Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990
C 5
„Þykkar varir eru áberandi, og þau eru ljúf og skapgóð." Guðmunda Þorgeirsdóttir af Reykjaætt fyrir
miðju, ásamt börnum, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskylduvini.
FJOLSKYLDA
FJÖLSKYLDAN HITTIST einu sinni í viku og borðar saman
grjónagraut. Og potturinn með grautnum má vera stór því hér
er ekki um fámenna vísitölufjölskyldu að ræða, heldur stórfjöl-
skyldu af Reykjaætt. Systkini, makar þeirra, börn og ef til vill
íjölskylduvinir, nærri þijátíu manns, koma saman og það ku víst
ekkert vera erfítt fyrir ókunnugan að greina ættarsvipinn og fínna
hinn ótrúlega samhljóm í skapgerð þeirra.
Skemmtileg mynd af Guðmundu Þorgeirsdóttur, börnum
hennar, tengdabömum og bamabörnum birtist í niðjatali
Reykjaættar, og þar sem fróðlegt þótti að vita hvort eitt-
hvað væri nú sameiginlegt með fjölskyldunni hvað erfðir
snertir, var haft samband við eina tengdadótturina.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir kom inn í fjölskylduna þegar hún
giftist Pétri Gunnarssyni rithöfundi, syni Guðmundu, og segir
hún að tvennt finnist sér einkum áberandi í ættinni.
„Hvað útlit snertir þá eru þykkar varir einkum áberandi,
en þær hafa systkinin frá móður sinni. Og það er víst nokkuð
algengt, að þegar þau verða reið þá bíta þau gjarnan í néðri
vörina!
Skapgerð þeirra er mjög lík,
hvort sem það stafar af erfðum eða
uppeldi, þau eru ljúf og skapgóð,
en um leið hæversk og dul. Þau
tala ógjarnan um sjálf sig og hafa
sig lítið í frammi.
Ég hef aldrei orðið vör við tog-
streitu eða væringar þeirra á milli,
enda er samheldni þeirra mjög
óvenjuleg. Sem dæmi um það má
nefna, að við hittumst á hveijum
laugardegi í hádeginu og borðum
saman gijónagraut. Systkinin sjö,
makar þeirra, börn og stundum til-
fallandi fólk af götunni! Upphaf lega
hittumst við hjá Guðmundu, sem
nú er látin fyrir ári, en svo tókum
við völdin af henni þótt það kostaði
nú næstum hallarbyltingu, og skipt-
umst nú á um að sjóða grautinn.
Ég held að áhugamál þeirra séu
á ólíkum sviðum, þau hafa þó öll
áhuga á listum og knattspyrnuvír-
usinn er í þeim flestum!"
„ Við skildum hver aðra svo vel!“ Anna og Lovísa, 8 ára, (til hægri)
með vinkonum sínum, tvíburunum Huldu Elsu og Hildi Erlu Björg-
vinSdætrum.
mjög samrýndar, og ef þær voru
órólegar sem ungbörn, þá brást
ekki að þær þögnuðu ef þær voru
settar í sömu vögguna. FVam eftir
aldri vöknuðu þær alltaf á sama
tíma á næturnar ef þær þurftu að
bregða sér á snyrtinguna, og enn
rekast þær hvor á aðra á þeim stað
að næturlagi.
Ef önnur lagðist í f lensu kom hin
fljótlega á eftir, og ef þær fengu
skemmd í tönn þá var það að sjálf-
sögðu á samastað. „Það nægir að
koma með aðra,“ sagði tannlæknir-
inn þeirra eitt sinn, „þétta er alltaf
sama tönnin hjá báðum.“
í skóla var námsárangur svipað-
ur, Lolla var þó betri í stærðfræði
en Anna í íþróttum. í fjögur ár
voru þær með sama kennarann, en
hann þekkti þær aldrei í sundur.
Reyndar var hann með aðra tvíbura
í bekknum hjá sér og ekki varð það
til að einfalda málið. Með þessum
tvennu tvíburum tókst vinátta strax
í sex ára bekk og hefur hún haldist
fram á þennan dag.
„Við skildum hver aðra svo vel,
þurftum aldrei áð útskýra neitf.'því
þær vissu alltaf hvað við vorum að
tala um,“ segja Anna og Lolla.
En hvað er það sem tvíburar ein-
ir skilja, og hvernig er það að vera
tvíburi?
Þessu finnst þeim ekki auðvelt
að svara í fljótu bragði og stijúka
sér báðar um hárið í einu. Ég tek
líka eftir öðrum kæk, þær láta
braka í fingrunum, og skipta oft
jafnt um stellingar. Og þegar þær
tala grípa þær stöðugt fram í og
botna setningar á víxl án þess þó
að það saki í umræðunni.
„Það er oft gaman að vera
tvíburi, enda höfum við aldrei próf-
að neitt annað,“ segja þær, „en það
er leiðinlegt þegar það er talað um
okkur sem eina. Þegar ein gerir
eitthvað af sér er alltaf sagt „þið“!
Stundum finnst okkur við vera
sama persónan, störum oft undr-
andi í spegilinn og það er eins eins
og einhver segull sé á milli okkar.
Ef við ætlum að hittast í mann-
þröng, t.d. á stórum dansstað, þá
tekur það okkur bara hálfa mínútu
að finna hvor aðra.
En stundum, upp úr þurru, þolum
við ekki hvor aðra og rífumst heift-
arlega. Æðum inn í herbergin okk-
ar, beijum í borðið og hvæsum: Oh,
hvað ég hata þig!
En eftir stutta stund sættumst
við heilum sáttum, búnar að stein-
gleyma hvers vegna við rifumst!"
Þær segjast oft hugsa það sama
og finna það á sér ef annarri líður
illa. „Eftir að við hættum að vera
saman allan daginn, þá hringjum
við hvor í aðra svona tvisvar á dag,“
segir Anna, „og um daginn hringdi
Lolla í mig og var ósköp eðlileg,
en ég sagði strax, hvað er að Lolla?
Og þá bað hún mig um að koma
sem fyrst heim, því hún vaéri döpur
vegna atviks sem hafði gerst fyrr
um daginn.“
Þær ségjast aldrei hafa farið í
próf hvor fyrir aðra, né gabbað
fólk af ásettu ráði, en geti þó ekki
stillt sig um að stríða fólki svona
stöku sinnum. „En fólk tekur því
ekkert illa, hefur bara gaman af
því.“
Eitt sinn voru þær báðar að vinna
í Viðeyjarstofu, við að þjóna til
borðs og bera fulla bakka milli eld-
húss og salar. Kona sem vann í
eldhúsinu vissi ekki að þær voru
þarna tværaf„sömu tegund“, og
þær voru ekkert að upplýsa það, og
í hvert sinn sem önnur birtist í eld-
húsgættinni hristi konan höfuðið
og tautaði: Þetta er nú meiri hörku-
konan!“
Og enn ruglast fólk á þeim og
mun áfram gera og ég vissi ekkert
hvor var hvor þegar ég kvaddi þær.
MENN ÞYKJAST sjá ákveðin
ættareinkenni fylgja fólki, ja&i-
vel í marga ættliði, en erfiðara
er að gera sér grein fyrir að
hve miklu leyti um er að ræða
erfðir eða umhverfísmótun.
Börn læra auðvitað handverk
af föður og móður, afa og
ömmu, háttu þeirra og fas.
Þannig getur þekking, tungu-
tak og látbragð fylgt ættum
öldum saman. En einstakling-
urinn erfir einnig hæfileika fi'á
foreldrum sinum.
Nú fyrir jólin-kom út merkilegt
sagnfræðirit eftir Þórunni
Valdimarsdóttur um hinn fræga
þjóðsagnakennda klerk á
ÆTTFRÆÐI/£>/(3/> eda
umhverfismótun?
Smiðimir
fráHúsafelli
og
Húsafelli
eftir Guðjón
Friðriksson
Snorra Björnsson
(1710-1803). í
bókarlok er lítil
ættartala og þar
segir: „Margir af
afkomendum
Snorra eru nafn-
togaðir fyrir
smíðar, eru flest-
ir karlmenn
fyrstu ættlið-
c. Elín Jakobsdóttir (1801-
1870) en meðal afkomenda henn-
ar voru Björn Bjarnason (f. 1874)
smiður í Hafnarfirði og Bjarni
Óiafsson vélsmiður á Keflavíkur-
flugvelli.
d. Gísli Jakobsson (1805-1885)
bóndi á Augastöðum, legsteina-
smiður og smiður á járn og tré.
Sonur hans var Nikulás Gíslason
(1861-1952) á Augastöðum,
síðasti legsteinssmiðurinn af ætt
Húsfellinga. Sonarbörn Gísla voru
Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir
(1894-1956), móðir Magnúsar
Magnússonar járnsmiðs í
Reykjavík og Ingimar Kristinn
Þorsteinsson (1907-1958) járn-
smíðameistari í Reykjavík, faðir
Þorsteins Kristins Ingimarssonar
járnsmíðameistara og Sigutjóns
Ingimarssonar símsmíðameistara.
e. Halidóra Jakobsdóttir 1807-
1871). Einn sonur hennar var
Þorsteinn Hjálmarsson (1840-
1921) smiður á Kolsstöðum og
víðar. Dóttir hans var Margrét
Þorsteinsdóttir (1874-1965),
móðir Jóns Einars Jónassonar
skipasmiðs í Reykjavík en sonur
Hjálmar Þorsteinsson (1886-
1972), einn þekktasti trésmíða-
meistarinn í Reykjavík um sína
daga, rak stórt verkstæði. Meðal
bama Hjálmars voru Þorsteinn
Hjálmarsson, kunnur trésmíða-
meistari, Halldór Hjálmarsson
innanhússarkitekt og Hörður
Hjálmarsson trésmíðameistari.
Dóttir Halldóru var Helga Hjálm-
arsdóttir (1843-1923) en meðal
bama hennar voru Hildur Guð-
mundsdóttir (1877-1938), móðir
Guðmundar Bergmanns Jónsson-
ar trésmíðameistara í Reykjavík,
Kolbeinn Guðmundsson (1882-
1958) jámsmiður á Stóraási og
Sigurður Guðmundsson (1888-
1982), faðir Þorkels Sigurðssonar
byggingameistara í Reykjavík.
f. Eiríkur Jakobsson (1809-
1871) bóndi, mikill smiður á tré
og málma, listfengur og fjöl-
hæfur.
g. Þorsteinn Jakobsson (1814-
1868), mikill smiður á stein, tré
og járn. Meðal barnabarna hans
voru Ástríður Þorsteinsdóttir
(1877-1961), er framleiddi list-
muni, Ingibjörg Þorsteinsdóttir
(1882-1934), móðir smiðanna á
Kaðalstöðum, þeirra Ólafs Jóns-
sonar og Þorsteins Jónssonar,
Steinunn Þorsteinsdóttir (1887-
1973), sem var hög og Þorsteinn
Pálsson bifreiðasmiður í
Reykjavík. Sonur Þorsteins Jak-
obssonar var Björn Þorsteinsson
(1848-1927) í Bæ en meðal barna
hans var Jón Björnsson (1878-
1949) kaupmaður í Borgarnesi,
faðir Halldórs H. Jónssonar arki-
tekts sem aftur er faðir Garðars
Halldórssonar húsameistara ríkis-
ins. Annar sonur Þorsteins var
Kristleifur Þorsteinsson (1861-
1952) á Stórakroppi. Meðal
barnabarna hans voru smiðirnir
Kristleifur Einarsson og Kristleif-
ur Jóhannesson.
3. Guðrún Snorradóttir 1761-
1825) á Refsstöðum, bæði verk-
hög og mikilvirk, járnsmiður góð-
ur og smíðaði mikið af ljáum,
hestajárnum og klinkum.
4. Guðný Snorradóttir (1771-
1852) hagvirk og listfeng svo af
bar, bæði við hannyrðir og smíðar.
Þess skal svo að lokum getið
anna annálaðir smiðir og sumar
konurnar skáru sig úr öðru fólki
að hagleik." Sjálfur var Snorri
smiður góður.
Snorri og Hildur Jónsdóttir,
kona hans, eignuðust 12 börn en
aðeins sjö komust til fullorðinsára
og afkomendur eru einungis frá
iremur þeirra. Við skulum nú líta
aðeins á smiðina sem af Snorra
eru komnir og getið er í ættartölu
lessari en þar vantar yfirleitt þær
kynslóðir sem nú eru uppi.
1. Einar Snorrason (um 1750-
1827) bóndi í Borgarfírði. Hann
var smiður á tré og málma og var
m.a. við smíðar og byggingu
verslunarhúsa. Afkomendur eru
frá tveimur dætrum hans:
a. Kristrún Einarsdóttir (1802-
1875). Meðal barna hennar var
Einar Sigurðsson (1833-1901)
bóndi á Svarfhóli í Stafholtstung-
um, smiður mikill á járn, tré og
silfur en dótturbörn hennar voru
Magnús Magnússon 1861-1945)
járnsmiður á Gunnarsstöðum í
Hörðudal, Ólafía Katrín Hans-
dóttir (d. 1959, en synir hennar
voru Guðmundur Kristjánsson,
þekktur myndskeri í Reykjavík
og Kristján Kristjánsson trésmið-
ur) og Kristján Hansson (1876-
1961) trésmiður í Reykjavík.
b. Hildur Einarsdóttir (1803-
1883). Synir hennar þrír voru
Einar Guðnason (1835-1901)
bóndi á Hofsstöðum, Þórólfur
Guðnason (f. 1839) í Vestur-
heimi, og Pétur Guðnason (1844-
1871), allir hagleiksmenn miklir.
2. Jakob Snorrason (1756-
1839) á Húsafelli. Hann var smið-
ur mikill á tré og málma og enn-
fremur steinsmiður frægur. Hann
notaði rautt og blátt gijót úr
Bæjargilinu á Húsafelli í leg-
steina, sem margir eru enn til.
Margir smiðir eru af honum
komnir:
a. Guðmundur Jakobsson
(1794-1873) bóndi á Álftanesinu
og víðar, mikill smiður. Einn dótt-
ursonur hans er Kristinn Agnars-
son þúsundþjalasmiður á Akur-
eyri.
b. Björn Jakobsson 1797-1844)
bóndi á Fitjum í Skorradal. Hann
var gull- og silfursmiður og hagur
til flestra hluta. Meðal bamabarna
hans eru Bjöm Sigfússon húsa-
smíðameistari á Akureyri og Arni að einn ungur afkomandi Snorra
Þorsteinsson (1869-1939) smiður,
bæði á járn og tré, hinn mesti
þjóðhagi. Barnabarnabam Björns
er Kristján Kristjánsson smiður á
ísafirði.
á Húsafelli, Páll Guðmundsson
myndhöggvari, „lífgar við grjót"
á Húsafelli um þessar mundir þó
með öðmm hætti sé en forfeður
hans.