Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B ffrgnnltfatoife STOFNAÐ 1913 8.tbl.78.árg. FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov á leið til Litháens: Heilsað sem leið- toga erlends ríkis - segir formaður þjóðfylkingarinnar Sajudis Vilnius. Reuter. MÖRG þúsund Litháar söfhuðust saman og báru fram sjálfstæðis- kröfiir í borginni Vilnius í gær en í dag kemur Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi í heimsókn til Litháens. Leiðtogi þjóðernissinna sagði í gær að tekið yrði á móti Gorbatsjov sem leiðtoga erlends ríkis. Mikil ólga er nú í Sovétríkjunum og í gær var Jegor Lígatsjov, helsti fulltrúi harðlínumanna, gagnrýndur í fjölmiðlum fyrir stalín- isma og fyrir að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að senda hermenn til Georgíu í apríl sl. á meðan Gorbatsjov var erlendis. „Við heilsum Gorbatsjov sem leiðtoga öf lugs nágrannaríkis sem við höfum átt löng og erfíð sám- skipti við," sagði Vytautas Lands- bergis, formaður Sajudis, þjóð- fylkingar Litháens, á fréttamanna- fundi í gær. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram og fólk safnaðist saman fyrir framan dómkirkjuna í Vilnius. Búist er við mun fjöl- mennari mótmælum í dag þegar Gorbatsjov kemur í heimsókn. Gorbatsjov mun eiga viðræður við leiðtoga kommúnistaflokksins í Litháen sem rauf formleg tengsl við f lokksforystuna í Moskvu fyrir skemmstu. I upphafi tók Gorbatsj- ov þeirri fregn af leitlega en undan- farið hefur margt bent _t.il að Kremlverjar ætli að sætta sig við ákvörðun flokksins í Litháen. Þjóðaólgan í Sovétríkjunum færist stöðugt í vöxt. í gær sagði sovéska sjónvarpið frá því að eld- flaugar hefðu fundist í vörubifreið sem var á leið frá Armeníu til hér- íran: Sá fanga brennda lifandi Genf. Reuter. RÚMLEGA tvítug stúlka, Mitra Moazez að nafni, sem var nokkur ár í fangelsi í íran segir að þar hafi hún séð fiillorðna konu og tvo unglinga brennda lifandi. Kom þetta fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Genf í gær í tilefhi þess að sendinefnd frá Sam- einuðu þjóðunum ætjar aðkanna stöðu mannréttindamála í íran. Moazez var stungið í fangelsi árið 1981 vegna þátttöku í mót- mælagöngu gegn klerkastjórninni í íran og var hún í haldi til ársins 1985. Hún segist hafa sætt pynt- ingum í 85 daga áður en byrjað var að yfirheyra hana. Einhverju sinni kom það fyrir að hún ásamt um 30 öðrum pólitískum föngum voru látin horfa á þegar þremur and- stæðingum Khomeinis erkiklerks var varpað lifandi inn í „nokkurs konar bakaraofn". Þær fréttir bárust frá íran í gær að 31 eiturlyfjasali hefði verið tek- inn af lífi. A síðasta ári voru rúm- lega 900 eiturlyfjasalar hengdir í landinu. aðsins Nagorno-Karabak í Az- erbajdzhan. Svo virðist sem þjóð- ernissinnaðír Armenar standi fyrir þessum vopnaflutningum en þeir krefjast þess að fá yfirráð yfir Nagorno-Karabak. Þær fréttir bárust svo í gær að óróleiki væri i Sovétlýðveldinu Moldavíu þar sem menn vilja sam- einast Rúmeníu en byrjað var í gær að rífa niður landamæragirðingar milli ríkjanna af opinberri hálfu. WVIIKHf Ú ¦> * fí"°«M FOR ' AiSVE, wuy^ :,-...¦¦•..... m 4f*|'«««». g U&S IC tPfMMí í œw —-¦ I Reuter „Gorbatsjov! Farðu heim með Rauða herinn!" mátti meðal annars lesa í gær á mótmælaspjöldum, sem sum hver voru rituð á ensku, í Vilnius, höfuðborg Litháens. I dag er á von á Sovétleiðtoganum í heim- sókn til að ræða sjálfstæðiskröfur Litháa. Ákveðið að Comecon lúti brátt markaðslögmálum Varaforseti Kúbu setur fyrirvara vegna séraðstæðna Sófíu. Daily Telegraph og Reuter. * ÁKVEÐIÐ var í gær að Comecon, viðskiptabandalag kommúnista- ríkja, léti af einangrunarstefnu sinni og tæki smám saman mið af lögmálum frjáls markaðar. Stefnt er að því að byggja á heims- markaðsverði í viðskiptum, miða við gjaldmiðla sem eru hvarvetna gjaldgengir og auka viðskipti við Vesturlönd. „Fjörutíu ára tímabili einangr- unarstefnu er lokið," sagði Miklos Nemeth, forsætisráðherra Ung- verjalands, að loknum tveggja daga fundi aðildarrikjanna 10 í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Marg- ar umbótasinnaðar ríkisstjórnir í Austur-Evrópu hafa litið á Comec- Reuter Herlögum aflétt í Peking A miðnætti í nótt að kínverskum tíma var herlögum af létt í Peking sem verið hafa í gildi í rúma sjö mánuði. Hér sjást hermenn yfir- gefa Torg hins himneska friðar, vettvang fjöldamorða alþýðuhersins 4. júní sl., en almenn umferð verður nú leyfð um torgið. on sem eitt síðasta vígi Stalínism- ans. Auk Varsjárbandalagsríkj- anna eiga Kúba, Mongólía og Víet- nam aðild að Comecon. í siðustu viku benti margt til þess að Comecon myndi leysast upp en á fundinum nú virðast menn hafa komið sér saman um að sameigin- legir hagsmunir væru það miklir að halda ætti í viðskiptabandalag- ið. Málamiðlun náðist á fundinum eftir að Tékkar gagnrýndu tillögur Sovétmanna um að án tafar yrði komið á fót verðmyndunarkerfi sem byggðist á gjaldgengum gjaldmiðlum. Þótt Tékkar, Pólverj- ar og Ungverjar hafi viljað ganga lengst í átt til frjáls markaðskerfis hafa þessar þjóðir lagt áherslu á að enn væru þær háðar auðveldum aðgangi að auðlindum og hráefni frá Sovétríkjunum. Samþykkt var að skipa nefnd til að semja nýjar grundvallarregl- ur fyrir Comecon. Fram tíl þessa hafa milliríkjaviðskipti innan bandalagsins byggst á miðstýr- ingu þar sem ákveðið er fyrirfram hver selur hverjum hvað og á hvaða verði. Fulltrúi Kúbu var eini fundar- gesturinn sem hafði fyrirvara á samþykki sínu í gær og mæltist til þess að tekið yrði sérstakt tillit til vanþróaðra aðildarríkja Comec- ons. „Þótt tekið sé tillit til markað- arins þarf það alls ekki að þýða stjórnleysi í framleiðslu," sagði Carlos Rafael Rodriguez, varafor- seti Kúbu. Norður-Noregur; Vilja auð- velda brott- flutninginn Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritars Morgunblaðsins. NEFND, sem skipuð var til að leita lausna á kreppunni í Norð- ur-Noregi, hefur nú skilað áliti og hefur því vægast sagt verið misjafhlega tekið. Tillögurnar ganga nefnilega helst út á að auðvelda fólki að flytjast frá landshlutanum. Tillögur nefndarinnar, sem mestu máli skipta, eru þær, að Husbanken eða húsnæðismálastofnunin norska gefi norður-norskum sjómönnum upp vexti af lánum og fresti af- borgunum af þeim um ótiltekinn tíma og einnig, að þeir, sem vilja f lytjast burt, gangi fyrir um ný lán. „Hér er verið að tala um að flytja fólk hreppaflutningi en við þurfum ekki hjálp til þess. Við vilj- um aðstoð við að komast af í heim- kynnum okkar," sagði sjómaðurinn Arnt Hansen og flestir Norðlend- ingar virðast vera á sama málj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.