Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
8. tbl. 78. árg.
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gorbatsjov á leið til Litháens:
Heilsað sem leið-
toga erlends ríkis
- segir formaður þjóðfylkingarinnar Sajudis
Vilnius. Reuter.
MÖRG þúsund Litháar söfnuðust saman og báru fram sjálfstæðis-
kröfur í borginni Vilnius í gær en í dag kemur Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtogi í heimsókn til Litháens. Leiðtogi þjóðernissinna sagði
í gær að tekið yrði á móti Gorbatsjov sem leiðtoga erlends ríkis.
Mikil ólga er nú í Sovétríkjunum og í gær var Jegor Lígatsjov,
helsti fulltrúi harðlínumanna, gagnrýndur í fjölmiðlum fyrir stalín-
isma og fyrir að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að senda
hermenn til Georgíu í apríl sl. á meðan Gorbatsjov var erlendis.
„Við heilsum Gorbatsjov sem
leiðtoga öflugs nágrannaríkis ^em
við höfum átt löng og erfið sám-
skipti við,“ sagði Vytautas Lands-
bergis, formaður Sajudis, þjóð-
fylkingar Litháens, á fréttamanna-
fundi í gær. Mótmælin í gær fóru
friðsamlega fram og fólk safnaðist
saman fyrir framan dómkirkjuna
í Vilnius. Búist er við mun fjöl-
mennari mótmælum í dag þegar
Gorbatsjov kemur í heimsókn.
Gorbatsjov mun eiga viðræður
við leiðtoga kommúnistaflokksins
í Litháen sem rauf formleg tengsl
við flokksforystuna í Moskvu fyrir
skemmstu. í upphafi tók Gorbatsj-
ov þeirri fregn afleitlega en undan-
farið hefur margt bent til að
Kremlveijar ætli að sætta sig við
ákvörðun flokksins í Litháen.
Þjóðaólgan í Sovétríkjunum
færist stöðugt í vöxt. í gær sagði
sovéska sjónvarpið frá því að eld-
flaugar hefðu fundist í vörubifreið
sem var á ieið frá Armeníu til hér-
Ákveðið að Comecon lúti
brátt markaðslögmálum
aðsins Nagorno-Karabak í Az-
erbajdzhan. Svo virðist sem þjóð-
ernissinnaðir Armenar standi fyrir
þessum vopnaflutningum en þeir
krefjast þess að fá yfirráð yfir
N agorno-Karabak.
Þær fréttir bárust svo í gær að
óróleiki væri í Sovétlýðveldinu
Moldavíu þar sem menn vilja sam-
einast Rúmeníu en byijað var í gær
að rífa niður landamæragirðingar
milli ríkjanna af opinberri hálfu.
„Gorbatsjov! Farðu heim með Rauða herinn!" mátti meðal annars lesa í gær á mótmælaspjöldum, sem
sum hver voru rituð á ensku, í Vilnius, höfúðborg Litháens. I dag er á von á Sovétleiðtoganum í heim-
sókn til að ræða sjálfstæðiskröfur Litháa.
Varaforseti Kúbu setur fyrirvara vegna séraðstæðna
Sófíu. Daily Telegraph og Reuter.
ÁKVEÐIÐ var í gær að Comecon, viðskiptabandalag kommúnista-
ríkja, léti af einangrunarstefhu sinni og tæki smám saman mið
af lögmálum frjáls markaðar. Stefht er að því að byggja á heims-
markaðsverði í viðskiptum, miða við gjaldmiðla sem eru livarvetna
gjaldgengir og auka viðskipti við Vesturlönd.
Iran:
Sá fanga
brennda
lifandi
Genf. Reuler.
RÚMLEGA tvítug stúlka, Mitra
Moazez að nafni, sem var nokkur
ár í fangefsi í Iran segir að þar
hafi hún séð fúllorðna konu og tvo
unglinga brennda lifandi. Kom
þetta fram á fréttamannafúndi
sem haldinn var í Genf í gær í
tilefni þess að sendinefnd frá Sam-
cinuðu þjóðunum ætlar að kanna
stöðu mannréttindamála í Iran.
Moazez var stungið í fangelsi
árið 1981 vegna þátttöku í mót-
mælagöngu gegn klerkastjórninni í
íran og var hún í haidi til ársins
1985. Hún segist hafa sætt pynt-
ingum í 85 daga áður en bytjað var
að yfirheyra hana. Einhveiju sinni
kom það fyrir að hún ásamt um
30 öðrum pólitískum föngum voru
látin horfa á þegar þremur and-
stæðingum Khomeinis erkiklerks
var varpað lifandi inn í „nokkurs
konar bakaraofn".
Þær fréttir bárust frá íran í gær
að 31 eiturlyfjasali hefði verið tek-
inn af Iífi. Á síðasta ári voru rúm-
lega 900 eiturlyfjasalar hengdir í
landinu.
„Fjörutíu ára tímabili einangr-
unarstefnu er Iokið,“ sagði Miklos
Nemeth, forsætisráðherra Ung-
veijalands, að loknum tveggja
daga fundi aðildarríkjanna 10 í
Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Marg-
ar umbótasinnaðar ríkisstjórnir í
Austur-Evrópu hafa litið á Comec-
on sem eitt síðasta vígi Stalínism-
ans. Auk Varsjárbandalagsríkj-
anna eiga Kúba, Mongólía og Víet-
nam aðild að Comecon. I síðustu
viku benti margt til þess að
Comecon myndi leysast upp en á
fundinum nú virðast menn hafa
komið sér saman um að sameigin-
legir hagsmunir væru það miklir
að halda ætti í viðskiptabandalag-
ið.
Málamiðlun náðist á fundinum
eftir að Tékkar gagnrýndu tillögur
Sovétmanna um að án tafar yrði
komið á fót verðmyndunarkerfi
sem byggðist á gjaldgengum
gjaldmiðlum. ÞóttTékkar, Pólveij-
ar og Ungverjar hafi viljað ganga
lengst í átt til fijáls markaðskerfis
hafa þessar þjóðir lagt áherslu á
að enn væru þær háðar auðveldum
aðgangi að auðlindum og hráefni
frá Sovétríkjunum.
Samþykkt var að skipa nefnd
til að semja nýjar grundvallarregl-
ur fyrir Comecon. Pram til þessa
hafa milliríkjaviðskipti innan
bandalagsins byggst á miðstýr-
ingu þar sem ákveðið er fyrirfram
hver selur hveijum hvað og á
hvaða verði.
Fulltrúi Kúbu var eini fundar-
gesturinn sem hafði fyrirvara á
samþykki sínu í gær og mæltist
til þess að tekið yrði sérstakt tillit
til vanþróaðra aðildarríkja Comec-
ons. „Þótt tekið sé tillit til markað-
arins þarf það alls ekki að þýða
stjórnleysi í framleiðslu," sagði
Carlos Rafael Rodriguez, varafor-
seti Kúbu.
Norður-Noregur:
Vilja auð-
velda brott-
flutninginn
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara
Morgunblaðsins.
NEFND, sem skipuð var til að
leita lausna á kreppunni í Norð-
ur-Noregi, hefur nú skilað áliti
og hefur því vægast sagt verið
misjafnlega tekið. Tillögurnar
ganga nefnilega helst út á að
auðvelda fólki að flytjast frá
landshlutanum.
Tillögur nefndarinnar, sem mestu
máli skipta, eru þær, að Husbanken
eða húsnæðismálastofnunin norska
gefi norður-norskum sjómönnum
upp vexti af lánum og fresti af-
borgunum af þeim um ótiltekinn
tíma og einnig, að þeir, sem vilja
flytjast burt, gangi fyrir úm ný lán.
„Hér er verið að tala um að
flytja fólk hreppaflutningi en við
þurfum ekki hjálp til þess. Við vilj-
um aðstoð við að komast af í heim-
kynnum okkar," sagði sjómaðurinn
Arnt Hansen og flestir Norðlend-
ingar virðast vera á sama máli.
Reuter
Herlögum aflétt í Peking
Á miðnætti í nótt að kínverskum tíma var herlögum aflétt í Peking
sem verið hafa í gildi í rúma sjö mánuði. Hér sjást hermenn yfir-
gefa Torg hins himneska friðar, vettvang fjöldamorða alþýðuhersins
4. júní sl., en almenn umferð verður nú Ieyfð um torgið.