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Thatcher
neitar við-
ræðuni um
Rockall
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra hefur fengið
bréf frá Margaret Thatcher for-
sætisráðherra Breta þar sem
hún hafhar viðræðum um Rock-
all klettinn og svæðið umhverf-
is hann.
„Þetta bréf Thatcher er svar
við málaleitan minni frá því fyrir
rúmu ári, þegar ég fór þess á leit
i~við hana í London, að þjóðirnar
fjórar reyndu að leysa ágreining-
inn um Rockall með viðræðum,“
sagði forsætisráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
„F'orsætisráðherra Breta neitar
þessari málaleitan minni einfald-
lega og segir norðurhluta Rock-
ali-svæðisins tilheyra Bretum og
bresku yfirráðasvæði, og engum
öðrum,“ sagði Steingrímur.
Steingrímur kvaðst ekki undr-
_^ndi á þessu svari breska forsætis-
ráðherrans en hann sagði jafn-
framt að mikilvægt væri að þetta
svar hefði fengist. Hann myndi í
framhaldi þessa eiga fund með
utanríkismálanefnd Alþingis,
kynna efni bréfsins og ræða málið
í heild við nefndina..
Formenn
ríkisbanka
skipaðir
EYJÓLFUR K. Sigurjóns-
son hefúr verið skipaður
formaður bankaráðs Lands-
banka íslands og Guðni
Ágústsson formaður Búnað-
arbanka ísfands.
Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra skipaði í gær for-
menn bankaráða Búnaðar-
banka og Landsbanka. Um
leið skipaði hann varaformenn
í báðum ráðum. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir verður vara-
formaður bankaráðs Búnað-
arbanka og Kristinn Finn-
bogason varaformaður í
Landsbankaráðinu.
Stýrishús vörubifreiðarinnar er gjörónýtt og brann þar allt sem
bunnið gat.
Austur-Húnavatnssýsla:
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Gestur Fannar tveggja ára snáði slapp naumlega er bræður hans,
Smári Rafin (til vinstri) og Hallgrímur Ingvar, björguðu honum
út úr brennandi vörubíl á bænum Litlu-Giljá í fyrradag.
Bjargað úr brennandi bíl
Blönduósi.
TVEGGJA ára drengur, Gestur Fannar Steingrímsson, slapp naum-
lega þegar vörubíll í eigu foður hans brann í fyrradag á bænum
Litlu-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu. Það voru bræður drengsins litla
sem björguðu honum út úr vörubílnum á síðustu stundu og var þá
mikill reykur inni í bílnum.
Það var á tólfta tímanum í fyrra-
dag sem eldur varð laus í stýris-
húsi á vörubifreið bóndans á Litlu-
Giljá og var litli drengurinn einn í
bíinum. Skammt frá var faðir hans
að vinna á dráttarvél og bræður
Gests voru ekki langt undan við
að tína saman spýtnarusl upp á
vörubílinn. Steingrímur Ingvarsson
faðir Gests litla sagðist ekkert hafa
orðið var við hvað var að gerast
fyrr en strákarnir rifu upp dyrnar
á vörubílnum og náðu Gesti út. Það
mátti heldur ekki tæpara standa
því skömmu síðar var stýrishúsið
alelda og brann þar allt sem brunn-
ið gat. Steingrímur sagðist þá þeg-
ar hafa stokkið inn í vörubílinn og
drepið á vélinni en þurft að henda
sér út vegna eldsins. Steingrímur
gat þess að reynt hefði verið að
nota handslökkvitæki en bæði tæk-
in sem hann hafði yfir að ráða
entust ekki meira en í tíu sekúndur
hvort. Sama gilti um slökkvitæki
sem bóndinn á næsta bæ kom með.
Steingrími Ingvarssyni tókst að
bjarga vélinni í bílnum með því að
leggja stýrishúsið fram.
Bræðurnir Hallgrímur Ingvar,
11 ára, og Smári Rafn, 17 ára,
sögðu að þegar þeir litu í átt að
vörubílnum hefðu þeir séð hendur
litla bróður síns krafla í hliðarrúðu
og þótt einkennilegt hversu allt var
dimmt og grátt inni í bílnum en
áttað sig fljótt hvað var á seyði
og komið bróðir sínum til bjargar
á elleftu stundu eins og fyrr segir.
Steingrímur Ingvarsson telur
líklegustu skýringuna á brunanum
vera þá að kviknað hafi í út frá
miðstöð. Gesti Fannari varð ekkert
meint af og má teljast mikil mildi
að ekki fór verr.
Jón Sig.
Tilboð Landsbankans í Samvinnubankann:
Erlend lán SÍS gjaldfelld
hafiii stjómin tilboðinu
STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga frestaði í gær fundi
sínum til morguns, og þar með ákvarðanatöku um það hvort tilboði
Landsbankans í hlut Sambandsins í Samvinnubankanum verður tek-
ið eða ekki. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að tvísýnt hafi ver-
ið talið hver niðurstaða yrði ef til atkvæðagreiðslu hefði komið á
fundinum í gær og því hafi málinu verið frestað.
Steingrímur HeiTnannsson, for- I ardrottnar Sambandsins muni jafn-
sætisráðherra, telur að erlendir ián- | vel ákveða að gjaldfella erlendar
skuldir fyrirtækisins, ef stjórnin
hafnar tilboði Landsbankans. Morg-
unblaðið hefur upplýsingar um að
Hambrosbanki hafi þegar ákveðið
að gera svo, verði tilboðinu hafnað.
Forsætisráðherra segist telja að
það geti haft alvarleg áhrif á láns-
traust Islands erlendis, ef erlendir
Fiskvinnsla íslenzka úthafsútgerðarfélagsins við strendur Alaska:
Andra neitað um vinnsluleyfi
BANDARÍSKA viðskiptaráðuneytið hefúr neitað íslenska úthafsút-
gerðarfélaginu, ÍSÚF, um heimild til að vinna afla úr bandarískum
fiskiskipum um borð í Andra BA við strendur Alaska frá og með
-áramótum. Skipið kom á miðin rétt fyrir áramót og hafði fengið
smáslatta um borð til tilraunavinnslu þegar frekari vinnsla var bönn-
uð. Þrátt fyrir tilraunir utanríkisráðherra íslands og Bandaríkjanna
og bandaríska sendiherrans á íslandi hefúr leyFið ekki fengist og
var því síðast neitað í gær.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hefur sent bandaríska
viðskiptaráðherranum, Robert A.
Mosbacher Sr., bréf vegna þessa,
^jar sem hann minnir á milliríkja-
samninga um að þessar heimildir
skuli veittar. Minnt er á mikilvægi
þess fyrir bina íslensku aðila að
samningarnir verði haldnir og lýkur
bréfinu með yfirlýsingu um að
íslenski sjávarútvegsráðherrann
vonist til að þeim megi takast að
leysa þetta aðkallandi og alvarlega
mál í þeim anda sem alltaf hafi
verið á milli tveggja náinna banda-
manna.
Ragnar S. Halldórsson fram-
kvæmdastjóri ÍSÚF segir að fái
félagið ekki leyfið, séu það brigð á
samningum miili Bandaríkjanna og
íslands.
Ragnar kveðst telja að neituninni
hafi ráðið embættismenn og bindur
hann vonir við að viðskiptaráð-
herrann vilji efna samkomulag það,
sem í gildi er milli bandarískra og
íslenskra stjórnvalda, um heimildir
íslendinga til að vinna fisk í banda-
rískri lögsögu í samvinnu við þar-
lend fyrirtæki.
Samningsaðili ÍSÚF í Banda-
ríkjunum, Associated Vessel Servic-
es, fór í gær fram á að‘ Andra BA
yrði úthlutaður vinnslukvóti fyrir
þetta ár. Svar barst strax frá
bandaríska viðskiptaráðuneytinu
um bandaríska utanríkisráðuneytið
og var einföld neitun án útskýringa.
Morgunblaðið hafði í gærkvöldi
samband við bandaríska viðskipta-
ráðuneytið, en þar var þá ekki sagð-
ur neinn viðstaddur til að ræða
málið.
lánardrottnar Sambandsins tapi
milljörðum króna, vegna við-
skipta við Sambandið. „Eg held að
þegar svona er orðið geti ríkisvald-
ið aldrei litið framhjá því að öllu
leyti," sagði Steingrímur og að-
spurður um hvað ríkisstjórnin
myndi gera, ef tilboðið verður fellt
sagði forsætisráðherra: „Ríkis-
stjórnin gerir nú kannski lítið á
fyrsta stigi. Hún hefur enga heirn-
ild til þess að veita ríkisábyrgðir,
eða annað þess háttar. Það verður
ekki gert án laga frá Alþingi.
Verði tilboði Landsbankans hafn-
að mun það þýða mjög mikla erfið-
leika fyrir Sambandið og líklega
fyrir Landsbankann líka,“ sagði
forsætisráðherra.
Þó að óánægja ríki með áramóta-
tilboð Landsbankans innan Sam-
bandsins mun Guðjón B. Ólafsson,
forstjóri Sambandsins þeirrar skoð-
unar að úr því sem komið er sé
ekki um annað að ræða fyrir Sam-
bandið en taka því. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að verði niður-
staða Sambandssfjórnar á annan
veg, muni Guðjón þegar í stað segja
starfi sínu lausu hjá Sambandinu.
Sjá frásögn á bls. 2.